Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22    SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
U-
OPAL STENST
TÍMANS TÖNN
eftir Kristin Briem
FÁAR íslenskar vörur hafa
staðist tímans tönn jafn
vel á íslenska markaðn-
um og Opal hálstöflur
sem Opal hf. hóf að framleiða fyr-
ir nærfellt fimmtíu árum. Þær
hafa verið hornsteinninn í rekstr-
inum allar götur síðan.
Opal hf. fagnar nú fimmtíu ára
afmæli sínu. Fyrirtækið var stofn-
að 1. júní 1945 af Jóni Guðlaugs-
syni, Hagbarði Karissyni og Birni
Jóhannssyni. Hagbarður var á sín-
um tíma einn færasti sérfræðingur
íslendinga á sviði sælgætisfram-
leiðslu og hafði m.a. aflað þekk-
ingar í starfi sínu fyrir framleið-
anda Gajol í Danmörku. Hann
hannaði því Opal-töflurnar á sín-
um tíma.
Jón Guðlaugsson varð eigandi
Opal eftir að hinir stofnendurnir
höfðu fallið frá en seldi fyrirtækið
til Einars Ólafssonar og fjölskyldu
hans árið 1981. Einar færði út
kvíarnar árið 1984 þegar Opal
yfirtók rekstur Marklands sem
framleiddi svokallaða negrakossa.
Árið 1987 ákvað Einar að selja
fyrirtækið tengaföður sínum og
mági, þeim Gunnari Snorrasyni
og Sigurði Gunnarssyni. Tveimur
árum síðar kom Ragnar Birgisson
til liðs við þá feðga sem meðeig-
andi og framkvæmdastjóri. Það lá
beinast við að spyrja Ragnar fyrst
hvernig reksturinn gangi fyrir sig
um þessar mundir.
„Töflurnar nema tæplega 50%
af okkar sölu og við erum stærst-
ir hér á landi á því sviði. Opal er
jafnframt stærsti framleiðandi á
brjóstsykri í landinu þannig að
þessar tvær vörur eru um tveir
þriðju hlutar framleiðslunnar. Þar
fyrir utan erum við með kara-
melluvörur, súkkulaði og súkku-
t isi«i:
JflVINNULÍF
A SUNNUDEGI
?RAGNAR Birgisson, framkvæmdastgóri Opals hf., er
fæddur í Reykjavík árið 1952. Hann lauk viðskiptafræði-
prófi frá Háskóla íslands árið 1976 og prófi í rekstrar-
hagfræði frá London Business School árið 1979. Hann
starfaði sem sérfræðingur hjá Framkvæmdastofnun rík-
isins 1975-1977 en var ráðinn framkvæmdastjóri Sana
á Akureyri árið 1977. Tveimur árum síðar var Ragnar
ráðinn framkvæmdastjóri Sanitas hf. og gegndi því
starfi allt til ársins 1989 er hann tók við framkvæmda-
stjórastarfi hjá Opal hf.
Morgunblaðið/Þorkell
EIGENDUR Opals, Ragnar Birgisson, Gunnar Snorrason og
Sigurður Gunnarsson, fagna um þessar mundir hálfrar aldar
afmæli fyrirtækisins.
laðihúðaðar vörur. Velta okkar
nam um 210 milljónum á síðasta
ári og útflutningur var um 15%
af sölu."
Hagnaður um 13 milljónir
Síðasta ár var eitt besta árið í
sögu Opals í seinni tíð þar sem
hagnaður varð um 13 milljónir.
Þetta voru umskipti frá árunum
1992 og 1993 þegar gengisfelling-
ar léku fyrirtækið grátt vegna
erlendra skulda. En hvernig
skyldu horfurnar vera á þessu ári?
Ragnar kveðst sjá fram á versn-
andi starfsskilyrði. Allt hráefni
hafi hækkað í verði, ekki síst
umbúðir frá innlendum framleið-
endum. „Meginhráefnið í töflurnar
er gúmmarabik sem kemur nær
eingöngu frá Súdan. Þar varð
uppskerubrestur í lok árs 1992 og
þá þrefaldaðist heimsmarkaðs-
verðið. Þá höfum við fengið á okk-
ur sykurhækkanir. Uppsveifla í
öllum hinum vestræna heimi hefur
valdið því að allt hráefni er að
hækka í verði. Við eigum hins
vegar mjög erfitt með að hækka
verðið hjá okkur vegna mikillar
samkeppni á markaðnum. Þvert á
móti höfum við þurft að lækka
meðalverðið vegna afslátta, kynn-
ingartilboða o.s.frv."
- En hvernig hefur Opal brugð-
ist við þessum versnandi skilyrð-
um?
„Eina svarið við þessu er hag-
ræðing. Vélvæðing og sjálfvirkni-
væðing er sú hagræðing sem skil-
ar mestu. Við endurnýjuðum á
þessu ári stærstu vélina í fyrirtæk-
inu sem steypir Opal-töflurnar.
Þessi vél tvöfaldar afkastagetuna
og gefur okkur aukna möguleika
í vöruþróun. Þá höfum við fjölgað
sölumönnum og farið út í harðari
sölumennsku. Við reynum að láta
sölumennina raða sjálfa upp í hill-
urnar í búðunum og erum með
mikið af vörukynningum í stór-
mörkuðum."
Samþjöppun á
smásölumarkaði
í þessu sambandi bendir Ragnar
á þá miklu samþjöppun sem orðið
hefur á smásölumarkaðnum. „Hér
áður fyrr réðu framleiðendur ferð-
inni á markaðnum. Þeir fram-
leiddu vöruna, ákváðu verðið og
settu hana á markaðinn. Þá var
mikið af söluturnum og smærri
verslunum en einungis fáeinir
stórmarkaðir. Þetta er liðin tíð.
Núna ráða stórverslanirnar mestu
og það vofir alltaf yfir framleið-
endum að vörur þeirra verði tekn-
ar út úr stórmörkuðum ef verslun-
areigendur sætta sig ekki við verð-
ið.
Hagkaup og Bónus eru líklega
með um helming af smásölumark-
aðnum í Reykjavík þannig að fáir
innlendir framleiðendur geta þrif-
ist nema eiga í viðskiptum við
þessa aðila. Þessir stórmarkaðir
hafa gert kröfu um að fá allt
sælgæti í svokölluðum markaðs-
pakkningum sem þýðir að það
þarf að gefa ennþá meiri afslátt.
Þetta tel ég vera þróun sem sé til
góðs fyrir neytendur og hún eykur
samkeppnina gífurlega mikið. Þeir
sem eiga í þessari samkeppni
þurfa að vera sívinnandi, síhugs-
andi og mjög frjóir í hugsun. Iðn-
rekendur þurfa nú að aðlaga sig
duttlungum neytenda."
Ragnari hitnar í hamsi þegar
talið berst að viðskiptum iðnrek-
enda við mjólkuriðnaðinn. „Við
fengum ráðherrabréf frá Jóhanni
Hafstein, iðnaðarráðherra í nóv-
ember 1969 um það að ef iðnrek-
endur væru tilbúnir að samþykkja
inngöngu íslands í EFTA myndum
við fá að kaupa okkar hráefni á
heimsmarkaðsverði. Við kaupum
flest öll okkar hráefni á heims-
markaðsverði nema landbúnaðar-
vörur því þar ríkir blýföst einokun.
Við höfum reynt að semja um
þetta við mjólkuriðnaðinn en án
árangurs. Forsvarsmenn hans
hafa engan áhuga á samningum
og vísa á opinbera fimm manna
nefnd. Kommúnisminn er fallinn
en samt er ennþá verið með ein-
hveria fimm manna nefnd og opin-
bera verðlagningu á mjólkurdufti.
Innflutningur er bannaður og sæl-
gætisiðnaðurinn er þvingaður til
að kaupa hráefni á margföldu
heimsmarkaðsverði af einokunar-
fyrirtæki þrátt fyrir loforð ráð-
herra. Segja má því að ósam-
keppnishæfni landbúnaðarins sé í
þessu tilfelli að hluta til velt yfir
á okkur í sælgætisiðnaðinum."
Sælgætisiðnaður í
varnarbaráttu
Ragnari verður tíðrætt um að
tryggja þurfi stöðugleikann í þjóð-
félaginu tíl að iðnaðurinn geti
dafnað. „Raungengi er mjög hag-
stætt núna enda er íslenskur iðn-
aður að braggast og auka sinn
útflutning. Það er hins vegar hætt
við að uppsveifla í sjávarútvegi
fari beint út í verðlagið og gengið
falli. Einnig eru vextir ennþá of
háir og því fjárfesting of lítil mið-
að við eðlilegt árferði."
íslenskur sælgætisiðnaður hef-
ur haft um 45% markaðshlutdeild
á undanförnum tíu árum á móti
55% hlut innflutnings. Þetta telur
Ragnar ekki nægilega góðan
árangur. „í öðrum löndum er inn-
lend framleiðsla ríkjandi á mark-
aðnum og ég hef þá tilfinningu
að sælgætisframleiðendur á Norð-
urlöndunum og víðar hafí um
80-90% markaðshlutdeild á sínum
heimamarkaði. Það hefur þó verið
talsvert líf í íslenskum sælgætis-
t
»
»
»
»
»
»
»
»
»
f
l
f
!

»
»
»
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
26-27
26-27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52