Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ASTANDIÐ í Bosníu er enn ein sönnun þess hvað fólk getur sætt sig við. Aðkomumaður spyr sjálfan sig hvernig fólk’ geti búið við sífellda ógnun, matarskort og annan hrylling sem stríði fylgir. Sjálfír yppta íbúarnir öxlum. Þeir vilja eiga sér samastað og bera í brjósti von um að einhvern tíma muni þeir geta átt betra líf þar. Og eins ótrúlegt og það kann að virðast þá má illu venjast svo að gott þyki. Dæmi um það er borgin Mostar sem var áður fjölsótt af ferðamönnum og miðstöð samgangna í Herzegóvínu.'Fögur borg með heillandi miðaldabyggingum og brúm, sem hún heitir raunar eftir. Eins og annars stað- ar í gömlu Júgóslavíu leiddu menn ekki hugann að því hver uppruni þeirra eða vina þeirra væri. Nú er borgin tvískipt. Víglínan þar sem Króatar og múslimar tókust á nær þvert yfír borgina, nokkrar húsaraðir á breidd, og eyðileggingin þar er með ólíkind- um. Áður bjuggu um 120.000 manns í borg- inni. Um 35% voru múslimar, svipað hlut- fall Króatar og um 30% Serbar. Serbar réðust á borgina árið 1992 og börðust múslimar og Króatar saman gegn þeim. En vorið 1993 slitnaði friðurinn á milli þeirra og í þrettán mánuði áttust Króatar og múslimar við, en Króatar hugðust gera Mostar að höfuðborg sjálfstæðs ríkis sem þeir ætluðu að stofna í Bosníu-Herzegó- vínu. Serbar hafa ekki aflétt umsátri sínu um borgina og varpa sprengju og sprengju á austurhlutann þar sem múslimar búa. Eftir rúmlega árs bardaga varð niðurstaðan sú að Evrópusambandið myndi fara með stjóm borgarinnar í tvö ár, frá miðju síð- asta ári, og leggja fram upphæð sem nem- ur 1,75 milljörðum ísl. króna til uppbygging- ar hennar. í Mostar er allt í rúst, annað hvert hús illa farið eftir sprengjuárásir, flestar verslanir og fyrirtæki lokuð og í þeim fáu verslunum sem opnar eru er vöruúrvalið fátæklegt. Rafmagn er óvíða. Ekki verður þó annað séð en að allir fái nægan mat' og fólk á götum úti er ágætlega klætt. í vesturhlutanum, þar sem Króatar búa, má vissulega sjá brunnin hús og kúlnagöt hér og þar en þar fæst þó allt til alls. Á kvöldin sitja íbúarnir á útikaffihúsum og börum og menn fara til vinnu sinnar, svona vel flestir. Þá eru þýskar glæsibifreiðir al- geng sjón. Um 30.000 manns búa í vestur- hlutanum en um 5.000 í eystri hluta borgar- innar. Króatarnir gæta þess að aðeins 500 manns fái að fara yfír í vesturhlutann á degi hveijum. ANÆTURNAR iðar svarti markað- urinn af lífi og þá eiga múslimar og Króatar viðskipti. Á daginn er fjandskapurinn hins vegar al- ger og lýsir sér kannski einna best í því að þjóðimar geta ekki komið sér saman um sjúkrahús. Spítalinn sem fyrir var í borginni er stór og vel búinn tækjum og lyfjum. Hann er Króatamegin. Múslimar hafa komið sér upp spítala í sínum borgarhluta, undir vörugeymslu í útjaðri borgarinnar, og ástæðan er sú að annars yrði hann of auðvelt skotmark. í kjallara vörugeymslunnar hefur verið komið upp gámum, þar sem læknar taka á móti sjúklingum sínum, skera þá upp og leggja þá inn sem þess þurfa. Það er makalaus sjón að sjá gámasjúkra- SEMED Setika sýnir húsið sitt í austur- hluta Mostar sem ber greinileg merki stórskotaárásar Serbanna. húsið, sem reynist vel búið sjúkragögnum enda er fljótlegra að telja upp þær hjálpar- stofnanir sem ekki starfa í austurhluta Mostar en þær sem þar eru. Þá er friðar- gæslulið og hraðlið SÞ með mikinn mann- afla á staðnum, að ógleymdu Vestur-Evr- ópusambandinu sem hefur lagt til lögreglu- menn frá ýmsum löndum til að aðstoða múslimana við að halda uppi röð og reglu. Króatar sjá um þá hlið sjálfír en ekki veit- ir af í báðum borgarhlutum. Mikið hefur verið um rán og gripdeildir og við erum vöruð við því að líklega munum við verða rænd. Það gerist ekki, en fleiri en einn gefa sig á tal við okkur og reyna að lokka okkur afsíðis þar sem okkur er lofað góðum viðskiptum. Lög og reglur gilda ekki nema að tak- mörkuðu leyti. Umferðarreglan í austur- hlutanum er ein: sá sem er frekastur á réttinn. í vesturhlutanum hefur verið komið MOSTAR er sögufræg samgöngumiðstöð frá miðöldum og þekkt fyrir fagrar byggingar og steinbrú frá þeim tima. Flest eru þessi mannvirki rústir einar og í stað steinbrúarinnar er nú farið yfir Neretva á hengibrú. HARIZ Mirzet, sem er 12 ára, og 10 ára gömul systir hans, Zanita, búa á 5. hæð í blokk í Mostar. Móðirin er saumakona en faðir þeirra í hernum. Skotgötin á veggjunum segja sína sögu um átökin í borginni, sem bæði börnin muna allt of vel eftir. upp götu- og umferðarljósum á stöku stað en annars er sáralítil lýsing á kvöldin og fólk prikar um misilla farnar götur í myrkr- inu, sem skellur á um kl. 17. Útgöngubann er eftir kl. 22 á kvöldin hjá múslimum en hefst klukkustundu síðar hjá Króötum. Þó að nú sé vopnahlé er okkur sagt að enn geisi stríð í Mostar; mafíustríð á milli glæpahópa Króata. Skothvellir ijúfa nætur- kyrrðina reglulega í borginni. Andstæðurnar i borginni eru undarlegar, í sundurskotnu húsi á víglínunni í Mostar reynist vera bar í kjallaranum, Internati- onal dance bar, hvorki meira né minna. Veitingar af heldur skornum .skammti, heimabruggað hvítvín það eina, auk þess kaffi. Á öðrum stað í borgarhluta múslima er bar sem er eins vestrænn og hugsast getur en til þess að komast á hann þarf að klöngrast yfír hengibrú og í gegnum yfirgefna húsaþyrpingu. Fáir eru hins vegar innandyra enda verðlagið langt fyrir ofan kaupgetu flestra íbúanna. ÁLETRUNIN á þessum vegg í Mostar á óvíða betur við, því víglínan í borginni minnir helst á myndir frá Beirút í Líbanpn. ÁTÖKIN í Mostar taka á sig ýmsar myndir. Þessum strákum þótti ástæða til að tuska einn úr hópnum ærlega til. SPÍTALINN í Mostar samanstendur af fjölmörgum gámum sem komið hefur verið fyrir í kjallara vörugeymslu. NÝTT líf hefur litið dagsins Ijós á gám- aspítalanum í Mostar. Stoltir foreldrar fara með nýburann heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.