Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ELLILÍFEYRISÞEGAR í Moskvu lýsa yfir stuðningi við flokk kommúnista og halda uppi myndum af leiðtogunum Lenín og Stalín. AFTURHVARF í RÚSSLANDI Tæpur mánuður er nú þangað til þingkosn- ingar fara fram í Rússlandi. Asgeir Sverris- son greinir frá hraklegum lífskjörum ákveð- inna þjóðfélagshópa, vonbrigðunum sem óheft markaðshyggja hefur valdið og veltir fyrir sér stjómmálaþróuninni. NÚ sem áður snúast rússnesk stjórnmál um manninn i miðjunni, Borís Jeltsín forseta. Efasemdir um að hann bjóði sig fram í forsetakosningunum á næsta ári setja sífellt aukinn svip á stjórn- mál í Rússlandi og valdabaráttan er hafin. Jeltsín á hægri hönd situr Jegor Gaidar, sem í eina tíð var forsætisráðherra Jeltsíns og einn helsti hugmyndafræðingur umbótastefnunnar eystra. SÖGULEGAR þingkosningar fara fram í Rússlandi eftir rétt tæpan mánuð. Veru- legar líkur eru á að svo- nefndir umbótaflokkar beri þar skarðan hlut frá borði og að komm- únistar, þjóðemissinnar og aðrir flokkar sem ala á óánægju almenn- ings vegna þeirra umskipta sem orð- ið hafa í Rússlandi, beri sigur úr býtum. Þetta kemur ekki síst til af því að áhrif eldri kjósenda fara sí- fellt vaxandi í rússneskum stjóm- málum. Alls hafa 42 flokkar og samtök fengið heimild kjörstjórnar til að bjóða fram í kosningunum 17. næsta mánaðar. Hætt er við að þessi fjöldi verði til þess að rugla marga í rím- inu þó svo að nöfn þriggja helstu leiðtoga hvers flokks verði birt ásamt nafni viðkomandi samtaka. Prýðileg andagift einkennir nafnav- alið en nöfn margra flokka eru mjög lík og eykur það hættuna á rugl- ingi. Þannig heitir einn flokkurinn „Umbylting föðurlandsins", annar „Föðurland mitt" og sá þriðji „I þágu fóstuijarðarinnar." Kannanir gefa til kynna að enginn einn flokkur njóti yfirburðastöðu og kann það að verða til þess að flokka- drættir aukist enn í neðri deild þings- ins, Dúmunni. Samkvæmt þeim rannsóknum sem fyrir liggja má heita öruggt að kommúnistar verði stærsti einstaki flokkurinn á þingi og hefur honum verið spáð um 14% fylgi. Umbótaflokkarnir, sem svo hafa verið nefndir á Vesturlöndum, eiga mjög undir högg að sækja. Aþýða manna lítur enda upp til hópa svo á að áhrif þeirra í rússnesku samfélagi hafi ekki verið til góðs og að menn sem tileinkað hafi sér vest- rænar hugmyndir séu ábyrgir fyrir þeirri gríðarlegu tilfærslu á fjármun- um sem átt hafi sér stað og því hróp- lega misræmi sem einkennir lífskjör- in í Rússlandi. Pólitískt minnisleysi Pólitískt minnisleysi ríkir í Rúss- landi sem víðar í Austur-Evrópu. Þegar horft er yfir sviðið hafa kommúnistar og arftakar flokka þeirra nánast alls staðar unnið sigur í þingkosningum þeim sem farið hafa fram á undanförnum tveimur árum. Þetta hefur gerst í Eystra- saltsríkjunum, Póllandi, Ungveija- landi og í Búlgaríu. í öllum þessum löndum höfðu áður verið í stjórn flokkar sem boðuðu vestræn viðmið og markaðshyggju. í Rúmeníu hafa fyrrum undirsátar Nicolae Ceau- sescu, einræðisherrans illræmda, verið við völd frá því honum var steypt af stóli í desember 1989. Líkt og í Rúmeníu eru þjóðernisöfgamenn og gamlir kommúnistar áberandi í stjórnmálum Slóvakíu. Einungis í Tékkneska lýðveldinu hafa markaðs- hyggjumenn haldið velli en þar fara efasemdirnar og óánægjan vaxandi. Þegar grannt er skoðað kemur í ljós að ástæða þessa afturhvarfs er í raun hin sama í ríkjum þessum. Umbætur þær sem markaðshyggjan átti að geta af sér hafa aðeins náð til stærri borga en í dreifbýlinu hafa lífskjörin víðast hvar ýmist staðið í stað eða versnað. Kjör aldraðra og ellilífeyrisþega hafa almennt og yfir- leitt versnað, víða stórlega. Afkomu- öryggið er ekkert. Forréttindastéttin gamla hefur víða haslað sér völl á viðskiptasviðinu í ríkjum þessum og á svarta markaðinum. Gífurleg til- færsla, oft glæpsamleg, hefur átt sér stað á eignum og fjármunum. Virðing fyrir lögum og rétti heyrir sögunni til og víða ríkir hálfgerð skálmöld. Félagslegur vandi af ýms- um toga svo sem almenn drykkju- sýki hefur á mörgum stöðum frekar ágerst heldur en hitt. Margir hafa orðið fyrir gífurlegum vonbrigðum en í öðrum tilfellum hafa efasemd- irnar fengist staðfestar. Við þessar aðstæður eru margir teknir að sakna gamla tímans. Þá gátu menn hið minnsta verið sæmi- lega öruggir um afkomu sína þó svo að skortur ríkti á ýmsum sviðum, vestrænn varningur væri vandfeng- inn og pólitíska frelsið ekkert. Biðr- aðirnar gleymast furðu fljótt, aust- ur-evrópsku heimilistækin voru ef til vill í besta falli rusl en það var þó hægt að komast yfir þau. Hvers virði er pólitískt frelsi ellilífeyrisþega í Rússlandi sem á ekki til hnífs og skeiðar og er öldungis hundsaður í samfélaginu? Hveiju breytir það fyr- ir smábónda eða iðnverkamann að vestrænn varningur sé nú fáanlegur þegar kaupmátturinn er minni en nokkru sinni fyrr? Hagur ákveðinna þjóðfélagshópa hefur að sönnu batnað en mest ber á því að byltingin hafi einkum breytt högum yngra fólks sem haslað hefur sér völl á viðskiptasviðinu og Rússar nefna „bísnesmenníj". Hinir eldri horfa upp á vaxandi lausung og telja yngri kynslóðir forsmá allt sem forð- um var heilágt. Þegar að kreppir og samkeppnin fer vaxandi aukast hins vegar vonbrigðin í röðum hinna yngri og pólitískt lystarleysi sækir á. Skyndilega er eins og dofni yfir minningunni um kúgunina sem menn sættu forðum. Áhrifamiklir ellilífeyrisþegar Á einn hátt mótar þó arfleifð kom- múnismans allt stjórnmálalífið í Rússlandi. Kommúnisminn ól á full- komnu virðingarleysi fyrir lífinu og fóstureyðingar komu oftlega í stað getnaðarvarna. Marga hryllti við að fæða börn inn í þennan andstyggi- lega heim og því varð fóiksfjöigun ekki með eðlilegum hætti. Jafnvægið raskaðist og nú er svo komið að rússneska þjóðin eldist „óeðlilega" hratt. Þriðjungur þjóðarinnar er nú eldri en 45 ára og tæp 20% hennar eru eldri en 60 ára. Af þeim 150 milljón- um manna sem búa í Rússlandi þiggja 35 milljónir eftirlaun. Gert er ráð fyrir að 20 milljónir þessara eftirlaunaþega muni taka þátt í kosningnunum. Þetta er því „virkur" og áhrifamikill hópur kjósenda. Ætia má að stærsti hluti þessa fólks styðji annaðhvort flokk komm- únista eða önnur þau samtök sem boða fráhvarf frá vestrænni mark- aðshyggju. Meðaleftirlaun eru nú um 1.500 krónur á mánuði og liðin er sú tíð er mjólkin og brauðið hækk- aði ekki áratugum saman. Sam- kvæmt opinberum útreikningum eru meðaleftirlaun um helmingur þess sem skilgreint hefur verið sem lág- marksframfærslukostnaður ein- staklings á mánuði. Þessarar óánægju hinna forsmáðu gætti í þingkosningunum 1993 en þá fengu þeir flokkar sem mesta áherslu Iögðu á versnandi hag hinna eldri alls um 170 sæti á þingi þar sem alls sitja 450 fulltrúar. Að vísu má ætla að sigurvegarar kosning- anna 1993, Fijálslyndi demókrata- flokkurinn, fá minna fylgi nú enda hefur leiðtogi flokksins, þjóðernis- sinninn Vladímír Zhírínovskíj, glatað tiltrú margra auk þess sem ætla má að óánægjufylgi það er hann hlaut 1993 renni nú að hluta til í annan farveg. Zhírínovskíj mun hins vegar verða fyrirferðarmikill í kosningabarátt- unni og vera kann að það verði syst- ir hans, Lyubov Zhírínovskaja, einn- ig en hún er í framboði gegn An- drei Kozyrev utanríkisráðherra, sem býður sig fram sem óháður í Múr- mansk. Zhírínovskíj lítur svo á að Kozyrev sé maðurinn sem sé ábyrg- ur fyrir því að Rússland njóti ekki lengur viðingarstöðu heimsveldis. Kozyrev hefur á stundum verið nefndur „síðasti umbótasinninn" í ríkisstjórn Jeltsíns vegna þess hversu fús hann hefur verið til sam- starfs við Vesturlönd. Telja má óhugsandi að hann haldi embætti utanríkisráðherra. „Rauð-brún“ valdablokk ólíkleg Á Vesturlöndum hafa menn velt þeim möguleika mjög fyrir sér að mynduð verði „rauð-brún" valda- blokk á þingi eftir kosningarnar þ.e. að samstarf takist með kommúnist- um og þjóðernissinnum Zhír- ínovskíjs. Því hefur verið haldið fram að þetta gæti reynst sérlega hættu- leg þróun og að viðbrögðin gætu orðið sterk á Vesturlöndum. Við þetta hefur síðan bæst heilsuleysi Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, sem vekur verulegar efasemdir um að hann verði í framboði í forsetakosn- ingunum er fram eiga að fara 16. júní á næsta ári. Oft gleymist það í umræðum um Jeltsín og hugsan- legt framboð hans að hann er orðinn nokkuð fullorðinn maður á rússnesk- an mælikvarða. Forsetinn er 64 ára en meðalaldur rússneskra karl- manna er um 57 ár. Af ýmsum ástæðum verður að telja að þessi ótti um náið samstarf kommúnista og rússneskra þjóðern- issinna eigi ekki við rök að styðjast. Kommúnistaflokkurinn, sem lýtur stjórn Gennadís Tsjúganovs, hefur leitast mjög við að koma fram sem ábyrgt afl í rússneskum stjórnmál- um. Aukin áhersla verður vænt- anlega lögð á þessa ímynd flokksins ekki síst þar sem Tsjúganov rennir vafalaust hýru auga til forsetaemb- ættisins og má teljast líklegur fram- bjóðandi næsta sumar. Það þjónar því tæpast hagsmunum leiðtogans og flokksins að taka upp samstarf við Zhírínovskíj og menn hans. Zhír- ínovskíj er frægur út um heim allan fyrir yfirgengilega hegðun og öfga- fullar yfirlýsingar og af þeim sökum kunna kommúnistar að leita annað, ekki síst reynist þeir sigurvegarar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.