Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ________________________________VIÐSKIPTI_______________________________ Softis í samningaviðræðum við tvö erlend fyrirtæki um dreifingu á LOUIS hugbúnaðinum Grýtt leið LOUIS á markaðinn Softis hf. hefur unnið að þróun LOUIS hugbúnaðarins í fimm ár og er nú að setja fullan kraft í markaðssetningu. Kjartan Magnús- son rífjar upp bakgrunninn og kynnir sér áform fyrirtækisins. Gengi hlutabréta í Softis frá árs- bypjun 1993 Miðað er við skráð viðskipti á Opna til- boðsmarkaðnum en síðustu viðskipti með hlutabrét í Softis hf. áttu sér þar stað 11. ágúst 1994. A aðaltundi félagsins f fyrra- dag var stjórn veitt heimild til hlutafjár- aukningar. Nú þegar hefur verið ákveðið að nýta hluta hennar til að selja Aflvaka hf. og Eignarhaldsfélaginu Alþýðubankanum hf. hlutabréf og hafa þau verið boðin á genginu 4. okr Dæmi um hvernig Louis túlkar tilmæli frá forriti í grafísk notendaskil. ^*^M»8ÍlÍlMfilliÍMliS»ggg»Í»ilgll Softis var stofnað árið 1990 og frá stofnun hefur mark- mið fyrirtækisins verið að þróa og markaðssetja LOUIS hugbúnaðinn sem á að ein- falda tölvuforritun. LOUIS (LOUIS Open User Interface System) bygg- ist á hugmyndinni um aðskilnað og síðan tengingu á vinnslu og notendaviðmóti í tölvukerfum. Stefna Softis er að fullþróa LOUIS tæknina á sem flestum sviðum tölvumarkaðarins og koma henni á markað sem víðast. Fyrir tveimur árum sögðu for- svarsmenn Softis að LOUIS boðaði byltingu í skipulagi heildarhugbún- aðarkerfis fyrir tölvur og önnur tæki sem þarfnist stýringar, eins og fjarstýringar fyrir sjónvarp. Erf- iðlega gekk þó að selja hugmyndina á erlendum markaði og ákvað fyrir- tækið því að fullþróa vöruna og koma henni fullbúinni á markað. Miklar væntingar Á síðustu árum hefur Softis ver- ið eitt umtalaðasta tölvufyrirtæki á íslandi og ekki óverðskuldað þar sem trú markaðarins á því hefur sveiflast ótrúlega. Fyrir nokkrum árum spáðu sumir því að LOUIS hugbúnaðurinn myndi valda bylt- ingu í tölvuheiminum og skila Soft- is milljarða króna veltu. Þessar væntingar fengu byr undir báða vængi í apríl 1993 en þá var greint frá því í fréttum að Softis stæði í umfangsmiklum viðræðum við tölvurisana IBM, Apple og Novell, en hið síðastnefnda er með stærstu fyrirtækjum á sviði nettenginga í heiminum. í kjölfarið hækkuðu hlutabréf Softis með ótrúlegum hraða. Hæst komust þau um mán- aðamótin apríl-maí 1993 en þá seldist lítið magn af þeim á allt að þrítugföldu nafnverði. Hinn 6. maí 1993 sögðu stjórn- endur Softis í viðtali við Morgun- blaðið að markmiðið með viðræðum við erlendu fyrirtækin væri að gera notendasamning við þau þannig að LOUIS gæti orðið viðurkennd sam- skiptaáðferð um allan heim. Þeir sögðu enn fremur að þeim hefði orðið vel ágengt í viðræðunum og sögðust nærri útiloka annað en ein- hverjir samningar yrðu gerðir. Ein- ungis væri óljóst hve stórir þeir yrðu. Auk viðræðna við umrædd fyrirtæki sögðust þeir einnig vera í viðræðum við Microsoft. Ekkert varð þó af þessum samningum og vonir forsvarsmanna Softis um að LOUIS yrði staðlaður hluti af tölvu- stýrikerfum hafa ekki ræst enn. Hlutabréfin lækka Trú markaðarins á hlutabréfum í Softis beið nokkum hnekki í maí 1994 þegar vangaveltur birtust um það í fjölmiðlum að LOUIS hugbún- aðurinn væri eða yrði óþarfur. I Tölvumálum,_ tímariti Skýrslu- tæknifélags íslands, var þá fjallað um nýjustu tækni í tölvuheiminum og bent á að hægt væri að keyra UNIX, Windows og Macintosh hug- búnað á einni og sömu tölvunni. Var þeirri spurningu varpað fram hvort þessar nýjungar gerðu það að verkum að LOUIS væri orðið úrelt. Forsvarsmenn Softis sögðu að þetta breytti engu um markaðs- möguleika LOUIS hugbúnaðarins enda gerði hann vinnslu á einni vél kleift að hafa samskipti við not- endaviðmót, sem staðsett væru á öðrum vélum. Ef eitthvað væri hefði hin nýja tækni í för með sér að notkunarmöguleikum LOUIS fjölgaði. Hlutabréf I Softis héldu þó áfram að lækka í verði. Viðskipti með slík bréf voru síðast skráð á Opna til- boðsmarkaðnum í ágúst í fyrra og þá á genginu 6. Á aðalfundi félags- ins í september sama ár lét þáver- andi framkvæmdastjóri þess, Jónatan Svavarsson, af störfum og markaðsstjóri og fjármálastjóri sögðu upp. Sigurður Björnsson tók við starfi framkvæmdastjóra í apríl síðastliðnum og segir hann að frá því í fyrra hafi stóraukin áhersla verið lögð á markaðsstarf, sem sé nú að öllum líkindum að skila sér. Aðalfundurinn í fyrradag veitti stjórninni heimild til hlutafjáraukn- ingar. Einungis hluti af heimildinni hefur verið nýttur og hefur hann verið boðinn á genginu 4. Áhersla á COBOL Á síðasta ári var lokið þróun á fyrstu fullbúnu vörunni, sem byggð er á LOUIS tækninni. í skýrslu stjórnar Softis, sem lögð var fram á aðalfundi fyr- irtækisins í fyrradag, segir að um sé að ræða viðmótshugbúnað og samskiptahugbúnað, sem geri COBOL forritum á UNIX og Windows kleift að nota myndrænt viðmót. Nú þegar sé tilbúinn við- mótshugbúnaður fyrir nokkrar gerðir af COBOL þýðendum. Þá hafi félagið einnig unnið að því að breikka tæknigrundvöll sinn með því að þróa LOUIS samskiptahug- búnað, sem gefí kost á fleiri við- mótsþróunartólum eins og Visual Basic, Power Builder og Delphi. Þriggja laga skipulag Á aðalfundinum í fyrradag var tilkynnt að tvö fyrirtæki með al- þjóðlega dreifíngu til COBOL þró- unaraðila hefðu lýst ásetningi um að semja við Softis um notkunar- rétt á LOUIS tækninni. Þar væri um svokallaða OEM (Original Equ- ipment Manufactory) samninga að ræða, þar sem keyptur er afnota- réttur á tækninni og hún síðan felld inn í annað vöruframboð fyrirtækj- anna. Ekki fæst uppgefið að svo stöddu um hvaða fyrirtæki er að ræða. Snorri Agnarsson, doktor í tölv- unarfræði, hefur unnið við þróun LOUIS hugbúnaðarins frá upphafi. Hann segir að samstarf við hina erlendu aðila sé nú þegar í gangi og óhætt sé að fullyrða að það haldi áfram hvort sem OEM samn- ingar takist eða ekki. Áhugi fyrir- tækjanna sé mikill og afar uppör- vandi fyrir Softis. „Á síðustu mán- uðum hafa æ fleiri tæknimenn og stjórnendur á hinum alþjóðlega tölvumarkaði gert sér grein fyrir að sá aðskilnaður á vinnslu og við- móti, sem LOUIS tæknin felur í sér, er besta hugbúnaðarskipulag- ið. Skipulagið er almennt þekkt sem þriggja laga skipulag eða „three-tier architecture.“ í því felst að hugbúnaðarkerfið er byggt upp sem þrjú aðskilin kerfi með gagna- grunni, vinnslu og viðmóti hvert í sínu lagi. Það er almennt viður- kennt af sérfræðingum að þessi skipan gefi mestan sveigjanleika og aðlögunarhæfni hugbúnaðar- kerfa.“ Ótrúlegur vöxtur Alnetsins vinnslu og viðmóti fyrir netkerfi. Enginn annar viðmótsbúnaður bjóði vinnsluforritum á mörgum mismunandi vélargerðum að hafa samskipti við notendur á bæði MS-Windows og Macintosh við- mótstölvum fyrir nettengingu. „Talið er að Alnetsnot hafi u.þ.b. tvöfaldast á hverju ári undanfarin sex ár. í október 1994 var áætlað að 13,5 milljónir notenda og 3,5 milljónir tölva væru í Alnetinu. Samkvæmt The Internet Index nam vöxtur Veraldarvefsins 440% árið 1993 en 1700% í fyrra. Alnet- ið felst í svokölluðum TCP/IP (Transport Control Program/Inter- net Protocol) samskiptum en Ver- aldarvefurinn og LOUIS notast ein- mitt við sama kerfi. Vöxtur Alnets- ins og Veraldarvefsins ætti því að gera LOUIS hugbúnað að eftirsótt- um valkosti tölvunotenda um allan heim.“ Fleiri viðmótsmöguleikar Snorri segir að vaxtarbroddurinn í tölvuheiminum liggi tvímælalaust í fjölgun viðmótsmöguleika og mik- illi spurn eftir þeim. „Þróun hand- tölva, pennaviðmóts, raddviðmóts og sýndarveruleika fleygir fram. Samskiptamöguleikum mun einnig fjölga og ekki er langt þangað til að stór hluti fjarskipta verður með þráðlausum hætti og sími, tölva og sjónvarp renna saman. Við hjá Soft- is teljum að þriggja laga skipulag eigi eftir að hraða þessari þróun.“ í skýrslu stjórnar Softis, sem kynnt var í fyrradag, er viðurkennt að sá tími sem tekið hefði að þróa LOUIS í markaðshæfa vöru hefði verið vanmetinn í upphafi. Þó væri fimm ár í þróun á slíkum hugbún- aði ekki langur tími og vonast væri eftir að á næstunni verði gerð- ir sölusamningar sem skili fyrir- tækinu hagnaði á næsta ári. Of gráðugir? Nokkrir þeirra sérfræðinga á verðbréfamarkaði og úr tölvuiðn- aði, sem Morgunblaðið ræddi við um Softis, sögðu að eigendur fyrir- tækisins hefðu alla tíð verið of gráðugir. Hugmyndin að LOUIS hugbúnaðinum væri tvímælalaust góð en aðstandendur fyrirtækisins hefðu betur gert sér mat úr henni sem fyrst í stað þess að þróa hana sjálfir í svo litlu fyrirtæki og sóa þannig dýrmætum tíma, tíma sem margfalt stærri og öflugri keppi- nautar notuðu til að vinna upp for- skotið. A.m.k. tveir skynsamlegri kostir hefðu verið í stöðunni. I fyrsta lagi hefði Softis getað selt hugmyndina til stórfyrirtækis fyrr á þróunarferlinum en það hefði þeim eflaust staðið til boða enda um góða hugmynd að ræða. Þeir hafi hins vegar ekki viljað selja hugmyndina heldur gera prósentu- samninga við tölvurisana en fáir smair aðilar gætu leyft sér slíkt. í öðru lagi hefði Softis átt að efna til hlutabréfaútboðs þegar gengi bréfanna var sem hæst til þess að fá verulegt viðbótarfjár- magn inn í fyrirtækið, fjármagn sem hefði síðan verið notað til að fullþróa vöruna á skömmum tíma og koma henni á markað. Með þessu hefði eignarhlutdeild fyrri hluthafa minnkað en í staðinn hefði Louis komist á almennan markað mun fyrr. Metnaður í fyrirrúmi Sigurður Björnsson er ekki viss um að hlutabréfaútboð hefði skilað fyrirtækinu raunverulegum ár- angri. „í kjölfar hins háa gengis á hlutabréfum okkar vorið 1993 var efnt til hlutabréfaútboðs og ítrekað reýnt að selja bréfin þegar gengið var sem hæst. Það tókst hins vegar ekki. Okkar reynsla er sú að það er mjög erfitt að selja hlutabréf í Softis og hingað til hafa fyrri hlut- hafar yfirleitt þurft að auka sinn hlut til að halda rekstrinum gang- andi. Auðvitað hefðum við getað reynt að selja hugmyndina í einu lagi og leyst upp fyrirtækið. Þetta er þó mjög metnaðarlítið sjónarmið og ég hygg að flestir ef ekki allir eigendur hafi haft metnað til að þróa hugmyndina áfram. Við höf- um enn þá trú að Softis verði að öflugu og traustu fyrirtæki og verði lyftistöng íslensks hugbúnaðariðn- aðar við upphaf nýrrar aldar.“ Ótrúleg sveifla hluta- bréfa í Softis Snorri bendir á gifurlega út- þenslu Alnetsins á síð- ___________ ustu misserum og segir -|700%VÖXtur Alnetsins í fyrra að styrkur LOUIS hug- búnaðarins felist ekki síst í því að með honum náist aðskilnaður á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.