Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 52
£2 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR KORFUKNATTLEIKUR Jón Kr. Gíslason leikur 500. leik sinn með Keflvíkingum í kvöld gegn Tindastóli Farið ad síga á seinni hlutann jÓN Kr. Gfslason, þjálfari og leikmaður körfuknattleiksliðs Keflavíkur og nýráðinn lands- liðsþjálfari, leikur í kvöld 500. leik sinn með meistaraflokki félagsins. Keflavík mætir Tindastóli í úrvalsdeildinni eins og reyndar þegar Jón lék fyrsta meistaraflokksleik sinn, 27. október 1979, þá 17 ára gamall. Hann er þriðji leikmaðurinn af Suðurnesjum sem nær 500 leikja markinu. Hinir eru Njarðvíkingarnir ísak Tómasson og Gunnar Þorvarðarson. Jón sagði við Morgunblaðið að þetta væri orðinn langur tími og það væri farið að síga á seinni hlutann hjá sér sem leikmaður. „Það má segja að það sé komin önnur kyn- slóð í körfuboltann núna frá því ég byijaði. Sem dæmi um það var Kári Marísson leik- maður og þjálfari Tindastóls 1979 en nú leikur sonur hans, Arnar, með liðinu. Það hefur mikið breyst á þessum sautján árum. Það er mun meiri breidd í boltanum núna og liðin eru mun betri. Þegar ég byijaði með meistaraflokki labbaði ég nánast beint inn í meistara- flokkinn eftir ijórar fimm æfingar. Það tekur nýliða núna um eitt til tvö ár að komast í byijunarliðin hjá úrvalsdeildarliðunum," sagði Jón. Hann sagði að það yrðu örugg- Eftir VaiB. Jónatansson lega margir sem næðu 500. leikja markinu á næstu árum því nú væru mun fleiri leikir á hveiju keppnistímabili en áður. í fyrra voru leikmenn Grindvíkinga og Njarðvíkinga að leika 82 leiki á tímabilinu. „Eg er nú reyndar á því að það sé allt of mikið álag og það kom berlega í ljós í ár- angri landsliðsins í Evrópukeppn- inni og á Smáþjóðaleikunum sl. sumar. Það þarf að skoða þessi mál betur með tilliti til landsliðs- ins.“ Jón, sem er 33 ára, hefur í mörgu að snúast. Hann starfar sem íþróttakennari í Keflavík, er þjálfari og leikmaður Keflvíkinga og nýlega var hann ráðinn lands- liðsþjálfari KKÍ. Hann hefur gert 6.431 stig í þessum 499 leikjum með meistarafiokki, sem er 12,9 stig að meðaltali í leik. Hann á að baki 158 landsleiki og síðustu árin var hann fyrirliði landsliðsins. „Það er stutt í það að ég hætti að leika og er fullkomlega sáttur við það. Það er farið að síga á seinni hlutann og það e_r komin langþreyta í fæturna. Ég spila reyndar mun minna nú en áður, er smátt og smátt að draga mig út úr þessu og gef yngri leikmönn- um tækifæri á spreyta sig.“ Morgunblaðið/Kristinn Þjálfarinn og leikmaðurinn JÓN Kr. Gíslason hefur verið þjálfari og leikmaður Keflvíkinga í fimm ár og hefur liðlð þrívegis orðið melstari og tvívegis bikarmelstari undir hans stjórn. Reuter SHARONE Wright, leikmaður Philadelphiu, reynir hér að kom- ast framhjá Otis Thorpe og Theo Ratliff hjá Detroit í lelk llð- anna í fyrrinótt. Detroit hafði betur og sigraði 101:78. Chicago held ur sínu striki MICHAEL Jordan hefur verið í miklu stuði sem af er keppni í NBA-deildinni og það var engin undantekning þar á í fyrrinótt er Chicago Bulls sigraði Utah Jazz 90:85 á útivelli. Jordan gerði 15 af 34 stigum sínum f fjórða leikhluta og var maður- inn á bak við sigur Bulls eins og svo oft áður. Chicago hefur nú unnið tíu ieiki og tapað að- eins einum og hefur aldrei byrj- að deildarkeppnina eins glæsi- lega. i Jordan sagði að Chicago hefði þurft að hafa mikið fyrir sigrin- um í Utah. Hittni hans var þó ekki upp á það allra besta utan af velli því hann setti aðeins 9 skot af 21 niður, en vítahittnin var skárri því 14 af 17 skotum fóru í körfuna. Scottie Pippen gerði 22 stig og tók 8 fráköst og Luc Lon- gley var með tíu stig og tíu frá- köst. John Stockton var stigahæst- ur í liði Utah með 23 stig og Karl Malone kom næstur með 19 stig. Jalen Rose gerði fimm af sjö stigum sínum fyrir Denver gegn Dallas í framlengingu og Mahmo- ud Abdul-Rauf setti persónulegt stigamet er hann gerði 39 stig í 112:109 sigri Denver á útivelli. Jason Kidd hjá Dallas gerði fjögur stig á síðustu 12 sekúndunum í venjulegum leiktíma og tryggði framlenginguna. Jamal Mashburn gerði 37 stig fyrir Dallas, sem tap- aði fimmta leiknum í röð. Hersey Hawkins gerði 27 stig og Shawn Kemp 25 og tók 17 frá- köst fyrir Seattle sem sigraði San Antonio 112:100. Sean Elliott var stigahæstur í liði Spurs með 33 stig. Golden State vann fyrsta leik sinn af síðustu sex er liðið mætti Boston. Ron Seikaly gerði 23 stig og tók 10 fráköst og Tim Hardaway kom næstur með 18 stig í 101:94 sigri í Boston. Þetta var aðeins þriðji sigur Golden State í Boston í 18 leikjum. Rick Fox var stigahæstur í liði heimamanna með 21 stig. Glen Rice og Larry Johnson gerðu 20 stig hvor fyrir Charlotte sem vann loks sigur, 116:104 á Vancouver, eftir fimm tapleiki í röð. Benoit Benjamin var með 18 stig fyrir nýliðana, sem hafa tapað tíu leikjum í röð — unnu aðeins opnunarleikinn. Nick Anderson gerði 34 stig fyrir Orlando sem vann Minnesota 109:98 á útivelli. Penny Hardaway kom næstur með 22, en átti auk þess 12 stoðsendingar og tók sjö fráköst. Orlando hefur nú unnið tíu leiki, eins og Chicago, en hefur tapað tveimur. Þetta var hins veg- ar sjötti tapleikurinn í röð hjá Minnesota. NBA-úrsiit Leikir aðfaranótt iaugardags: Charlotte - V aneouver...........116:104 Ðetroit - Philadelphia............101:78 Indiana - Cleveland...............93:100 Washington - Miami................110:94 Boston - Golden State............94:101 Minnesota - Orlando...............98:109 Utah - Chicago.....................85:90 Dallas - Denver..................109:112 ■Eftir framlengingu. Portland - New Jersey..............99:87 Seattle - San Antonio............112:100 LA Lakers - Sacramento.............98:99 Staðan (sigrar, töp og árangur í prósentum) AUSTURDEILD Atlantshafsriðill: Orlando 10 2 83,3 New York 9 2 81,8 Miami 9 3 66,7 Washington 5 5 50,0 Boston 4 6 40,0 New Jersey 4 7 36,4 Philadelphia 2 8 20,0 Miðriðill: Chicago 10 1 90,9 Atlanta 6 5 54,5 5 5 50 0 Detroit 4 6 4o’o Toronto 4 8 33,3 Charlotte 3 8 33,3 Milwaukee 3 6 33,3 Cleveland 3 8 27,3 VESTURDEILD Miðvesturriðill: Houston 10 1 90,0 Utah 10 3 76,9 6 4 60,0 Dallas 5 6 45^5 Denver 3 8 27,3 Vancouver 2 10 16,7 1 9 10,0 Kyrrahafsriðill: Sacramento 8 4 66,7 Seattle 8 5 61,5 LA Clippers 7 5 58,5 IA Lakers 6 6 50,0 Portland 6 6 50,0 Phoenix 5 5 50,0 Golden State 4 8 33,3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.