Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ -H MINNINGAR ÁRNIBJÖRNSSON + Árni Björnsson tón- skáld fæddist í Lóni í Kelduhverfi í Norður- Þingeyjarsýslu 23. des- ember 1905. Hann lést í Reykjavík 3. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bjarnína Ásmundsdótt- ir ljósmóðir og Björn Guðmundsson, hrepp- stjóri og bóndi í Lóni. Eftirlifandi eigin- kona Árna er Helga Þorsteinsdóttir og eignuðust þau tvær dætur. Þær eru: Katr- ín, fiðluleikari og kenn- ari, sambýlismaður Reynald Jónsson, sonur Katr- ínar er Árni Jón Eggertsson; Björg, leikkona og kennari, gift Andrew Cauthery óbóleik- ara, þau eru búsett á Englandi og eiga tvo syni, Halla og Gunnar Atla. Árni stundaði nám hjá Páli ÞVÍ miður kynntist ég ekki Árna Björnssyni fyrr en fyrir átta árum, að við Katrín dóttir hans hófum sambúð og hann kominn á efri ár. ,. En það þurfti ekki löng kynni til að uppgötva hvaða persónuleika Árni hafði að geyma. Hugljúfari menn eru vandfundnir og alltaf var Árni í léttu skapi og bjartsýnn á framtíðina, þrátt fyrir hið hræði- lega áfall sem hann varð fyrir árið 1952 af völdum fólskulegrar árás- ar í Þingholtunum og kostaði hann fötlun til dauðadags. Ámi Bjömsson var afkastamikið tónskáld og eftir hann liggja hljóm- sveitarverk, kammertónlist, mars- ar, danslög og mikill fjöldi ein- söngs- og kórlaga. Fyrsta skipti sem Árni kom í heimsókn á heimili okkar Katrínar síðla árs 1987 er mér mjög minnis- stætt. Árni átti orðið erfitt með gang enda orðinn áttatíu og tveggja ára, og allar hreyfingar mjög hægar. Eg studdi hann að píanóinu, hann gaf sér góðan tíma til að koma sér fyrir en síðan byij- aði hann að spila hveija lagaperl- una eftir aðra, bæði eigin tónsmíð- ar og annarra. Það var með ólíkind- um hve tónlistin geislaði af honum og engu líkara en allt annar og yngri maður sæti við hljóðfærið. Það er varla hægt að minnast Árna án þess að geta um eigin- konu hans, Helgu Þorsteinsdóttur. Hún hefur stutt við bakið á manni sínum í gegnum alla erfiðleikana sem fylgdu í kjölfar árásarinnar og staðið sig frábærlega vel. Það var yndislegt að sjá hve kærleikur- inn á milli þeirra var fallegur og hlýr. Ámi bjó á Droplaugarstöðum ísólfssyni í tvo vetur og í Tónlist- arskólanum í Reykjavík frá 1931 til 1935. Á árunum 1944-46 stundaði hann framhaldsnám í Manchester í Englandi í flautu- og píanóleik ásamt tónfræði, tónsmíðum, kammertónlist og undirleik. síðust vikur ævi sinnar og spilaði hann þar fyrir vistmenn fram að síðustu dögum, kominn í hjólastól, en píanófingurnir voru í lagi. Mér er minnisstætt þegar við fluttum skrifborðið hans úr Hörgshlíðinni til hans á Droplaugarstaði. Hann gladdist eins og barn og sá fram á að hann gæti haldið áfram að semja tónlist, en það gerði hann fram á síðustu daga. Ámi hafði stundum orð á því að hann vildi óska þess að hann hefði ekki orðið fyrir þessu slysi, en síðar hafði hann gjarnan að orðatiltæki: „Jæja, svona getur nú lífið verið,“ en það var sagt á hug- ljúfan og jákvæðan hátt. Guð blessi minningu þessa hug- Ijúfa manns og mikla tónskálds og styrki Helgu, konu hans, dætur og fjölskyldur þeirra á þessari sorgarstundu. ^Reynald Jónsson. Árni Björnsson, afi minn, var einstakur maður. Hann var fæddur með sérstaka tónlistarhæfileika, hæfileika sem hann notaði alla tíð til að gleðja bæði sjálfan sig og þá sem í kringum hann voru. Gleði er orð, sem ég mun alltaf tengja við afa minn. Alltaf brosti hann í gegnum allt. Ég man til dæmis eftir einum degi fyrir nokkrum árum að hann hafði dottið niður steintröppurnar fyrir utan húsið þeirra ömmu og sat fyrir neðan þær, skellihlæjandi. Auðvitað var áfallið mikið þegar ráðist var á hann árið 1952. Þá tapaði afi næstum því öllu sem hægt var að tapa - hann varð að læra upp á nýtt að lesa, skrifa og Árni var kennari við Tónlist- arskólann í Reykjavík, undir- leikari og útsetjari, hljóðfæra- leikari í Sinfóníuhljómsveit Is- lands og öðrum hljómsveitum auk þess sem hann vann að tónsmíðum. Eftir hann liggja hundruð sönglaga, marsa fyrir lúðra- sveitir, hljómsveitarverk og kammertónlist. Tónsmíðar hans hafa verið gefnar út á prenti, íjölda hljómplatna og hljómdiska. Árni var gerður að heiðursfélaga Sambands ís- lenskra lúðrasveita 1987. 14. júní 1952 varð Árni fyrir lík- amsárás sem batt enda á frama hans sem tónlistarmanns. Engu að síður samdi hann tón- verk allt til þessa árs auk þess sem hann var organisti í kap- ellu Landspítalans um áratuga skeið. Utför Árna fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ganga, og hann þekkti ekki einu sinni mömmu mína til að byija með. Eitt var þó eftir - tónlistin. Afi mundi alltaf hvernig átti að spila og semja tónlist, og þótt verk- in hans væru ekki eins vel samin eftir árásina, var augljóst að hér var eitthvað sem afi ætlaði sér ekki að missa. Síðan „slysið“ átti sér stað, hef- ur afi auðvitað ekki haft margt nýtt að segja frá degi til dags, en mér hefur alltaf þótt mjög gott að við höfum getað hlegið að þessu og haft gaman af því - miklu betra en að hugsa alltaf hvað allt sé vont og vonlaust. Það er mikilvægt að geta gert grín og brosað á erfið- um tímum, nokkuð sem afi hefur kennt okkur í gegnum árin. Þegar ég stend í Dómkirkjunni á föstu- daginn á sorgarstundu, mun ég því reyna að hugsa um gleði afa í gegnum allt, í vissu um, að þótt hann sé dáinn, er hann alltaf með okkur og brosir yfir okkur. Ég veit nefnilega að núna líður honum miklu betur en honum hefur liðið síðastliðin fjörutíu og þijú ár. Mig langar að enda með síðustu orðum ljóðsins „Mitt Faðirvor“ eft- ir Kristján frá Djúpalæk, sem afa fannst svo fallegt að hann samdi lag við það; orð sem mér finnast lýsa afa og viðhorfi hans til lífsins: Ég endurtek í anda þijú orð við hvert mitt spor: Fegurð, gleði, friður - mitt faðirvor. Gunnar Atli Cauthery. Árni Björnsson lifði langa ævi og merkilega fyrir margra hluta sakir. Á sviði tónlistarinnar, en henni helgaði hann líf sitt frá bemskudögum, varð þróunin svo ör á æviskeiði hans, að helst má líkja við sprengingu. Á meðan að- stæður leyfðu tók hann ríkari þátt en flestir aðrir í því mikla land- náms- og uppbyggingarstarfi sem fyrir höndum var, öllum mönnum fúsari til hverra þeirra verka sem á lá að vinna. Hann hafði fengið í vöggugjöf ágætar tónlistargáfur, þroskaði þær eftir því sem hér stóðu efni til á þeim tíma, fyrst með sjálfsnámi á æskuheimili sínu að Lóni í Keldu- hverfi, þá hjá Sigurgeir Jónssyni söngkennara á Akureyri, síðar hjá Páli ísólfssyni og loks í Tónlistar- skólanum í Reykjavík 1931-1935, en þá lauk hann þar prófi í píanó- leik. Áður en hann hleypti heimdrag- anum hafði hann verið organisti í Garðskirkju í Kelduhverfi sex ár með þeim ágætum að athygli vakti. Það starf leiddi til þess að Árni sótti organistanámskeið hjá Páli ísólfssyni haustið 1928, og svo vel fór á með þeim að Páll bauð honum kennslu annan vetur. Þann vetur var verið að undirbúa tónlistar- flutning á Alþingishátíðinni 1930. Meðal annars var verið að æfa Hljómsveit Reykjavíkur, og þar vantaði eins og löngum áður menn á ýmis hljóðfæri. Fyrir áeggjan Páls ísólfssonar lærði Árni Björns- son á flautu á nokkrum mánuðum, að mestu af sjálfum sér, að því marki að hann gat skipað sæti annars flautuleikara í hátíðar- hljómsveitinni á Þingvöllum um sumarið. Hér naut hann þess — og þjóðin öll — hve óvenjulega næmur og fimur hann var, fús til að ráðast í þau verk sem vinna þurfti og fljótur að ná tökum á hveiju því viðfangsefni sem hann tók sér fyrir hendur. Þannig varð Árni Björnsson beinn þátttakandi í einum mesta tímamótaviðburði íslenskrar tón- listarsögu á þessari öld. Og hann kom einnig við sögu í því sem á eftir fór á þessu hátíðarári. Hann átti eftir að stunda nám, og síðar einnig kennslu, við Tónlistarskól- ann í Reykjavík sem tók til starfa um haustið, og Ríkisútvarpið sem hóf útsendingar sínar í árslok átti einnig eftir að njóta starfskrafta hans. Næstu árin vann Árni fyrir sér, eins og flestir aðrir íslenskir hljóð- færaleikarar, með því að spila í samkomuhúsum og fyrir dansi, fyrst aðallega í Hafnarfirði, síðar á Akureyri og Siglufírði, en loks í Reykjavík, á Hótel Borg, frá árs- byijun 1939. Þannig varð hann brátt landskunnur og rómaður píanóleikari. En jafnframt tók hann fullan hátt í því hljómsveitar- starfí sem reynt var að halda uppi. Eflaust hefur lengi blundað með honum löngunin til að afla sér framhaldsmenntunar í list sinni, og af því lét hann verða haustið 1944, er hann fór utan með nokkr- um tilstyrk Tónlistarfélagsins í Reykjavík og lét innritast til náms í flautuleik í Royal Manchester College of Music. Hann lauk burtf- ararprófi í þeirri grein í júní 1946. Aukagreinar voru píanóleikur, tón- smíðar og fleira. Auk fyrri starfa réðst Árni nú til kennsíu í Tónlistarskólanum og starfa í Útvarpshljómsveitinni. Og ekki lét hann sinn hlut eftir liggja í hljómsveitarstarfinu utan út- varpsins. Þegar loks var náð þeim áfanga að Sinfóníuhljómsveitin, sem nú heitir Sinfóníuhljómsveit íslands, var sett á stofn í tilrauna- skyni snemma á árinu 1950, munu fáir hafa fagnað þeim atburði af meiri einlægni en Árni Björnsson. Þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa um vorið, var fyrsta sýning þess „Nýársnóttin“ eftir Indriða Einars- son með nýsaminni tónlist eftir Árna Björnsson. Gæfan virtist brosa við tónskáldinu sem jafn- framt var einn traustasti liðsmaður hljómsveitarinnar. Uns ógæfan dundi yfir. í lok annars starfsársins, vorið 1952, kom hingað í heimsókn 25-30 manna kammerhljómsveit frá Hamborg. Starfsárinu lauk með sameiginlegum tónleikum Þjóðveijanna og íslensku hljóm- sveitarinnar, og var það mikill við- burður sem sjálfsagt þótti að fagna sérstaklega. Var það gert með dálitlu samkvæmi að loknum tón- leikunum í þáverandi húsakynnum Tónlistarskólans í Þrúðvangi við Laufásveg. Samkvæmið stóð ekki lengi nætur og var hófsamlegt í hvívetna. En þegar Árni Björnsson var á heimleið þaðan ásamt einum félaga sínum, urðu þeir fyrir hrottalegri líkamsárás og mis- þyrmingum, sem að því er til Árna tekur ollu ævilöngu heilsutjóni og örorku. Áleitin er sú spuming hvort önnur viðbrögð löggæslu- manna og annarra sem komu að Árna meðvitundarlausum liggjandi á götunni með áverka á höfði hefðu getað dregið úr tjóninu. Þeirri spurningu verður aldrei svarað. En eftir langvarandi lífshættuleg veikindi og heilaskurðaðgerð sem Læknar - hjúkrunarfræðingar Auglýst er eftir læknum og hjúkrunarfræðingum til starfa í heilsugæslusveit Noregs í Bosníu- Hersegóvínu. Af hálfu íslands tóku tveir læknar og einn hjúkrunarfræðingur þátt í störfum heilsugæslusveitarinnar á síðasta ári. Ráðning er frá 11. september 1995 til 30. apríl 1996. Gert er ráð fyrir sjö vikna þjálfunartíma í Noregi í upphafi ráðningartímans. Umsóknareyðublöð og upplýsingar um kaup og kjör er að fínna í utanríkisráðuneytinu og heilbrigðisráðuneytinu. Umsóknin þarf að hafa borist fyrir 10. ágúst nk. Utanríkisráðuneytið gerð var í Kaupmannahöfn um sumarið varð ljóst að Árni mundi haida lífi. Hitt kom svo í ljós síð- ar, að hann hafði hlotið varanlegar heilaskemmdir, þess eðlis að hann hafði gleymt flestu sem hann áður kunni, varð til dæmis að læra aft- ur að lesa og skrifa eins og barn. Þegar líkamleg heilsa hans styrkt- ist, lagði hann á þennan bratta með furðulegum kjarki og bjart- sýni að því er virtist. En hann var ekki einn. Árni hafði kvænst 4. júlí 1941 Helgu Þorsteinsdóttur, mikilli mann- kostakonu sem bar með honum byrðar sjúkleika og örorku af sönn- um hetjuskap. Dætur þeirra eru Katrín Sigríður fiðluleikari og Björg leikkona, búsett í Englandi. Þessi fjölskylda, samhent og ein- huga, varð Árna Björnssyni það hlýja skjól sem sætti hann, eftir því sem orðið gat, við örlög sem flestir mundu hafa talið lítt bæri- leg. Árni Björnsson var um miðja öldina tvímælalaust eitt af helstu tónskáldum þjóðarinnar, úr þeim hópi sem naut tilsagnar dr. Franz Mixa á fjórða áratugnum, og eftir hann liggur fjöldi tónverka sem eflaust munu lifa lengi. Hann var einnig ágætur og einkum mjög fjöl- hæfur hljóðfæraleikari. En fyrst og fremst var hann einstakt ljúf- menni, drengur góður í fyllstu merkingu þeirra orða, grandvar, hrekklaus og velviljaður hveijum manni, og þessar eðliseigindir breyttust ekki hvað sem öllu öðru leið. Hér skulu bornar fram þakkir frá stjórn Sinfóníuhljómsveitar Is- lands fyrir störf Árna Björnssonar í hennar þágu, bæði sem hljóðfæra- leikari á fyrstu árum hennar, um- sjónarmaður um skeið og tónskáld. Ég kveð Árna Björnsson með virðingu og þökk fyrir meira en hálfrar aldar vináttu. Helgu og dætrum hennar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Jón Þórarinsson. € 4 I Við andlát Árna Björnssonar tónskálds hvarflar hugur minn hartnær 60 ár aftur í tímann, þeg- | ar við neyttum matar við langborð g í Amtmannshúsinu í Ingólfsstræti " 9, sem nú er löngu horfið (stóð fyrir enda Amtmannsstígs). Þar réð austfirzk kona húsum á 2. hæð, Katrín Bjömsdóttir frá Eski- firði, greind afbragðskona, vel kunnandi í matargerðarlist, hafði m.a. numið og starfað í Danmörku. Þarna hittust ýmsir góðir menn við matborðið. Ég get um tvo Þing- eyinga, aðra en Arna, sveitungann I Benedikt Björnsson frá Víkinga- (j vatni og Kristján Friðriksson frá Efri-Hólum (stofnanda Útvarpstíð- inda og síðar iðnrekanda í Klæða- gerðinni Últímu), og síðast en ekki sízt nefni ég Olaf Jóhann Sigurðs- son skáld. Þeir tveir, Árni og Ólaf- ur, áttu eftir að verða nafntogaðir listamenn. Þarna í Amtmannshús- inu stofnaðist til góðra kynna milli ( borðnauta, jafnvel vinfengis, sem entist árum saman eða ævina út. Svo fór t.d. um Árna og Ólaf. Við * heyrum stundum í útvarpinu lag, sem Árni gerði einmitt á þessum tíma við ljóð eftir Ólaf Jóhann: Við skulum róa í rökkrinu. Bæði ljóð og lag benda á þjóðlegan arf. Öft lýsti af þeim arfi í verkum þeirra beggja. Um það bil áratug síðar urðu fundir okkar Árna alltíðir á ný " innan veggja Ríkisútvarpsins í ( Landssímahúsinu, en þá átti hann ( þangað erindi sem hljóðfæraleik- ari. Hafði hann þá dvalið tvö ár í Tónlistarháskólanum í Manchester og tekið þar fyrirmyndarpróf í flautuleik. Þar með varð flautan aðalhljóðfæri hans, en nokkur önn- ur hljóðfæri voru honum einnig aðgengileg, píanó fyrst og fremst. En svo reið yfír heilsufarsáfallið ; mikla árið 1952, þegar Árna var . í einu vetfangi kippt út af braut eðlilegrar lífsgöngu, er hann varð < fyrir tilefnislausri árás á götu. Þá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.