Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 30
< Ljósmynd: Vignir HÖFÐABORG við Borgartún árið 1942. Horfnir timar i Höföaborg NOKKRIR veislugestir. F.v. Sigríður Eyrún Guðjónsdóttir, Sólveig Guðjónsdóttir, Borghildur Guðjóns- dóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Einar Gunnarsson, Gerður Benediktsdóttir, Sæmundur Pálsson, Dabjört Flórentsdóttir, Soffía H. Bjarnleifsdóttir og Hilmar N. Þorleifsson. VIÐ HVASSAHRAUN stendur þetta einmanalega hús sem eitt sinn var Höfðaborg nr. 1 og 2 og helmingur af íbúð nr. 3. Öll hin húsin hafa verið rifin. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Eitt laugardagskvöld fyrir skömmu var ég stödd í anddyri Hótels Sögu. Prúðbúið fólk var sem óðast að þyrpast að. „Hæ, er þetta ekki Hilmar." „Sæl, elsku vinan, langt síðan ég hef séð þig.“ „Svakalega er gaman að hitta ykkur.“ Lóa mín, þú ert eins og í gamla daga.“ Fólkið beygir sig niður til þess að skrifa í gestabók eftir að hafa keypt sér miða inn á skemmtikvöld- ið sem í hönd fer. Allur bragur þessa mannfagnaðar ber yfír sér svip átt- hagamóts og ekki að ófyrirsynju. Gamlir íbúar hins horfna verka- mannahverfis Höfðaborgar í Reykja- vík eru þarna að halda fagnað sinni. Þeir hittust raunar síðast 17. mars sl. eftir langan aðskilnað. Það eru „krakkarnir" úr Höfðaborginni sem standa fyrir þessari skemmtun nú. Það eru André Bachmann og Gleðigjafarnir sem sjá um fjörið á þessari Höfðaborgarskemmtun. André er einn úr hópi „krakkanna" úr Höfðaborginni. „Ég flutti í Höfða- borgina fimm ára gamall, fyrir 41 ári,“ segir André þegar mér hafði tekist að draga hann afsíðis í hljóm- sveitarpásu. „Pabbi vann hjá Stræt- isvögnum Reykjavíkur. Við bjuggum í Höfðaborg 11, fimm börn og pabbi og mamma. Þetta var mjög þröngt húsnæði fyrir sjö manna fjölskyldu. Við systkinin sváfum í kojum með- fram veggnum og svo var rúm í miðjunni, öll systkinin í einu her- bergi.“ Það er létt yfir Andra þegar hann riflar upp endurminningamar úr Höfðaborginni. „Mér fannst æðis- lega gaman að búa þar,“ segir hann. „Það var ekki nein sérstök fátækt á fólki þama og flestallir sem áttu heima þar hafa spjarað sig. Þarna kynntist maður lífsgleði og lærði að berjast. Mér er eftirminnilegt hvað við lékum okkur mikið krakkarnir. Við vorum í kýló og yfir og í íþrótt- um hjá Armanni og Fram. Ég fór að fíkta við að spila á gítar í Höfða- borginni. Maður sem átti heima þar og hét Garðar Karlsson kenndi mér fyrstu gítargripin þegar ég var níu ára gamall. Nú spila ég ekki á gítar heldur er með hljómsveitina Gleði- gjafa og svo keyri ég strætó, feta þar í fótspor föður míns.“ Þeir Sæmundur Pálsson (Sæmi rokk) og Jóhannes Bachmann sýndu báðir þetta kvöld rock’n’roll-dans, dansfélagi þeirra var Rósa Jónsdótt- ir danskennari. Jóhannes Bachmann er bróðir Andra Bachmann. „Jó- hannes er fæddur í inni í stofu í Höfðaborginni. Þegar að fæðingunni kom var ég beðinn að hlaupa út og sækja konu sem Munda var kölluð. Hún átti að hjálpa mömmu í sængur- legunni,” segir André. Hann rifjar líka upp viðskipti sín við kaupmenn- ina í hverfmu. „Við krak-karnir feng- um oft að aðstoða í búðinni sém hét Þróttur, fyrst hjá Hermanni Krist- jánssyni, seinna Jóni Þórðarsyni og enn seinna Jóni Júlíussyni. Þeir voru hver á eftir öðrum með búðina. Ég var að vigta í poka rúsínur og fleira og fékk borgað með kók og prins póló,“ segir André. „Mér fínnst frá- bært að þessi skemmtun varð að veruleika," bætir hann við. Það voru margir auk André Bach- mann sem lögðu því lið að gamlir íbúar Höfðaborgarinnar gætu hist þetta kvöld á Hótel Sögu. Sæmund- ur Pálsson veislustjóri, Guðmundur Bjarnleifsson, og systurnar Borg- hildur og Dagbjört Flórentsdætur létu ekki sitt eftir liggja í undirbún- ingnum og Vilhelmína Ragnarsdóttir undirbjó ásamt fleirum fyrra mót Höfðaborgaríbúanna.„Það voru um 300 manns sem keyptu sig inn á skemmtunina á Hótel Sögu og dans- inn dunaði þar til klukkan að verða fjögur um nóttina. André fékk sig ekki til að hætta enda voru margir enn í miklu dansstuði klukkan þijú,“ segir Borghildur þegar ég hitti fyrr- nefnt fólk daginn eftir heima hjá Sæmundi Pálssyni til þess að heyra þau rifja upp gamla daga í Höfða- borginni. „Höfðaborgin dró nafn sitt af Höfða, hinu myndarlega húsi sem í okkar minningu var aldrei kallað annað en Konsúlatið, þar hafði breski sendiherrann aðsetur á stríðs- árunum og nokkurn tíma þar á eft- ir. Seinna stóð húsið autt lengi og þá áttum við krakkarnir margar ferðir þangað á daginn. A kvöldin þorðum við ekki að vera þar vegna þess að við trúðum því að þar væru draugar. Seinna áttaði ég mig á að umgangur sem við heyrðum var ekki af völdum drauga heldur róna. Alls kyns útigangsmenn komu sér fyrir í Höfða á nóttunni," segir Borg- hildur. „Ég klifraði einu sinni upp í mastrið við Höfða, manaður af félög- unum,“ segir Sæmundur. „Þegar ég var kominn upp hvein allt í einu skot rétt við eyrað á mér og fór í stólpa sem ég sat við. Ég var ofsa- hræddur. Það var bifreiðastjóri sendiherrans, sem gætti hússins, sem skaut að mér með rifli og öskraði um leið eitthvað á ensku. Ég var ekki höndum seinni að koma mér niður en hann náði mér þegar niður kom og snéri upp á eyrað á mér. Þetta var mikil lífsreynsla þótt maður slyppi með skrekkinn." Talið berst að stríðinu. *„Ég og tvíburabróðir minn, Magnús, vorum í Iok árs 1946 lokaðir einu sinni inni í skotvarnarbyrgi sem var fyrir neð- an Höfða,“ segir Sæmundur. „Þetta var jarðhús með rimlum fyrir glugg- unum, við kölluðum þetta vígi. Gunni með bláu húfuna, sem kallaður var, og fleiri strákar bundu okkur og lokuðu okkur þarna inni í heilan sólarhring og það var verið að leita að okkur á meðan. Við lentum í ýmsu tvíburarnir. Einu sinni vorum við t.d. nærri drukknaðir á kajak sem við smíðuðum okkir sjálfir. Við ætl- uðum að heimsækja elsta bróður okkar vestur í Helgafellssveit. Þetta var á stríðsárunum. Farkosturinn var með seglum en því miður tjör- guðum við hann ekki. Smátt og smátt fór að seytla vatn inn í bátinn og þegar við vorum komnir þó nokk- uð langt út á sundið vorum við að sökkva. Þá komu hermenn og björg- uðu okkur. Við tókum þátt í mörgum svaðilförunum bræðurnir á þessum árum. Ekki síst voru bardagarnir við strákana á Skúlagötunni háska- samlegir. Einu sinni vorum við að skylmast uppi á þaki og runnum í miðjum bardaga niður af þakinu, Karl og Olgeir Einarssynir, sem nú eru báðir látnir, fóru einnig niður af þakinu, annar fékk í bakið en hinn fótbrotnaði. Þetta voru eigin- lega mannskæðir bardagar." í dag er Sæmundur lögregluvarð- stjóri. „Ég á miklu betra með að skilja krakka sem eru með prakkara- strik vegna alls þess sem upp á kom í Höfðaborginni. Maður hugsar þá til baka og minnist þess að maður var ekki fullkominn." Við þessi orð Sæmundar reka félagar hans upp skellihlátur. „Sæmundur var senni- lega einn sá allra uppátektasamasti í krakkahópnum, og er þá mikið sagt,“ segir Guðmundur sem í æsku sinni leit mjög upp til Sæma, sem hann kallar, enda sá síðamefndi nokkuð eldri í tilveruhettunni. Talið beinist aftur að hernum. „Maður var alltaf að flækjast í kringum Defensorskampinn, þar sem nú er Vöruflutningamiðstöðin. „Please give me gam-gam“, sagði maður við hermennina. Við voram ekki gömul krakkarnir þegar við lærðum að segja það,“ segir Borg- hildur. „Maður var alltaf svangur á þessum áram. Hermennirnir gáfu okkur oft ristaðar brauðsneiðar með marmelaði og sultu. Þeir vora svo góðir við okkur þessir menn og hjá þeim Iærði maður heilmikið í ensku,“ segir Sæmundur. „Krökkunum" úr Höfðaborginni sem sitja hér með mér ber saman um að þau hafi haft geysimikið at- hafnasvæði til leikja sinna. „Það var líka svo margt að gerast í kringum okkur, það var meira að segja breiddur út saltfiskur út á Kirkju- sandi. Við vorum alltaf úti að leika okkur. Það var svo þröngt innandyra að við urðum að vera úti. Þetta sam- einaði krakkahópinn og varð til þess að við vorum mikið í alls kyns fjöl- mennum útileikjum, einkum var kýlóbolti vinsæll. Það var óskaplega gaman fyrir krakkana að eiga heima í Höfðaborginni,” segir Sæmundur. En tilveran hlýtur að hafa litið öðruvísi út fyrir hina fullorðnu. A þeim árum sem Höfðaborgin var byggð var mikil húsnæðisekla í Reykjavík. Mjög margt fólk utan af landi flutti þá í bæinn og það þótti ekki tiltökumál þá að búa þröngt. „Ég man vel þegar verið var að byggja Höfðaborgina. Við strákarnir fórum oft með pabba og mömmu til þess að fylgjast með hvernig fram- kvæmdum miðaði, við vorum svo óþolinmóð að geta flutt,“ segir Sæ- mundur. Þau era sammála um að fólkið í Höfðaborginni hafi ekki ver- ið neitt sérstaklega fátækt.....En þetta var verkafólk, það hefur aldrei átt neina aura,“ segir Guðmundur. „Líklega höfum við samt verið fá-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.