Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 129. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ1995  3Sf
MINNINGAR
GUÐMUNDUR
EBENEZER
BENEDIKTSSON
+ Guðmundur
Ebenezer
Benediktsson var
fæddur 28. mai
1896 að Minni-
Bakka í Skálavík
Hólshreppi. Hann
lést á Isafirði 30.
maí sl. Foreldrar
hans voru Benedikt
Bjarnason útvegs-
bóndi fæddur að
Minnibakka og
Elin Þorláksdóttir
kona hans fædd að
Meiri-Bakka. 11.
janúar 1920 kvænt-
ist Guðmnundur
Guðmundu Magneu Pálsdóttur,
f. 21. september 1900, d. 27.
mars 1991. Foreldrar hennar
voru Páll Arnason, smiður
Breiðabóli, og Berglina Þor-
steinsdóttir. Börn Guðmundu
og Ebenezers eru Herdís, f.
1920, d. 12. júni 1986, Helga,
f. 1923, Halldór, f. 6. janúar
1929, d. í apríl 1929, og Flóra,
f. 1933. Afabtfrniu eru sex,
langafabörnin sextán þar af tvö
látin og Iangalangafabörnin
tvö. Útför Guðmundar Ebenez-
ers fer fram frá Hólskirkju í
Bolungarvík í dag.
TENGDAFAÐIR minn, Guðmundur
Ebenezer Benediktsson, andaðist
hér á heimili okkarHelgu dóttur
hans á Silfurgötu 2 fsafírði 99 ára
að aldri.
Það gefur augaleið að maður sem
nær svo háum aldri hefur lifað
margar þjóðfélagsbreytingar, frá
því að allar ár voru óbrúaðar og
vegir aðeins göngustígar eða í besta
falli hestfærar reiðgötur og vélvæð-
ing bátaflotans enn ekki komin til
sögu.
Ebenezer, en undir því nafni
gekk hann ávallt, var fæddur að
Minni-Bakka í Skálavík, sonur Elín-
ar Þorláksdóttur og Benedikts
Bjarnasonar útvegsbónda þar.
Hann var langyngstur barna þeirra
og hlaut því að verða eftir heima
hjá öldruðum foreldrum og verða
þeim stoð og stytta þegar eldri
systkinin voru flutt að heiman.
í Skálavík var þá enn útræði og
átti Benedikt bát, sem Halldór son-
ur hans var formaður á, þar hóf
Ebenezer fyrst sjómennsku ásamt
öllum öðrum störfum til sjávar og
sveita. Skólaganga var aðeins
nokkrar vikur á hverjum vetri hjá
farkennara.
Eftir fermingu fór Ebenezer til
Isafjarðar og var þar á framhalds-
skóla einn vetur, en fór síðan heim
aftur til vinnu við bú foreldra sinna
og tók þá að sér kennslu í farskólan-
um þar.
Nýlega er látinn í Bolungarvík
Sigurður Guðbjartsson pípulagn-
ingarmeistari, sem var einn af síð-
ustu nemendum Ebenezers í Skála-
vík.
Ebenezer var snemma bók-
hneigður og fór snemma að koma
sér upp bókaeign. Til þess að auð-
velda sér bókakaupin lærði hann
bókband af bókum og keypti síðan
bækur óbundnar og batt inn sjálfur
og kom sér upp góðu safni bóka,
líklega fyrstur manna til þess að
nota hlýraroð í horn og kjölklæðn-
ingu. Þær bækur eru nú í eigu
dætra hans og sóma sér vel eftir
áttatíu ár.
Bókbandstæki, pressur, plóga og
hnífa smíðaði^ hann sér sjálfur og
notaði lengi. Á seinni árum eignað-
ist hann ný og góð tæki til bók-
bands og gyllingar og kenndi báð-
um núlifandi dætrum sínum bæði
bókband og gyllingar. Árið 1920
kvæntist Ebenezer Guðmundu
Magneu Pálsdóttur frá Breiðabóli í
Skálavík. Þau hófu fyrst búskap í
Skálavík, en þegar séð varð að
búseta þar var að
dragast saman fluttu
þau til Bolungavíkur
og tóku með sér for-
eldra hans, sem þau
höfðu hjá sér uns þau
létust í hárri elli, og
þar á eftir tóku þau
að sér foreldra hennar
sem voru hjá þeim þar
til Sjúkraskýlið var
byggt.
Það má því segja að
heimili þeirra Guð-
mundu og Ebenezers
hafi verið jöfnum
höndum uppeldisstað-
ur dætranna og dval-
arstaður aldraðra foreldra þeirra
beggja. Enda segir gamalt máltæki
að við fótskör ellinnar lærir æskan
vísdóm sinn. Þær hafa allar notið
þess að alast upp í svo nánu sam-
bandi við eldri kynslóðirnar.
í Bolungavík hóf Ebenezer sjó-
sókn að aðalstarfi á þeim tíma þeg-
ar bátarnir voru settir upp á kamb
að lokinni hverri sjóferð. Hlutverk
Ebenezar við setningu var jafnan
að vera skorðumaður, sem var erf-
itt verk, bæði að styðja við bátinn
með bakinu og gæta þess að skorð-
an væri í réttri stefnu ef svo illa
færi að báturinn hallaðist of mikið.
í Bolungarvík búnaðist ungu
hjónunum vel, Ebenezer var í góð-
um skiprúmum til dæmis hjá Hall-
dóri Benediktssyni, Sigurgeiri Sig-
urðssyni og á síldveiðum með Þor-
steini Eyfírðingi mági sínum og
Kristjáni Hálfdánarsyni frá Hesti.
Afkoman var þokkaleg eins og
gerðist á þeim tímum og til búdrýg-
inda höfðu þau nokkrar kindur og
geitur. Guðmunda var heima og sá
um uppeldi dætranna og umönnun
gamalmennanna.
Árið 1967 fluttu þau til ísafjarð-
ar og keyptu sér íbúð að Grundar-
götu. Þá hætti Ebenezer að stunda
erfiðisvinnu og tók að sér eftirlit
við Byggðasafn Vestfjarða á
ísafirði og fékkst jafnframt við við-
gerðir á gömlum bókum fyrir Hér-
aðsbókasafnið á ísafírði.
Síðar fluttu þau á dvalarheimilið
Hlíf og bjuggu þar þar til Guð-
munda lést þá flutti hann til dætra
sinna, fyrst til Flóru og síðar til
Helgu og þar endaði hann sína
löngu göngu sem stóð 99 ár, sadd-
ur lffdaga og sáttur við lífið og alla
menn, og átti sér þá ósk einlægasta
að mega deyja heima og þurfa ekki
að fara á sjúkrahús.
Eftir að Ágúst Oddsson gerðist
héraðslæknir hér leit hann vel eftir
heilsufari þessa langömmubróður
síns og heimsótti hann oft, og núna
síðast svo til daglega, og skrifaði
síðan dánarvottorðið hans þegar
hann var allur.
Við aðstandendur Ebenezers
þökkum Ágústi hjartanlega um-
hyggJu hans við gamla manninn
sem nú leggst til hvíldar við hlið
konu sinnar á þeim slóðum sem þau
gengu sinn ævistíg, svo samhent
sem þau ávallt voru.
Pétur Bjarnason.
Elsku langafi minn, núna ertu
kominn til Guðs og langömmu. Ég
vona að þér líði betur. Eg vil þakka
þér fyrir þær góðu stundir sem við
áttum saman. Mér fannst gaman
að hlusta á þig þegar þú talaðir um
það hvernig það var þegar þú varst
ungur.
Það var greinilegt að margt hafði
breyst frá því að þú varst ungur.
Ég vil þakka þér fyrir allar kassett-
urnar með harmonikkutónlistinni,
sem þú gafst mér, við hlustuðum
mikið á tónlist og spiluðum hana
svo hátt að við heyrðum ekki í dyra-
bjöllunni.
Mér fannst svo gaman að spila
við þig, þú leyfðir mér oftast að
vinna. Þú sagðist aldrei muna eftir
neinu spili og að þú kynnir ekki
neitt spil en samt kenndir þú mér
nokkur.
Þegar þú og langamma voruð á
Hlíf var svo gaman að heimsækja
ykkur, langamma var að hekla og
þú varst að binda inn bækur. Það
var svo gaman að horfa á þig binda
inn og langömmu með handavinn-
una sína. Mér fannst alltaf svo
gaman að fara út í Skálavík þar
sem þú ólst upp, að fara í sjóinn
og ána að vaða og vera í fjörunni.
Þar er yndislegt að vera í sólsetri.
Elsku langafí minn þú varst orðinn
mjög gamall og þú varst farinn að
bíða eftir því að komast til Guðs
og langömmu fyrir löngu. Elsku
langafí minn, þakka þér fyrir allt
sem þú hefur gefið mér. Nú kveð
ég þig sem sömu bæninni sem ég
kvaddi hana langömmu með.
Nú legg ég augun aftur
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nðtt.
Æ virzt núg að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson)
Þessa bæn kenndi langamma mín
móður minni og hún kenndi mér
hana.
Elsku langafí minn, láttu þér líða
vel hjá Guði og langömmu.
Þín Aníta.
Dauðinn á það til að koma ljúf-
lega að fólki og ganga svo hægt
um, að fólk vaknar ekki af svefni
við gestkomuna. Þannig sótti dauð-
inn heim vin minn, sem ég minnist
hér, og hafði tveimur dögum áður
en gestinn bar að garði byrjað
hundraðasta æviár sitt. Hann var
fæddur 28. maí 1896, en andaðist
30. maí 1995.
Ebenezer Benediktsson hét í Vík-
inni Ebbi Ben, líkt og ég hét þar
Geiri Jakk. Við hðfðum þetta svona
í Víkinni, að stytta öll nöfn, kölluð-
um prestinn okkar Palla, lækninn
okkar Simba og kónginn okkar
Einsa.
Við vorum ekkert, Víkararnir,
fyrir hátíðlegar nafhgiftir og sett-
um þar alla við sama borðið. Ef
einhver plássmaður hefði kallað mig
Ásgeir Jakobsson, hefði ég haldið
að honum væri illa við mig, eða
hann væri að gera sig merkilegan.
Þessar nafnastyttingar settu vin-
gjarnlegan heimilisbrag á plássið.
Eftir mína tíð kom svo fólk í pláss-
ið, sem þóttu þessar nafngiftir
ódannaðar og tók til að skíra upp
allt plássið.
Lífshlaup Ebba heitins verður,
trúi ég, rakið af öðrum, og ég get
því þjónað sjálfum mér með því að
segja frá þessum ágæta manni á
minn hátt, og stuðst þar við kynnin
af honum.
Það, sem gerði Ebba heitinn sér-
stæðan fyrir mér, var að ég fann,
að maðurinn var á rangri hillu í Iíf-
inu, eins og það heitir, þegar menn
verða að lifa ævina við starf, sem
þeir eru ekki fallnir til. Og það eru
ekki litlir karlar, sem hafa í sér
mannskap til að mæta slíkum örlög-
um með reisn. Ebbi Ben var bóka-
maður að náttúru, en ekki sjómað-
ur. Hann var svo sem ekki einn um
þessi örlögin á sínum tíma, en hann
reis undir þeim af sérlega miklum
manndómi á erfiðum tíma í landinu.
Kynni okkar hófust, þegar hann
var um fertugt, en ég á. sautjánda
árinu. Ég var þá fyrir tveimur árum
byrjaður að róa, og átti að heita
sjálfbjarga, en var í húsnæðishraki
og Ebbi skaut yfir mig skjólshúsi.
Heimili Ebba og Guðmundu konu
hans, sem auðvitað var kölluð
Munda, og dætra þeirra þriggja,
var fyrirmyndarheimili. Þar væri á
reglan, sagði fólk, vinnusemin og
forstandið, og væri í þessu öllu jafn-
ræði með þeim hjónum. Þetta var
bjargálnaheimili, en þeim var farið
að fækka í plássinu, sem svo gátu
kallazt.
Það var liðinn tími, að fólk syngi
sönginn, sem varð til í góðærunum
vestra eftir aldamótin: „í Bolunga-
víkinni er björgulegt lífið ..." Þá
var Bolungavík þúsund manna
pláss, en þegar hér gerist sagan,
hrapað niður í rúm sexhundruð
manna, bjargarlítið pláss, þar sem
saman fór ördeyða í aflabrögðum
og lágt fískverð. Bolvíkingar áttu
ekki nema smábáta til sóknar sök-
um hafnleysis og áttu því afkomu
sína undir fiskiárferði á heimamið-
um. Þeir gátu ekki sótt suður undir
Jökul á vertíðum, eða á síld á sumr-
um. Kreppan kom hvergi harðar
niður í mannlífinu hérlendis en í
þessu hafnlausa plássi, sem var
grjóturð milli fjalls og fjöru með
nokkur kotbýli fram í dölum.
Þetta bjargaðist svo fyrir honum
Ebba, og hans líkum nokkrum í
eljuseminni, að þeir réðust á grjót-
urðina með járnkarli og sigggrónum
höndum sínum og erjuðu túnskika,
sem með fjörubeit nægði til fóðurs
nokkrum kindum — og þá kjötmet-
is, sem þeir söltuðu rautt í tunnur,
en súrsuðu sumt. Og þó ekki aflað-
ist fyrir „frádraginu", vantaði ekki
eljuna í sókninni, og þar var þó
altént nóg soðmetið, nýtt, saltað,
hert og kæst, og nógur mörinn úr
rollunum í viðbitið.
Það var svo um eljumennina, sem
stunduðu landbúskapinn með sjó-
róðrum, að þeir fengu oft margir
skamman svefntímann. Allt varð
þetta undarlegt með hann Ebba,
manninn, sem aldrei virtist falla
verk úr hendi, og ekki fyrr kominn
úr róðri, en hann fór að sinna skepn-
unum, eða kominn af stað með járn-
karlinn að rífa upp grjót, að hann
hafði tíma til að lesa bækur. Hann
var læs á dönsku og átti bækur á
því máli.
Ebbi fór dult með þessa iðju sfna.
Ég man aðeins að ég sá bregða
fyrir hjá honum danskri bók, og
skildist að hún fjallaði um trúar-
brögð og heimspeki, og lagði hana
frá mér í dauðans ofboði. Það var
engin sinna í manni fyrir þessháttar
vísdóm.
Ebbi Ben var maður fáskiptinn
dagfarslega — ekki svo að hann
væri neinn durtur, reyndar sérlega
viðræðugóður, ef hann var tekinn
tali, en hlédrægnin áberandi. Menn
vissu hann mikinn greindarmann
og lesinn umfram alþýðu manna,
en hann bjó að þessu með sjálfum
sér, og hafði sig aldrei neitt í
frammi, svo ég vissi til, á mann-
fundum. En þótt hann væri maður
hlédrægur gekk enginn á hlut hans,
menn virtu þennan mann.
Það stóð ekki uppá hann í sjó-
mennskunni, hann var manna verk-
lagnastur, og af því unnust honum
vel verkin, og hann var í góðum
skiprúmum alla sína sjómannstíð,
alltaf háseti. Hann hafði engan
metnað til að ráða fyrir skipi, og
vildi ekki ráðskast með fólk, hanri*^
Ebbi.
Og þó að fólk hefði grun um að
hann læsi bækur, þá fyrirgafst hon-
um það, því hann var ekki á hreppn-
um og heimilið ekki bjargarlaust,
heldur bjargálna.
Hann hafði góðan hug til mín,
og þegar ég var orðinn ráðsettur
maður, eða þar um bil, á Akureyri,
tókum við að skiptast á jólakveðj-
um, og gerðum það æ síðan. Aldrei
gat ég fundið að honum væri farið
að förlast minnið, þrátt fyrir sinn
háa aldur, og hann virtist jafhframt'*
hafa stundarminni, en það vill oft
bregðast fólki með aldrinum, það
man vel aftur fyrir, en ekki það sem
gerist frá degi til dags. Ég gat
heldur ekki merkt titring á hönd-
inni, sem hafði skrifað til mín jóla-
kort í fyrra.
Þeim endist tíðum vel höfuðið og
höndin, sem gæddir eru rósemi í
andanum og skynsamlegri íhugun
í mótlæti.
Hann hringdi einnig til mín um
jólaleytið síðasta, af því að hann
hafði haft spurnir af, að ég hafði
meitt mig. Ég spurði á móti að
venju um líðan hans og hann svar-
aði:
„Æ, ég veit það ekki, Geiri minn, *"
af hverju Drottinn er að leggja þetta
á mig, að verða svona ónytiungur.
Þetta er óttalegur vesaldómur á
mér. Hvað ætti hann að vera að
hegna mér fyrir? Ég veit ekki annað
en ég hafi verið meinleysismaður."
Við ræddum þetta, en komumst
ekki að niðurstöðu.
Ég hef þær síðastar fréttir af
þessum vini mínum, að hann réðst
í það verk í vetur að leið með dóttur
sinni að binda inn safn bóka, sem
hafði safnast fyrir hjá honum óbund- * -
ið. Hann vann hin léttari verkin,
grópaði bækurnar og þessháttar.
En þegar þessu verki var lokið, sem
honum fannst nauðsynlegt að klára,
áður en gest þann bar að garði, sem
fyrr er getið, var eins og hann væri
sáttur við að leggjast fyrir.
Hann færði dagbók sína 13.
mai, og hlustaði á spjall um daginn
og veginn í útvarpinu þann 15.
maí, en eftir það lagðist hann í loka-
svefninn, og andaðist 80. maí, níu-
tíu og níu ára og tveimur dögum
betur.
Ásgeir Jakobsson.
t
Elskuleg eiginkona mín,
ÓSK SIGMUNDSDÓTTIR,
Höfðagrund 6,
Akranesi,
lést í Sjúkrahúsi Akraness 8. júní.
Eiríkur Jensen.
t
Móðir mín,
JÓHANNA GUÐJÓNSDOTTIR,
Miðvangi 10,
Hafnarfirði,
lést 31. maí.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sigríður Sigurðardóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTÍIM BJARNADÓTTIR,
Furugerði 1,
Reykjavík,
lést  í  Landspítalanum  föstudaginn
2. júní sl.
Útörin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Kjartan Kjartansson,
Þórdfs Kjartansdóttir,  Valdemar Jónsson,
Ragnar Kjartansson,   Helga Thomsen,
Herdís Þórðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
4
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52