Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4      B    MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
L
SMAÞJOÐALEIKARNIR I LUXEMBORG
Undrabarnið
Guðmundur
frá íslandi
vakti athygli
GUÐMUNDUR Stephensen,
sem var yngstur keppanda á
leikunum - aðeins 12 ára gam-
a 11, var eini keppandinn scm
vann lotu gegn Winterdorff
frá Lúxemborg,*em sigraði í
einliðaleik og tvíliðaleik í
borðtennis. Guðmundur
mætti honum í undanúrslitum
og vann fyrstu lotuna, 21:19.
Þá fór um áhorfendur og
Winterdorff var undrandi á
f rammistöðu þessa 12 ára'.
„undrabarns" frá íslandi. í
annarri lotunni komst Guð-
mundur í 5:3 og Lúxemborg-
arinn virtist vera að fara á
taugum, en hann náði að snúa
leiknum sér í hag og sigraði
9:21 ogsíðan 8:21.
„Þetta er besta lota sem ég
hef séð Guðmund spila," sagði
Pétur Stephensen, faðir hans
sem er með honum hér í Lúx-
emborg. „Það var gaman að
fylgjast með augnaráði Wint-
erdorffs og áhorfendur voru
hissa eftir fyrstu lotuha."
Winterdorff er í 80. sæti á
heimslistanum og spilar sem
atvinnumaður í þýsku deild-
inni.
Sigurðurog
Ólafur
voru með
í kúluvarpi
ÍSLENDINGAR fóru fram á
það við framkvæmdanefnd
leikana í Lúxemborg fyrir
nokkrum mánuðum að hægt
yrði að varpa kúlunni 20
metra en á Josy Barthel-Ieik-
vanginum í Lúxemborg var
aðeins gert ráð fyrir 18 metra
kasti. En íslendingar sögðu
að það væri ekki nóg þvi þeir
ættu kúluvarpara sem köst-
uðu 20 metra. Framkyæmda-
nefndin fór að óskum íslend-
ihga og lengdi kastsvæðið.
En um síðustu helgi kom síðan
í ljðs að Pétur Guðmundsson
yrði ekki með vegna meiðsla
og hinn kúluvarparinn, Egg-
ert Bogason, forfallaðist rétt
fyrir keppni. Það var því
ákveðið að Sigurður Einars-
son, spjótkastari, og Ólafur
Guðmundsson, tugþrautar-
maður, tækju þátt í kúluvarp-
inu. Sigurður varpaði 14,25
metra og varð í þriðja sæti
og Ólafur 12,91 metra og því
hefði verið óþarfi að stækka
kastsvæðið sérstaklega fyrir
íslendinga!
Einar í 14.
sæti í hjól-
reiðakeppni
leikanna
EIN AR Jóhannsson hjólreiða-
kappi varð í 14. sæti í hjól-
reiðakeppninni. Kapparnir
hjóluðu 129 kilómetra í einu
hverfi Lúxemborgar og voru
keppendur 28 talsins. Einar
kom í mark í öðrum hópi á
3.11,15 en sigurvegarinn var
á 3.07,26. Heimamenn röðuðu
sér í fimm efstu sætin. Þrír
íslenskir keppendur luku ekki
keppni, Sðlvi Bergsveinsson,
Ingþór Hrafnkelsson og
Bjarni Már Svavarsson.
Finnbogi kom
mest á óvart
Finnbogi Gylfason sigraði í 800
metra hlaupi karla og sagði
Þráinn Hafsteinsson landsliðsþjálf-
ari að þetta hefði komið sér einna
þægilegast á óvart í keppni frjáls-
íþróttafólksins. Hlaupið var mjög
jafnt og spennandi. Finnbogi var
lengstum í þriðja sæti, á eftir hlaup-
urum frá San Marínó og Möltu, sem
vitað var að væru sprettharðari en
okkar maður. Finnbogi sá við þeim
með því að hefja endassprettinn
fyrr en þeir bjuggust við. Þegar um
150 metrar voru eftir í mark spretti
Finríbogi heldur betur úr spori og
náði nokkurra metra forskoti sem
keppinautum hans tókst ekki að
brúa. Vel útfært hlaup hjá Finn-
boga.
Einar nærri íslandsmeti
Einar Kristjánsson _ hástökkvari
var nærri því að setja íslandsmét á
afmældisdaginn sinn, en Einar varð
26 ára á laugardaginn. Hann stökk
2,15 metra en felldi 2,18 í þremur
tilraunum eins og keppinautur hans
frá Lúxemborg og varð í öðru sæti.
„Það hefði nú verið gaman að setja
met á fyrsta móti sumarsins," sagði
afmælisbarnið eftir mótið. Einar fór
yfir 2,12 i þriðju tilraun en keppi-
nautur hans í annarri og það var
það sem réði úrslitum um gull og
silfur. Báðir fóru yfir 2,15 í þriðju
tilraun en felldu síðan 2,18. Einar
var raunar mjög nærri því að fara
yfir í fyrstu tilraun, en rétt felldi.
„Ég átti möguleika í fyrstu tilraun-
inni, en því miður mistókst það, en
í hinum tveimur var maður orðinn
svo þreyttur enda búinn að stökkva
mikið um daginn," sagði Einar og
var fyllilega sáttur við árangur sinn
enda allt sumarið framundan og
mjög líklegt að hann fari yfir 2,16
metra í sumar, en það er íslands-
metið.
Morgunblaðið/Skúli Unnar
Sigurvegarar
FINNBOGI Gylfason slgraði
í 800 metra hlaupl og var
ánægður á verðlaunapallin-
um eins og sjá má hér að
ofan en landslfðsþjálfarinn
sagðl að hann hefði komlð
þægilega á óvart. Sunna
Gestsdóttir setti leikjamet í
200 m hlaupi er hún hljóp á
24,26 sekúndum og hún var
einnig í sigursveit Islands í
4x100 metra boðhlaupinu.
„Ég er mjög ánægð með
þetta hlaup því ég átti best
áður 24,54 sekúndur,"
sagði Sunna sem er í mlðj-
unni á myndinni til hliðar.
Geirlaug Geirlaugsdóttir til
hægri var þrlðja í hlaupinu
en Papaioannou frá Kýpur
fékk bronsverðlaunin.
Sunna bætti sig og setti
leikjamet í 200 m hlaupi
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar frá
Lúxemborg
Islenska frjálsíþróttafólkið stóð sig
vel á síðasta keppnisdegi Smá-
þjóðaleikanna í Lúxemborg, hlaut
fern gullverðlaun
þrenn silfur og
þrenn brons og sam-
tals hlaut frjáls-
íþróttafólkið 8 gull,
7 silfur og 10 brons.
Sunna Gestsdóttir setti leikjamet
f 200 m hlaupi er hún hljóp á 24,26
sekúndum og hún var einnig í sigur-
sveit íslands í 4x100 metra boð-
hlaupinu. „Ég er mjög ánægð með
þetta hlaup því ég átti best áður
24,54 sekúndur. Eg átti reyndar
von á að ég gæti náð að bæta mig,
en ekki svona mikið. Einnig var ég
ánægð með 100 metra hlaupið hjá
mér fyrr í mótinu því þar komst
ég loksins undir 12 sekúndurnar,
hljóp á 11,96 sekúndum," sagði
Sunna eftir sigurinn í 200 metrun-
um. íslandsmet Guðrúnar Arnar-
dóttur síðan í fyrra er 24,18 sek-
úndur.    Geirlaug    Geirlaugsdóttir
varð þriðja í hlaupinu.
í boðhlaupssveitinni voru auk
Sunnu þær Geirlaug, Helga Hall-
dórsdóttir og Þórdís Gísladóttir og
hlupu stelpurnar á 46,53 sekúnd-
um. Helga hljóp fyrsta sprettinn
og þegar hún skipti við Geirlaugu
voru þær jafnar sveit heimamanna,
en Geirlaug.náði góðri forystu sem
Þórdís hélt nokkurn vegin og Sunna
tryggði síðan sigurinn með góðum
endaspretti. „Við vorum stutt frá
Islandsmetinu og eigum að geta náð
þvf á næstunni, því við höfðum
ekkert æft skiptingarnar fyrir þetta
hlaup," sagði Sunna, sem sagðist
líklega sleppa Evrópubikarmóti á
næstunni þar sem hún yrði í prófum
í Menntaskólanum á Akureyri, en
þar er hún í þriðja bekk á félags-
fræðibraut.
Gull og silf ur í sleggju
Guðmundur Karlsson var örugg-
ur sigurvegari í sleggjukasti, kast-
aði 62,22 metra strax í fyrstu um-
ferðinni og dugði það honum til sig-
urst þó kastið væri rúmum fjórum
metrum styttra en hann á best. Jón
Sigurjónsson varð annar með 61,92
sem er tæpum metra frá hans besta
árangri og heimamaður í þriðja
sæti með 60,84. Gull og silfur til
íslands í sleggjunni.
Helga Halldórsdóttir varð í þriðja
sæti í 100 metra grindahlaupi, hljóp
á 14,18 sekúndum og íslenska
karlasveitin varð í þriðja sæti í
4x100 metra boðhlaupi. Þar jilupu •
Jóhannes Marteinsson, Ólafur
Traustason, Hörður Gunnarsson og
Haukur Sigurðsson. Hlaupið var
ágætt hjá strákunum en Hörður,
sem hljóp þriðja sprett, tognaði eft-
ir 30 metra og hafði það auðvitað
áhrif á hlaup hans næstu 70 metr-
ana og skiptinguna við Hauk, sem
hljóp sfðasta sprett. Skiptingin mis-
tókst hálfpartinn því Haukur geyst-
ist af stað á sínum rétta tíma en
Hörður var seinni vegna meiðslanna
og því mistókst skiptingin. Tíminn
samt þokkalegur, 42,12 en Kýpur
sigraði á 40,32 sem er leikjamet.
Jóhannes varð fjórði í 200 metra
hlaupi, hljóp á 21,89 sem er besti
tími sem hann hefur náð í 200
metrunum. Kýpurbúi sigraði á
20,64 sem er leikjamet en fékkst
ekki staðfest þar sem meðvindur
var 2,4 metrar á sekúndu en má
aðeins vera 2 metrar.
Sigmar Gunnarsson var fimmti í
5.000 metra hlaupinu á 14.46,13
en Kýpurbúi sigraði á nýju leikja-
meti, 14.27,23. Sveinn Margeirs-
son, ungur hlaupagarpur sem var
að taka þátt í sínu fyrsta móti er-
lendis, hélt í við keppendur fyrstu
fjóra kílómetrana en sprakk þá og
hætti keppni. Hann féll í þá gryfju
að elta hópinn þrátt fyrir að hraða-
inn í byrjun hafi verið mikill, of
mikill fyrir hann.
Jón Oddsson varð í fjórða sæti í
langstökkinu, stökk 7,12 metra en
Ólafur Guðmundsson varð fimmti
með 6,75 metra.
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12