Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Þingkosningar í Egyptalandi
Fjendur Mubaraks
semja bak við tjöldin
ÞANN 29. þessa mánaðar
verða kosningar til
egypska þingsins. Kosn-
ingar eru haldnar á fimm
ára fresti, kjördæmi eru 222 og
tveir kosnir í hverju. Þingmenn eru
því 444 talsins auk 10 sem forset-
inn skipar. Þessar kosningar eru
að því leyti eftirtektarverðar að
allir helstu stjórnarandstöðuflokk-
arnir bjóða fram en í þeim síðustu
hundsuðu þeir flestir kosningar og
staðhæfðu að þær væru ekki lýð-
ræðislegar. Þingið nú -Maglis-el-
Sjaab- er því að langmestu leyti
setið þingmönnum Lýðræðislega
þjóðarflokksins (LÞF) sem er vitan-
lega flokkur forseta landsins, Hosni
Mubarak.
Það er ekki svo að skilja að
kosningarnar núna flokkist undir
það sem við köllum lýðræði - og
raunar fjarri því. Hvernig sem
menn kjósa er ávallt tryggt að
Lýðræðislegi þjóðarflokkurinn fái
tvo þriðju þingmanna. Á hinn
bóginn hafa stjórnarandstöðu-
flokkarnir nú ákveðið að stefna
að því að ná þessum þriðjungi
þingsæta sem er til skiptanna.
Þeir segja að riái frambjóðendur
þeirra 152 mönnum á þingið muni
stjórnarflokkurinn gjöra svo vel
og neyðast til að hlusta á raddir
stjórnarandstöðunnar hvort sem
honum líkar betur eða verr.
Nokkrir talsmenn stjórnarand-
stöðuflokka kröfðust þess að
ábyrgir erlendir eftirlitsmenn
fengju að fylgjast með kosningun-
um til að sannreyna fullyrðingar
LÞF að allt væri jafn lýðræðislegt
og talsmenn hans vildu vera láta.
Þessu var jafnskjótt hafnað af
þinginu sem nú situr og kom
stjórnarandstöðuflokkunum sjálf-
sagt ekki á óvart.
Samvinna af
hagsýnisástæðum
Helstu stjórnarandstöðuflokk-
arnir eru Tagammuflokkurinn, el
Wafdflokkurinn, Nasseristaflokk-
ur, Verkamannaflokkurinn og
Frjálslyndi flokkurinn.
Þeir hafa ekki valið þá leið að
gera opinber kosningabandalög,
heldur er samið bak við tjöldin,
því enginn flokkur nema LÞF
hefur bolmagn til að bjóða fram
Þingkosningar fara fram í Egyptalandi
um mánaðamótin. Jóhanna Kristjóns-
dóttir segir áhuga lítinn á kosningunum,
sem seint verði taldar lýræðislegar og
gerir grein fyrir yfírburðastöðu flokks
Mubaraks forseta.
MUBARAK gefur tóninn.
Reuter
í öllum kjördæmum. Því reyna
flokkarnir að semja um að tiltek-
inn frambjóðandi þeirra í ein-
hverju kjördæmi hljóti einnig
stuðning fleiri flokka en hans eig-
in. Þar með aukist móguleikar á
að ná inn hinum þingmanninum
í kjördæminu því það velkist eng-
inn í vafa um að frambjóðendur
LÞF nái kosningu í hverju kjör-
dæmi.
Menn sem ég hef talað við virð-
ast sammála um að þessi sam-
vinna flokkanna sé af hagsýnisá-
stæðum en ekki hugsjónaástæð-
um og sumir halda því fram að
LÞF muni einnig taka þátt í þess-
um leik þar sem fyrirsjáanlegt sé
að mjög sterkir frambjóðendur
stjórnarandstöðu kunni að vera
einhver ógnun.
Áhugaleysi meðal
ungs fólks
Stjórnarflokkurinn hefur verið
gagnrýndur fyrir að kjörskrár séu
úreltar og jafnvel falsaðar, þar
séu löngu látnir og aðrir búi er-
lendis og kjósi ekki. Ráðamenn
hafa hummað fram af sér að láta
endurskoða kjörskrár og bendir
ekkert til að það verði gert héðan
af. Auk þess vilja stjórnarand-
stöðuflokkarnir að dómari sé á
hverjum kjörstað til að fylgjast
með að stuðningsmenn LÞF hrúgi
ekki „réttum" atkvæðum í kjör-
kassana. Þessu hefur verið svarað
á þann veg að ekki séu í landinu
nægilega margir dómarar til að
vera á öllum kjörstöðunum.
Allir sem eru orðnir 18 ára og
hafa hreint sakavottorð mega
kjósa. Samt eru ekki nema 16-18
milljónir kjósenda skráðar. Dr.
Gehad Auda, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Al Ahram mið-
stöðvarinnar í Stjórnmála- og her-
fræðirannsóknum, segir að stjórn-
arflokkurinn LÞF muni trúlega fá
verulegt fylgi úti á landsbyggð-
inni því fólk telji hann líklegri til
að koma málum í höfn. Aftur á
móti eigi stjórnarflokkurinn undir
högg að sækja í borgunum og
ekki síst Kairó.
-Kamil Al Sayid, deildarstjóri
við Kairó háskóla, segir að ekki
séu nema um 54% þeirra á kjör-
skrá sem lögum samkvæmt eiga
rétt'til að greiða atkvæði. Hann
vitnaði til opinberra talna um kjör-
sókn í síðustu þrennum kosning-
um og sagði að upplýst hefði ver-
ið að 44% skráðra hefðu kosið
1984, 50% 1987 og 43% 1990.
Hann sagðist draga þessar tölur
í efa og teldi að kjörsókn hefði
verið enn minni.
Aðskiljanlegir sérfræðingar
segja að það sé ógerningur að
sannreyna kjörsókn. Innanríkis-
ráðuneytið eigi að sjá um skrán-
ingu og fylgjast með og dóms-
málaráðuneytið eigi að sjá um að
allt fari nú fram samkvæmt regl-
um og menn efast stórlega um
heilindi þessara ráðuneyta.
í blöðum og sjónvarpi hafa for-
svarsmenn   flestra   flokka,   ekki
síst Mubarak forseti eindregið
hvatt menn til að kjósa svo þingið
verði sem lýðræðislegast skipað
og endurspegli sannan vilja þjóð-
arinnar. Ekki síst hefur Mubarak
skorað á ungt fólk að flykkjast á
kjörstaðina.
Eftir því sem mér heyrist núna
fær þessi málflutningur og hvatn-
ingarorð ekki mikinn hljómgrunn
meðal ungs fólks. Það lætur sér
fátt um finnast og segir að það
muni engu breyta þó það fari og
kjósi því stjórnarflokkurinn muni
hvort eð er geta hagrætt úrslitum.
Innanlandsmál ber hæst
I kosningabaráttunni hafa
frambjóðendur lagt alla áherslu á
innanlandsmál enda hafa kjósend-
ur langflestir engan áhuga á öðru
en því sem brennur á hverjum og
einum. Atvinnuleysi er mjög mik-
ið, umbætur í sorphirðingu brýn-
ar, skolpræsikerfum er ábótavant,
vatnsveitukerfi eru gölluð mjög
víða og rafveitukerfi ófullkomin.
Stöðugar verðhækkanir eru á
nauðsynjum og þeir fátæku verða
æ fátækari og þeir ríku ríkari svo
bilið milli þeirra hefur breikkað
ár frá ári.
Forsetinn og ýmsir ráðherrar
hafa líka verið önnum kafnir við
að opna nýja og fullkomna spítala
og skóla, skoða og amena nýja
og aðlaðandi skipulagsuppdrætti,
verðlauna skólaböm og svo fram-
vegis og allt á þetta náttúrlega
að sýna kjósendum fram á að það
sé unnið af miklum krafti á.stjórn-
arheimilinu og verði ekki látið
staðar numið.
En unga fólkið kærir. sig sem
sagt kollótt. Marga dreymir um
leiðtoga sem gæti, helst í einu
vetfangi, gerbylt öllu, og nýtt þá
möguleika sem þessi þjóð og land-
ið búa yfir. Og sæi a.m.k. til að
allir hefðu í sig og á. „Sá maður
þyrfti að hafa persónutöfra Nass-
ers, vitsmuni Sadats, iðjusemi
Mubaraks og lýðræðisást Mo-
hammeds Heykal (fyrrv. ritstj.
Al Ahvam)" sagði hópur ung-
menna við American University
við mig um daginn. Slíkur leiðtogi
er ekki í sjónmáli að því er ég
best veit.
Þó svo forsetanum sé e.t.v,
hampað á alþjóðavettvangi fyrir
merkilegt framlag til friðar í þess-
um heimshluta deila menn ekki
þeirri virðingu hér heima fyrir.
Enda dettur mér einatt í hug þeg-
ar ég fylgist með fréttum eða
ræði við fólk að æði mörgum sé
alveg sama hvort Clinton Banda-
ríkjaforseti hringir til ráðslags í
Mubarak eða erlendir áhrifamenn
sem koma hér og segja blaða-
mönnum hvað hann sé stórgóður
stjórnandi. Meðan milljónir og
aftur milljónir eiga ekki fyrir
brýnustu lífsnauðsynjum fyrir sig
og fjölskylduna er varla við því
að búast að menn falli í stafi yfir
lofsöngvum erlendra ráðamanna
sem þekkja lítið eða ekkert til
mála innan lándsins.
\
45% hækkun á einu ári
Komdu skattaafslættinum
a
kortið
Skandia býður hlutabréF með
10% útborgun og afganginn á
boðgreiðslum til 12 mánaða
•  Hjá Skandia geta hjón keypt hlutabréf í Almenna hlutabréfasjóðnum hf. fyrir 270 þúsund krónur
- borgað aðeins 10% út og afganginn á boðgreiðslum Visa og Euro til 12 mánaða.
•   Með slíkum kaupum fá hjón u.þ.b. 90.000 króna skattaafslátt sem greiðist í
ágúst á næsta ári.
•   HiutabréfíAlmennahlutabréfasjóðnumhf. hafahækkaðum45% síðustu 12 mánuðina.
• Þúgeturgengiðfrákaupunurnmeðeinu
símtali við Skandia í síma 5619 700.
Skandia
Fjárfestingarfélagið Skandia hf. • löggilt verðbréfafyrirtæki • Laugavegi 170 • sími 56 19 700
t
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
26-27
26-27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52