Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 17 JÓLAHÓF á vegum þýzka nazistaflokksins í kjallara ræðismanns- bústaðarins við Túngötu 1939. Gerlach ræðismaður við borðs- endann. „Maðurinn í svarta frakkanum", sem bankaði upp hjá ræðismanninum hernámsnóttina, er nafngreindur í bókinni. HERMANN Jónasson forsætisráðherra var vændur um að vera heldur hliðhollur Þjóðverjum, en Bretar töldu hann sér vinsamlegan. Hér er Hermann, annar f. h. fremst, í samdrykkju í brezka ræðismannsbústaðnum í Höfða. Lengst til hægri er John C. Bowering aðalræðismaður, en efst til vinstri er Thor Thors, þá Stefán Þorvarðsson, Sigurður B. Sigurðsson og Hallgrímur Fr. Hallgrímsson. FYRIRLIÐAR lögreglunnar í Reykjavík á skotæfingu á Lyngdalsheiði. Lögreglan var búin undir að kljást við hjálparmenn þýzka hersins í Reykjavík. Erlingur Pálsson yfirlögregluþjónn (með hvíta húfu) stjórnar æfingunni. vetja á skipaflotann, en það var hin eilífa martröð íslenzkra ráðamanna. Skrif Þjóðviljans komu ríkisstjórn- inni í mesta vanda gagnvart Þjóð- veijum. Þeir hertu á hótunum sínum við Islendinga og notfærðu sér óspart skrif sósíalista til að herða að íslenzkum stjórnvöldum. Framhaldið af þessari sögu er andspyrna Sósíalistaflokksins gegn Bretum eftir 'að þeir stigu á land, en það er kapítuli í næsta bindi verks míns.“ Fundur Gunnars Gunnarssonar með Hitler Þór hefur við rannsóknir sínar komizt yfir ýmis gögn, sem sýna afstöðu þjóðþekktra persóna til stríðsaðila í upphafi stytjaldarinnar. Þeirra á meðal er Gunnar Gunnars- son rithöfundur, sem er þess vafa- sama heiðurs aðnjótandi að hafa verið eini íslendingurinn, sem hitti Hitler að máli svo vitað sé. Veturinn 1940 fór Gunnar í fyrirlestraferð um Þýzkaland í boði Norræna félagsins þýzka, sem var undir stjórn Nazista- flokksins. „Það hafa verið uppi alls konar hugmyndir um ferð Gunnars og hann verið mjög gagnrýndur fyrir hana, bæði hér heima og í Dan- mörku,“ segir Þór. „Orðrómur sagði að hann hefði verið að ræða við Hitler um að verða landstjóri á ís- landi ef Þjóðvetjar tækju landið. Þetta er hins vegar mesta firra. Gunnar fór til Þýzkalands í alveg sérstökum erindagjörðum: að fá Þjóðvetja - og þá æðstu menn Þýzkalands - til að veita Finnum lið gegn Rússum í vetrarstríðinu. Þetta kemur meðal annars fram í dagbók Jóseps Goebbels, sem lenti í orða- sennu við Gunnar vegna Finnlands- málsins. . Þegar að fundinum með Hitler kom, var hins vegar búið að semja um frið milli Stalíns og Finna. Fund- urinn snerist því um allt önnur mál en Finnlandsstríðið. Það, sem er kannski merkilegast við fundinn, er að Hitler gaf Gunnari eins konar bendingu um að hætta steðjaði að Norðurlöndum. Að minnsta kosti skildi Gunnar ummæli hans á þá leið og vildi hraða för sinni heim, en frá því hafði Hitler ráðið honum. Um tíma, á meðan Gunnar komst ekki úr landi, virðist hann hafa talið sig nokkurs konar fanga Hitlers. Loks slapp hann heim frá Þýzka- landi eftir krókaleið." Hvað tónskáldið Jón Leifs varðar, segist Þór hins vegar telja að höf- undar kvikmyndarinnar Tár úr steini hafí ekki lýst alls kostar rétt sam- skiptum Jóns við nazista og afstöðu hans til þeirra. „Skoðanir Jóns eins og Gunnars Gunnarssonar fóru að nokkru saman við nazismann. Jón var óðfús að eiga samstarf við Þjóð- veija, en þeir voru hins vegar afar tortryggnir á hann vegna þess að hann var kvæntur gyðingi. Það stóð þess vegna á þeim að taka í útrétta hönd hans. Ég tel að ekki sé hægt að útskýra afstöðu hans að öllu leyti með því að vísa til metnaðar hans sem listamanns.“ Nazisti í ræðis- mannsskrifstofu Breta Það hefur vakið athygli, sem greint hefur verið frá, að í bók Þórs er upplýst að njósnari Þjóðveija í brezku ræðismannsskrifstofunni hafi gért Gerlach ræðismanni við- vart um að innrás Breta væri yfirvof- andi. Þór segir að það sé bezt að nafnið bíði birtingar bókarinnar. „Þjóðveijar náðu sambandi við mann í brezku ræðismannsskrifstofunni. Hann hafði gerzt nazisti eftir langa dvöl í Hamborg og kom upplýsingum til Þjóðveija. Heimildarmaður minn, Schulze-Stentorp, hafði raunar milli- göngu um það, hann tók við upplýs- ingunum frá manninum og bar til Gerlachs. Schulze-Stentorp segir að daginn fyrir hernámið hafi njósnar- inn greint frá því að ákveðið hefði verið að hernema ísland og brezkur her væri á leiðinni til landsins. Gerlach trúði ekki fyllilega þessum upplýsingum. Það, sem villti um fyrir honum, var að bærinn var fullur af orðrómi um væntanlegt hernám. Þegar þar kom að brezki ræðis- maðurinn kallaði á starfsmenn ræð- ismannsskrifstofunnar og nokkra Breta, sem hér voru búsettir, til að undirbúa með sér aðstoð við her- námsliðið, gætti hann þess að- þeir gætu ekki komið neinum upplýsing- um út úr Höfða, sem var þá ræðis- mannsbústaður Breta. Jafnvel þótt njósnarinn hafi eflaust gjarnan viljað koma upplýsingunum úr Höfða nótt- ina fyrir hernámið hafði hann ekki tök á því.“ ÞANNIG VIRKAR TÖLVAN RON WHITE Þannig virkar tölvan er skemmtileg leið til að kynnast tölvunni og framar öllum í sinni röð. Alfred Poor, PC Magazine Sláandi... fræðandi... auðskilin. L.R. Shannon, The New York Times Hnökralaus samsetning texta og mynda gera flókna eðlisfræði einkatölvunnar eins sjálfsagða og þyngdarlögmálið. Larry Blasko, The Associa Bé'/. vg geisladj/l'uti Piktóm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.