Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 13 Skiptar skoðanir í bæjarstjórn um yfirbyggðan fótboltavöll Verðum að hafa þor til að prófa nýjar leiðir Hlutafélag um reksturinn fyrirfram gjaldþrota YFIRBYGGT hús til æfinga fyrir knattspymumenn varð tilefni mikilta umræðna á fundi bæjarstjómar Ak- ureyrar á þriðjudag, en skiptar skoð- anir em innan bæjarstjómar um á hvern hátt best verði staðið að úrbót- um fyrir knattspymumenn í bænum. Formaður íþrótta- og tómstunda- ráðs, Þórarinn E. Sveinsson bæjarfull- trúi, lagði fyrir skömmu ,fram í ráðinu tiliögu þess efnis að stofnað verði hlutafélag sem hefði að markmiði að vinna að úrbótum fyrir knattspymu- menn, t.d. með yfirbyggingu. Bæjar- fulltrúar em ekki á eitt sáttir um ágæti slíks hlutafélags. Þórarinn sagðist hafa kynnt sér þessi mál gaumgæfilega, m.a. í ná- grannalöndum okkar þar sem víða tíðkast að stofna til hlutafélags um byggingu og rekstur slíkra húsa. „Mér finnst sjálfsagt að láta á það reyna hvort við getum farið sömu leið,“ sagði Þórarinn, en þetta form myndi ekki hafa í för með sér útgjöld fyrir bæinn, „og við verðum að hafa þor til að prófa nýjar leiðir." Fyrirfram gjaldþrota Sigurður J. Sigurðsson, Sjálfstæð- isflokki, dró rr\jög í efa ágæti hug- myndarinnar, í raun væri bara verið að búa til hlutafélag sem fyrirfram væri gjaldþrota nema því aðeins að Akureyrarbær sæi um reksturinn. Skynsamlegra væri því að bærinn fjármagnaði bygginguna og sæi alfar- ið um rekstur hennar. Öllum væri ljóst að vinna þyfti að úrbótum fyrir knatt- spyrnumenn og standa ætti myndar- lega að þeim þegar fjárhagur bæjar- ins leyfði. Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu- bandalagi, kvaðst fylgjandi því að reyna nýjar leiðir í þessu máli, en hún hefði ekki áhuga á hlutafélagi sem Akureyrarbær ætti 95% í. Oddur Halldórsson, Framsóknar- flokki, taldi fullvíst að yfirbyggður fótboltavöllur myndi bera sig, menn þyrftu bara að sníða sér stakk eftir vexti. Sigfríður Þorsteinsdóttir, forseti bæjarstjórnar, sagði menn nokkuð sammála um að næsta stórfram- kvæmd í íþróttamálum væri að vinna að úrbótum fyrir knattspyrnumenn, „og ég hélt í einfeldni minni að það mætti ræða við íþróttafélagið Þór um að það tæki þetta að sér,“ sagði hún. Ásgeir Guðbjartsson, útgerðarmaður Flotkvíin er hreinasta þarfaþing FRYSTITOGARINN Guðbjörg ÍS frá ísafirði heldur til veiða í kvöld en undanfarna daga hefur togarinn ver- ið í ársskoðun hjá Slippstöðinni Odda hf. á Akureyri. Skipið var tekið í flotkvína og segir Ásgeir Guðbjarts- son, útgerðarmaður og skipstjóri, að flotkvíin sé hreinasta þarfaþing og hún eigi örugglega eftir að skapa mikil verkefni fyrir iðnaðarmenn á Akureyri. „Það þurfti m.a. að skipta um sjó- rör sem höfðu tærst og þar sem skip- ið er enn í ábyrgð var nauðsynlegt að gera þetta núna. Starfsmenn Slippstöðvarinnar stóðu sig mjög vel og voru á ætlun með sitt verk en hins vegar urðu tafir á afgreiðslu efnis og varahluta frá Norðmönnum." Ásgeir hefur skipt töluvert við Slippstöðina í gegnum tíðina en einn- ig látið vinna verk fyrir sig erlendis. Hann telur að íslenskir iðnaðarmenn séu fullfærir um að vinna þau verk sem þarf að vinna fyrir íslenska fiski- skipaflotann og að ekki þurfi að fara með verkefni erlendis. Morgunblaðið/Margrét Þóra Nýsveinum afhent prófskírteini ELLEFU nýsveinar í húsa- smíði fengu afhent prófskír- teini sín við athöfn á veitinga- húsinu Fiðlaranum nýlega, Guðmundur Ómar Guð- mundsson formaður Félags byggingamanna í Eyjafirði sagði m.a. í ávarpi sínu til ný- sveina að mikilvægt væri að efla gildi verkmenntunar í landinu og brýndi fyrir þeim að sjást ætti á handverki þeirra að námið sem þeir stunduðu hafi verið þeim einhvers virði. „Starf iðnaðarmanna var mik- ið virðingarstarf fyrr á öldinni og litið var upp til þeirra af því handbragðið bar þeim gott vitni. Gott handbragð er enn mjög mikilvægt," sagði Guð- mundur. A myndinni eru frá vinstri Guðmundur Ómar, þá ný- sveinarnir Steinmar Rögn- valdsson, Valþór Brynjarsson og Elvar Vignisson í fremri röðinni, en í þeirri aftari eru Jóhann Jóhannsson, Heiðar Jónsson, Sigmar Kárason og Hermann G. Jónsson. Þá Guð- mundur S. Jóhannsson próf- meistari og Hólmsteinn Snæ- dal prófdómari. Fjóra ný- sveina vantaði við afhendingu skírteina, þá Þórhall Krist- jánsson, Frey Aðalgeirsson, Guðna Þór Ragnarsson og Jónas Aðalsteinsson. iriháttar til Ný DICKIES-sending komin Buxur 3.900 kr. Skyrtur 2.500 kr. Ulpur 6.900 kr. Pantanir óskast sóttar. Munið útsölumarkað í kjallaranum Buxur frá 500 kr. Skyrtur frá 500 kr. Skórfrá 1.000 kr. Gallabuxur frá 1.000 kr. Bolir frá 300 kr. Afmæiskaka + kaffi kr. 150, KOOKAI — DIESEL — METHOD — WORKS — STICKY FINGERS — SHELLY S — DESTROY Dömudeild Herradeild , Kookai peysur 5.500 nú 3.900. Köflóttar skyrtur 3.900 nú 1.900. |91|VI| k Kookai rúllukragabolir nú 1.500. Þykkar rúllukragapeysur 6.500 nú 3.900, L Best Montana peysur 4.500 nú 2.900. Lambsullar peysur 3.900 nú 1.900. Best Montana skyrtur 5.500 nú 3.900. Síðir ullarjakkar 12.900 nú 9.900. Iim mB Eternal nælon jakkar 10.900 nú 6.900. Flauels bolir 4.900 nú 2.500. m Síðar Mohair rúllukragapeysur 3.900 nú 2.500. Hermannaklossar 8.900 nú 5.900. llwtÁi F uPPreimaði.r gönguskór 5.900 nú 3.900. Vinnuskyrtur nú 2.500. lUOvi ' Destroy skór 7.900 nú 4.900. Reimaðir ökklaskór 5.900 nú 3.900. Blússur 4.900 nú 2.900. Gallabuxur 3.500. Gallabuxur 3.500 Jakkaföt tilboð frá 9.900. Dpið 10-16 laugardaga. Opið 13-17 sunnudaga (í Kringlunni). Góðar vörur á vægu verði Verið velkomin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.