Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22    FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Götur þaktar
glerbrotum
Þjóðleikhúsið frumsýnir Glerbrot, nýjasta
verk Arthurs Millers, á Stóra sviðinu annað
kvöld. Leikurinn gerist meðal gyðinga í
Brooklyn en kveikjan að verkinu var kristals-
nóttin alræmda sem sló óhug á gyðinga um
heim allan. Orri Páll Ormarsson fræddist
um verkið og hitti leikstjórann að máli.
Morgunblaðið/Kristinn
GELLBURG-hjónin (Sigurður Sigurjónsson og Guðrún S. Gísladóttir) eru ekki alltaf á einu máli.
IBYRJUN nóvember 1938
réð pólskur gyðingur, Hersch-
el Grynszpan að nafni, þýsk-
an erindreka af dögum í
París. Ríkisstjórn nasista í Þýska-
landi brást ókvæða við og aðfara-
nótt 10.-nóvember lét hún til skar-
ar skríða gegn gyðingum í land-
inu; tugir biðu bana, tugir þúsunda
voru teknir höndum, samkundu-
hús voru brennd og verslanir og
íbúðarhús lögð í rúst. Lögreglan
svaf vísvitandi á verðinum. Þetta
var kristalsnóttin — skýr vísbend-
ing um það sem koma skyldi.
Heimurinn horfði á en hélt að sér
höndum.
Sögusvið Glerbrota, nýjasta
leikrits Arthurs Millers, er Brook-
lyn, skömmu eftir að þessir voveif-
legu atburðir eiga sér stað. Banda-
ríska þjóðin lætur sér fátt um
finnast enda í klóm kreppunnar
miklu. Fréttirnar fá þó á Sylviu
Gellburg, húsmóður af gyðinga-
ættum, og af óþekktum orsökum
missir hún mátt úr fótum. Eigin-
maður hennar, farsæll en hnugg-
inn viðskiptajöfur, leitar til Iæknis
sem kemst að þeirri niðurstöðu að
veikindi Sylviu séu af sálrænum
toga. Þar með er þó ekki öll sagan
sögð og ljóst að heilsa húsmóður-
innar er ekki það eina sem er í
húfi. Fleira en gler á eftir að brotna.
Fordómar og fyrirlitning
Arthur Miller er eitt dáðasta
leikritaskáld aldarinnar. Hann
fæddist í Brooklyn fyrir áttatíu
árum en foreldrar hans voru gyð-
ingar af pólskum ættum. Óx Mill-
er úr grasi í hringiðu fordóma og
fyrirlitningar en margir litu gyð-
inga hornauga í Bandaríkjunum á
þeim tíma. Lengi man það er ung-
ur getur og er Glerbrot ekki eina
verk Millers þar sem gyðingaof-
sóknir ber á góma. „Auðvitað við-
urkenni ég gyðinglegan bakgrunn
minn. Ég get ekki séð sjálfan mig
án hans. En ekki í hefðbundnum
skilningi. Ég er ekki trúaður. Ég
er ekki gyðingur í þeim skilningi,"
hefur hann sagt.
Miller er maður hispurslaus.
Hann á sínar hugsjónir og hefur
jafnan tekið afdráttarlausa af-
stöðu gegn fordómum, spillingu,
ofstæki og afturhaldssemi sem
iðulega skjóta upp kollinum í
þjóðfélagsumræðunni vestra. Þá
hefur hann verið ómyrkur í máli
þegar bandarískt leikhúslíf berst
í tal og segir að peningahyggjan
hafi gert út af við alvarleg leikrit
á Broadway.
„Miller hefur aldrei látið fletja
sig út og hefur hvorki hlaupið í
skjóf firringarinnar né afþrey-
ingarinnar," segir Þórhildur Þor-
leifsdóttir sem leikstýrir Glerbrot-
um í Þjóðleikhúsinu. „Það þarf
sterk bein til að standa gegn meg-
instraumnum en Miller hefur hald-
ið ótrauður áfram að skoða hluti
í ljósi þjóðfélagsþröunar og at-
burða. Það fer hins vegar ekkert
á milli mála að hann hefur goldið
það dýru verði."
Hliðstæður
í nútima
Miller vakti heimsathygli með
leikritinu Allir synir mínir sem
frumsýnt var 1947. í kjölfarið
komu verk á borð við Sölumaður
deyr, sem er uppgjör við banda-
ríska velgengnishugsunarháttinn
og í deiglunni, þar sem Miller
tengir ofsóknir Óamerísku nefnd-
arinnar á McCarthy-tímanum við
galdraofsóknir á 17. öld í ádeilu á
ofstæki í stjórn- og trúmálum.
Meðal annarra þekktra leikrita
Millers eru Horft af brúnni, Eftir
syndafallið og Gjaldið.
Hliðstæður 'eru höfundi hug-
leiknar í Glerbrotum en í hans
huga eru augljós tengsl á milli
kristalsnæturinnar og þeirra at-
burða sem átt hafa sér stað síð-
asta kastið í Bosníu, Rúanda og
víðar. „Sagan endurtekur sig,"
sagði Miller um líkt leyti og verk-
ið var frumsýnt í New York á liðnu
HYMAN læknir (Arnar Jónsson) er annálaður kvennamaður.
Hér bregður hann á leik með konu sinni
,    (Ragnheiði Steindórsdóttur).
VIÐSKIPTAJOFRARNIR Stanton Case (Helgi Skúlason) og Filip
Gellburg horfa fram veginn en greina ekki glerbrotin.
ári. „Ég hef þekkt þessa sögu í
fimmtíu ár en ég skrifaði hana
ekki fyrr en nú, þar sem mér
fannst hún alltaf tilheyra fortíð-
inni, þar til fyrir tveimur árum að
fréttir fóru að b*erast af kynþátta-
hreinsunum og þjóðarmorðum. Þá
varð þessi saga skyndilega hluti
af nútíðinni."
Þórhildur leikstjóri segir að
Glerbrot sé flókið leikrit, þótt það
virki einfalt á yfirborðinu. „Miller
hefur þetta leikrit, eins og flest
sín verk, í fjölskyldusögubúningi.
Þáu hafa þó jafnan víðari skírskot-
un. Auðvitað fylltu þessir atburðir
í Þýskalandi gyðinga ótta — jafn-
vel þótt þeir stæðu utan atburða-
rásar og Glerbrot fjallar kannski
öðru fremur um óttann: Óttann
við það sem er að gerast í kringum
þig, óttann við atburði sem þú
hefur ekkert yfir að segja og ekki
síst óttann við sjálfan þig. Verkið
fjallar jafnframt um þá ábyrgð
sem þú berð á eigin lífi — hvort
þú ætlar einungis að vera þolandi
kúgunar og ótta — eða gerandi."
I fullu fjöri
Þórhildur segir að Miller sé aug-
ljóslega enn í fullu fjöri sem leik-
ritaskáld. „Það sést glöggt á Gler-
brotum en verkið var varia komið
úr pennanum þegar farið var að
sýna það um allan heim. Þetta leik-
rit hefur vakið heimsathygli, þótt
því_ hafí verið 'misjafnlega tekið."
í helstu hlutverkum í Glerbrot-
um eru Sigurður Sigurjónsson og
Guðrún S. Gísladóttir sem leika
Gellburg-hjónin og Arnar Jónsson
sem leikur lækninn, Harry Hyman.
Ragnheiður Steindórsdóttur leikur
eiginkonu læknisins, Lilja Guðrún
Þorvaldsdóttir systur Sylviu og
Helgi Skúlason stjórnarform-
ann fyrirtækisins sem Gellburg
starfar hjá. Birgir Sigurðsson
þýddi verkið, Iýsingu gerir Páll
Ragnarsson og leikmynd og
búningar eru eftir Sigurjón Jó-
hannsson.
Glerbrot er sjöunda verkið sem
Miller sendir frá sér á undanförn-
um áratug og munu fleiri vera í
smíðum. Hann lætur engan bilbug
á sér finna og blæs á allar vanga-
veltur þess efnis að hann sé að
setjast í helgan stein en það hefði
hann neyðst til að gera fyrir löngu
í flestum öðrum starfsgreinum.
„Ég gæti ekki sest f helgan stein.
Það væri eins og að slíta úr mér
hjartað. Hvers vegna ætti ég að
gera það?" Já, hvers vegna í
ósköpunum?
TONIJST
Tón 1 i s ta r dagar
Dömkí rkjunnar
ORGELLEIKUR
Tveir orgelleikarar, eitt orgel. Viera Gulázs-
iová og Pavel Manásek.
Þriðjudagur 7. nóvember.
AF erlendum orgelleikurum sem leitað
hafa eftir atvinnu á íslandi eru tékkneskir
vafalaust langflestir, og ágætir orgelleikarar
tékkneskir í störfum hér í Reykjavík eru ófá-
ir, allt vel menntaðir hljóðfæraleikarar sem
fengur er að. Maður spyr sig, aftur á móti,
hvers vegna Tékkarnir koma svo margir
hingað til þess útskers menningarinnar. Lík-
Iegasta skýringin er offramleiðsla á orgelleik-
urum hjá Tékklendingum. Skýringarnar eru
þó líklega miklu fleiri og langt mál að hætta
sér út á þær vangaveltur í bili og Iæt ég
nægja að þakka fyrir þessar himnasending-
ar, en himnasending hlýtur það að vera fyrir
kirkjuna að detta ofan á góðan organleikara.
Vöruskipti á
annan veginn
í kvöld voru það tveir ungir tékkneskir orgel-
leikarar sem kynntu sig með tónleikum í
Dómkirkjunni. Ástæðan fyrir valinu á Dóm-
kirkjunni var sjálfsagt fyrst og fremst sú að
þetta var liður í Tónlistardögum kirkjunnar
og svo hin ástæðan að Háteigskirkja og Sel-
tjarnarneskirkja, kirkjurnar sem þau tvö eru
ráðin til,. hafa hvorug orgel til tónleikahalds
og er það Háteigskirkju til vansa, svo gömul
og gróin sem hún er og eftirsótt tónleika-
hús. Þeir á Seltjarnarnesinu hugsa sko ekki
svo smátt, þótt nesið sé lítið og lágt, því
þeir eru þegar búnir að panta orgel í sína
nýbyggðu kirkju og vel sé þeim.
Pavel Manásek byrjaði tónleikana með
Preludíu festivo 1 eftir Peter Eben, sem und-
irritaður veit engin deili á. Preludían var
hvorki flókin, gömul né ný og sagði lítið til
um flytjandann. Kona hans Viera lék klukk-
urnar í Westminster eftir Vierne. Lítið sögðu
klukkurnar um flytjandann sem orgelleikara
annað en að hún hefði alls ekki átt að velja
þetta verk til flutnings í Dómkirkjunni. Verk-
ið er skrifað fyrir stórt orgel í stórri og hljóm-
mikilli kirkju og þannig og aðeins þannig
nýtur það sín á sína vísu. Við þurran og
engan hljómburð verða endurtekningarnar
langdregnar og allt að því leiðinlegar. Von-
andi sýnir Viera sig í annarri mynd síðar.
Pavel lék tvö stutt atriði úr Árstíðum Viv-
aldis í eigin umskrift fyrir orgel. Fróðlegra
hefði verið að heyra eitthvað af tékkneskri
orgeltónlist sem lítið eða ekkert hefur heyrst
hér, en framúrskarandi tónskáld hafa Tékkar
átt í gegn um tímann. Það var fyrst í síðustu
verkunum tveim sem Pavel sýndi sig sem
traustan og öruggan orgelleikara. H-moll
Preludía og fúga J.S. Bachs er eitt af erfið-
ari orgelverkum höfundarins. Verkið var skýrt
mótað frá hendi Pavels og flutt af öryggi og
Preludían af töluverðri reisn, en auðheyrt var
að orgelleikarinn var vanur meiri hljómburði.
Dómkirkjan krefst nokkuð annars spilamáta
en venjan er í miklum hljómburði og tíma
tekur að læra á það og tekst sumum aldrei.
F-moll Fantasía Mozarts er heldur ekkert
smásmíði og veldur fótfímum oft vanda. Pav-
el lék verkið yfirvegað og enn af því öryggi
sem ungum er tamt. Skarpari persónuleg
mótun verkanna kemur með árunum og eðli-
legum þroska, og er þá ekkert annað eftir
en að bjóða þau hjón velkomin til íslands.
Ragnar Björnsson
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68