Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Fresturinn útrunninn FRESTUR fyrir umsóknir um menningarborg Evrópu árið 2000 er útrunninn. Ríkisstjóm íslands lagði inn umsókn fyrir hönd Reykjavikurborgar O'g er Reykjavík þar komin í hóp borganna Avignon, Helsinki, Prag, Bologna og Rotterdam auk annarra. Guðrún Ágústsdóttir forseti borgarstjórnar sagði á blaða- mannafundi í tilefni umsókn- arinnar að borgarbúar gætu verið fullsæmdir af umsókn- inni enda væri Reykjavík menningarborg og ætti út- nefningu fyllilega skilið. Vitn- aði hún m.a. í úttekt Tryggva Þórhallssonar á menningar- þátttöku borgarbúa sem er, samkvæmt henni, meiri en gerist og gengur í nágranna- löndunum. Nefnd innan ESB tilkynnir um útnefningu fyrir lok þessa árs en líkur eru á að fleiri en ein borg verði fyrir valinu. Djasshátíð Egilsstaða Egilsstöðum. Morgunblaðið. DJASSHÁTÍÐ Egilsstaða var sett á fimmtudagskvöld. Við það tækifæri lék Tórshavner Stórband frá Færeyjum. Enn- fremur kom Amísdjasskórinn fram það kvöld. Hátíðin er haldin í Valaskjálf og stendur í fjóra daga. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og koma margir góð- ir listamenn fram. Danski fíðlusnillingurinn Finn Ziegler leikur með Eyþóri Gunnars- syni, Þórði Högnasyni og Ein- ari Val Scheving, Stórsveit Reykjavíkur verður með söngvurunum Ragnari Bjama- syni og Ellý Vilhjálms, Djass- band Homafjarðar með Ragn- heiði Sigjónsdóttur. Ennfrem- ur koma fram Dixielandhljóm- sveit Björns R. Einarssonar, Blúsband Garðars Harðarson- ar, ArnísE)jasskórinn og hljóm- sveitin Bergmál. „Dægur- flugur“ í Greip GUÐNI Harðarson opnar myndlistarsýningu í Gallerí Greip að Hverfisgötu 82, fimmtudaginn 6. júlí kl. 17. Sýningin ber yfirskriftina „Dægurflugur". Til sýnis verða nýjar akrýlmyndir um dægurtónlist eftir vaxandi eða stórar stjörnur, t.d. Sheryl Crow, Black, Madonna, Roll- ing Stones, John Lennon o.fl. Guðni er fæddur í Reykjavík og stundaði nám í Menntaskól- anum í Reykjavik, Háskóla íslands og við Háskólann í Wales. Eftir að Guðni lauk námi hefur hann unnið erlend- is, fyrst að landbúnaðarrann- sóknum við Háskólann í Min- nesota og síðastliðinn 15 ár hjá Sameinuðu þjóðunum í Austurríki. Guðni er búsettur í Baden í Austurríki og er sjálfmennt- aður í myndlist. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga. Umhverfismál voru efni flestra verkanna sem sýnd voru á fyrri sýningum en sýningin í Gallerí Greip er sú fyrsta þar sem ný myndaröð um dægur- tónlist er sýnd. Sýningin stendur yfír til 19. júlí og er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Sumarsýning Morgunblaðið/Golli FRÁ Sumarsýningunni á Kjarvalsstöðum. Fremst er rýmisverk eftir Sóleyju Eiríksdóttur. MYNPLIST Kjarvalsstaðir ÍSLENZK MYNDLIST Opið frá 10-18 alla daga. Til 10. sept- ember. Aðgangur 300 krónur. ÞAÐ telst hárrétt framkvæmd að kynna listaverkaeign borgarinnar í öllu rými Kjarvalsstaða yfir hásum- arið, og ætti að vera árviss viðburð- ur, verðskulda drjúga athygli borg- arbúa og gesta hennar. Jafnframt er ástæða til að fara ofan í saumana á slíkum framkvæmdum til að skapa umræðu (dialogu) og vísa ég hér til almennrar kynningar fjölmiðla, en svo virðist sem myndlistin sé hálf- gerð hornreka hvað eðlilega faglega og skipulagða umfjöllun snertir, sem er engan veginn í takt við nútímann. Væniegri auglýsingu um stöðu íslenzkar sjónmennta getur vart, því skráð eru hátt í 11.000 listaverk í eigu borgarinnar, sem að meginhluta til eru á víð og dreif í stofnunum og skrifstofum, svo ætla má að af nógu sé að taka. En að nefna eina slíka ófullkomna samantekt á breiðum grundvelli „yf- irlitssýningu" er óraunhæft, því Kjarvalsstaðir rúma að sjálfsögðu ekki nema brotabrot eignarinnar þannig að hugtakið yfirlit á hér naumast við. Stikkprufa eða úttekt telst nærtækari skilgreining yfir framkvæmdina, því hún er um margt handahófskennd. Hins vegar kæmist árviss uppstokkun nær hugtakinu og Ieggja mætti áherslu á afmarkaða þætti eignarinnar að hluta til á hverri sýningu og umfram allt væri vit í því að búa betur að kynning- unni. Fyrst og fremst með því að staðla handhægt rit eða sýningar- skrá, sem gæfi smám saman upplýs- ingar um alla þætti eignarinnar og væri jafnframt kynning á listamönn- unum. Fá hér ýmsa til að leggja hönd á plóginn er gerst þekkja til ákveðinna tímabila, þannig að úr verði sem hlutlægast mat á þróun- inni. Þeim peningum, er færu í slíkt, væri vel varið og myndu óefað skila sér í fyllingu tímans og mun fremur en veglegar skrár um afmarkaðar kynningarsýningar einstaklinga, þótt þær séu góðra gjalda verðar. Þetta telst veigur stefnumarkana erlendis, þótt slíkt mæti alltof oft afgangi hérlendis til óbætanlegs skaða er fram líða stundir og heim- ildarmenn horfnir af vettvangi. Kynning á innlendri list er það sem erlendir leggja höfuðáherslu á og sýna mestu virkt, eins og ég hef margoft vísað til og dæmin sanna. Það sem er að gerast næst okkur hlýtur að vera mikilvægast og það er augljóst merki minnimáttar- kenndar og ósjálfstæðis, að álíta að allt hið besta komi utan frá og að innlent skuli mæta afgangi. Allt annað mál er, að við eigum að fylgj- ast með því sem skeður vítt og breytt úti í hinum stóra heimi, ekki einung- is afmörkuðum þætti þess sem telst í náðinni hveiju sinni, síður láta það gleypa okkur né alfarið varða veginn um gjörðir vorar og hugsunarhátt. Við höfum átt og eigum svo marga ágæta myndlistarmenn, að engin ástæða er til minnimáttar- kenndar, en mun frekar að lyfta því sem við höfum á stall og halda því einarðlega fram. En það er ekki hægt án aðstoðar flölmiðla og skiln- ings á gildi þess að sérmenntun og þekking sé í heiðri höfð, að fljótfærn- isleg og handhófskennd vinnubrögð beinlínis vinna gegn heilbrigðri döngun íslenzkrar menningar á öll- um sviðum. Að sjálfsögðu eiga svo listastofn- anir að varða veginn um fagleg og vönduð vinnubrögð, en það er ekki hægt að segja að öllu leyti um fram- kvæmdina á Kjarvalsstöðum. Hér eru á einum stað ýmsir þættir ís- lenzkrar myndlistar, sem annars eru í hirslum safnsins eða á veggjum aðskiljanlegra stofnana borgarinnar, og mun tilgangurinn að stórum hluta vera að auðvelda útlendum að nálg- ast þá vítt og breitt. Ekkert fær gesturinn á milli handanna nema einblöðunga, þar sem hlaupið er yfir söguna, og er hinn útlendi listvinur öðru vanur er slíku samsafni eru gerð skil heimaslóðum. Ekki telst það vænlegt til vegsauka íslenzkrar listar, er umbúðir um hana samsvara þriðja flokks sýningum erlendis og ber vott um takmarkaðan metnað fyrir hennar hönd. Hins vegar væri þetta réttlætan- legt, ef að fyrir lægi veglegt rit á nokkrum tungumálum er kynnti á hlutlægan hátt listaverkaeign borg- arinnar og sýningin væri kynnt sem brotabrot hennar. Yfirlitssýning er . stórt orð að standa við, einkum þegar flestir eiga einungis eitt verk á henni og eru að auk ákaflega misvel kynntir þar. Sumir mjög vel en dæmin um hið gagnstæða eru of mörg, einkum í ljósi þess að nærtæk voru mun mikil- vægari verk eftir viðkomandi og þá helst eldri kynslóðir. Að sjálfsögðu skal fyllsta virðing borin fyrir mati og skoðunum annarra, en hvað rétt- lætir til dæmis að kynna 25 ára gömul æskuverk bræðranna Krist- jáns og Sigurðar Guðmundarsona við hlið eins nýjasta og ferskasta verks, sem í langan tíma hefur kom- ið frá félaga þeirra, Hreini Friðfínns- syni? Eða vera með eitt lítið málverk eftir Eirík Smith sem trauðlega gef- ur hugmynd um það besta sem hann gerði á þessu tímabili? Eða að ekk- ert málverk er eftir þann ágæta málara, Brynjólf Þórðarson frá Bakkakoti á Seltjarnarnesi (1896- 1938), en rýnirinn hafði haft fregnir af athyglisverðri sjálfsmynd hans, sem væri á leið á veggi sýningarinn- ar ásamt litlu landlagsmálverki. Má um leið vísa til þess, að í raun hefur þessi málari aldrei verið kynntur sem skyldi, þrátt fyrir tvær yfírlitssýn- ingar á mikið til sömu myndunum og hvers á hann að gjalda? Þá eru engin verk eftir þá bræður Benedikt og Veturliða Gunnarssyni, sem voru mjög atkvæðamiklir á sjötta og sjö- unda áratugnum og virkir ennþá, en hér eru þeir einfaldlega úrskurð- aðir ekki til á yfirborði jarðar. Þá eru frekar atkvæðalítil verk eftir nokkra framsækna málara í ljósi þess hve miklu betur þeir hafa gert. Svo er líka annað, að það er mis- vísandi hugsunarháttur að álíta, að söguna sé hægt að segja með aldurs- greiningu. Listasagan hefur einfald- lega aldrei verið þjökuð af kynslóða- bilum og eldri listamenn hafa gert fersk og ný verk ekki síður en ung- ir og margur hefur endumýjað list- ina á gamals aldri. Þá hafa athugul- ir tekið eftir því, að sumar mynd- anna þarfnast andlitslyftingar, um- búðir lúnar og slitnar og hreinsa hefði mátt ryk og kusk af einstök- um. Yfirfara þarf hvert einasta verk sem valið er á slíka sýningu. Ljósu punktarnir eru hins vegar margir og er jafn skylt að draga þá fram og hina og einkum er uppörvandi að sjá listiðnaðinn og hve málverkinu eru gerð góð skil af yngri kynslóð- um. Það er svo erfitt að skilja hví þetta fólk situr ekki við sama borð og hugmyndafræðilega liðið þegar íslensk list er kynnt erlendis. Þá er margt ágætra verka á sýningunni og aðsóknin í þau mörgu skipti, sem ég hef verið á vettvangi, staðfestir að fólk kann að meta slíkt framtak. Almenningur getur að öllu saman- lögðu haft mikið gagn af skoðun sýningarinnar, þótt sagnfræði henn- ar sé full óburðug. Samantektin gefur naumast til- efni til að fara faglega í saumana á íslenzkri listþróun og það væri í hæsta máta óréttlátt að fara í nokkra tegund samanburðarfræði jafn misgóð verk og hér eru dregin fram í dagsljósið. Sitthvað situr eftir og sérstaka athygli vakti hve sum verkanna nutu sín vel og hef ég þegar nefnt mynd Hreins Friðfínnssonar, þá hef ég ekki í annan tíma séð hinn stóra vasa Kolbrúnar Björgúlfsdóttur njóta sín betur og höggmynd Gerðar Helga- dóttur kom á óvart fyrir samþjappað- an frumkraft. Sérstætt málverk Ein- ars Þorlákssonar féll merkilega vel að verkunum í kring og það er eins og bjarmi af nýrri öld í elstu mynd sýningarinnar eftir Þórarin B. Þor- láksson frá 1891. í vestri sal vöktu helst athygli mína stór og vel máluð mynd Tuma Magnússonar og papp- írsverk Svövu Bjömsdóttir era það hrifmesta sem ég hef séð frá hennar hendi. Einna mest kom á óvart hve kristalstær og sjálfsprottin mynd Stórvals naut sín vel innan um fram- úrstefnuverkin. Hinir yngstu, svo sem Sigurður Ámi og Birgir Snæ- bjöm, staðfesta svo að kreppan í málverkinu er léttvægur tilbúningur. Að lokum þykir mér brýnt að taka fram, að það er algjör misskilningur sem fram kom hér í blaðinu varð- andi almenna kynningu á sýning- unni, „að undirtektirnar hafi ekki verið mjög góðar er Svavar Guðna- son (sem þá var búsettur í Kaup- mannahöfn) hélt sína fyrstu sýningu á abstraktlist í Reykjavík 1945“. Allar heimildir segja annað, því menn voru merkilega opnir fyrir þessum nýju viðhorfum frá útlandinu og sýningin vel sótt. Til viðbótar byggði hún upp orðstír og frama Svavars á íslandi, svo sem sagan er til vitnis um. Deilurnar, sem upp risu, hófust er framsæknir innlendir listamenn ánetjuðust óhlutbundinni listsköpun og hófu umsvif á sýning- arvettvangi, sbr. Septembersýning- una 1947. Það var þá sem ijandinn væri laus, allir púkar miðalda komn- ir á kreik, enda helguðust sannindin nýju þá ekki upphöfnum ljóma fjar- lægðarinnar! Bragi Ásgeirsson Verk Vermeers „fengið að láni“ Á ÍRSKA listasafninu í Dyflinni hangir nú uppi mynd, sem hefur í tvígang verið „fengin að láni“ á síðustu tólf árum. I fyrra skipt- ið var að verki hópur félaga úr írska lýðveldishernum, í síðara skiptið menn eins helsta „guðföð- urins“ í Dyflinni, Martin CahiII. Myndin sem um ræðir er eftir hollenska málarann Vermeer og kallast „Kona skrifar bréf“. Eigandinn, Sir Alfred Beit, fyrrum þingmaður, bjó í Russ- borough House, þegar IRA-menn réðust inn til hans árið 1974, bundu og kefluðu hann og konu hans ogtóku verkið ásamt átján öðrum dýrgripum. Myndirnar fundust mánuði síðar og var skil- að til síns heima. Öryggiskerfið var hert en árið 1986 tókst hópi þjófa að sigrast á því og höfðu þeir á brott með sér 24 myndir, þar af Vermeer-myndina og tvær myndir eftir Metsus. Að því er segir í The Daily Telegraph, var í fyrstu talið að IRA hefði enn á ný verið á ferð- inni en raunin var sú að Cahill stóð að baki ráninu. Svo kald- hæðnislega vill til að hann varð síðasta fórnarlamb IRA áður en samtökin lýstu yfir vopnahléi. Fljótlega kom upp listrænn ágreiningur í hópi þjófanna, sem hefur ef til vill þótt verkin of mikilfengleg fyrir íbúðir sínar, og fundust sex þeirra í síki skömmu síðar. Þar á meðal var verk eftir spænska meistarann Velazquez. Hin verkin átján voru geymd uppi á háalofti í Dyflinni í fjögur ár áður en þau voru flutt út fyrir landsteinana og seld. Eitt verkanna, eftir Goya, fannst í Istanbul 1991, verk eftir Gains- borough í London 1992 ogtólf mánuðum síðar sást til Rubens- verks í Hertfordshire. Verk eftir Palmadez kom í ljós í geymslu- skáp á Euston-lestarstöðinni stuttu síðar og Vermeer-verkið, auk verka eftir Goya og Mestus, fundust í Belgíu en talið er að þau hafi verið seld til að fjár- magna kaup á heróíni. Það kom svo í hlut Liams Hog- an, Iögreglumanns að gæta verk- anna á leiðinni heim til írlands, en faðir hans tók þátt í að endur- heimta Vermeer-verkið er því var stolið í fyrra skiptið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.