Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
4
MINNINGAR
MARGRET
JÓNSDÓTTIR
+ Margrét Jóns-
dóttir fæddist á
Akranesi 26. júní
1914. Hún lést í
Borgarspítalanum
9. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Jón
Sigurðsson, skip-
stjóri og síðar hafn-
arvörður á Akra-
nesi, f. 25. mars
1888 í Litla-Lamb-
haga, Skilmanna-
hreppi, Borg., d. 19.
júlí 1971, og Ragn-
heiður Þórðardótt-
ir, f. 8. mars 1893 á Vegamótum
á Akranesi, d. 26. október 1982.
Jón og Ragnheiður bjuggu
lengst af á Reynistað á Akra-
nesi. Margrét var elst níu systk-
ina. Hin eru Helga, f. 5. febrúar
1916; Sigurður, f. 5. mars 1917,
d. 30. júní 1940; Þórður, f. 31.
mars 1920, d. 29. september
1937; Jón S., f. 9. janúar 1923,
d. 10. apríl 1924;
Jón S., f. 20. janúar
1925; Ragnheiður,
f. 11. maí 1927, d.
13. maí 1928; Rík-
harður, f. 12. nóv-
ember 1929; Þórð-
ur, f. 29. nóvember
1934.
Margrét   giftist
Hinrik      Líndal
Gíslasyni 28. nóv-
ember 1935. Þau
slitu     samvistir.
Þeirra dóttir er
Ragnheiður Líndal,
f. 18. júlí 1936.
Seinni manni sínum Greipi
Sveinssyni giftist Margrét 14.
nóvember 1942. Þeirra sonur
er Sigurður Greipsson, f. .1.
ágúst 1949. Greipur lést 8. októ-
ber 1971.
Útför Margrétar Jónsdóttur
fór fram í kyrrþey, að hennar
eigin ósk, frá Fossvogskapellu
föstudaginn 17. nóvember.
Nú loga ljósin heima
lýsa yfir sund
Skagagötur geyma
gullna æskustund.
Eikin sterka er fallin.
Amma var í huga okkar systkin-
anna í senn eik og rós, sterk og
traust, blíð og gefandi. Það er erf-
itt að hugsa sér lífið án hennar, því
hún var svo stór þáttur í okkar lífi,
að við kölluðum hana ömmu stóru.
Við ólumst upp í skjóli hennar og
afa þar sem við áttum saman heim-
ili á annan áratug. En þó við flytt-
um annað var sambandið áfram
náið og við erum þakklát fyrir að
hafa átt hana svo lengi að.
Amma var alla tíð Skagamaður.
Og þó hún flytti rúmlega tvítug til
Reykjavíkur, var hún alltaf með
annan fótinn uppi á Skaga hjá for-
eldrum sínum á Reynistað. Þær
voru ófáar ferðirnar sem við fórum
þangað með ömmu og afa og feng-
um að njóta samvista við langömmu
og langafa okkar á Reynistað. Er
afi og langafi dóu með þriggja
mánaða millibili voru þær mæðgur
hvor annarri mikill styrkur.
Oft horfði hún ástríkum augum
upp á Skaga og við heyrðum hana
segja: „Það held ég að ljósin logi
heima núna."
Ömmu var annt um allt sitt fólk
og fylgdist vel með þvi, engin barns-
fæðing í fjölskyldunni fór fram hjá
henni. Það var henni afar þung-
bært að horfa á eftir fjórum systkin-
um sínum í dauðann. Það setti
t
Ástkær  móðir  okkar,  tengdamóðir,
amma og langamma,
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR,
Stórholti 22,
Reykjavík,
lést í Borgarspítalanum 9. nóvembersl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð.
Ragnheiður L. Hinriksdóttir, Skarphéöinn Sigursteinsson,
Siguröur Greipsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
-«¦
t
Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR JÓIMASSON,
Álftamýri 4,
verður jarðsunginn' frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 21. nóvember kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hins látna er
bent á að láta Krabbameinsfélagið njóta
þess.
Svava Jónsdóttir,
böm, tengdabörn og barnabörn.
t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og	
útför eiginmanns og föður,	
NILSHAUGEN,	
Ljósheimum 22.	
Sérstakar þakkir til starfsfólks B 4, Borgarspítala.	
Hcrborg Haugen,  Anni G.	Haugen.
mark á hana að ársgömul systir
hennar Ragnheiður dó að morgni
fermingardags hennar og eftir að
langamma hafði búið um barnið
sitt látið, fór hún með elstu dóttur
sinni til kirkju, sterk og stór.
Á örlagastundu í lífi eins okkar
sagði hún: „Konur í okkar ætt
brotna ekki, við getum bognað, en
við brotnum aldrei, og við rísum
upp á ný sterkari en áður."
Amma var mjög ljóðelsk, hag-
mælt sjálf en flíkaði því þó ekki.
Við munum eftir því að hún bauð
okkur öllum á Útsýnarkvöld þar
sem velja átti besta ljóðið í auglýs-
ingu fyrir ferðaskrifstofuna. Er
vinningsljóðið var lesið upp, sáum
við ömmu bæra varirnar sem hún
kynni það. Og þegar við settum upp
undrunarsvip blikkaði^ hún okkur
bara og sagði lágt. „Ég á það." í
þann mund var sagt að vinningshaf-
inn hefði óskað nafnleyndar, en
hann gæti komið við á skrifstofunni
og ferigið sinn ferðavinning. Sem
hún og gerði.
Fótboltaáhugi ömmu var mikill.
Það var alltaf tilhlökkunarefni hjá
okkur systkinum er Skagamenn
spiluðu hér fyrir sunnan, því þá dró
amma fram stærsta pottinn, eldaði
ofan í alla sem komu ofan að fyrir
leik. Svo græjaði hún sig með kaffi-
brúsa, brælur og teppi á völlinn og
úr stúkunni stjórnaði hún leiknum,
eins og hún ætti hvert bein í Skaga-
liðinu. Afi var alltaf í stæði, við
vitum eiginlega ekki af hverju!
Eftir að amma hætti að fara á
völlinn, tóku útvarp og sjónvarp
við. Aldrei hvarflaði að okkur að
trufla hana með símhringingum eða
heimsóknum þegar knattspyrna var
á dagskrá, því þetta voru henni
sannar helgistundir.
Fótboltinn fyllti hana kappi og
lífi og er þess skemmst að minnast
er við heimsóttum hana á spítalann
með mömmu, þá stuttu eftir aðgerð
og vissum ekki betur en að hún
væri mjög slöpp. Þegar við litum
inn í herbergið, sat hún upprétt í
rúminu, í ham, með útvarpið við
eyrað, öll stíf í framan, og í stað
þess að heilsa okkur sagði hún með
áfergju: „Þeim tekst bara ekki að
skora, strákunum." Þá sagði
mamma: „Það er greinilega í lagi
með hana."
Amma hélt bæði andlegri heilsu
og húmor fram á síðustu stund en
líkamlegur þróttur þvarr. Við vitum
að dauðinn var henni líkn en þó
söknum við hennar óskaplega sárt.
Við sjáum hana nú fyrir okkur glaða
og umvafða kærleika sinna nánustu
sem farnir voru á undan henni.
Svífðu guðs um geima
góð var kveðjustund.
Nú loga ljósin heima
lýsa yfir sund.
Blessuð sé minning ömmu stóru.
Margrét, Jóna Ágústa og Óli.
Vin sínum
skal maður vinur vera
og gjalda gjöf við gjöf.
Hlátur við hlátri.
Veistu ef þú vin átt,
þann þú vel trúir,
og vilt þú af honum gott geta,
geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta -
fara að finna oft.
Þessi orð úr Hávamálum voru
sannarlega einkunnarorð hennar
Möggu á Reynistað sem nú hefur
lokið sinni lífsgöngu á þessari jörð.
Hún skyldi það svo vel að hver
dagur er dýrmætur og okkur því
skylt að nýta hann til að gleðjast
með öðrum og gleyma ekki að
rækta vináttuna í dagsins önn.
Okkur hættir mörgum hverjum til
þess. Og einmitt þess vegna þökk-
um við fyrir að hafa átt hana
Möggu, því hún gleymdi aldrei mik-
ilvægi þess að vera vinur vina sinna.
Mættum við mörg hver, sem of
sjaldan gefum okkur tíma til að
rækta þá vináttu sem við vfljum þó
halda í og njóta þegar okkur hent-
ar, taka hana Möggu okkur til eftir-
breytni og muna, að maður ræktar
ekki vináttuna seinna. Hún þarf
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýju við andlát og útför ástkærar móð-
ur minnar, tengdamóður og ömmu,
GUÐBJARGAR ÞÓRÐARDÓTTUR,
Hjarðarhaga 64.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Krabbameinslækningadeildar
Landsspítalans.
Sigurður Emil Pálsson,      Piret Laas,
Páll Kaarel Laas Sigurðsson.
j&Qga
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfda 4 - sími 587 1960
ERFIDRYKKJUR
• Glœsilegir salir
• Gómsœtar veitingar
• Góð þjónusta
Upplýsingar í síma 588 2300
****
***
1111111111
61 i i i  H ( I i I
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðyeld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á
heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa
örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega ISnulengd — eða 3600-4000 alög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
stöðuga næringu ef hún á að
blómstra og bera ávöxt. Og sam-
kvæmt því lifði hún og ávaxtaði
sitt pund.
Margrét var fædd og uppalin á
Akranesi. Hún var dóttir hjónanna
Ragnheiðar Þórðardóttur og Jóns
Sigurðssonar og alltaf kennd við
Reynistað. Hún var elst níu systk-
ina, fjögur þeirra lifa systur sína,
þrír bræður, Jón, Ríkharður og
Þórður, og systirin Helga. Þær syst-
ur, Margrét og Helga, ræktuðu alla
tíð systraböndin mjög vel og sýndu
hvor annarri í verki að hver dagur
er dýrmætur og gleymdu ekki mikil-
vægi þess að vera vinur vina sinna.
Þeir íslendingar sem lifað hafa
meginhluta 20. aldarinnar hafa lif-
að meiri ævintýri en nokkur kynslóð
áður. Það er ótrúlegur munur á
öllum sviðum, hvert sem litið er, frá
því sem var og þess sem er. Það
sem einkennir þetta fólk er jákvætt
lífsviðhorf, kjarkur, dugnaður, ósér-
hlífni og heiðarleiki. Því var annt
um mannorð sitt og lagði mikið á
sig til að halda því hreinu. Þetta
lifsviðhorf gerði því mögulegt að
halda reisn sinni hverjar sem að-
stæðurnar voru.
Þegar ég, sem þetta rita, lít yfir
lífsferil hennar Möggu mágkonu
minnar, þann hluta sem ég þekkti,
þá er mér vel ljóst að líf henhar
var ekki alltaf dans á rósum. Og
oft hefur hún þurft að bíta á jaxl-
inn, en jákvætt lífsviðhorf og æðru-
leysi bar hana yfir erfiðustu hjall-
ana.
Það var aldrei auður í garði á
veraldlega vísu hjá þeim hjónum
Möggu og Greip en því meira af
einlægri hlýju og ekta íslenskri
gestrisni. Þótt húsakynnin væru
ekki stór skipti engu máli hvort
fleiri eða færri þyrftu að gista eina
nótt eða margar, eða hvort fleiri
eða færri settust að matborði, allir
voru hjartanlega velkomnir. Og eins
og ein dætra minna sagði: „Hún
Magga föðursystir var ekki mikil
vexti, en hún var stór kona með
stórt og hlýtt hjarta og breiðan,
hlýjan faðm." Og eitt er víst að frá
henni fór enginn bónleiður til búðar.
Hið liðna í lífí hvers manns mót-
ast af minningum um atburði og
samferðamenn sem við höfum
kynnst á lífsleiðinni og bundist
tryggðaböndum. Hið liðna flýgur
um hugskotið, oftast minningabrot
þar sem skiptast á skin og skúrir.
Það eru mörg minningabrot sem
sækja á hugann nú þegar þessi vin-
fasta, trygga og góða kona er
kvödd. Og þegar maður lætur hug-
ann reika, er það glaðværðin og
æðruleysið sem einkenndu hana svo
mjög og smituðu út frá sér til þeirra
sem hún umgekkst og gerði þeim
ljóst að „betra er að kveikja á einu
kerti en formæla myrkrinu".
Þegar líkaminn gaf sig og henni
var þungt um spor, sönnuðust á
henni hin fornu orð: „Sóttin er
hamla á líkamanum en ekki á viljan-
um nema hann kjósi að svo sé.
Helti hamlar fætinum að vísu, en
viljanum ekki. Segðu sjálfum þér
þetta hvert sinn er á bjátar og þú
munt komast að raun um að atburð-
irnir hamla einhverju öðru en þér."
Hún var sterk kona, hún Magga
mágkona mín.
Ekkert er eins víst og óvíst eins
og dauðinn. Við erum öll dauða-
dæmd, en við vitum ekki hvenær
þeim dómi verður fullnægt. Flestra
okkar bíður mótlæti og margvísleg-
ir erfiðleikar og allra bíður hel.
Nokkur kostur fylgir slíku hlut-
skipti. Hann er sá að berjast af
hugprýði og vaskleik. Sá er mikill
sigurvegari, mikil hetja, sem sigrast
á miklu mótlæti og erfiðleikum, en
starfar og þjónar landi sínu og líf-
inu sem áður. Trúlega er sú lífs-
gleði sterkust og dýpst sem sigrað
hefur við slíkar aðstæður. Slík er
yfirskrift lífsferils hennar Möggu á
Reynistað.
Já, víst er það að eitt sinn skal
hver deyja. Sá öriagadómur er óum-
flýjanlegur eins og dagur fylgir
nótt og vor vetri. Þegar við nú
kveðjum hinstu kveðju látna heið-
urskonu skulum við hafa það í huga
að hún hefur gengið þá sðmu göngu
og við göngum nú. Hún hefur lifað
j
l
1
I
«
€
4
4
4
4
i
1
«
4
4
4
4
4
4
4
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
26-27
26-27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52