Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Oeirðir í Luton UNGLINGAR lögðu eld í skóla, létu greipar sópa um verslanir og köstuðu bensínsprengjum á lögreglumenn í óeirðum í Luton í fyrrinótt. Um 500 unglingar tóku þátt í óeirðunum, en ekki er vitað hvers vegna þær hóf- ust. Á myndinni hleypur eitt ungmennanna framhjá brenn- andi bU. Juppe borgar hærri leigu en nágranninn Glæsiíbúð leigð á 1400 krónur París. Reuter, ALAIN Juppe, forsætisráðherra Frakklands, kom fram í sjónvarpi á fimmtudag og varði hendur sínar vegna meintrar aðildar hans að húsnæðismála- hneyksli í París. Tíndi forsætis- ráðherrann fram hvert skjalið á fætur öðru til þess að sýna að hann hefði ekki aðhafst neitt rangt. Frönsk dagblöð hafa upplýst, að fjöldi stjómmálamanna, frétta- manna og annarra félaga Juppes og Jacques Chiracs, forseta, búi í glæsiíbúðum í eigu Parísarborgar og greiði lága leigu fýrir. Meðal þeirra sem njóti á þennan hátt óeðlilegrar fyrirgreiðslu séu sonur Juppes og dóttir. Fyrir tilstuðlan Juppes hafi sonur hans greitt 1000 frönkum lægri mánaðarleigu en húsnæðismálastofnun innheimtir af skjólstæðingum sínum. Langur listi Blaðið Le Figaro birti í gær lista yfir alla þá sem hafa notið þessar- ar fyrirgreiðslu. Listinn er langur, og fyllir rúma síðu í blaðinu (í stóru broti). Upplýst hefur verið að ein glæsi- íbúð sé leigð út á 108 franka (rúm- ar 1400 krónur) á mánuði, önnur smærri, í grennd við Sacre Coeur kirkjuna, er leigð á 300 franka (3900 krónur). Juppe neitaði því að hann hefði sjálfur greitt lægri leigu en gengur og gerist fyrir glæsiíbúð á vinstri bakka Signu, og las upp bréf sem nágranni hans hafði sent honum til stuðnings, og kveðst nágranninn borga mun lægra verð fyrir hvem fermetra en forsætisráðherrann. Juppe bætti því við að leigan á sex herbergja íbúð hans hefði þrefald- ast þegar hann tók hana á leigu. Engin lyfta Forsætisráðherrann réttlætti þá ákvörðun sína að lækka leiguna hjá syni sínum, sem býr í sama hverfi, á þeim forsendum að íbúðin væri í lélegu ásigkomulagi og eng- in lyfta væri í húsinu. Hann útskýrði hins vegar ekki hvers vegna svo mörgum opinber- um embættismönnum og þekktum einstaklingum hefur verið úthlutað íbúðum. Enn sem komið er hefur ekki verið gefíð í skyn að lög hafi verið brotin í þessu máli, sem kennt hefur verið við forsetann og kallað „Chirac-hverfið“. Samtök dómara hafa þó sagt, að möguleikum á óháðri dómsrannsókn hafi verið teflt í tvísýnu þegar dómsmálaráð- herrann, Jacques Toubon, lýsti því yfir að Juppe hefði ekki aðhafst neitt ólöglegt. Segja dómararnir að lækkun leigunnar hjá syni hans gæti kallað á dómsrannsókn. Bann verði lagt við jarðsprengjum Genf. Reuter. BOUTROS Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) hefur skorað á ríki heims að standa straum af kostn- aðinum við að fjarlægja allar jarð- sprengjur og leggja bann við að þær verði framleiddar og notaðar. SÞ stendur nú að ráðstefnu um jarðsprengjur og þann vanda sem þær hafa skapað víða um heim. Talið er að allt að 110 milljónir jarðsprengja liggi grafnar í 64 löndum. Árlega bíði um 10 þúsund óbreyttir borgarar bana af völdum þessa. , Boutros-Ghali sagði í ávarpi á ráðstefnunni að útrýma yrði jarð- sprengjum í eitt skipti fyrir öll. Tilgangurinn með ráðstefnunni, sem lauk í gær, er að safna pen- ingum til hreinsunarstarfs, og vekja fólk til umhugsunar um vandann sem stafar af jarð- sprengjum. ERLEIMT Auknar líkur á að friðargæsluliðið í Bosníu fari AÆTLUN NATO UM BROTTFLUTNING FRA BOSNIU Atlantshafsbandalagiö hefur samþykkt áætlun um brottflutning friöargæsluliöa frá Bosníu. Aögerö Einbeitt átak yröi, ef til kæmi, mesta hernaöaraögerö í Evrópu frá því í síöari heimsstyrjöld. Rúmlega 60 þúsund manna herlið mun fyrst safnast saman á italíu, þar á meðal liö frá Bandaríkjunum, Bret- landi og Frakklandi. Fariö yrði til Bosníu gegnum hafnarborgirnar Split og Ploce. Höfuöstöövar mann- afla NATO eru I Zagreb í Króatíu. Yfirmaöur iiösaflans er bandaríski aðmírállinn Leighton Smith. Brottflutningur friöargæsluliða SP í lofti: Þyrlur yröu notaöar til þess að sækja einangraðar sveitir SÞ-manna á „öruggum svæöum". t.d. Bihac, Srebrenica eöa Gorazde. Á landi: Sökum skorts á liðsafla til aö gæta vega veröa gæsluliöar fluttir burt í bílalestum sem kallast „Brynvaröir brekkusniglar", og njóta aöstoöar skriödreka og verkfræöinga sem endurbyggja brýr. Ratsjárviövörun Loftinntök nema ratsjár- Loftvarnir geisla sem beinast aö vélinni. NAT0 mun hefja loftárásir ef Bosniu-Serbar nota ratsjárstýröar eldflaugar gegn flugvélum bandalagsins. Meöal þeirra vopna sem NATO hefur yfir að ráöa eru HARM rat- sjárskeyti sem hægt er aö skjóta frá Tornado-þotum. Reiöubúiö varaliö Þar á meöal landgönguliðar bándaríska flotans, meö aðsetur á her- skipum á Adríahafi, yröu viöbúnir aö veröa fluttir meö þyrlum til Bosníu. HARM- skeyti (High-Speed-Anti-Radiation skeyti). Leitar uppi ratsjárgeisla á rúmlega þreföldum hljóöhraöa. í 65 kilóa sprengihleðslunni eru þúsundir málm- búta til að eyðileggja ratsjárloftnet. SÞ íhugi brott- flutning frið- argæslubðsins Heimild hraðliðs- ins til hernaðar- íhlutunar þrengd Sarajevo. Reuter. MUHAMED Sacireby, utanríkis- ráðherra Bosníu, skoraði í gær á Sameinuðu þjóðimar að efla frið- argæsluna og hjálparstarfið í land- inu, að öðrum kosti ættu þær að íhuga að flytja friðargæsluliða sína og hjálparsveitir í burtu. Æ meiri líkur eru taldar á að flytja verði 22.000 starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Bosníu á brott þar sem Serbar halda áfram að hindra birgðaflutninga til músl- ima og stjórnarherinn reynir að binda enda á umsátrið um Sarajevo. Bildt svartsýnn Carl Biidt, milligöngumaður Evrópusambandsins, sagði eftir viðræður við Alija Izetbegovic, forseta Bosníu, að litlar líkur væru á friði. Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sögðu að Bildt kynni að fara til Belgrad um helgina til að ræða við Slobodan Milosevic, for- seta Serbíu, í- von um að hann gæti fengið Bosníu-Serba til að fallast á friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna. Óvissa um hraðliðið Mikil óvissa ríkir um hlutverk 10.000 manna hraðliðs sem nokk- ur Evrópuríki stofnuðu í júní til stuðnings friðargæsluliðinu. Emb- ættismenn Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær að ljóst værí að hraðl- iðið yrði ekki eins atkvæðamikið í Bosníu og stjórnmálamennirnir gerðu ráð fyrir í fyrstu. Embættismennirnir sögðu ólík- legt að hraðliðinu yrði beitt til að stöðva sprengjuárásir Serba á óbreytta borgara eða til greiða fyrir birgðaflutningum yfir serb- nesk yfirráðasvæði tii múslima í norðausturhluta landsins. Því yrði beitt til að veija friðargæsluliðið en ekki óbreytta borgara sem það er að reyna að hjálpa. Stjórnarerindrekar segja að heimild hraðliðsins til hernaðar- íhlutunar hafi verið takmörkuð vegna hættu á að það drægist inn í stríð við Bosníu-Serba. Ítalía Tísku- hönnuðir fyrir rétt Mílanó. Reuter. RANN SÓKNARDÓM ARI á Ítalíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að ýmsir frammá- menn í ítalska tískuheiminum, þar á meðal Giorgio Armani og Gianfranco Ferre, skuli ákærðir fyrir spillingu. Ákvörðunin fylgir í kjölfar rannsókna ítalskra dómara á meintum mútugreiðslum tískuhúsa til skattalögreglu- manna. Alls verða 18 manns ákærðir og munu réttarhöld hefjast 20. september. Viðurkenna mútugreiðslur Meðal hinna ákærðu eru Santo Versace - bróðir Giann- is - og Gerolamo Etro, eigandi Etro-tískuhússins, og nokkrir háttsettir embættismenn í ít- ölsku skattalögreglunni. Margir tískuhönnuðir hafa viðurkennt að hafa mútað lög- reglunni, en segjast hafa neyðst til þess vegna hótana frá lögreglumönnunum, sem hafi viljað drýgja tekjur sínar, um að illa kynni að fara ef greiðslur kæmu ekki til. x

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.