Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						46 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
H
4
i
IÞROTTIR
KNATTSPYRNA
Baráttuleikir í 3. umferð íslandsmótsins á mánudag og þriðjudag
Efstu liðin
áAkranesi
Þriðja umferð 1. deildar karla í
knattspyrnu hefst með fjórum
leikjum á mánudag og lýkur með
fimmta leiknum á þriðjudag en allir
leikirnir byrja kl. 20. Gera má ráð
fyrir miklum baráttuleikjum á öllum
vígstöðvum og má ætla að jafntefl-
ið í Evrópuleik íslands og Svíþjóðar
örvi menn til dáða.
Toppslagur á Akranesi
Akranes og FH eru jöfn í efsta
sæti deildarinnar, hafa sigrað í
fyrstu tveimur leikjunum og eru
með markatöluna 3:0 en liðin mæt-
ast á Akranesi á morgun.
Skagamenn byrjuðu með miklum
látum í fyrstu umferð, sýndu frá-
bæra knattspyrnu og sigruðu
Breiðabliksmenn örugglega, 2:0.
Síðan fóru þeir til Keflavíkur og
unnu 1:0 en leikurinn stóð ekki
undir væntingum.
FH-ingar komu á óvart í fyrsta
leik með því að vinna KR 1:0 á
KR-velli og tóku síðan níu Grindvík-
inga 2:0. FH-ingar hafa lagt
áherslu á sterkan varnarleik en
Skagamenn vilja sækja stíft og má
búast við skemmtilegri viðureign.
Eyjamenn sterkir heima
Eyjamenn eru þekktir fyrir mikla
baráttu en þeir hafa sýnt annað og
meira í fyrstu leikjunum og eru
taplausir í þriðja sæti. Þeir fengu
Valsmenn í heimsókn í fyrstu um-
ferð og voru með sannkallaða flug-
eldasýningu, unnu 8:1. Síðan sóttu
þeir Fram heim og þrátt fyrir öflug-
an sóknarleik og ágæt færi urðu
þeir að sætta sig við markalaust
jafntefli.
Breiðablik var hvorki fugl né
fiskur í fyrsta leik á Akranesi en
liðið sótti í sig veðrið á heimavelli
og vann Val 2:1. Liðið státar af
frábærum markverði en þó gera
megi ráð fyrir að róðurinn verði
erfiður í Eyjum ætti sigurinn í 2.
umferð að auka sjálfstraust Blika.
Reykjavíkurslagurá KR-velli
KR-ingum var spáð íslandsmeist-
aratitlinum enn eitt árið en þeir
hafa ekki staðið undir væntingum,
byrjuðu á tapi heima og fögnuðu
síðan 2:1 sigri á lokamínútunum
gegn nýliðum Leifturs á Ólafsfirði
eftir að hafa verið marki undir þeg-
ar skammt var til leiksloka.
Framarar hafa heldur ekki byrjað
Parreira
rekinn frá
Valencia
CAKLOS Alberto Parreira
þjálfari Valencia á Spáni fékk
að taka pokann sinn fyrir
helgi. Ástæðan er slakt gengi
liðsins. Áður en Parreira tök
við þjálfun Valencia sl. haust
hafði hann verið þjálfari bras-
ilíska landsliðsins og gerði
það m.a. að heimsmeisturum
í Heimsmeistarakeppninni í
Bandaríkjunum í fýrra sum-
ar. Að sðgn forráðamanna
spænska félagsins var jafn-
tefli í undanúrslitum bikar-
keppninnar gegn smáliðinu
Albácete á miðvikudag drop-
inn sem fyllti mælinn að
þeirra mati.
með glæsibrag en Fram er eina lið-
ið sem ekki hefur náð að skora í
deildinni í fyrstu tveimur umferðun-
um. Þeir fengu skell í fyrstu um-
ferð þegar þeir tóku á móti Leiftri
sem vann 4:0 en gerðu síðan marka-
laust jafntefli við Eyjamenn og þótti
mörgum það vel sloppið. í kjölfarið
mættu stjórnarmenn í vinnuna til
Márteins Geirssonar og sögðu hon-
um upp sem þjálfara liðsins en réðu
Magnús Jónsson, fyrrum leikmann
KR og síðar þjálfara yngri flokka
Fram, í staðinn.
Bæði lið eru ósátt við byrjunina
og ætla sér meira. Framarar hafa
haft visst tak á KR-ingum á KR-
velli og hafa fullan hug á að halda
því áfram en KR-ingar vilja snúa
blaðinu við þannig að það stefnir í
baráttuleik.
Nýliðaslagur í Grindavík
Lánleysi hefur fylgt Grindvíking-
um í fyrstu tveimur leikjunum.
Fyrst misstu þeir niður forystu gegn
Keflavík og töpuðu 2:1 í kjölfarið
en síðan misstu þeir tvo menn út af
í jöfnum leik gegn FH og töpuðu
2:0.
Leiftursmenn tóku Framara í
kennslustund í 1. umferð og unnu
4:0 en máttu síðan sætta sig við
2:1 tap gegn KR. Þeir~mæta til
Grindavíkur fullir sjálfstrausts en
mikilvægt er fyrir heimamenn að
fara að rétta úr kútnum. Hins veg-
ar verða þeir án tveggja lykil-
manna, Milans Jankovics og Tóm-
asar Inga Tómassonar, sem taka
út leikbann, og auðveldar það ekki
verkið.
Valsmenn í neðsta sœti
Valsmenn hafa byrjað óvenjulega
illa og hafa ekki fengið stig. Þeir
byrjuðu á því að liggja 8:1 í Eyjum
og töpuðu síðan 2:1 í Kópavogi en
hefja nú baráttuna á heimavelli.
Keflvíkingar hafa sýnt mikla
baráttu, byrjuðu á því að vinna 2:1
í Grindavík og stóðu síðan vel í ís-
landsmeisturum Skagamanna en
máttu samt þola 1:0 tap.
Valsmenn þyrstir í sigur en Kefl-
víkingar ætla sér einnig að vera
með í baráttunni og því verður ekk-
ert gefið eftir að Hlíðarenda.
Sigurður með flest M
SKAGAMAÐURINN Slgurður Jónsson hefur stjðrnað spill
íslandsmeistaranna sem herforingl og hefur fenglð flest M,
fimm talslns, í elnkunnagjöf Morgunblaðslns.
FOLX
¦  TONY Yeaboah frá Ghana sem
gekk til liðs við Leeds í janúar
hefur gert hálfs fjórða árs samning
við félagið.
¦  ÞRATT fyrír að Yeaboah léki
einungis hluta tímabilsins þá varð
hann markahæsti leikmaður Leeds
með 13 mörk.
¦  FORRÁÐAMENN Arsenal
reyna nú hvað þeir geta til þess að
fá Bobby Robson sem næsta fram-
kvæmdastjöra félagsins. Robson
er núverandi þjálfari portúg-
ölsku meistaranna Porto.
¦  DAJV/VTB/indfyrirliðiEvrópu-
meistara Ajax getur fengið frjálsa
sölu frá félaginu Hann er 32 ára
og hefur verið hjá Ajax frá 1986.
Hann hefur áhuga á að taka boðinu.
¦  MÖRG félbg í Evrópu hafa
áhuga á að fá Blind til liðs við sig.
Líklegast er talið að hann fari ann-
að hvort til enska liðsins Aston
Villa eða Galatasary í Tyrklandi
þar sem Graham Souness er þjálf-
ari.
¦  FLEÍRI Hollendingar gætu
verið á faraldsfæti á næstu dögum.
Talað er um að bæði Dennis Berg-
kamp og Marc Overmanns hafi
áhuga á að leika með enskum lið-
um.
¦  CARLOS VALDERRAMA
knattspyrnumaður frá Kólombíu
lýsti því yfir eftir HM í Bandaríkj-
unum í fyrra að hann gæfi ekki
framar kost á sér í landslið
Kólombíu. Hann hefur nú endur-
skoðað þessa yfirlýsingu sína og
gefið kost á sér í landslið Kólomb-
íu sem tekur þátt í fjögurra þjóða
móti í Bandaríkjunum í næsta
mánuði.
SMAÞJOÐALEIKARNIR / SUIMD
Sævar Stefánsson varaformaður Sundsambandsins
Petteri Laine komst ekki
Það er ekki rétt sem kemur
fram í föstudagsblaðinu að
Sundsambandið hafi ekki viljað
senda Petteri Laine sundþjálfara
á Smáþjóðaleikana. Hið rétta er
að hann átti að fara hingað en
Martín Rademacher á sundmót
í Finnlandi, en þeir viidu báðir
snúa því við og það varð úr,"
sagði Sævar Stefánsson varafor-
maður SSÍ i samtali víð Morgun-
blaðið. „Þegar Rademacher for-
fallaðist vegna veikinda móður
sinnar var gengið í það á föstu-
dagskvöld og laugardagsmorg-
un að ræða við sundþjálfara
heima og ég ræddi við fimm.
Laine sagðist ekki geta breytt
ferðaáætlun sinni en vildi gjarn-
an fara.
Þegar  Magnús   Tryggvason
var tilbúinn til að fara varð það
úr, en auðvitað hefðum við keypt
miðann sem Laine var buinn að
kaupaþannig að hann hefði ekki
tapað á þessu, ef til þess hefði
komið," sagði Sævar.
Hann sagði stefnuna að hafa
þann þjálfara með sem flesta
ætti í landsliðinu hverju sinni
og ef tveir færu með væri annar
íslenskur, því okkar þjálfarar
yrðu að öðlast reynslu.
Siðareglur fyrir
knattspyrnuna
KNATTSPYRNUSAMBAND Is-
lands hefur kynnt siðareglur
fyrir knattspyrnumenn, dóm-
ara, forystumenn og þjálfara
og endurnýjað samning sinn
við Visa um háttvísi íknatt-
spyrnunni í sumar.
Háttvísinefnd Evrópusambands-
ins gaf út siðareglur í vetur
og hefur KSÍ nú einnig gefið út
slíkar reglur hér á landi. í þeim eru
reglur fyrir knattspyrnumenn, dóm-
ara, forystumenn og þjálfara þar
sem farið er yfir hvernig þessir
aðilar skulu reyna að haga gerðum
sínum í sambandi við alla sem að
leiknum koma. „Eins og við vitum
hafa ýmis vandamál verið að koma
upp í sambandi við nokkrar íþrótta-
greinar hér á landi. Þessar siðaregl-
ur eru mikilvægt skref til að sporna
við þessari þróun, eru nokkurs kon-
ar forvarnarstarf, því nauðsynlegt
er að halda vöku sinni í þessum
málum," sagði Eggert Magnússon
formaður KSÍ. Hann benti einnig á
að eftir Evrópuleiki er gerð skýrsla
um leikmenn, þjálfara, forystumenn
og áhorfendur en góð niðurstaða
úr slíkum skýrslum gæti gefið sæti
í Evrópukeppni. Reglum þessum
verður dreift til allra dómara og
þjálfara hér á landi.
Samstarf KSÍ og Visa um hátt-
vísi í knattspyrnunni hófst 1990,
undir kjörorðinu höfum rétt við, en
KSÍ var fyrsta knattspyrnusam-
band í Evrópu til að fá fyrirtæki
til liðs við sig.
Nefnd innan KSÍ mun velja í
sumar prúðasta leikmanninn og
prúðasta liðið. I fyrra var einnig
valinn stuðningsmaður ársins og
besta umhverfi og svo verður einn-
ig \ ár. 1 þessu skyni hafa Visa og
KSÍ látið hanna límmiða og auglýs-
ingamyndir þar sem Birkir Kristins-
son, knattspyrnumarkvörður sem
leikið hefur í 10 ár án þess að fá
áminningu, situr fyrir ásamt tveim-
ur knattspyrnukrökkum, Guðrúnu
og Daníel.
HESTAR
Huginn
efstur
Huginn frá Kjartansstöðum
sem Sigurður V. Matthí-
asson sat er efstur að lokinni
forkeppni í A-flokki gæðinga
með 8,86 á Hvítasunnumóti
Fáks. Stóðhesturinn Óður frá
Brún er í öðru sæti og jafnir
í þriðja sæti eru Geysir frá
Dalsmynni og Hannibal frá
Hyítárholti.
í B-flokki er efstur Farsæll
frá Arnarhóli, knapi Ásgeir
Herbertsson með 8,76, en
næstir koma Oddur frá
Blönduósi, Logi frá Skarði og
Kolskeggur frá Ásmundar-
stöðum. Átta efstu í hvorum
flokki mætast í úrslitum á
morgun, annan í hvítasunnu.
I
j
4
i
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
26-27
26-27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52