Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						40  FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995

MORGUNBLAÐIÐ

L AUKUR TIL M AT AR

EITT algengasta

kryddið sem við not-

um við matargerð er

laukur, þótt deila

megi um hvort skil-

greina eigi lauk sem

krydd eða grænmeti.

Óralangt er síðan að

menn uppgötvuðu

ágæti lauksins og má

rekja notkun hans ár-

þúsundir aftur í tím-

ann til Kínverja. Um

uppruna lauksins er

margt á huldu. Tyrk-

nesk þjóðsaga segir

að skrattinn hafi

skapað laukinn þegar

hann var flæmdur

brott úr himnaríki. Margs konar

trú hefur verið tengd lauknum,

sums staðar var hann talinn heilag-

ur og aðeins guðafæða. Hvítlaukur-

inn var talinn gefa mönnum styrk.

Egyptar gáfu hann þrælum þeim,

sem reistu pýramídana. Sama

gerðu Rómverjar við verkamenn

og hermenn fyrir bardaga. Neró

keisari taldi púrru bæta söngrödd-

ina.

Þar sem mjög lítil hefð er hér

fyrir laukræktun, gerum við lítinn

greinarmun á hinum ýmsu tegund-

um matarlauks. Að vísu er lauka-

garður nefndur í fqrnsögum og

frægt er að Guðrún Ósvífursdóttir

gekk í laukagarð sinn, en ekki er

vitað hvað ræktað var í íslenskum

laukagörðum. Villilaukur finnst við

Bæ í Borgarfirði. Menn hafa velt

því fyrir sér hvort villilaukurinn

hafi komið til landsins með enskum

trúboðum, en á Bæ stofnaði Hróð-

ólfur biskup, frændi Englandskon-

ungs, klaustur um 1030.

Auðvelt er að rækta hér margar

tegundir af lauk og hef ég prófað

sumar mér til gamans, reyndar

með misjöfnum árangri, sem stafar

líkiega eingöngu af handvömm

minni.

Villilauk átti ég í potti úti í reit

í nokkur ár, en tímdi aldrei að

borða, rétt strauk blöðin til að full-

vissa mig um lyktina. Þessi ein-

kennandi lauklykt er talin stafa af

brennisteinssamböndum, sem eru í

öllum lauk.

Graslaukur er auðveldastur allra

lauka í ræktun, að mér finnst.

Upphaflega sáði ég honum, en eins

má skipta gömlum hnaus. Gras-

laukur er fjölær jurt. Laukurinn

BLOM

VIKUNNAR

313. þáttur

msjón Ágústa

Björnsdóttir

sjálfur er lítill, enda

eru það blöðin, sem

eru notuð. Þau eru sí-

völ, oddmjó og hol að

innan. Graslaukur

kemur snemma upp á

vorin. Ofan af honum

er klippt eftir hend-

inni, en þess gætt að

ganga ekki mjög

nærri lauknum í hvert

skipti til að hann nái

að halda áfram vexti.

Söxuð graslauksblöð

eru góð í grænmetis-

salat, í kryddsmjör,

út á kjöthakk o.fl.

Hann má frysta sax-

aðan. Upphaflega

hafði ég graslaukinn í grænmetis-

garðinum, en langt er síðan ég

flutti hann þaðan. Nú er graslauks-

brúskur í venjulegum blómabeðum

hér og þar í garðinum, en blóm

hans, sem eru fjólubláar kúlur,

sóma sér vel meðal annarra skraut-

blóma. Ég hef prófað að rækta

venjulegan matarlauk, Alfium cepa

sem stundum er kallaður sáðlaukur

á íslensku. Til hans er hægt að sá

eftir kúnstarinnar reglum, en miklu

auðveldara er að kaupa smálauka,

sem fást í ýmsum garðyrkjuversl-

unum á vorin.

Eigi að rækta lauk í beði, sama

hvaða tegund er, skiptir máli að

jarðvegur sé góður og þar sem

laukur er áburðarfrekur, sakar

ekki að drjúgum skammti af hús-

dýraáburði sé bætt í hann. Smá-

laukarnir eru settir í raðir, gjarnan

með 5 sm millibili en 25 sm milli

raðanna. Uppskera mín var svo

sem' ekkert að hrópa húrra fyrir,

enda braut ég flestar reglur við

undirbúning beðsins og hafði lauk-

inn ekki undir plasti. Skalotlaukur

er líka settur niður sem smálauk-

ur. Hann myndar fjölmarga lauka

kringum móðurlaukinn. Skalot-

laukur er fljótvaxnari og bragð-

meiri en venjulegur matarlaukur

og ætti því að henta hér betur til

ræktunar. Laukurinn er þroskaður

þegar blöðin taka að visna á báðum

þessum tegundum. Þá er hann tek-

inn upp og þurrkaður við góðan

hita og síðan geymdur á þurrum,

svölum stað. Hvítlauk hef ég líka

prófað að rækta úti og í köldu

gróðurhúsi. Þá er sett niður vænt

rif, sem síðan vex og myndar mörg

smárif  með  einni  heildarhimnu

LAUKUR á báðum endum - Hjálmlaukur

(loftlaukur) - Allium cepa var. viviparum.

utan um. Hann hefur skilað sér

ágætlega. Rússar rækta hvítlauk á

freðmýrunum. Þeir setja hann nið-

ur seinni hluta sumars, gjarnan í

ágúst og hirða uppskeruna árið

eftir. Hvort sem það er tilviljun eða

ekki, finnst mér að síðan ég byrj-

aði að rækta hvítlauk í kalda gróð-

urhúsinu hafi ég ékki séð blaðlús

í húsinu. Pípulaukur eða vorlaukur

er fjölær og líkist graslauk að

mörgu leyti, en er þó öllu stórvaxn-

ari og þarf þess vegna miklu meira

pláss. Hann er mjög auðveldur í

ræktun og er sáð til hans. Talið

er hæfilegt að hafa um 20 sm

milli lauka. Eins og hjá graslauki

eru það blöðin sem eru nýtt til

matar en þau eru stór og hol að

innan.

Hjálmlaukur eða loftlaukur er

þó líklega skemmtilegasta laukteg-

und sem ég hef reynt við. Hann

er fjölær líkt og graslaukur og

pípulaukur og mjög harðger. Ég

hef haft hann á sama stað í græn-

metisgarðinum í mörg ár algjörlega

óvarinn og alltaf kemur hann upp,

hvernig sem veturinn er. Eins ger-

ir hjálmlaukurinn litlar kröfur til

áburðar, þótt auðvitað skili hann

betri uppskeru, sé vel að honum

hlúð. Blöðin eru hol að innan og

verða um 40-50 sm á lengd. Þau

má nota svipað og graslauk fyrst

á vorin, en þó er það sjálfur laukur-

inn, sem sóst er eftir. Nafnið hjálm-

laukur vekur furðu, enda er plantan

sjálf furðuleg. Þegar laukurinn er

orðinn nokkurra ára fer hann að

biómstra. Fyrst kemur

upp hár stöngull blómið

er   umlukið   stórri

himnu. Þegar hún rifn-

ar í  fyllingu  tímans,

kemur í ljós að blómið

er þyrping æxlilauka,

sem sitja á stöngulend-

anum. Þessir smálauk-

ar eru venjulega full-

þroskaðir í ágúst. Þeir

eru ljómandi góðir til

matar og eru skemmti-

legir í pikkles. Séu þeir

ekki hirtir af stönglin-

um, sveigist hann niður

að moldinni og þar ræta

smálaukarnir sig. Eins

myndar   móðurlauk-

irinn hliðarlauka, sem

eru notaðir til matar.

Púrru rækta ég líka,

með misjöfnum árangri

eins og margt annað.

Púrru er sáð inni frekar

snemma,   gjarnan   í

byrjun mars. Hún spír-

ar á hálfum mánuði til þrem vikum

og vex hratt, þannig að grisja þarf

hana í sáðbakkanum. Ræturnar eru

langar og viðkvæmar. Því er ráð-

lagt að sá 5 fræjum í moldarpotta

eða sáðkökur, grisja síðan í 3 plönt-

ur í pottinum og gróðursetja þann-

ig, þá verða ræturnar ekki fyrir

hnjaski. Pottarnir eru settir í raðir

með 15 sm millibili og 50 sm milli

raða. Til að púrruleggurinn verði

ljós borgar sig að gróðursetja þær

í djúpar rastir, en færa moldina

að leggnum eftir því sem hann

vex. Mér hefur hætt til að sá púrr-

unni æði seint, svo eitt vorið setti

ég hana í kalt gróðurhús. Nokkrar

lélegustu plönturnar lét ég standa

þar yfir veturinn. Næsta sumar

blómstruðu þær skínandi fallegu

blómi. Blómið er samsett úr mörg-

um leggjuðum  smáblómum sem

mynda grábleika kúlu 10-15 sm á

stærð. Það er mjög gott til afskurð-

ar og stendur lengi, eins er það

skemmtilegt  í  þurrskreytingar.

Þarna er kominn skrautlaukur, sem

gefur öðrum  skrautlaukum  lítið

eftir.

Allar þessar lauktegundir er

unnt að rækta með góðum ár-

angri, ef vel er að staðið, þess

gætt að moldin sé góð og áburðar-

rík og vel sé vökvað framan af

sumri. Púrru, matarlaukinn (sáð-

laukinn), skalotlaukinn og jafnvel

hvítlaukinn borgar sig að rækta

undir plastboga og þá muntu upp-

skera ríkulega.

S.Hj.

BRIDS

Umsjón: Arnör 6.

Ragnarsson

Bikarkeppni 1995

ANNARRI umferð bikarkeppninnar

1995 er nú lokið og úrslit leikja sem

ekki hafa birst áður eru eftirfarandi:

Sv. Landsbréfa, Reykjavík, vann

sveit Ólafs Lárussonar með 1. Imp

114-113 eftir að hafa verið 37 Imp

undir fyrir síðustu lotu.

Sv. Samvinnuferða, Reykjavík, vann

sveit Kristins Þórissonar, Reykjavík,

með 122 Imp gegn 31 Imp.

Sv. Hjólbarðahallarinnar, Reykjavík,

vann sv. Loðnuvinnslunnar, Stöðvar-

fírði, með 140 Imp gegn 60 Imp.

Sv. Jóns Þ. Daníelssonar, Reykjavík,

vann  sv.  Guðmundar  Ólafssonar,

Akranesi, með 107 Imp gegn 87 Imp.

Sv.  Potomac,  ísafirði, vann sveit

Guðmundar T. Gíslasonar, Reykja-

vík, með 101 Imp gegn 89 Imp.

Sv. Antons Haraldssonar, Akureyri,

vann  sv.  Sveins  R.  Eiríkssonar,

Reykjavík, með 105 Imp gegn 88.

Sv. Heiðars Agnarssonar, Keflavík,

vann sv. Gísla Þórarinssonar, Sel-

fossi, með 103 Imp gegn 92 Imp

eftir að sv. Gísla hafði leitt allan leik-

inn og verið 32 impum yfír fyrir síð-

ustu lotu.

Sv. Sveins Aðalgeirssonar, Húsa-

vík, vann sveit BÍNU, Reykjavík,

með 89 Imp gegn 84 Imp.

Sv. VÍB vann sv. Sigtryggs Sig-

urðssonar með 79 Imp gegn 77 Imp.

Dregið var í þriðju umferð bikar-

keppninnar   í   Þönglabakka   1

mánudginn 24. júlí. Þriðju umferð á

að ljúka sunnudaginn 20. ágúst nk.

Heiðar Agnarsson, Keflavik - Landsbréf, Rvík.

HjólbarðahöUin, Rvk. - Anton Haraldsson, Ak.

Samvi. Landsýn, Rvík. - Garðar Garðarss., Keflav.

Sveinn Aðalgeirss., Húsav. - Sig. Vilhj., Súðav.

Valdimar Elíasson, Hafnarfirði - Roche, Rvík.

Neon, Kópavogi - VÍB, Rvík.

Esther Jakobsd., Rvík. - Páll Þór Bergsson, Rvík.

Jón Þór Daníelss., Rvík. - Potomac, Isaf.

Keppnisstjóranámskeið í

Mílanó í janúar 1996

í janúar 1996 verða haldin keppn-

isstjóranámskeið í Mílanó á vegum

Evrópusambandsins. Stjórn Brids-

sambands íslands hefur ákveðið að

senda a.m.k. einn mann á þetta nám-

skeið og óskar eftir skriflegum um-

sóknum fyrir 20. september nk.

Námskeiðin eru frá sunnudeginum

14. janúar til föstudagsins 19. janúar

1996. Fremstu keppnisstjórar í Evr-

ópu verða leiðbeinendur og reiknað

er með 150-200 manns taki þátt.

Góð enskukunnátta er nauðsynleg.

Nánari upplýsingar á skrifstofunni.

ATVINNUAíJGíyS/NGA/?

Kennarar

Vegna forfalla vantar kennara í Grunnskólan-

um í Búðardal frá og með 15. nóvember nk.

Aðalkennslugreinar eru íslenska í eldri

bekkjum og almenn kennsla.

Upplýsingar  gefur  skólastjóri  í  símum

434 1124 og 434 1466.

Umsóknarfrestur er til 10. ágúst.

Grunnskóli Tálknafjarðar auglýsir

Kennarar, kennarar!

Kennara vantar ennþá til almennrar kennslu

næsta  skólaár.  Flutningsstyrkur og  hús-

næðishlunnindi í boði.

Einnig  vantar  tónlistarkennara  við  sama

skóla.

Kjörið tækifæri fyrir fjölskyldufólk eða ein-

staklinga til að koma á friðsælan og fallegan

stað á Vestfjörðum, þar sem mannlíf er gott.

Vinsamlega leitið upplýsinga hjá Eyrúnu Sig-

urþórsdóttur í síma 456 2694 eða á sveitar-

skrifstofu hjá Brynjólfi Gíslasyni, sveitar-

stjóra, í síma 456 2539.

Auglýsing um

stöðurfimmrann-

sóknarprófessora

Menntamálaráðherra hefur ákveðið með vís-

an í 22. gr. laga nr. 61/1994 um Rannsóknar-

ráð íslands að ráða allt að fimm rannsóknar-

prófessora við Háskóla íslands. Markmiðið

með þessum stöðum er að fá færa vísinda-

menn til starfa á mikilvægum sviðum. Við

val á umsækjendum verður fyrst og fremst

farið eftir hæfni þeirra og getu Háskólans

og samstarfsstofnana hans til að veita þeim

nauðsynlega aðstöðu til rannsókna.

Tekið er við umsóknum á sviði hugvísinda,

félagsvísinda, heilbrigðisvísinda, raunvísinda

og verkfræði.

I stöðurnar verður að jafnaði ráðið til fimm

ára sem þó mætti við sérstakar aðstæður

framlengja um tvö ár. Rannsóknarprófessor

er ætlað að hafa rannsóknir að aðalstarfi

og taka að sér leiðbeiningu háskólanema í

rannsóknatengdu framhaldsnámi, en hann

hefur ekki kennsluskyldu að öðru leyti.

Sá sem gegnir stöðu rannsóknarprófessors

skal njóta sömu réttinda og aðrir prófessor-

ar eftir því sem við á og tilgreint verður í

þjónustusamningi milli menntamálaráðu-

neytisins, Rannsóknarráðs íslands og Há-

skóla íslands. Staðan felur í sér fullt starf

og sá sem henni gegnir sinnir ekki öðru laun-

uðu meginstarfi.

Leitað er að umsækjendum sem hlotið hafa

alþjóðlega  viðurkenningu  við  rannsóknar-

störf. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn

sinni rækilega skýrslu á ensku um

rannsóknir og vísindastörf sem þeir hafa

unnið, ritsmíðar, svo og áætlun um þær rann-

sóknir sem þeir hyggjast stunda á ráðningar-

tímanum. Gera þarf nákvæma grein fyrir

þeirri aðstöðu sem staðan krefst. Stóðunum

fylgir fjárveiting til reksturs sem getur numið

allt að tveimur þriðju hlutum árslauna rann-

sóknarprófessorsins.

Nánari upplýsingar um þessar stöður eru

veittar á rannsóknarsviði Háskóla íslands í

síma 525 4352. Þar má einnig fá upplýsingar

um þau sérsvið sem Háskóli íslands og Rann-

sóknarráð íslands leggja til að verði styrkt

með þessum hætti. Umsóknarfrestur er til

1. október 1995 og skal umsóknum skilað í

þríriti til menntamálaráðuneytins, Sölvhóls-

götu 4, 150 Reykjavík.

Menntamálaráðuneytið,

25JÚIÍ1995.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56