Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ I. Háin ÞANN 17. júlí 1627 fóru serk- neskir sjóræningjar ránshendi um Vestmannaeyjar, drápu 35 manns, tóku 240 fanga og fluttu á þræla- markað í Alsír. Árið 1636 voru um 35 íslendingar keyptir úr ánauð og náðu 27 þeirra til ís- lands 1637, þar á meðal Guðríður Símonardóttir (fólki hafði einnig verið rænt í Grindavík og Aust- ijörðum). í fjalli því í Vestmannaeyjum, er Há nefnist leyndist Oddur for- _ maður Pétursson og barg þar með lífi sínu. 276 árum síðar er afkomandi } Odds, Sveinn Magnús Sveinsson að leik í Hánni, þá 12 ára, árið 1903. Félagar hans kalla: „Svenni, passaðu þig, það er steinn að losna efst í Hánni og stefnir á þig“. Sveinn hleypur niður Hána, en nákvæmlega í veg fyrir steininn, sem skellur á höfði hans, svo hann rotast. Varð af mikð sár, en ekki banvænt. í tvígang hefur Háin þannig orðið örlagavaldur í ætt minni, en Sveinn Magnús Sveinsson var fað- ir minn, fæddur 17. okt. 1891, dáinn 23. nóv. 1951. n. Árið 1943 kem ég í fyrsta sinni til Vestmannaeyja, seint í júlí. Frá Reykjavík er farið með áætlunar- bifreið Páls þess, er hafði sérleyfið til Stokkseyrar. Frá Stokkseyri var siglt með vélbátnum Gísla John- sen, sem var um 40 tonna bátur. Tók siglingin til Eyja um þrjár stundir. Ég hafði ráðið mig í vinnu hjá föðurbróður mínum, Ársæli Sveinssyni og hans ágætu konu, Laufeyju Sigurðardóttur, en heim- ili þeirra stóð að Vestmannabraut 68 og var hús þeirra nefnt Fagra- brekka. Dvaldist ég í Eyjum í sjö vikur við hin margvíslegustu störf, aðal- lega byggingarvinnu (Strandaveg- ur 80), en einnig aðdrætti til Skipasmíðastöðvar Vestmanna- eyja, sem Ársæll rak. Þar var í smíðum vélbáturinn Kári, 60-70 tonna bátur og minnist ég þess sérstaklega, er við reistum kjölinn að Kára. Þar þurfti samstillt átak. Einnig var gripið í heyskap, en frændi hafði tvær kýr í fjósi og þurfti að afla heyja til þeirra. Ég varð strax hugfanginn af 'j. fegurð Eyjanna, og hinni tignar- legu fjallasýn, þegar sólin bakar Eyjafjallajökul í allri sinni dýrð. Þó bar skugga á dvöl mína í Eyjum þetta sumar, en það var hið mikia slys á Þjóðhátíðinni, er níu manns dóu af völdum tréspíra- eitrunar. Ég hélt heim í september vestur til Reykjavíkur með Gísla Johnsen og hafði bundist frændfólki mínu og Vestmannaeyjum órjúfandi böndum. III. Á næstu árum kom ég nokkrum sinnum til Eyja með „Þríburun- _um“, en svo voru nefnd þrjú skip Eimskipafélags íslands hf., Goða- foss, Dettifoss og Lagarfoss, sem smíðaðir voru hjá Biirmeister & Wein A/S í Kaupmannahöfn á árunum 1948-50. Einnig tók ég þátt í nokkrum þjóðhátíðum Eyja- skeggja. 14. nóvember 1963 hófst gos í Surtsey, sem svo var nefnd síðar. Matsveinn á ísleifi II., Óli Vest- mann að nafni, var sá fyrsti, sem kom auga á hræringarnar í yfir- borði sjávarins og kallaði til félaga sinna: „Það er skip að brenna og næstum sokkið“. Skipstjórinn Guðmar Tómasson og aðrir úr áhöfninni komu nú upp á dekk og áttuðu sig ekki strax á fyrirbær- inu, en einn mælti þó: „Ég hefi aldrei séð skip sökkva upp á við.“ Ég hélt til Eyja tveim dögum síðar, eða 16. nóvember. Fékk far 'ásamt fleirum með Gulltoppi, 70 MYND af málverki Júlíönu Sveinsdóttur af Vestmannaeyjum frá 1926. Vestmanna- ejrjabréf Uppgjöf hefur aldrei veríð til í orða- bók Vestmannaey- inga, segir Leífur Sveinsson, sem telur að æðruleysi, dugn- aður og óbilandi trú á handleiðslu Guðs hafí dugað þeim best í gosinu. Mestar áhyggjur höfðu menn af höfninni. Myndi hún lokast? Svo mjög óttuðust menn lokun hafnar- innar, að reynt var að ná sam- bandi við látna Vestmannaeyinga á miðilsfundi, hvort þeir gætu sagt fyrir um örlög hafnarinnar. Sam- band náðist við þá Þorstein í Lauf- ási og Ársæl á Fögrubrekku og þeir spurðir um örlög hafnarinnar. Þeir svöruðu: „Það mun standa tæpt, en á meðan við erum ein- hvers megnugir, munum við spyrna á móti hraunstraumnum héðan að handan." Væntumþykja Vestmannaey- inga á heimabyggð sinni á sér engin takmörk, hún nær langt út yfir gröf og dauða. Einu sinni Vestmannaeyingur, alltaf Vest- mannaeyingur. V. Einasta húsið, sem enginn hlut- ur var fluttur úr í gosinu 1973, var Landakirkja. Georg David Anthon (1714-1781) teiknaði Landakirkju og er uppdráttur hans dagsettur 22. apríl 1773. Gas frá gosstöðvunum skemmdi orgel kirkjunnar, en aðrar skemmdir tonna vélbát úr Eyj- um, út að gosstaðn- um. Ósvaldur Knud- sen var með í för og hugðist hann kvik- mynda, en erfitt var um vik því vikurhríðin skall á bátnum með litlum hléum. Ég hafði stjórn á glugga í stýr- ishúsinu og opnaði hann annað slagið, hélt um axlir Ósvaldar og sagði: „Myndaðu nú.“ Tókst myndatak- an sæmilega hjá Ós- valdi, nema hvað nokkuð var orðið skuggsýnt undir það síðasta. Ferð þessi varð ógleymanleg öllum, sem hana fóru, og til Heimaeyjar komumst við klakk- laust um kvöldið. En að nokkrum manni dytti í hug, að það ætti eftir að gjósa á Heimaey. Það fannst mönnum fjarstæða. IV. Þann 23. janúar 1973 opnaðist 1.500 metra löng gossprunga á austanverðri Heima- ey, skammt austan við V estmannaeyj abæ, með eldgosi, sem lauk eigi fyrr en 3. júlí sama ár. Fjarstæðan var orðin að staðreynd. Giftusamlega tókst að flytja fólkið til lands, alls um 5.000 manns. Vel var tekið á móti Eyjaskeggjum uppi á landi, allir hjálpuðust að við að útvega húsnæði handa flóttafólkinu, þannig að undrafljótt voru allir komnir í húsaskjól. Sannaðist hér hið fornkveðna: „Að þegar býður þjóðarsómi, þá á ís- land eina sál.“ í fímm mánuði börðust menn við eldinn, en heimurinn fylgdist í ofvæni með þessari hetjulegu baráttu mannsins við náttúruöflin, sem engu virtust ætla að eira. Og mennimir höfðu að lokum sigur, þótt herkostnaðurinn væri mikill, 400 hús eyðilögðust og 400 skemmdust. urðu ekki á kirkjunni eða búnaði hennar. Heimsókn í Landakirkju skilur engan eftir ósnortinn. And- rúmsloftið þar er svo jákvætt, að menn ganga þaðan út endurnærð- ir á sál og líkama. Kirkjugarðurinn fór næstum því í kaf af gosösku. Kirkjugarðshliðið stóð þó aðeins upp úr og á bogan- um yfir hliðinu mátti lesa þessi orð úr 14. kafla,_ 19. versi Jóhann- esarguðspjalls: Ég lifi og þér mun- uð lifa. Myndin af boganum fór út um allan heim og var jafnvel talin mynd ársins í alþjóðlegri mynda- samkeppni. VI. Meðal gesta, sem komu til Eyja, þegar hafist hafði verið handa að byggja upp eftir gosið, var Anker Jörgensen forsætisráðherra Dana. Hann taldi óhugsanlegt, að Danir hefðu látið sér til hugar koma enduruppbyggingu við slíka ógn, sem Heimaeyjargosið var. En íslendingar láta ekki bug- ast. Hekla, Katla, Askja, Krafla og nú síðast Eldfell, hafa reynt að hræða úr okkur líftóruna, en ekki tekist. Við útför Ársæls Sveinssonar frænda míns árið 1969 mælti séra Þorsteinn Lúther Jónsson eitthvað á þessa leið: „Tvennt var það, sem Ársæll mat mest í lífinu, en það var karlmennska og drengskap- ur.“ í minningargrein, sem Arsæll reit í Ægi um Þorstein í Laufási, sagði hann: „Þorsteinn mat ávallt Eyjahag framar eigin hag.“ Þessir eiginleikar skýra kannske, hvers vegna Eyjarnar eru okkur svo kærar, sem þangað eiga ættir að rekja. VII. 22 árum eftir gos Klukkan 13.30 föstudaginn 9. júní s.l. hefur Ásdís Fokkersdóttir sig til flugs af Reykjavíkurflug- velli áleiðis til Vestmannaeyja. Nú ætla ég að líta Eyjarnar augum í fyrsta skipti frá því að eldgosinu var aflýst þann 3. júlí 1973, en um það leyti var ég síðast í Eyjum. Hvað hafði breyst á 22 árum? Skyldi ég þekkja Eyjarnar mín- ar aftur? Eftir þriðjung stundar er lent í Eyjum og heilsa þær með glamp- andi sólskini, svo ég legg þegar af stað áleiðis til bæjarins, gang- andi. Ekki leið á löngu, þar til bifreið var stöðvuð og mér boðið far að Byggðasafninu, en þar hafði ég mælt mér mót við safnvörðin Jó- hann Friðfinnsson. Það er margt forvitnilegt að sjá á safninu, en mesta athygli mína vöktu stígvél, sem talin eru vera af Jörundi .hundadagakonungi. Stöðugur straumur fólks er á safn- ið og fræðir Jóhann það um hina aðskiljanlegu muni, sem þar ber fyrir augu. Fólkið er hrifið og lætur það óspart í ljósi. Frá safninu geng ég í átt að hraunjaðrinum, yfir spítalalóðina og eftir Heimagötu. Hrikalegt er að sjá hraunjaðarinn rétt fyrir ofan húsin, en í einu þeirra býr kunn- ingi minn, Jón Hjaltason lögmað- ur. Það er ekki hræðslugjarnt fólk, sem flytur aftur í hús sem þessi, en ef lýsa skal þeim eiginleikum, sem best dugðu Eyjaskeggjum í gosinu, þá eru það æðruleysi og dugnaður, samfara óbilandi trú á handleiðslu Guðs. Magnús H. Magnússon bæjarstjóri bar hita og þunga hinna fimm mánaða, sem gosið varði, en samvinna þeirra Þorbjöms Sigurgeirssonar eðlisfræðings og Sveins Eiríksson- ar slökkviliðsstjóra á Keflavíkur- flugvelli (Pattons) vakti einnig heimsathygli. Að kæla hraun- straum með sjó hafði aldrei verið reynt áður í sögunni. Hugvit og kraftur unnu hér saman það þrek- virki, að kæla Kölska svo hressi- lega, að hann gafst að lokum upp. I miðbænum hefur margt breyst. Samkomuhús Vestmanna-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.