Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10 B SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ1995
MORGUNBLAÐIÐ
Þjóðverjar eru mesta
bjórdrykkjuþjóð heims
og hver þeirra þambar
að meðaltali tæpa 140
lítra árlega. Guðmund-
ur Sv. Hermannsson
kynnti sér hvernig þýsk-
ur bjór verður til.
ISLENSKUR togari siglir inn
höfnina í Bremerhaven á grá-
myglulegum vetrardegi með
lóðsbátinn á síðunni. Eftir að
skipið hefur lagst við bryggju
og landfestarnar bundnar
tryggilega gengur maður um borð
með fyrstu kveðju Þýskalands til
íslensku skipverjana eftir erfiða sigl-
ingu yfir Atlantshafíð: Kassa af
Beck's bjór.
Bjór er mikilvægur hluti þýskrar
menningar og engir drekka eins
mikið af honum og Þjóðverjar. í
sumum héröðum í Suður-Þýskalandi
drekkur hver maður að meðaltali
allt að 600 lítra árlega. Íslendingum,
sem drekka 30 lítra af bjór að með-
altali á ári, þykja þessar töluref til
vill ótrúlegar en þær ættu ekki að
koma þeim á óvart sem hafa verið
á bjórhátíðum í Bæjaralandi?
Þjóðverjar eiga raunar álíka mörg
orð yfir bjór eins og Grænlendingar
yfír snjó. Bock er til dæmis sterkur
bjór, dobbelbock er enn sterkari
bjór, eisbock er sterkur bjór brugg-
aður með ákveðinni aðferð, maibock
er sterkur bjór bruggaður á vorin.
Þá er til altbier, rauchbier sem
bruggaður er úr reyktu malti, festbi-
er sem drukkinn er á hátíðum, márz-
enbier, helles eða ljós bjór, kráuz-
enbier sem er ósíaður, zwickelbier
sem einnig er ósíaður en öðruvísi
en kráuzenbier og weifibier eða
weifie sem er bruggaður úr hveiti.
Það eru vel á annað þúsund bjór-
gerðir í Þýskalandi og þær framleiða
um 4 þúsund bjórtegundir. Plest
fyrirtækin selja framleiðsluna á
ákveðnum svæðum. Þannig hafa
mörg héröð sinn heimabjór sem sést
varla annars staðar. Aðeins innan
við tugur ölgerða dreifír framleiðslu
sinni um allt land.
Ein þeirra er Brauerei Beck & Co
í Bremen sem framleiðir Beck's bjór
auk fleiri bjórtegunda og gos-
drykkja. Fyrirtækið veltir um 65
milljörðum króna árlega eða nærri
helmningum af íslensku fjárlögun-
um og þar starfa hátt á fimmta
þúsund manns. Ég átti þess kost
fyrir skömmu að heimsækja Beck &
Co f Bremen og kynna mér starf-
semina þar.
í Brimaborg
Bremen eða Brimaborg eins og
hún var kölluð hér á landi stendur
við ána Weser sem rennur út í Norð-
ursjó. Borgin er elsta stjálfstjórnar-
ríkið í Þýskalandi og var áður fyrr
ein af Hansaborgunum svonefndu.
Þaðan sigldu Hansakaupmenn með-
al annars til íslands á fimmtándu
og sextándu öld og keyptu skreið
og aðrar vörur af landsmönnum.
Nú myndar Bremen ásamt ná-
grannabænum      Bremerhaven
minnsta ríkið í þýska ríkjasamband-
inu.
Bremen er ein stærsta hafnar-
Og iðnaðarborg í Þýskalandi og þar
búa nærri 600 þúsund manns. Þar
myndaðist snemma byggð í kringum
verslun og Karlamagnús keisari
setti þar á stofn biskupsdæmi árið
787 sem á næstu öldum á eftir varð
miðstöð umfangsmikils trúboðs um
Norður-Evrópu og Norðurlönd. Á
11. öld var reist dómkirkja í Bremen
sem stendur enn að hluta. Kirkjan
er kennd við Pétur postula en tákn
hans, lykillinn, er meðal annars í
skjaldarmerki Beck & Co.
Gamli miðbærinn hefur verið
varðveittur að hluta þótt styrjaldir
hafí höggið þar stór skörð í. Þar
er meðal annars minnsta hótel
heims, með aðeins einu herbergi og
þar eyða brúðhjón- gjarnan brúð-
HOFUÐSTOÐVAR Brauerei Beck & Co í Bremen.
A bjórslóðum
i Brimaborg
kaupsnóttinni. Þar er nokkur sund-
urgerð í arkítektúr í Bremen en í
heild er borgarsvipurinn aðlaðandi
og mikið er lagt upp úr skreyta
borgina með listaverkum. Það fræg-
asta er aldagömul stytta af Roland,
sem stendur í miðborginni. En al-
gengasta myndefnið er Brimaborg-
arsöngvararnir úr Grimmsævintýr-
Heimsókn
í Beck's
verksmiðjurnar
inu og víða um borgina má sjá han-
ann, kóttinn, hundinn og asnann
sem ætluðu til Brimaborgar að
verða borgarspilarar.
Bjór í þúsund ár
Talið er að Súmerar hafi bruggað
bjór einum 6 þúsund árum fyrir
Krist en til Evrópu barst ölgerðar-
kunnáttan frá Mið-Austurlöndum. í
Þýskalandi hefur bjór verið brugg-
aður frá því um 800 fyrir Krist og
ölgerðarlistin var einkum varðveitt
í klaustrum á miðöldum. Með iðn-
byltingunni hófst tæknivæðing öl-
gerðarinnar og nú er bjór víðast
hvar framleiddur í stórum, tölvu-
stýrðum verksmiðjum.
Bjór hefur verið bruggaður í
Bremen í þúsund ár og þar stofnuðu
bjórbruggarar í Þýskalandi fyrstu
formlegu samtökin árið 1489. í
borginni eru ölstofur á hverju strái
og í frægasta krárhverfinu í gamla
bænum, sem kallað er Am Snoor,
rekur Beck & Co eigin bjórkrá sem
nefnist Beck's am Snoor.
Saga Beck's hófst árið 1873 þeg-
ar Keisaralega brugghúsið Beck &
May var stofnað. Nafninu var
skömmu síðar breytt í Beck & Co
og fyrirtækið óx og dafnaði. Árið
1917 keypti það rótgróna ölgerð í
Bremen, Brauerei William Remmer.
Tveimur árum síðar keypti Beck &
Co aðra ölgerð, St. Pauli Brauerei,
sem hafði verið helsti keppinautur-
inn við bjórútflutning frá Bremen.
Og árið 1921 sameinaðíst það öðru
stóru bryggfyrirtæki í Bremen, C.H.
Haake Brauerei.
Næstu áratugir voru uppgangs-
tímar hjá fyrirtækinu en þegar síð-
ari heimsstyrjöldin skall á hrundi
bruggiðnaðurinn. Að auki var stór
hluti Brimaborgar lagður í rúst í
loftárásum bandamanna, þar á með-
al mest af verksmiðjuhúsum Beck.
Verksmiðjurnar voru endur-
byggðar eftir stríð og síðan hefur
fyrirtækið átt velgengni að fagna.
Fyrrtækið rekur ölgerðir í Bremen,
Bremerhaven og Rostock og selur
Beck's bjór um allan heim. Stefna
fyrirtækisins er sú að leyfa engum
að framleiða Beck's bjór annars
staðar en í þessum brugghúsum eins
og flest önnur bjórfyrirtæki gera.
Ein undantekning er þó á þessu.
Kínverskt fyrirtæki hefur heimild
til að brugga Beck's þar í landi.
Á síðasta reikningsári fyrirtækis-
ins seldi það alls 7 milljónir hektó-
Iítra af drykkjarvörum sem var 13%
aukning frá fyrra ári. Þar af seld-
ust 5,1 milljón hektólítrar af bjór
sem var 5,7% aukning frá fyrra ári
og ein sú mesta sem bjórfyrirtæki
í Þýskalandi náði.
Hafur í heiðursbás
Höfðuðstöðvar Brauerei Beck &
Co í Bremen standa á bökkum
Weser. Eins og fleiri ölgerðir heldur
fyrirtækið í gamlar hefðir og hluti
af verksmiðjunni er einskonar safn
þar sem komið hefur verið fyrir
gömlum vélum og verkfærum.
Þegar ég skoðaði verksmiðjuna
var mér fyrst sýnt lítið hesthús en
Beck & Co heldur enn í þann gamla
sið að flytja bjór á hestvögnum til
veitingahúsa við göngugötur Brem-
enborgar. Heiðursbásinn í hesthús-
inu skipar raunar geithafurinn Mai-
bock, sem er á eftirlaunum eftir að
hafa þjónað langa starfsævi sem
heilladýr knattspyrnuliðs Werder
Bremen en Beck & Co styður liðið
dyggilega með fjárframlögum.
Inni í verksmiðjunni er ölgerðin
í fullum gangi. Becks er, eins og
bjór yfirleitt í Þýskalandi, bruggað-
ur samkvæmt lögum um hreinleika,
eða Reinheitsgebots, sem sett voru
árið 1516 og munu vera elstu mat-
vælalög sem enn eru í gildi í heimin-
um. Willan IV hertogi í Bæjáralandi
setti lögin og samkvæmt þeim má
tn	
m&WTl jOP/      -iff?	;'........JjfitjÉMB ¦  ¦                   M^Ml
'"'  7« •~,*-Í'''	
	%&&%!£!£&¦¦  U ¦
¦¦-¦'¦:¦ :.j  '*"	
ijilíi   -¦; ¦ jnMK	
¦ úl-^^e---	
^¦WílJwj	
	m
FYRSTA stig bjórgerðarinnar er
í koparkötlum
MILLJÓNIR af flöskum á færibandinu. Vélar nútimans eru
óneitanlega afkastameiri en þær gömlu.
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16
B 17
B 17
B 18
B 18
B 19
B 19
B 20
B 20
B 21
B 21
B 22
B 22
B 23
B 23
B 24
B 24