Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20    FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐID
tJ-
ERLENT
Hryðjuverkin
í Frakklandi
Margir
tilræðis-
menn
hafa náðst
París. Reuter.
TEKIST hefur klekkja veruiega á
ofstækisfullum múslimum í Frakk-
landi og getu þeirra til að stunda
þar hryðjuverkastarfsemi. Kom
þetta fram hjá innanríkisráðherra
landsins í gær en hann sagði, að
hættan væri þó enn fyrir hendi.
Jean-Louis Debre, innanríkis-
ráðherra Frakklands, sagði, að
baráttunni gegn hryðjuverka-
mönnum yrði haldið áfram af full-
um krafti í samvinnu við lögreglu-
yfirvöld í öðrum Evrópulöndum.
Höfuðpaur í haldi
Á laugardag var Alsírmaður,
Abou Fares eða Abdelkader
Benouif, handtekinn í Bretlandi
og leikur grunur á, að hann hafi
skipulagt hryðjuverkin í Frakk-
landi á síðustu mánuðum en þau
hafa orðið sjö manns að bana og
slasað 170. Hafa Frakkar farið
fram á, að honum verði haldið þar
til framsals hefur verið krafíst.
Jacques Chirae, forseti Frakk-
lands, var á fyrsta fundi hinnar
nýju ríkisstjórnar í Frakklandi í
gær og þakkaði þá sérstaklega
þeim, sem unnið hafa að rannsókn
á hryðjuverkunum. Tugir manna
hafa verið handteknir og í síðustu
viku var Alsírmaðurinn Bouaiem
Bensaid tekinn í París ásamt fimm
félögum sínum. Er hann taíinn
vera einn af lykilmönnum í
sprengjuherferð Öfgamannanna.
Reuter
Ráðgjafarþóknun til breskra þingmanna
Munu skýra frá
öllum greiðslum
Hvetja til vopnahlés
HÓFSÖM samtök Tamíla á Sri
Lanka hvöttu í gær til tafar-
lauss vopnahlés þar sem flótta-
mannavandi væri kominn úr
böndum. Sögðu þeir að ástandið
væri einungis hægt að bera
saman við Bosníu. Mjög mikið
mannfall hef ði átt sér stað í
röðum óbreyttra borgara sem
hraklist hefðu undan stríðsá-
tökum. Myndin var tekin af íbú-
um þorpsins Boatta á austur-
hluta Sri Lanka þar sem þeir
höfðu leitað skjóls í skólahúsi.
London. The Daily Telegraph.
TUGIR þingmanna breska íhalds-
flokksins studdu tillögu stjórnar-
andstöðunnar fyrr í vikunni um að
þingmönnum yrði gert skylt að
skýra frá óllum peningagreiðslum
vegna ráðgjafar fyrir einkafyrir-
tæki og þrýstihópa. Markmiðið með
tillögunni er að draga úr spillingu
og er hún í samræmi við hugmynd-
ir Nolan-nefndarinnar svonefndu.
Atkvæði féllu 322-271. Mikill
þrýstingur var af hálfu ýmissa fjöl-
miðla á þingmenn að sýna að þeir
hefðu ekkert að fela og samþykkja
því tillöguna. Sumir þingmenn ótt-
ast að kjósendur verði yfir sig
hneykslaðir er þeir sjá hve mikið
fé getur verið um að ræða enda
algengt að stjórnmálamenn geri
talsvert úr peningabasli sínu og
fórnarlund fyrir almenning.
Tímaritið Spectator telur að
þingmenn ættu einfaldlega að
leggja spilin á borðið, krefjast mun
hærri launa en hætta að næla sér
í aukatekjur og bitlinga.
Frá apríl nk. verða þingmenn að
gera fulla grein fyrir aukatekjum
sínum af áðurnefndu tagi. Það eru
einkum íhaldsþingmenn sem njóta
verulegra tekna fyrir ráðgjöf; þing-
menn Verkamannaflokksins eru
sjaldan eftirsóttir til slíkra starfa.
Það gæti þó breyst ef flokkurinn
sigrar í næstu kosningum.
Umdeildar
fyrirspurnir
Nolan-nefndinni var fyrir ári fal-
ið að kanna leiðir til að bæta sið-
ferði í stjórnsýslu og á þingi er upp
komst um nokkra íhaldsþingmenn
sem þágu greiðslur frá einkaaðilum
fyrir að bera upp ákveðnar fyrir-
spurnir á þingi.
Þingmenn samþykktu ótvírætt
bann við slíkum fyrirspurnum og
sett verður á stofn ný þingnefnd
er kanna ber mál af þessu tagi
framvegis.
Þótt John Major forsætisráðherra
hafi sett Nolan-nefndina á laggirn-
ar mælti hann gegn tillögunni um
upplýsingaskylduna og er því um
ósigur fyrir hann að ræða. Ráðherr-
ar hans höfðu lagt til þá málamiðl-
un að þingmenn skyldu leggja fram
afrit af samningi um ráðgjafar-
þóknun en þeir mættu halda því
leyndu hve mikið þeir fengju greitt.
„Við eigum
rétt á einkalíf i"
Ljóst er að tekið verður á auka-
tekjum þingmanna með gerbreytt-
um hætti framvegis en málið olli
hörðum deilum irinbyrðis meðal
þingmanna íhaldsflokksins og
miklu fjölmiðlafári. Einn liðsmanna
þingflokksins, David Wilshire,
sagðist vera orðinn „dauðþreyttur
á að vera kallaður gerspilltur ræf-
ill".
Sir Edward Heath, fyrrverandi
forsætisráðherra, á nú sæti í lá-
varðadeildinni. Hann sakaði Verka-
mannaflokkinn um að vilja varpa
ljósi á fé fyrir ráðgjöf eingöngu
vegna þess að þingmenn hans væru
sjálfir fullir af öfund og græðgi.
Almenningur ætti rétt á því að vita
hve há laun þingmenn fengju en
ekkert fram yfír það. „Við eigum
rétt á einkalífi," sagði hann.
í
>
I
t
>
Ættingjar morðingja Rabins biðja um fyrirgefningu
Ráðherra óttast fleiri pólitísk morð
Jerúsalem. Reuter.
DÓMSMÁLARÁÐHERRA ísraels
óttast að fleiri tilræði geti fylgt í
kjölfar morðsins á Yitzhak Rabin
forsætisráðherra á laugardag. „Það
er mikil hætta á að alvarleg röskun
verði á lögum og reglu - jafnvel
svo að annað pólitískt morð verði
framið," sagði ráðherrann, Michael
Ben-Yair, í viðtali við dagblaðið
Haaretz sem birtist í gær. Ættingj-
ar morðingja Rabins báðu ekkju
hans fyrirgefningar á ódæðinu í
bréfi sem þeir sendu á þriðjudag.
Ungur, öfgafullur gyðingur, Yig-
al Amir, sem barist hefur á móti
friðarsamningunum við Palestínu-
menn, myrti Rabin í Tel Aviv og
segist ekki iðrast verksins.
Ben-Yair sagði marga halda því
fram að morðið á Rabirf gæti orðið
til að vekja fólk til umhugsunar um
ofbeldishættuna og draga þannig
úr henni. Hann teldi sjálfur að um
óskhyggju gæti verið að ræða.
„Þetta morð getur valdið því að
annar maður, með sömu skoðanir
og morðinginn, drýgi annað póli-
tískt morð, á sama hátt og sjálfsvíg
eins hefur áhrif á annað fólk með
ákveðin persónueinkenni," sagði
raðherrann.
„Höfuð okkar
hulin af skömm"
Enn er verið að kanna hvort bróð-
ir Amirs átti aðild að tilræðinu en
þeir eiga sex yngri systkin. Að sögn
Haaretz fékk Leah Rabin, ekkja
forsætisráðherrans, bréf frá for-
eldrum og systkinum Amirs þar sem
hún og öll þjóðin eru beðin fyrir-
gefningar á verknaðinum.
„Þetta hryllilega morð var ægi-
legt áfall fyrir þjóð ísraels og okk-
ur," segir í bréfinu. „Það skók und-
irstöður menningar og gilda sem
við innrættum börnum okkar, ástar
á þjóð ísraels, gagnkvæmrar virð-
ingar meðal manna, ástar á landinu
og gyðinglegra gilda.
Full sektarkenndar, syrgjandi og
hófuð okkar hulin af skömm, biðjum
við frú Rabin, fjölskyldu hennar og
alla þjóð ísraels um fyrirgefningu
og lýsum því yfir að við erum and-
víg öllu ofbeldi".
Þekkir þú merkiö?
•  Á bifreiöaverkstæöum þar sem félagsmenn okkar starfa eru
þeir klæddir sérstökum vinnufatnaöi meö merki Bíliðnafélagsins.
•  Merkið tryggir þér traustan fagmann sem kann vel til verka
og hefur aðgang að endurmenntun á sínu sérsviði.
•  Láttu ekki bíllnn þinn í hendurnar
á hverjum sem er. Það gæti orðið þér dýrt.
Prentara-
verkfall
íParís
París. Reuter.
SKÆRUVERKFALL prentara olli
því, að flest Parísarblöðin komu
ekki út í gær. Urðu margir að láta
sér nægja að lesa um uppstokkun-
ina á frönsku stjórninni á ensku í
International Herald Tribune.
Til verkfallsins var boðað vegna
áætlana um fækkun prentara í 9
prentsmiðjum blaðanna og bitnaði
það mest á stóru blöðunum eins og
Le Figaro og Liberation en fjár-
málablaðið L'Agefi og íþróttablaðið
L'Equipe komu út.
I
l
(-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68