Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995_________________________ LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „Tákn um siðferðis- þrek“ í Slunkaríki BJÖRG Örvar opnar sýningu í Slunkaríki á ísafirði laugardaginn 14. október kl. 14. Þetta er önnur einkasýning Bjarg- ar Örvar í Slunkaríki, hún sýndi áður árið 1988. Myndröðin „Tákn um siðferðisþrek", sem hún sýnir að þessu sinni, var upphaflega 21 verk unnin á Italíu 1994 og 1995. Auk fjölda einkasýninga og þátttöku á samssýningum hér heima og er- lendis kom út ljóðabókin „í sveit sem er eins og aðeins fýrir sig“ hjá Bóka- útgáfunni Bjarti árið 1991. Sýning Bjargar stendur til 4. nóv- ember og er opin frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 16-18. Þjóðleikhúsið Afsláttur fyrir atvinnu- laust fólk ÁKVEÐIÐ hefur verið að veita fólki án atvinnu afslátt af miðaverði á sýningar Þjóðleikhússins. Um er að ræða sama afslátt og eftirlaunafólk og nemendur framhaldsskóla njóta, sem er hámarksafsláttur. Gildir af- sláttur ef miði er keyptur á sýning- ardegi gegn framvísun innritunar- skírteinis og verður hægt að fá tvo miða hveiju sinni. Afslátturinn gildir á allar sýningar leikhússins á leikár- inu. í tilefni þessarar nýjungar var atvinnulausu fólki nýlega boðið að koma endurgjaldslaust á sýningu á Stakkaskiptum eftir Guðmund Steinsson, nýtt leikverk sem meðal annars fjallar um áhrif atvinnuleysis á einstaklinginn og hans nánustu. Tónlist fyrir alla Blásarakvintett Reykjavíkur í Ytri-Njarðvík- urkirkju BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur mun halda tónleika í kvöld, 12. októ- ber, í Ytri-Njarðvíkurkirkju sem hefjast kl. 20. Efnisskráin er fjöl- breytt. Blásarakvintettinn skipa lands- þekktir tónlistarmenn, en þeir eru; Bernharður Wilkinson þverflauta, Daði Kolbeinsson óbó, Einar Jóhann- esson klarinett, Joseph Ognibene horn og Hafsteinn Guðmundsson fagott. Kvintettinn hefur undanfarna daga haldið tónleika og kynningar í skólum á Suðurnesjum. Nemendur fá ókeypis aðgang en aðrir geta keypt miða við innganginn. Síðasta sýn- ingarhelgi SÝNINGUM Kristínar Gunnlaugs- dóttur, Fom leirlist frá Perú og Konur og videó, á Kjarvalsstöðum lýkur nú á sunnudag. Sýningarnar verða opnar frá kl. 10-18 og verður kaffístofan og safn- verslun opnar á sama tíma. Lokasýningar á „í djúpi daganna“ SÝNINGUM íslenska leikhússins á leikritinu „í djúpi daganna" eftir Maxim Gorkí er að ljúka. Sýnt verð- ur í kvöld og annað kvöld. Sýnt er í Lindarbæ í húsnæði Nemendaleik- húss Leiklistarskóla ísl'ands, en nú þarf skólinn á húsnæðinu að haida undir sína starfsemi. MÓTUN- ARÁR Morgunblaðið/Kristinn „EINKENNILEG mynd“ (Jón Kaldal) 1917-1920. Eigandi Jón Kaldal yngri. KJARVAL á mót- unarárum. MYNPOST Kjarvalsstaðir MYNDVERK Kjarval. Opið frá 10-18 alla daga tíl 6. desember. Aðgangur 300 krónur. ÞAÐ er máttugt líf á Kjarvalsstöð- um þessa dagana svo sem vera ber, og æskileg að svo verði til frambúðar, gleðilegast er að rann- sóknum á lífsferli Kjarvals skuli vera haldið áfram. Einhver ládeyða virðist hafa verið á þeim um ára- bil, eða allt frá hinni viðamiklu framkvæmd í sambandi við að 100 ár voru liðin frá fæðingu hans fyr- ir tíu árum, svo og uppsetningu á stórum, illa fömum en uppgerðum teikningum í tíð Einars Hákonars- sonar. í ljósi þess, að yfír fimm þúsund verka Kjarvals eru í eigu borgar- innar, auk bréfasafns og aðskiljan- legra heimilda, ætti rannsóknar- efnið að vera næsta ótæmandi, það undirstrikar framkvæmdin sem nú er í gangi svo ekki verður um villst. Mikilvægast er að sem mest komi fram, svo þverskurðurinn verði tæmandi og menn skyldu ekki að óttast að þurrausa meistarann, því að þegar um slíkar stærðir er að ræða er engin botn undir. Sakna ég þess helst á sýningunni, að eng- in skólaverk skuli vera frá náms- árum Kjarvals á Akademíunni í Kaupmannahöfn, þvi að slík segja einnig sögu og eru ekki undanskilin er lífsferill stórmeistaranna í mynd- list er krufínn, þykja merkileg heimild. Mikil bót í máli er þó, að æskumyndir hans eru teknar fram og það sem hann gerði af eigin hvötum utan skóla, en þá kemur eyða sem eru mótunarár hans innan skólaveggja. Þessi þáttur þykir þó sjálfsagður í bókum um bóga eins og Picasso, Matisse, Klee og jafn- vel Richards Mortensen, svo ein- hver norrænn meistari nútímalistar sé nefndur, en hérxeru íslendingar merkilega viðkvæmir. Þá hefur loks verið gefín út sýn- ingarskrá í tilefni upphengingar verka Kjarvals, en þess hefur mað- ur saknað lengi. En þá bregður svo við, að um fræðilega og um sumt umdeilanlega samantekt og al- mennan fróðleik er að ræða, en hins vegar engin sérskrá yfír sjálf verkin á sýningunni, sem þó telst drjúg heimild í sjálfu sér, einkum fyrir þá sök að margar myndanna eru fengnar að láni. Að sjálfsögðu eru bein áhrif frá lærimeistaranum merkjanleg í myndinni Uppstilling frá 1910, þó ekki sjái þeim kannski stað um jafn hefðbundið myndefni nema í sjálfum vinnubrögðunum. Og aldrei áður hef ég séð æsku- stílinn, Art Nouveau, settan fram sem ensk stílbrögð, því að hér var um mjög alþjóðlega hreyfingu að ræða, þótt enskir og þá einkum William Moris hafí átt dijúgan þátt í þróuninni. Það er löngu tímabært að setja upp tæmandi sýningar á okkar elstu málurum og gefa um leið út yfirgripsmikla hefta doðranta upp á nokkur kíló um feril þeirra eins og tíðkast í útlandinu, og er yfir- burða heimild um listferil viðkom- andi, en síður hátimbruð fræðirit um list þeirra. Gefa þar öllu öðru frí en skilvirkri og hlutlægri úttekt og leyfa þeim sem í þeim fletta að mynda sér skoðanir sjálfír. Slík útgáfa myndi kynna íslenzka myndlist betur á alþjóðavettvangi en ótal bækur og fræðilegar út- tektir, sem þó eru, vel að merkja, einnig nauðsynlegar. Langt er síðan lýnirinn hefur verið jafn léttur í spori og eftir skoðun Kjarvalssýningarinnar, því hér er hreyft við kviku íslenzkrar listar. Og ekki spillir að í vestari sal er öllu tímaskyni og stöðluðu nýbrölti gefíð langt nef af forn- gildri list frá Péfíi. Miðrýmið býður svo upp á nýviðhorf á miðaldaleg- um grunni sem skýtur stoðum undir það, að fortíðin er jafn nálæg okkur og mikilvæg og sjálf fram- tíðin, lifa enda hvor á annarri. Núið og andráin er svo afstæðið milli þessara tveggja skauta og um leið hið forgengilegasta af hvorutveggja. Mestan ávinning af þessari sýn- ingu tel ég vera möguleikana til samanburðar sem skoðandinn fær upp í hendurnar, sem gefur honum tækifæri til rannsókna upp á eigin spýtur og vekur um Ieið með hon- um forvitni, kveikir í honum, sem er hið mikilvægasta við allar slíkar framkvæmdir. Þá er sýningin ein- hvern veginn svo blessunarlega óformleg og mannleg og tel ég að enginn hefði metið það betur en sjálfur listamaðurinn. Menn taki eftir, að Kjarval var á þessum árum alls óhræddur að viðurkenna áhrif eða í öllu falli lýsa hrifningu sinni á öðrum listamönn- um, sem hann hafði oftar en ekki gengið í smiðju til og umformað á sinn hátt. Hér kemur aðdáun hans á Munch ljóslifandi fram í ýmsum myndum, eins og „Höll vindanna“ (1918) og „Móðir og böm“ (1920), en það er líkast sem síðastnefnda myndin hafí gengið í gegnum ferli sem Munch nefndi „hrossakúr", en þá lét hann myndir sínar veðrast utan dyra. Þótt Kjarval segði Munch mestan meistara norskrar og jafnvel norrænnar listar, svo sem kemur fram í grein sem hann skrif- aði 1915 í ísafold, “Norsk listsýning í Höfn“, höfðaði Harald Sohlberg (1869-1935) alveg sérstaklega til hans með sínum blíðu náttúru- stemmningum, svo sem sér stað í ýmsum útgáfum fyrstu landslags- mynda frá heimahögum. Er mjög miður að lykilmyndir Sohlbergs eins og Vetramótt í Rondane (1900) og „Blómaregn í norðri“(1905), skyldu ekki rata á sýninguna Ljós- ið í norðri á Listasafni Islands, en þær voru báðar með á upprunalegu sýningunum á Spáni. Einnig mynd hans „Næturglóð" (1893) er var á SJÁLFSMYND frá mótunarárum. framkvæmdinni „Norrænar stemn- ingar“, sem gisti London, Diissel- dorf og París 1986 -87. Hér er í senn um áhrif og skyldleika að ræða, svo sem fram kemur í allri þróaðri list og hann má helst fínna í myndunum Strandatindar og Dyr- fjöll, sem báðar eru sagðar frá 1914 og Snæfellsjökull frá 1919. Þá var Kjarval ekki síður snort- inn af táknsæinu (symbolismanum) en svo margir samtíðarmenn hans á Norðurlöndum, þótt áhrifín komi hvergi nærri jafn greinilega fram og hjá Einari Jónssyni. Hér var um sameiginlega uppsprettu að ræða en það getur verið misvísandi að spyrða þessa listamenn saman, þótt Einar hafí vafalítið haft einhver og jafnvel mikil áhrif á Kjarval. Minna má á að Einar, Ásgrímur og Kjarv- al leituðu allir í smiðju franska málarans Gustave Moreau (1826- 1898), en áhrifa frá honum gætti mjög í danskri og norrænni list fyrir og eftir aldamót, og var hér bæði utn bein og óbein áhrif að ræða. Áhrifa rómantíska tímabils- ins og táknsæisins eru gegnum- gangandi í list þeirra allra frá þess- um árum, og þá er stutt í drau- mana og ófreskar verur. Tímaskeiðið sem Kjarval var að taka út listrænan þroska, var tíma- bil meiri geijunar og uppstokkun- ar, en dæmi eru til í allri listasög- unni, og það er merkilegt að ein- hveijir finni jafn næmum lista- manni það til lasts að drekka í sig áhrif úr mörgum áttum, - vera sundurleitur og aldrei sjálfum sér líkur. Hér er um þvermæli að ræða, því Kjarval var að upplagi það sem nefnt hefur verið „artisti" og ég hef endurtekið skilgreint í umfjöllun um list hans hér á síðum blaðsins, og slíkir eru eins og ryksugur á áhrif úr öllum áttum. Af eldri kyn- slóð má nefna Picasso, sem fann ölium athöfnum sínum stað í áhrif- um annars staðar frá „improviser- aði“ aldrei að eigin sögn, nær okk- ur er svo t.d. Sigmar Polke (f. 1942) frá Neðrislésíu, en öllum þrem var það sameiginlegt að þróa með sér sterk stíleinkenni. Einnig geta málarar komist að keimlíkri niðurstöðu í rannsóknum sínum á áhrifamætti stemmninga á myndfleti, og hér geta menn rýnt í vatnslitamynd Kjarvals „Sterling í þoku“ (1912), og borið saman við svipað myndefni „Bate- aux“ (bátar) í meðförum hins nafn- togaða Nicolas de Stáel (1914- 1955), sem er frá dánarári hans heilum 43 árum seinna. En Kjarv- al notaðist svo aftur í mynd sinni við formgerð Turners. Næmi Kjarvals á samtímann kom einnig fram í skoðunum hans á byggingarlist, en hér var hann framsýnni og jarðbundnari en margur lærður húsameistarinn. Hárrétta tel ég þá ályktun hans, „að byggingarlist skuli fara vel að lögum íslenzkrar náttúru, en vera fáguð og fulikomnuð í hugskoti manns. . . . Því innst í huga og hjarta er byggingarlistin, sem þarf morgunsól, svo línurnar sjáist og prýði heiminn". Honum fannst ís- lendingar undarleg þjóð er vert væri að hjálpa, og sem bæri virð- ingu fyrir öllu öðru en sjálfri sér og arfi fortíðar. „Í veruleik hins ytra lífs eigum við ömefni landsins í arf,- fjallborgirnar, víðáttuna milli tindanna,- hin síopnu torg fyrir framtakssama hönd. Fyrir útigang og stöðul, og íslenzka mjaltakonu, en hlýjan burstfagran bæ.“ Hér er Kjarval á sömu nótun- um og margur brautryðjandinn í húsagerðarlist á Norðurlöndum, svo sem hinn nafnkenndi fínnski Eliel Saarinen, er leitaði til hefðar- innar og efnanna í fmnskri nátt- úru, skóganna, bergtegundanna, og jafnvel villijurtanna, og hafði ekki einungis mikil og merkjanleg áhrif á finnska byggingarlist held- ur varð að þjóðsögu í Ameríku, eftir að hafa hrökklast á brott frá föðurlandi sínu. Kjarval hafði eins og fleiri á þessum árum brennandi þrá til eflingar sjálfstæði íslenzkr- ar þjóðmenningar, þannig að ís- lendingar yrðu ekki eftirbátar ann- arra þjóða í þeim efnum, og hefur séð hér mikla mögufeika. Þær hug- myndir sem hann reifaði voru djúp- hugsaðar og markverðar, þótt ekki hlytu þær hljómgrunn og hafa vægast sagt átt erfítt uppdráttar fram að þessu, því smekkur þjóðar- innar er sem fyrr í órækt. „Hér mátti lifa með framtíð í hugskoti, út yfir meðalmannaæfi, - einhvem þurfti til að vekja okkur sem er árrisulli en fjöldinn." Kjarv- al mátti lifa það, að dregið var dár að þessum skoðunum hans, og leit- að var nær alfarið til erlendra fyrir- mynda um húsagerð og hönnun, sem skrifa má á reikning „trúgirni og meinleysis“ eins og hann orðaði það sjálfur. Að Kjarval væri með á nótunum, er sömuleiðis snemmborinn áhugi hans á kúbismanum til vitnis, en þessu tímabili í list hans hefur verið gefínn alltof lítill gaumur, því hér eru fyrstu skrefín tekin til núlista í íslenzkri list. Tilhneiging- in til hins skreytikennda má svo heimfæra til tilrauna í þá áttina á tímabilinu, er málarar reyndu að sameina kúbisma og hönnun, svo sem Sonya Delaunay, sem svo fæddi af sér skreytistílinn „Art Déco“, en hugtakið varð til á með- ( an stóð á sýningu nútíma listiðnað- ar og iðnhönnunar í París 1925. Málverkið „Einkennileg mynd“ sem er af Jóni Kaldal ljósmyndara, er þannig nærtækt dæmi um sam- runa kúbisma og skreytistílsins. Sýningunni lýkur með nokkrum málverkum frá Þingvöllum, mál- uðum þjóðhátíðarárið, og er það vel við hæfí, því nú var mótunará- rum Kjarvals lokið og fram var kominn fullþroskaður íslenzkur málari. Við tók sá rúmi áratugur sem margir álíta hápunktinn á ferli listamannsins. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.