Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 57 BRÉF TIL BLAÐSINS Er vinstri stjórn nokkuð betri? Frá Þorleifi Kr. Guðlaugssyni: ÞAÐ ER víst ekki ofsögum sagt að eldri borgarar fá að kenna á skattlagningu af ýmsu tagi þó margir séu að benda á óréttlæti þar að lútandi. Mér dettur í hug að varpa fram þeirri spurningu, skyldi vinstristjórn verða nokkuð betri? Vinstristjórnir hafa á liðnum árum reynst efnahag okkar heil martröð efnahagslega og ennþá er ríkisstjórn lands vors enn að hluta til skipuð flokki af vinstri greininni sem illa hefur staðið að velferð landsmanna og lítil von um að vel takist til um framgang mála sem skipta okkur mestu um atvinnuhorfur og framfarir efna- hagslegar og stöðvun þeirrar þró- unar að atvinnuleysi aukist. Aðaltilefni skrifa minna nú er það hálfunna verk sem unnið er varðandi skattgreiðslur af skyldu- greiðslum framlaga í lífeyrissjóði. Kemur það launafólki öllu til góða að verða ekki skattlagt tvisvar af sömu upphæð launa þó betra hefði verið að greiða skattinn strax og þurfa svo ekki að greiða skatt af ellilaunum sínum á þeim lið elli- launanna því þá duga tekjur skammt. Það finnst mér aftur á móti hart að lífeyrissjóðimir, sem eiga hundruð milljarða í sjóðum, skuli sýna félögum sínum þá lítils- virðingu að greiða ekki hærri lífeyr- isbætur. Það er hægt að komast þannig af efnahagslega með þjófn- aði eins og þessir sjóðir hafa gert; þótt nú sé farið að bæta úr því, þannig að erfingjar þeirra sem deyja fyrir sjötíu ára aldur erfi sjóðseignina. Það er von að fólk missi trú á þessu formi ellistyrks þegar svona er staðið að verkum, en það vantar ekki fagurgalann hjá vinstrimönnum um þessi þjóðþrifa- mál sem þeir fegra svo mjög fyrir sínum fylgismönnum. Svo eru líf- eyrissjóðir hafðir fyrir bitbein ráða- manna að naga af tekjum eigenda með aragrúa fólks í vinnu, að óþörfu. Ekki er ennþá hætt að taka skatt af eldri borgurum fyrir lífeyr- issjóðs ellilaun, þetta fólk var áður búið að greiða skatt af telq'um sem fóru í framlag til lífeyrissjóða þess. ÞORLEIFUR KR. GUÐLAUGSSON, Nökkvavogi 33, Reykjavík. Gleymum ekki björg- unarsveitahundunum Frá Þuríði Jónsdóttur Sorensen: KÆRU hjálpasveitamenn. Eins og allir aðrir hefi ég fylgst með hörmungum þeim er gengið hafa yfir á Flateyri og björgunar- starfinu þar. Það var mikið og vandasamt starf þar sem æfðir hundar komu að miklum notum. Sagt er að lítið hefði verið hægt að gera án þeirra. En það er mik- ið og dýrt starf að hafa þá og halda þeim við í æfingu. Vil ég því koma á framfæri því er vinkona mín, sem nú er látin, sagði eftir mannskaðann í Súðavík, en þá voru hundarnir líka mjög virkir. Hún vildi að teknar yrðu myndir af hundunum og þær gefn- ar út sem póstkort til styrktar þessu starfi. Styð ég þessa hugmynd af al- hug. Veit ég að margir myndu kaupa slík kort. ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR S0RENSEN, Skjólbraut la, Kópavogi. Fallegir telphalfiölar á e/n Kjóll úr riffluðu floueli Ýntis önnur tilboð ísangt^ RQuðköflójtur hettukjóll fró kr. 1 .390. freeMOM^ Sími 565 3900 Kirkjuból í Bjarnadal Frá Jóhannesi R. Snorrasyni: SUNNUDAGINN 24. september sl. sýndi sjónvarpið þátt, sem að hluta var tekinn upp á Kirkjubóli í Bjarna- dal í Önundarfirði. Fyrir utan ein- staka náttúrufegurð og gróanda í Bjamadal fannst mér viðtalið við hinn merka bónda og skáld, Guð- mund Inga Kristjánsson, vera svo eftirtektarvert, að mig langar til þess að það verði endursýnt. Ég missti af fyrri hluta þáttarins, en vildi mega sjá hann allan og heyra. Ég þykist vita að fleiri munu vilja heyra hvað skáldið og bóndinn hefur að segja. Guðmundur Ingi Kristjánsson er íjölfróður og minnugur vel. Ekki var að heyra að hann væri farinn að missa neitt af hinni skíru hugsun og kjamyrta tungutaki, sem alla tíð hefur einkennt hann og þau Kirkju- bólssystkini öll. Undirritaður var part úr sumri á Kirkjubóli, þá lítill drengur í sveitt, var við fráfærur, mjaltir kvíaánna í tréfötur, sat lömb og rak úr túni. Nú eru liðin hart nær 68 ár frá þeirri lærdómsríku dvöl. Margt hefur síðan breyst í Bjarnadal. Brekkurn- ar, fy'öllin, áin, og lyngmóarnir eru á sínum stað. En þá vom hvergi akveg- ir, enda engir bílar og hesturinn eina farartækið líkt og til forna. í kaup- staðinn var róið eða siglt yfir Öndun- arfjörðinn þveran, frá hvítum sandi nálægt Holtsodda. Fólkið í dalnum virtist una hag sínum vel. Á Kirkjubóli kom enginn að „tóm- um kofa“, þar var fólkið víðlesið, fylgdist vel með og gat rædd heims- bókmenntir jafnt sem sögu lands og þjóðar, þróun tækni og vísinda þeirra tíma, svo eitthvað sé nefnt. Á Kirkjubóli hefur þjóðrækni, trú á landið, söguna og tunguna, verið traust eins og björgin. Ótrúlegt finnst mér að þar um slóðir sé fólk að finna, sem fóma vill sjálfstæði íslensku þjóð- arinnar og forræði yfir auðlindunum til lands og sjávar, fyrir tímabundna og fallvalta viðskiptahagsmuni, ger- ast undirgefin nýlenda á nýjan leik. Mér skilst að Guðmundi Inga Kristjánssyni geðjist ekki sá ljóður á samfélagi okkar, þar sem „allt veður uppi“, og lái honum hver sem vill. Allir hugsandi menn munu skilja og sjá, að sá losarabragur hljóti að fá illan endi. JÓHANNES R. SNORRASON, Helgalandi 6, Mosfellsbæ. Snjóflóð í Kanada Frá Tryggva V. Líndal: FYRIR þá sem lifa af snjóflóð, sem og önnur áföll, er oft hjálplegt að geta séð skaða sinn í erlendu sam- hengi. En við í Vináttufélagi íslands og Kanada erum meðvituð um að Kanada, með sinni fjölbreytilegu náttúru, getur verið okkur Islending- um óþrjótandi fróðleiksbmnnur. Hér á eftir verður því tínt til ýmislegt um snjóflóð þar, úr fjölfræðiritinu The Canadian Encyclopedia. í Kanada fellur fjöldi snjóflóða árlega í fjöllum Alberta, Bresku Kólumbíu, Norðvesturhéraðunum og Yukon. Sjaldnar hins vegar í Austur- Kanada, með sínum ávalari fjöllum og hæðum. Þó hefur jafnvel orðið mannskætt snjóflóð innan borgar- marka Toronto, í Ontario, og sýnir það hvað allir þeir staðir geta verið varasamir þar sem snjór og tilheyr- andi brekkur eru fyrir. í Kanada farast að jafnaði sjö manns árlega af völdum snjóflóða, (venjulega fjallgöngumenn og skíða- fólk). Stundum valda snjóflóð meiri- háttar neyðartilfellum, svo sem í fylki Bresku Kólumbíu: Þar fórust árið 1898 60 manns, árið 1910 58 manns og í samblandi áf skriðu og snjóflóði fórast þar árið 1915, 67 manns og árið 1965, 26 manns. Skaðsemi snjóflóða fer nokkuð eftir fjallhæð. Snjóflóð sem gæti eyðilagt þorp eða skóg þyrfti að fálla um 1.000 metra. Meðalstórt snjóflóð, sem gæti eyðilagt hýbýli eða bifreið, þyrfti að falla um 100 metra. Lítið snjóðflóð; sem gæti grafið, slasað eða drepið eina mann- e§kju, þyrfti að falla tæpa 100 metra. Um helmingur þeirra sem grafast undir í snjóflóðum, kafnar á innan við hálftíma. Hins vegar hafa fórn- arlömb sem höfðu þar nægilegt önd- unarrými getað lifað þar allt að nokkrum dögum. Því era björgunar- aðgerðir reyndar til hins ýtrasta; af þjálfuðum björgunarsveitum með potstangir og snjóflóðabjörgunar- hunda. Hafi fórnarlambið á sér sendi- tæki, má þó finna það tiltölulega fljótt, séu leitarmennimir með mót- tökutæki. TRYGGVIV. LÍNDAL, form. VÍK, Skeggjagötu 3, Reykjavík. Viltu hala það svart/hvítt eða í lit? HP LaserJet geislaprentarar HP 850C kr. 46.500 HP 1200C kr. 97.000 HP 1600C kr. 129.900 BOÐEIND Við eruin í Mörkinni 6 • Sínii 588 2061 • Fax 588 2062 340 600 HP 660C kr. 25.800 nýr ki*. 25.900 nír kr. 35.900 HP 5L HP 4Plus kr. 49.900 nír kr. 169.900 HP 5P HP 4M Plus r/,^1 hewlett mílrJk PACKARD Viðurkenndur söluaðili kr. 115.500 kr. 234.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.