Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGURH.JÚNÍ1995  B   13
Morðingjar og
aðrir vinir
Breski ríthöfundurínn John Mortimer, segir
í grein Arnalds Indriðasonar, er ánægður
með að vera kallaður kampavínssósíalisti og
segist standa einhver staðar mitt á milli
Jeffreys Archers og Salmans Rushdies í
bókmenntaheiminum.
MENN hafa kannski horft
meira á verk breska rit-
höfundarins     Johns
Mortimers á íslandi en
lesið þau. Hann samdi rómaða sjón-
varpsútgáfu sögunnar „Brideshead
Revisited" eftir Evelyn Waugh, sögur
hans, „Paradise Lost" og „Titmus
Regained", voru færðar í sjónvarps-
búning með eftirminnilegum hætti,
leikrit eins og „A Voyage Round My
Father" var sýnt hér í sjónvarpinu
og allar sögur hans um lögmanninn
Horace Rumpole eru samstundis
gerðar að sjónvarpsþáttum með Leo
McKern í titilhlutverkinu og hafa
sumir ratað hingað í sjónvarpið.
Mortimer sendi nýlega frá sér nýja
endurminningabók sem ber heitið
Morðingjar og aðrir vinir eða „Murd-
erers and Other Friends", þar sem
hann skyggnist á bak við tjöldin og
rekur raunveruleg glæpamál, sem
urðu kveikjan að sögum hans, og
kynnin af litríkum persónum.
Mortimer er sérlega fjölhæfur
penni. Eftir hann liggja skáldsögur,
sjónvarpsþættir, leikrit og endur-
minningabækur. Hann er löglærður
og stundaði lögfræðina af kappi en
þaðan er Horace Rumpole upprunn-
inn. Um leið og ný saga er kominn
í bókabúðir fer Mortimer að vinna
sjónvarpsþætti uppúr henni. Margt
af því sem hann skrifar, Rumpole
t.d. en líka leikrit eins og „A Voyage
Round My Father", á sér rætur í
föður hans sem var landsþekktur
skilnaðarlögfræðingur,     Clifford
Mortimer að nafni, er lést árið 1959.
í nýju endurminningabókinn segir
Mortimer að erfitt reynist að kveða
draug hans niður. Ein ástæðan gæti
verið sú að hann býr í húsi föður
síns, ásamt eiginkonu, í Oxfordskíri.
Mortimer er sælkeri og forðast af
alhug hverskyns líkamsæfingar því
þær gætu stefnt heilsu hans í voða
eins og hann sagði í nýlegu viðtali í
The New York Times. Hahn gerir
sig ánægðan með að vera kallaður
kampavínssósíalisti í Bretlandi þótt
margir aðrir sem hafa sömu stjórn-
málaskoðanir og hann álíti það
skammaryrði. Honum finnstþað„ekki
sanngjarnt að íhaldsmenn einir megi
drekka kampavín en sósíalistar verði
að gera sér að góðu múslí og drekka
öl með samlokunum".
Hann segist vera sósíalisti en jafn-
VEIT ekki hvernig glæp ég mundi drýgja; breski
rithöfundurinn John Mortimer.
framt meðmæltur refaveiðum. „Ég
hef ekki sérstaklega mikinn áhuga á
því sem fólk gerir dýrum en ég hef
miklar áhyggjur af því hvað það ger-
ir hvert öðru," segir hann til skýring-
ar þessari pólitísku ranghugsun.
Mortimer er vinnuhestur og vaknar
klukkan sex á hverjum morgni hvar
sem hann er staddur. Hann hand-
skrifar fram til hádegis og hefur þá
lokið þeim 1000 orðum sem hann
einsetur sér að skrifa á hverjum degi.
Flest það sem hann semur má rekja
beint til ævi hans. í lok fyrstu endur-
minningabókarinnar, „Clinging to the
Wreckage", skrifaði hann: „Þetta eru
þeir hlutir sem lifðu með mér áður
en þeir fóru í bókin"a. Um síðir end-
ar allt í bók eða leikriti. Þegar talið
berst að hans eigin stöðu í bók-
menntaheiminum segist hann vera
einhvers staðar miðja vegu á milli
Jeffreys Archers og Salmans Rushdi-
es.
Þegar Mortimer er spurður að því
hvað hefði verið mest einkennandi
fyrir feril hans sem rithöfundar segir
hann að líklega sé best að líkja hon-
um við blindan mann er reynir að
komast leiðar sinnar hugrakkur en
gætinn. Það er enn ein tilvitnunin í
föður hans, sem stundaði áfram lög-
fræðistörf þótt hann væri orðinn
blindur. „Þessi líking gæti átt við
hvaða rithöfund sem er," segir hann,
„vegna þess að sem rithöfundur reyn-
irðu aðfinna leið út úr leyndardómum
sem þú skilur í rauninni ekki sjálfur."
Mortimer hefur m.a. starfað við
blaðamennsku og er sérfræðingur í
að yfirheyra frægðarfólkið. Hann
spurði sakamálahöfundinn Ruth Ren-
dell t.d. einu sinni hvort hana hafi
nokkurn tímann langað til að drýgja
glæp. Þegar spurningunni er beint
að honum segir hann: „Ég held að
allir fremji nokkra glæpi á hverjum
degi. Ég keyri ekki lengur en þegar
ég gerði það braut ég sannarlega
hvetja einustu umferðarreglu sem
þekkist." Um alvarlegri glæpi svarar
hann: „Ég er ekki viss um hverskon-
ar glæpi ég gæti drýgt. Ég er alveg
hræðileg veimiltíta og gæti því aldrei
framið blóðugan glæp. Ég held ég
mundi örugglega hjálpa öllum sem
ég þekkti að sleppa undan lögregj-
unni. Allt mitt líf hef ég verið að
koma fólki undan réttlátum örlög-
um."
Hann segir kaldhæðnislega að
glæpamenn séu ómissandi í lífi okk-
ar. „Níutíu og fimm prósent fólks
situr í sófanum, drekkur bjór, maular
snakk og dottar fyrir framan sjón-
varpið. Það treystir á að þau fimm
prósent sem eftir eru komist í kland-
ur og haldi skemmtanaiðnaðinum
gangandi."
Sem lögmaður barðist hann m.a.
gegn ritskoðun og fræg er herferð
hans fyrir því að hleypa konum inn
í Garrick einkaklúbbinn. Einn af fé-
lögum hans í þeirri baráttu hélt ræðu
af því tilefni ogsagði: „Um aldamótin
voru fjórir hópar fólks sem ekki fengu
inngöngu í Garrick klúbbinn, dæmdir
sakamenn, geðsjúklingar, hommar
og konur. Við höfum þegar tekið inh
fyrstu þrjá hópana. Tökum þann
fjórða inn líka." Um lögmannsstörfin
segir Mortimer: „Það koma alltaf
þeir tímar að það verður að standk
upp í réttarsalnum og halda ræðu
og þá þýðir ekkert að segjast verk
haldinn lögmannastíflu. Þannig lít éfe
á rithöfundarstarfið, maður verður
að standa sig." Hann segist kunnk
vel við allar sínar sögupersónur, jafi
vel erkiíhaldið Leslie Titmuss í „Pai
dise Postponed". „Ég er haldinn þei
hræðilega veikleika að kunna við fóll
Ástæðan fyrir því að ég kann vel vi<
Titmus er sú að hann er hann sjál:
ur; hann fellir ekki seglin."
Að lokum spurning sem Mortime!
sjálfur hefði getað spurt viðmæland;
sinn: Hugsar hann meira um dauðani
eftir því sem hann eldist? „Ekki sv<
mikið. Eitt af því sem maður finnu ¦
með aldrinum er að hver dagur skipt
ir meira máli en áður. Hann er lýstu
upp með endanleikanum."

Meira en steinhúðuð utanhússklæðning!
70.000 fermetrar      I takt við tímann:
Kynntu þér
sumarverðið núna!
Komdu til okkar eða hringdu og fáðu
nýjan vörulista og góð ráð varðandi
sérhannaða íslenska múrkerfið.
IMÚR múrkerfið er jtilvalið jafnt á ný
hÚ8 sem gömul. IMUR múrkerfið er
viðurkennt af Brunamálastofnun.
á 10 árum,
ÍMÚR múrkerfið er semeutsbundin
útvéggjaklæðning sem er hqnnuð og
þróuð fyrir íslenskar aðstæður í sam-
vinnu við Rannsóknarstofnun bygg-
ingariðnaðarins. Fjölmargar úttektir
og góð reynsla staðfestir að kerfið er
veðurþolið og sterkt. Það hentar því
mjög vel vjð íslenskar aðstæður og
veðurfar. ÍMÚR múrkerfið er án
samskeyta, gjarnan sléttpússað og
málað með sama útliti og múrhúðaðir
útveggir. Einnig er hægt að hafa kerfið
meðhraunaðri áferð, setja á það perlu-
múr eða nota steiningu með marmara,
kvartsi, basalti og fleiri tegundum í
ýmsum litum.
1,2 og 3ju verðlaun
í samkeppni
Reykjavíkurborgar!
Gert er ráð fyrir ÍMÚR múrkerfinu í
tillögum hönnuða sem unnu 1. og 2.
verðlaun í samkeppni Reykjavíkur-
borgar um hönnun skóla í Engja-
hverfi. Kerfið er valkostur hjá þeim
sem unnu 3. verðlaun.
Við óskum verðlaunahöfum til
hamingju með góðan árangur.
Steinað múrkerp, frá ÍMÚR.
ÍSLENSKAR MÚRVÖRUR HF.
VIDARHÖPBI1,112 REYKJAVÍK. 8ÍM1; 667 36 66. MYNDSENDIB: 667 36 42
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16
B 17
B 17
B 18
B 18
B 19
B 19
B 20
B 20
B 21
B 21
B 22
B 22
B 23
B 23
B 24
B 24
B 25
B 25
B 26
B 26
B 27
B 27
B 28
B 28
B 29
B 29
B 30
B 30
B 31
B 31
B 32
B 32