Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 B 5 SMÁÞJÓÐALEIKARIMIR í LUXEMBORG Morgunblaðið/Skúli Unnar Sveinsson Gullkálfar ARNAR Freyr Ólafsson og Eydís Konráðsdóttir voru fremst í flokki sundfólkslns á Smáþjóðaleikunum í Lúxem- borg, unnu tll sjö gullverðlauna hvort af þelm 20 sem komu í hlut íslenska sundfólkslns. Arnar Freyr setti íslandsmet í 200 metra skrlðsundi og 400 metra skriðsundi og var í boðsundssveit íslands sem setti þrjú íslandsmet. Eydís keppti í sjö greinum og uppskeran var jafn mörg gullverðlaun. Amar Freyr og Eydís kóngur og drottning sundsins í Lúxemborg ÍSLENSKA sundfólkið stóð sig vel í Smáþjóðaleikunum sem lauk í Lúxemborg á laugardag. Arnar Freyr Ólafsson og Eydis Konráðs- dóttir voru þar fremst í flokki, unnu til sjö gullverðlauna hvort af þeim 20 sem komu í hlut ís- lenska sundfólksins. Arnar Freyr setti íslandsmet í 200 metra skrið- sundi og 400 metra skriðsundi og var í boðsundssveit íslands sem setti þrjú íslandsmet, 4x200 m skriðsundi, 4x100 m fjórsundi og 4x100 m skriðsundi. Arnar Freyr sigraði í 400 metra fjór- sundi á laugardaginn og setti jafnframt mótsmet, 4.39,21 mín. Magnús Konráðsson ValurB. varð þriðji í sömu grein Jónatansson á 4.45,44 mín. sem er skrifarfrá besti árangur hans í Lúxemborg greininni. Arnar Freyr var síðan í sigursveit íslands í 4x100 metra skriðusundi á laugardag ásamt bróður sínum, Magnús Má, Loga Jes Kristjánssyni og Magnúsi Konráðssyni. Tími sveitarinnar var 3.33,68 mín. sem er þriggja sekúndna bæting á Islands- metinu sem sett var á leikunum á Möltu fyrir tveimur árum. AIKaf jafn gaman „Ég er hæst ánægður með árangur- inn hér í Lúxemborg. Ég vonaðist eftir að ná í sjö gullverðlaun áður en ég kom hingað og það tókst. Ég vann sex gull- verðlaun á Möltu fyrir tveimur árum og náði því að bæta það met um ein gullverðlaun. Ég hef nú tekið þátt í þrennum Smáþjóðaleikum og það er alltaf jafn gaman að keppa á þeim. Þó svo að gullverðlaunin hafi verið sjö þurfti ég að hafa fyrir þeim, það var ekki auðveldur sigur í neinni grein og ekkert hægt að bóka fyrirfram." „Ég er ánægðastur með íslandsmet- ið í 400 metra skirðsundinu því þar bætti ég mig um rúma sekúndu. Skemmtilegasta keppnin var hins veg- ar í 200 metra fjórsundinu. Þar var ég í öðru sæti á eftir Lúxemborgaranum allt þar til tíu metrar voru eftir í mark. Þá kom keppnisskapið sér vel. Ég er mikili keppnismaður og á erfitt með að taka ósigri,“ sagði Arnar Freyr. Konungur Smájóðaleikanna sagðist stefna að því að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana í Atlanta á næsta ári. „Nú tekur við fimm mánaða æfinga- tímabil. Ég æfi heima á Islandi með sunfélaginu Ægi í tvo mánuði en síðan fer ég aftur út til Bandaríkjanna til æfinga og síðan mun ég gera atlögu að ólympíulágmarkinu. Ég hef æft millivegalengdirnar í nokkurn tíma og tel mig eiga mestu möguleikana á að ná lágmarkinu í 400 metra skrið- sundi,“ sagði Arnar Freyr. Eydís stakk sér sjö sinnum og kom upp úr með jafn mörg gull Eydís Konráðsdóttir er 17 ára og æfir með sunddeild Keflayíkur. Þessi unga sundkona á svo sannarlega fram- tíðina fyrir sér í sundíþróttinni. Hún státar sig ekki af afrekum sínum, er mjög jarðbundin og skynsöm í öllum tilsvörum. Hún keppti í sjö greinum í Lúxemborg og uppskeran var jafn mörg gullverðlaun. Hún sagðist mjög ánægð með árangurinn og bjóst ekki við því fyrirfram að sigra í öllum grein- unum sem hún tók þátt í. „Ég ætlaði að toppa hér í Lúxem- borg, en bjóst aldrei við þessu gull- regni fyrirfram. Það er gaman að feta í fótspor Ragnheiðar Runólfsdóttur og Bryndísar Ólafsdóttur, sem hafa verið sigursælar á síðustu Smáþjóðaleikum. Ég hef æft mjög vel, átta til níu sinn- um í viku og synt 40 til 45 £m á viku og það er að skila sér í betri árangri," sagði Eydís. Um framtíðaráformin í sundinu sagði hún: „Við verðum bara að sjá hvað setur. Ég ætla ekki að fara að gefa neinar yfirlýsingar. En auðvitað er stefna allra íþróttamanna að komast á Ólympíuleika og það verð- ur tíminn að leiða í ljós hvort mér tekst það,“ sagði sunddrottningin unga. Lára Hrund gefur þeim eldri ekkerf eftir Önnur upprennandi sundstjarna, Lára Hrund Bjargardóttir, sigraði í 400 metra fjórsundi á laugardaginn. Þessi 14 ára sundkona sýndi að hún er á réttri leið og gefur þeir eldri ekkert eftir. Hún synti á sínum besta tíma, 5.17,23 mínútur. Margrét Bjarnadóttir varð í 5. sæti í sömu grein á 5.30,60 mín. Hildur Einarsdóttir varð önnur í 800 métra skriðsundi á 9.37,81 mín. sem er besti tími hennar og Þorgerður Benediktsdóttir varð 5. í sömu grein á 9.58,29 mín. Sigurgeir Hreggviðsson varð annar í 1.500 metra skriðsundi karla á 16.31,99 mín. og Richard Kristinsson í 4; sæti á 16.52,84 mín. Islenska sundliðið vann 20 gullverð- laun, 8 silfurverðlaun og 11 bronsverð- laun. Á síðustu leikum á Möltu unnust 23 gull, 9 silfur og 8 brons. Sundfólk- ið íslenska setti sjö íslandsmet, tvö í einstaklingsgreinum og fimm í boð- sundum. Setti 11 mótsmet og 30 per- sónuleg met í 30 sundgreinum af 54. Á þessu má ráða að Islendingar eru að kom upp með sterkt sundlandslið og framtíðin björt. Það ætti að vera kappsmál íþróttaforystunnar í landinu að skapa þessum krökkum betri að- stöðu og þá er brýnast að koma upp 50 metra innilaug, sem hefur reyndar verið baráttumál sundforystunnar í mörg ár — en því miður hefur verið talað fyrir daufum eyrum ráðamanna undanfarin ár. Gullkálfarnir Arnar Freyr og Eydís EYDÍS Konráðsdóttir og Arnar Freyr Ólafsson eru gullkálfar þessara leika því þau fengu flesta gullpeninga allra keppenda, sigruðu í öllum sund- unum sem þau tóku þátt í. Bæði kepptu þau í sjö greinum og sigruðu í þeim öllum. Sundkeppnin verður stöðugt jafnari KEPPNIN í sundi verður stöðugt jafnari með hverjum Smáþjóðaleikunum og ástæðan er ein- föld, teþ'a margir. Byggð var glæsileg sundlaug á Kýpur fyrir leikana þar og sömu sögu er að segja frá Möltu. SundhöIIin í Lúxemborg er glæsileg og á sama tíma og sundfólk þessara þjóða hafa að- stöðu eins og hún gerist best fer okkar sundfólk i Laugardalslaugina. Baráttumanneskjan Birna Björnsdóttir BIRNA Björnsdóttir sundkona er mikil baráttu- manneskja. Hún fékk krampakast vegna asma sem hún er með, eftir keppni á fimmtudaginn og var gefið súrefni, en helsttil mikið þannig að flylja varð hana á sjúkrahús. Hún mætti samt til keppni á föstudgaginn og stóð sig vel, en eftir sundið fékk hún krampakast og var toguð upp úr laug- inni og gefið súrefni. Hún mætti samt við verð- iaunaafhendingu skömmu síðar og tók við bron- speningi sinum, en varð að sleppa boðsundinu sem hún ætlaði að keppa í. Reynir náði í brons í leirdúfuskotfimi REYNIR Reynisson varð í þriðja sæti í leirdúfu- skotfimi, á eftir tveimur skyttum frá Kýpur. Reyn- ir fékk aUs 127 stig og var ánægður með árangur- inn. „Við ætluðum að gera betur en á síðustu leik- um er við urðum í 7.-8. sæti og það tókst. Það er í rauninni við ofurefli að etja því margir sem eru að keppa hér eru atvinnumenn. Við höfðum afnot af Theódóri Kjartanssyni þjálfara í viku fyrir keppnina og hann á mikið í þessum árangri. Hefð- um við fengið betri undirbúning hefði skorið orð- ið hærra, og vonandi sætið líka,“ sagði Reynir. Slakt hjá íslensku blaklandsliðunum BLAKFÓLKIÐ okkar reið ekki feitum hesti frá Smáþjóðaleikunum og var það eina greinin þar sem Islendingar fengu enga verðlaunapeninga. Stúlkurnar töpuðu síðasta leik sínum fyrir Kýpur 3:0 (15:5,15:7,15:5) í leik sem tók aðeins 55 mínút- ur. Stúlkurnar lentu í 4. sæti og strákarnir lentu í 6. sæti. Heimamenn sigr- uðu í öllum greinum HEIMAMENN sigruðu í öllum greinum tennisins á Smáþjóðaleikunum. Úrslitaleikurinn í einliðaleik karla var spennandi, Heimamaðurinn vann And- orramann 6-4 og 7-5. í tviliðaleiknum unnu heima- menn lið Möltu 6-4 og 6-2. Lúxemborg og Malta léku til úrslita í kvennaflokki. Lúxemborg vann 6-2 og 6-2 í tvíliðaleik en í einliðaleiknum voru miklar sveiflur, Lúxemborg vann 6-1,1-6 og 6-3. Teitur Örlygsson í miklum ham TEITUR Örlygsson var í miklura ham í leiknum um bronsið en þar mætti körfuboltaliðið San Mar- ínó. Island vann 90:83 og gerði Teitur 40 stig leikn- um og Guðmundur Bragason 22. Kýpur sigraði í mótinu, vann Lúxemborg 77:75 í úrslitum og gerði hinn smávaxni bakvörður Kýpur, Stylianides, 34 stig í leiknum. • Júlíustókviðfána Smáþjóðaleikanna LOKAATHÖFN Smáþjóðaleikanna var haldin á laugardeginum og þar fékk Júlíus Hafstein for- seti íslensku Ólympíunefndarinnar aflientan fána leikanna sem tákn fyrir að næstu Smáþjóðaleikar, þeir sjöundu í röðinui, verða haldnir á Islandi árið 1997.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.