Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						38 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
HANDIÐANAM
Fjölbrautaskólinn Breiðholti
FJÖlBRiUmSXAUHN
BREIuHOtfl
Handíöabraut 1 ár
(Fatahönnun, fatasaumur, módelteikning,
sniðteikning, vefjarefnafræöi, hekl og prjón)
FB þegarþú velur verknám
í Verzlunarskóla Islands
Þriðjudaginn 6. júní
kl. 16-19
KYNNIÐ YKKUR NÁMSEFNI,
AÐSTÖÐU OG FÉLAGSLÍF
ALLIR VELKOMNIR
Nýútskri faðir grunnskólaiiemar og forráðamenn
þeirra eru sérstaklega boðnir velkomnir.
VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS
Ofanleiti 1 • Sími 568 8400
Sjampó, hárnœring og body lotion
(natural
collection)
Tilboð allt á kr. 875
Sumartíminn er sá tími sem mikið
maeðir á hári og líkama.
Hárið á okkur upplitast, þomar og verður
slitið af sól og vindi. Við getum hjálpað
til með því að nota góðar hárvörur sem
passa fyrir sérstakar hárgerðir og næra
vel á eftir hverjum þvotti.
Ferskju sjampó og næring er fyrir allt
eðlilegt, þurrt hár. Ferskjur innihalda
mikið af náttúrulegum olíum sem næra
vel. Inniheldur líka birki sem lagar hár-
los.
Marshmallow sjampó og næring er illa
farið, litað og permannett hár. Marsh-
mallow nærir og bætir hárpípuna og gerir
hárið einnig viðráðanlegra.
Banana sjampó og næring er fyrir lint,
líflaust hár. Banani er frábær hárnær-
ingargjafi sein gefur mýkt, fyllingu og
hárið virkar þykkara.
Mango djúpnæring. Mango inniheldur
mikið af vítamínum A, B, B,, C og E.
Lagar opna hárenda, djúpnærir og mýkir
hárpípuna. Þarf að bíða í hárinu í 15 mín.
eða eftir þörfum.
Það hafa fáar konur áhyggjur af hrukkum
á líkama sínum, því þær sjást ekki eins
vel og á andlitinu. Því miður koma
hrukkur líka þar og þá sérstaklega á hálsi,
brjósti og handleggjum. Notum því
Kukui Body lotion. Kukui olían smýgur
fljótt ofan í húðina með sérstaka næringu
sem nærir, bætir og gerir húð mjúka og
kemur þannig í veg fyrir hrukkur, Við
flögnum síður eftir sólböð og viðhöldum
betur brúna húðlitnum.
Tilboðið fæst hjá flestum apótekum og
lyfsólum. Eyjakaup, Fjarðarkaup,
snyrtivörudeild Hagkaups, Mangó,
Keflavík, Venus, Sandgerði, Vóruhús
KÁ, Selfossi.
IDAG
ORÐABOKIN
Unghæna - ungahæna
Lesandi og velvildar-
maður þessara pistla
hefur á stundum bent
mér á orð og orðafar,
sem hann hefur hnotið
um í fjölmiðlum, bæði
við léstur og hlustun.
Nýlega minntist hann á
það, að svo virtist vera
sem menn væru farnir
að rugla saman no.
unghæna og ungahæna
í auglýsingum. Veru-
legur munur er að mín-
um dómi á merkingu
þessara tveggja orða.
Ungahæna er sú hæna,
sem er með unga, sbr.
ungamóðir, sem er
kvenfugl með unga,
eins og segir í OM. Þar
er hins vegar ekki no.
ungahæna, þótt undar-
legt megi telja. Ung-
hæna er þar aftur á
móti og sagt haft um
unga hænu. Vel má
vera, að no. ungbarn
og ungabarn, sem OM
og  aðrar  orðabækur
segja merkja hið sama,
hafi hér einhver áhrif
á. Sjálfum finnst mér
vera nokkur blæmunur
á þessum orðum. Þess
má og geta, að ob. Bl.,
setur Af., þ.e. Austfirð-
ir, við orðmyndina
ungabarn. Gerður er
svo munur á kjúklingi,
sem er hænuungi, og
svo aftur unghænu,
sem er nokkru eldri.
Þetta held ég allir skilji.
En séu menn farnir að
tala um ungahænu í
sömu merkingu og ung-
hænu, virðist áreiðan-
lega mörgum skjóta
skökku við. Ekki efa ég,
að     heimildarmaður
minn hefur heyrt þetta
rétt. Svo er aftur spurn-
ingin, hvort Austfirð-
ingar tali hér um unga-
hænu sem unghænu,
eins og þeir virðast hafa
talað um ungabarn sem
ungbarn.
- J.A.J.
HOGNIHREKKVISI
¦ E6
H6F HEVRT AE> SÉ í MJÖG AOLALEGUM
HfeejCkrjAVÖtcU-BUNIWÖJ- "
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til fÖstudags
Góðir vinir
OFT HEFUR heyrst tal-
að um að hundar af irish
setter-kyni eigi erfitt
með að lynda við önnur
dýr. Ég vil leyfa mér að
draga það í efa því að
ég á irish setter-tík sem
er alveg einstaklega blíð
og góð. Hún heitir Ýrar-
Þoka og á myndinni má
sjá hana með tveimur
bestu vinum sínum, kett-
inum Símoni og lambinu
Trínu. Þoka er traustur,
hlýðinn og góður hundur.
Ég á t.d. átta páfagauka
og snertir hún þá ekki
og myndi aldrei gera
þeim neitt mein.
Ég fór með hana á
hundasýningu i Digra-
nesi þann 30. apríl sl. og
var hún valin besti hvolp-
ur sýningarinnar í sínum
flokki og besta tík.
Á hverjum degi fer
hún í fjárhúsin og hest-
húsin, hjálpar til og lab-
bar innan um kindurnar,
en þær eru ekkert
hræddar við hana.
Þoka fær að vera úti
allan daginn meðal hinna
hundanna og kattanna
og ber ekki á neinum
samskiptaörðugleikum.
Unnur V.
Haraldsdóttir,
Varmadal III,
Kjalarnesi.
Þakkir til starfsfólks
Lækjarbrekku
SONUR okkar útskrifað-
ist sem stúdent frá
Menntaskólanum     í
Reykjavík við hátíðlega
athöfn þann 1. júní.
Af þessu tilefni fór
fjölskyldan, eins og kall-
að er, „út að borða".
Fyrir valinu varð veit-
ingahúsið     Lækjar-
brekka. Þar fengum við
mjög hlýlegt viðmót og
alveg frábæra þjónustu
ásamt mjög góðum og
fallega  fram  bornum
mat.
Sem dæmi kom starfs-
fólkið í lok máltíðar,
óbeðið, með sérskreyttan
ís á diski og voru á disk-
inn sérritaðar hamingju-
óskir.
Færum við starfsfólki
veitingahússins Lækjar-
brekku okkar bestu
þakkir fyrir mjög vel
heppnað kvöld.
Anægðir foreldrar.
Víkverji skrifar...
SUMARIÐ hefur sezt að í um-
hverfinu. Sá einn, sem lifað
hefur íslenzkan vetur, skilur til fulls
hvers vegna sumardagurinn fyrsti
skipar svo háan sess í hugum ís-
lendinga. Dagurinn sá flytur fagn-
aðarboðskapinn um betri tíð með
blóm í haga. Veturinn, kuldinn og
myrkrið eru loksins að baki. Lífríki
umhverfisins er að vakna af vetrar-
svefni.
Sumarið og sólskinið létta lund
landans: Anganin, birtan og litirnir!
Borgarskáldið Tómas Guðmunds-
son hitti svo sannarlega sumarnagl-
ann á hðfuðið þegar hann sagði:
„Jafnvel gamlir simastaurar syngja
í sólskininu og verða grænir aftur!"
Og góðskáldið Stefán frá Hvítadal
hafði og satt og rétt að mæla: „Það
er engin þörf að kvarta, þegar bless-
uð sólin skín." Og: „Ég þakka af
hjarta, Guð minn góður, gjafir þín-
ar, sól og vor"!
Skáldið frá Hvítadal söng sól-
skininu þessa lofgjörð:
„í vetur gat ég sagt með sanni:
svart er yfir þessum ranni,
sérhvert gleðibros í banni,
blasir næturauðnin við;
Drottinn, þá er döprum manni,
dýrsta gjöfin sólskinið!"
ISLAND, sækjum það heim! Þessi
hvatning er tímabær nú, þegar
sumarleyfamánuðir fara í hönd.
Hvers vegna Island?
í fyrsta lagi skartar land okkar
fegurð og náttúruperlum, sem
auðga og gleðja ríkulega.
í annann stað sköpum við hag-
vöxt og störf með því að beina við-
skiptum til landa okkar.
Er ísland þá ekki of dýrt fyrir
íslendinga - að ferðast um?
Dýrt nokkuð, satt er það, og
ferðaiðnaðurinn verður zð kapp-
kosta að verðleggja ekki íslendinga
til útlanda! í þessum efnum horfir
þó sitthvað til betri vegar. Og stétt-
arfélögin hafa náð skikkanlegum
samningum um ferða- og dvalar-
kostnað sem vert er að kynna sér.
ísland, sækjum það heim!
KRAFAN um jöfnuð, hversu
réttlát sem hún virðist, getur
aldrei náð til veðurfarsins, jafnvel
þótt góðir jafnaðarmenn kunni að
stjórna Veðurstofunni! Veturinn
hefur leikið Norðlendinga og fleiri
landsbyggðarmenn umtalsvert verr
en höfuðborgarbúa. Reykvíkingar,
sem bjuggu að dágóðri vetrarveðr-
áttu, borið saman við Vestfirði og
Norðurland, sitja aftarlega á mer-
inni í samanburði við suðræn sólar-
lönd!
Þegar íslenzki veturinn er hafður
í huga er auðvelt að skilja, hvers
vegna mörlandinn kýs að stytta
skammdegið með suðurgöngu, eins
og það hét í kaþólskri kristni hér á
landi, þegar heimdraganum var
hleypt og haldið suður um höfin að
suðrænni strönd. Þá seiddi að vísu
trúarsólinn ferðamanninn fremur
en sú sunna, sem nú teymir landann
til Grikklands, Portúgals og Spán-
ar. Sólin seiðir alla - og seiðir
meira að segja þar sem hún lætur
mest að sér kveða, ef varúðar er
ekki gætt.
IKAÞÓLSKRI kristni fóru íslend-
ingar ósjaldan pílagrímsferðir
til helgra staða, einkurri til Jerúsal-
em í Landinu helga og Rómar, þar
sem postularnir Páll og Pétur voru
líflátnir, og páfínn hafði og hefur
aðsetur. Rómferlar voru þeir kallað-
ir, sem sóttu Rómaborg heim á þjóð-
veldisöld og fram undir siðaskipti,
þótt fáir kannist við það orð nú.
Útþráin hefur verið íslendingum
í blóð borin frá því land var numið
fyrir meira en ellefu hundruð árum.
Gott dæmi um þá þjóðarfylgju er
Guðríður Þorbjarnardóttir, sem fór
úr Skagafirði til Rómar á 11. öld,
að því er segir í Grænlendingasögu,
en hafði áður dvalizt bæði í Græn-
landi og á Vínlandi, þar sem hún
var á ferð með með manni sínum,
Þorfinni karisefni Þórðarsyni frá
Höfðaströnd. Hún var enginn heim-
alningur konan sú! Og erfðavísar
(gen) hennar lif a í okkur og börnum
okkar enn í dag.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
26-27
26-27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52