Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18    SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995
U-
MORGUNBLAÐIÐ
EG YPTAR kalla Ramses II
ekki því nafni, heldur Rames-
ses-al-Akbar, Ramses hinn
mikla. Hann sló hvert met
faraóa af ððru: lét byggja
fleiri hof, reisa fleiri brodd-
sú 1 ur og minnismerki en
nokkur annar faraó. Enginn
áttí fieirí eigin kon ur (þær
urðu átta taísins og hjákon-
urnar óteljandi), og börn,
hann fullyrti að þau væru
162. Ríki hans afmarkaðist
af því sem nú er Líbýa í vestri
og í rak í austri og náði frá
Tyrklandi í norðri til Súdans
í suðri. Talið er að faraóinn
í annarri Mósebók sé Ramses
n.
Ramses II ríktí i 67 ár,
komst til valda áríð 1304 fyr-
ir Kristsburð, að talið er, og
lést áríð 1287 f .Kr., 92 ára.
Talið er að meðalaldur þessa
tíma hafi veríð 40 ár og þvi
hlýtur Ramses II að hafa
þótt nær eilífur.
Ramses II gerði friðar-
samning við Hittíta, hðfuð-
andstæðínga Egypta, sem var
innsiglaður með hjónabandi
Ramsesar og dóttur konungs
Hittíta, Maafc-Hor-Neferure.
Hann gekk síðar að eiga syst-
ur hennar og urðu þær 7. og
8. eiginkona hans.
Meðal annarra eigin-
kvenna má nefna Nefertarí
og Istnofret en hún var móð-
ir Merne p tah sem tók við af
föður sínum látnum. Ilann
var 13. sonurinn, en talið er
að Ramses II hafi lifað hina
tólf. Af öðrum eiginkonum
Ramsesar má nefna systur
hans Henutmire og þrjár
dætur hans: Bint-Anath,
Meryetamun og Nebettawy.
Þrátt fyrír að konur hafi
ekki átt mikið val þegar að
hjónabandi kom, voru konur
af konungaættínni valda-
miklar og 1 aldar ja f ningjar
karla. Tvö grafhýsanna í
Konungadalnum eru grafir
kvenkyns faraóa, Hatseheps-
utogTwosret.
Piparkern i nef ið
Þegar Ramses lést, voru
innyfli hans fjarlægð og sett
í krukkur. Líkami hans var
smurður og vafður varlega
inn i klæði, svo varlega að
piparkornum var stungið inn
í nasir hans til að koma í veg
fyrír að nefið flettist út.
Likinu var komið fyrir í
••iieinkistu, og með fylgdi altt
það sem hinn látni var talinn
þurfa tíl fararinnar, m.a. Bók
hinna dauðu, sem áttí að veita
honum aðgang að undirheim-
um og litlar styttur sem áttu
að hjálpa faraónum að vinna
fyrir guðinn. Gröf Ramsesar
hefur ekki verið að fuilu
grafin upp en franskir forn-
leifafræðingar vinna nú að
þvi að kanna hanat.il fulls.
I
i
STYTTA Ósíris, guðs undirheimanna, er við enda miðgangsins. Andlitíð vantar á styttuna en talið er að leifar þess liggi í hrúgunum við hana.
LEYNDARDOMUR
TÝNDU GRAFANNA
Ætlunin var að leggja
bflastæði þar sem nú
hefur fundist gríðar-
stórt grafhýsi sona
Ramsesar II. Fram
kemur í umfjöllun
Urðar Gunnarsdótt-
ur að hann er talinn
einn mesti faraó sem
uppi hefur verið. Hann
varð 92 ára og talið
er að hann hafí átt
alltað!62börn.
FORNLEIFAFRÆÐINGAR og
sagnfræðingar höfðu fyrir
löngu misst allan áhuga á
frekari uppgreftri á svæði 5 í Kon-
ungadalnum nærri Luxor í Egypta-
landi enda var talið að hann væri
fullkannaður. í dalnum hafa fundist
grafir fjölda faraóa og prinsa og
þangað leggja forvitnir ferðamenn
Ieið sína. Full þörf var talin á því
að stækka bílastæðið í Konunga-
dalnum og var ætlunin að leggja
það þar sem inngangur grafarinnar
er. Bandarískur prófessor og sér-
fræðingur í sögu og tungu Fom-
Egypta, Kent Weeks, vildi þó vera
alveg viss um að ekki væri verið
að eyðileggja neinar fornminjar
með lagningu bílastæðisins, hafði
raunar óljósan grun um að grafhýsi
kynni að vera í hlíðinni. Hann hóf
því uppgröft árið 1988 og tókst að
endingu að opna dyr sem höfðu
verið luktar í árþúsundir. I síðustu
viku tilkynnti hann svo umheimin-
um að í ljós hefði komið eitt stærsta
grafhýsi sem fundist hefur.
„Við stóðum skyndilega á gangi,"
segir Weeks. „Á hvora hönd voru
KONUNGADALURINN. Inngangur að grafhýsinu, sem talið er geyma jarðneskar leifar sonar
Ramsesar II, er fyrir miðri mynd, um 40 metra frá þeim stað sem vegurinn endar.
10 dyr ogvið enda gangsins var
stytta af Ósíris, drottnara undir-
heimanna". Tveir gangar til viðbót-
ar lágu út frá ganginum sem Weeks
og hópur hans komu fyrst í og voru
sextán klefar til viðbótar á hvorum
gangi. Er Weeks sannfærður um
að undir göngunum séu fleiri grafir
og að alls um 100 klefar séu í graf-
hýsinu. Reyníst það rétt vera, er
þetta stærsta grafhýsi sem fundist
hefur í Egyptalandi.
Taldi gröfina ekki merka
Weeks hefur fundið áletranir sem
benda til þess að allt að 50 synir
Ramsesar II hafi hlotið hinstu hvílu
í grafhýsinu. Vitað er með vissu
að Ramses II eignaðist 52 syni en
talið er að börn hans hafi getað
verið 162 talsins. „Að finna stórt
grafhýsi er merkilegt en að finna
stað eins og þennan, þar sem tugir
konunglegra útfara hafa farið fram
er einstakt," segir Emily Teeter,
sérfræðingur I sögu og tungu Forn-
Egypta við Austurlandastofnunina
í Chicago.
Konungadalurinn             stendur
skammt frá borginni Luxor og við
Níl. Dalurinn hefur verið fjölsóttur
ferðamannastaður svo öldum skipt-
ir, veggjakrot á grafhýsum þar
sanna að Rómverjar og Grikkir
komu þar til að líta veggmyndir og
myndletur sem töldust ævagömul
fyrir Kristsburð.
Grafarræningjar og fornleifa-
fræðingar hafa einnig verið tíðir
gestir, þeir síðarnefndu í nokkrar
aldir. Vitað er að Napóleon Frakka-
keisari sendi lið til að vinna að
uppgreftri árið 1798 og leiðangrar
á 19. öld og í upphafi þeirrar 20.
grófu upp hvert grafhýsið af öðru.
Alls hafði 61 grafhýsi fundist árið
1820 þegar Bretinn James Burton
hóf að grafa við innganginn að
grafhýsi 5 eins og það hefur verið
nefnt.
Burton komst að þeirri niður-
stöðu að ekkert væri fyrir innan
það sem reyndist vera inngangur
að gröfunum. Hinn heimsþekkti
fornleifafræðingur Howard Carter,
sem fann m.a. gröf Tutankhamons,
komst að sömu niðurstöðu og not-
aði staðinn sem geymslu fyrir þær
minjar sem hann fann við uppgröft
á öðru grafhýsi skammt frá, á þriðja
áratugnum.
Ómelanlegar upplýsingar
Svo leið og beið þar til Weeks
hófst handa árið 1988. Við inn-
ganginn voru áletranir þar sem
nafn Ramsesar II kom fram en
gröf hans er aðeins 30 metra frá
innganginum. Þá voru tveir synir
hans nefndir.
Þegar inn kom, reyndust grafar-
ræningjar hafa farið ránshendi um
grafhýsið mörgum öldum fyrr. Nær
engir skartgripir hafa fundist og
Weeks gerir ekki ráð fyrir að finna
mikil verðmæti. Gröfín er engu að
síður stórmerkur fundur frá sjónar-
hóli fornleifafræðinnar.
Áletranir á veggjum og þúsundir
smáhluta sem þekja gólf grafhýsis-
ins, svo sem leifar af krukkum sem
geymdu líffæri hinna látnu, líkams-
hlutar múmía og ummerki um fórn-
argjafir til guðanna, geyma ómet-
anlegar upplýsingar um Egyptaland
á tímum Ramsesar II sem er af
mörgum talinn einn merkasti faraó-
t
I
>
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
26-27
26-27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52