Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
1995
■ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER BLAO
KORFUKNATTLEIKUR
KOLBEINN Pálsson, formaður KKÍ, og Jón Kr. Gíslasop, landsllðsþjálfarl.
Morgunblaðið/Þorkell
/ <
Teitur skrifar
undirtveggja
ára samning
„ÉG HEF rætt mikið við forráðamenn Flora
Tallinn og eistlenska knattspyrnusambandið
og óskað eftir smá breyt-
ingum á samningi, sem
þeir tóku vel í, enda kom
ekki upp neinn ágreining-
ur,“ sagði Teitur Þórðar-
son, sem mun skrifa und-
ir tveggja ára samning
sem landsliðsþjálfari
Eistlands og þjálfari
meistaraliðs Flora Tall-
inn í dag í Tallinn.
„Ég mun hefja þjálfun
strax, leikmenn eru að
koma úr fríi nú í vik-
unni. Ég kann vel við mig
hér og það er mjög
áhugavert að sjá hve hröð
uppbygging hefur orðið
hér í knattspymunni. AIl-
ir leikmenn Flora eru atvinnumenn, en landsl-
ið Eistlands byggist upp á leikmönnum liðs-
ins,“ sagði Teitur.
Bjarki fer
hugsanlega
til Frakklands
BJARKI Gunnlaugsson, knattspyrnumaður frá
Akranesi, gæti fetað í fótspor Arnars tvíbura-
bróður sins á næstunni og farið að leika í
Frakklandi. Bjarki sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að það myndi skýrast í vikunni
hvort hann færi til franska liðsins Gueugnon.
„Umboðsmaður minn er að athuga málin og á
von á að málið skýrist í vikunni, en þetta gæti
tekið einhvern tíma eins og þjá Amari,“ sagði
Bjarki í gær. Gueugnon leikur í 1. deildinni
og er í fimmta neðsta sæti með 12 stig um
þessar mundir. Arnar lék ekki í frönsku 2.
deildinni um helgina, var á meðal áhorfenda
þegar Sochaux vann ViUefranche 2:0.
Jón Kr. tekur
við landsliðinu
JÓN Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaður Keflvíkinga, var ígær
ráðinn landsliðsþjálfari íslands í körfuknattleik karía og gildir
samningur hans til 31. maí á næsta ári, eða fram yfir undan-
keppni Evrópumóts landsliða. „Þetta er spennandi verkefni en
jafnframt krefjandi. Ég er metnaðarfullur og ég tæki þetta ekki
að mér nema ég teldi mig geta náð árangri og komið liðinu upp
úr forkeppni Evrópumótsins," sagði Jón Kr. Gíslason.
Jón Kr. er næst leikjahæsti landsl-
iðsmaður íslands frá upphafi á
eftir Vali Ingimundarsyni með 158
landsleiki og síðustu fimm árin hef-
ur hann verið fyrirliði landsliðsins.
Hann hefur verið þjálfari frá því
1982 og síðustu fímm árin með
Keflavíkurliðið og náð góðum ár-
angri. Hann hefur því mikla reynslu
bæði sem leikmaður og þjálfari.
„Við fögnum því að hafa fengið Jón
Kr. til starfa. Hann nýtur mikils
trausts hjá landsliðsmönnum og
öðrum og þekkir vel til í öllu sem
snýr að landsliðinu," sagði Kolbeinn
Pálsson, formaður KKI.
Jón Kr. sagði að auðvitað væru
það ákveðin forréttindi að fá að
halda áfram í landsliðjnu þó svo áð
hann væri hættur sem leikmaður.
„Nú er ég kominn hinu méginn við
borðið og hlakka til að takast á við
þetta verkefni. Fyrsta verkefni mitt
verður að velja 18 til 20 manna
landsliðshóp sem kemur saman til
æfínga milli jóla og nýárs. Síðan
er það Evrópukeppnin í maí og ég
vonast til að fá hálfan mánuð til
að undirbúa liðið fyrir hana. Við
höfum sótt um að fá Evrópuriðilinn
hingað heim og ef það tekst yrðu
möguleikar okkar á að komast
áfram mun meiri,“ sagði Jón Kr. í
riðli með Islendingum eru Lúxem-
borg, Danmörk, Albanía, Kýpur og
Irland, en tvær efstu þjóðirnar kom-
ast áfram. Jón sagðist helst óttast
Dani og íra.
Landsliðsþjálfarinn sagðist koma
til með að byggja landslið sitt upp
á þeim kjarna sem verið hefur í lið-
inu síðustu árin. „Ég mun líka velja
unga og efnilega og þá sérstaklega
hávaxna leikmenn enda tel ég það
mjög brýnt að fá þá inn í hópinn
sem fýrst. Svo má einnig nefna leik-
mann eins og Davið Grissom, sem
verður löglegur með íslenska lands-
liðinu í desember," sagði hann.
Sigurður með
tilboð fra
Lilleström
LANDSLIÐSMAÐURINN í
knattspyrnu, Sigurður Jónsson,
hefur fengið tilboð frá norska
liðinu Lilleström og er að hugsa
málið. Sigurður skaust til Nor-
egs um helgina til að líta á að-
stæður hjá félaginu og ætlar að
athuga það í rólegheitunum.
„Þetta kom snöggt uppá því
forráðamenn Lilleström
hringdu í mig í síðustu viku og
buðu mér að koma út til við-
ræðna og til að skoða aðstæður
þjá þeim. Það eru fínar aðtsæð-
ur hjá klúbbnum og nú ætla ég
að skoða tilboðið í rólegheitun-
um,“ sagði Sigurður í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi.
Hann sagði ekkert ákveðið enn-
þá, hvort hann tæki tilboðinu
eða hvort hann léki áfram með
Skagamönnum.
Sigurður sagðist hafa skotist
á þjálfaranámskeið í leiðinni og
einnig hefði hann verið á meðal
áhorfenda á bikarúrslitaleikn-
um þar sem Agúst Gylfason og
félagar í Brann náðu 1:1 jafn-
tefli gegn Rosenborg. „Þetta
var skemmtilegt og mikil
stemmning. Ágúst stóð sig vel,
en þetta voru mikil hlaup hjá
Brann, enda einum færri lengi
vel,“ sagði Sigurður.
ÍSLENDINGAR MED BRONSVERÐLAUN Á NM í KLIFRIOG KARATE / B3