Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ þýðingarsjóðurinn hefði vafalítið verið upphafíð að þessu þýðinga- skeiði. „Með sjóðnum verður það mögulegt að gefa út þýðingar. En ég held að það sé eitthvað að draga úr útgáfum þýðinga núna, mér finnst til dæmis vera færri bók- menntalegar þýðingar um þessi jól en voru í fyrra og síðustu ár þar áður. Ástæðan er sú að salan á þýddum skáldsögum hefur stöðugt verið að dragast saman frá 1989, það eru aðeins örfáar bækur sem standa undir sér. Mál og menning hefur mætt þessum samdrætti með því að stofna Heimsbókmenntaklúbbinn, og það sama hefur Vaka-Helgafell gert, en þar er reyndar heldur minna gefíð út af þýddum bók- menntaverkum. Við hjá Bjarti höf- um hins vegar getað gert þetta vegna þess að yfirbygging forlags- ins er engin. Hér er enginn fastur starfsmaður og sjálfur þigg ég ekki laun hjá útgáfunni þannig að bóksalan þarf aðeins að standa undir greiðslum til höfundar, þýð- anda og þeirra sem vinna bókina. Við þurfum ekki að selja nema um 400 eintök til að bókin beri sig en aðrir þurfa að selja um 900 eintök.“ Halldór Guðmundsson, útgáfu- stjóri Máls og menningar, sagðist telja að þýðingarsjóður skýrði ekki að fullu aukninguna í útgáfu þýð- inga. „Þrátt fyrir nokkrar sveiflur var almennt mikill uppgangur í bókaútgáfu á 9. áratugnum. Við megum heldur ekki gleyma því að á þessum tíma er suður-ameríska bylgjan að ganga yfir og ná há- marki, með höfundum eins og Isa- bel Allende og Gabriel García Márquez; það var sem sagt mikill uppgangur í bókmenntum sem eru bæði merkilegar og höfða til al- mennings. Það hefur reyndar orðið aukning í útgáfu þýðinga á evr- ópska bókamarkaðnum almennt. Þýðingum á íslenskum bókmennt- um erlendis hefur til dæmis fjölgað mikið á síðustu tíu árum, eða svo. Samskipti af þessu tagi á milli landa eru vaxandi, fólk vill kynnast er- lendum bókmenntum. Eg tei því að þótt þýðingarsjóðurinn hafí haft mjög mikið að segja hefði hann aldrei getað gert útslagið ef þessar bækur hefðu ekki átt hljómgrunn meðal lesenda." Halldór sagðist halda að sam- dráttur í sölu þýðinga væri ekki meiri en í öðrum bókum. „Það hef- ur orðið mikill samdráttur í bóksölu yfírleitt, þriðjungs minnkun hefur orðið á síðustu árum.“ Björt framtíð í upphafí greinar voru talin nokk- ur klassísk verk bókmenntasögunn- ar sem þýdd hafa verið á íslensku síðustu ár. Vaxtarbroddurinn hefur þó ekki aðeins verið í þýðingum þesskyns verka heldur hefur einnig verið unnið ötullega að því að kynna lesendum það sem er að gerast í erlendum samtímabókmenntum. Það hefur til dæmis ekki liðið lang- ur tími frá því að sænska akadem- ían hefur kynnt nýjan Nóbelsverð- launahafa þar til hann hefur verið gefín út hér á landi. Nýjasta dæm- ið er útgáfa Bjarts á Ijóðum Sea- mus Heaney sem fyrr var getið. Bjartur gaf einnig út tvö verk Octavios Paz eftir Nóbelsútnefn- ingu hans fyrir tveimur árum. Syrtluflokkur Máls og menningar hefur sömuleiðis lagt dijúgan skerf að málum í kynningu öndvegisverka samtímans ásamt Heimsbók- menntaklúbbnum. Að ósekju mættu önnur forlög taka þessi tvö til fyrir- myndar hvað útgáfu þýðinga snert- ir. Allir viðmælendur greinarhöf- undar voru sammála um að framtíð þýðingarútgáfu væri björt. Halldór Guðmundsson taldi ljóst að áhugi lesenda á erlendum fagurbók- menntum væri alltaf að aukast. „Og það hefur gerst á kostnað reifar- anna sem voru nánast drottnandi á metsölulistunum hér á landi fyrir nokkrum árum, nú sjást þeir ekki þar.“ Væntanlega geta allir verið sammála um að þetta, og hið blóm- lega þýðingarstarf síðustu ára yfir- leitt, sé mikill sigur fyrir bók- menntaþióðina, Íslendinga. Erlendis Faimiðar eru dýrir. Sama giidir um hótel. Mannanöfn spanna frá Rita tii Juanita. Lögregiumaöur á göngu beinir tii pín orðum: „Þú ertpersona non grata á teira incognita.“ Jósef Brodskí Nóbelsskáld birti þetta Ijóð 17. nóvember sl. í bókablaði Times (TLS). Jóbann Hjálmarsson snaraði. Konurí krapinu BOKMENNTIR Skáldsaga MÁVAHLÁTUR eftir Kristínu Möiju Baldursdóttur Prentun: G.Ben. Edda prentstofa hf. Mál og menning 1995 - 246 síður 3.480 kr. HÉR er á ferðinni fyrsta skáld- saga höfundar þótt í heild sé erfítt að sjá á henni ákveðinn byrjanda- brag. Höfundur er heldur enginn nýgræð- ingur á ritvellinum; hún er vel þekkt fyrir blaðamannsstörf, sér- staklega fyrir gagn- rýnin greinaskrif. Sagan er yfirgrips- mikil. Sögusviðið er ís- lenskt sveitaþorp eftir miðja öld og persón- urnar, sem kallaðar eru fram, eru mýmargar. Eins og flestar aðrar sögur hefst þessi í ákveðnu jafnvægi sem heldur betur er stjakað við þegar frænkan Freyja kemur óvænt frá Ameríku. Húri' ber með sér framandi andblæ og kemur hreyfingu á þorpsbúa, sérstaklega karlmennina. í þessari sögu eru konur gerend- ur og karlar þolendur. Hér er samt ekki á ferðinni neinn yfirborðsfem- ínismi heldur uppgötvar maður það óvart að loknum lestri að konur eru hreyfíaflið; sjónarhornið er bundið konu, aðalsöguhetjan er kona og allar eftirminnilegustu persónurnar (t.a.m. amma, Ninna, Kidda og Dódó) eru kvenkyns. Allar eru kon- urnar skapstórar og minna í dagleg- um athöfnum sínum ótrúlega mikið á ýmsar fornsagnahetjur. Söguna segir Agga litla, 11 ára frænka aðalpersónunnar, Freyju. Stúlkan er forvitin eins og önnur heilbrigð börn á þessum aldri, sér- staklega um leyndardóma ástarinn- ar. Hún fylgir Freyju hvert fótspor og felur sig jafnvel inni í skáp til þess að geta heyrt um leyndustu tilfinningar frænku sinnar. Þegar Agga hittir Freyju í fyrsta sinn er lýsingin lituð því sem Agga hafði áður heyrt um þessa frænku sína: „Þegar hún horfði í ís- blá augun mundi hún Ijóst eftir ijósmynd og lýsingum af konu sem Kidda og amma höfðu talað um. Konu sem átti að vera eins og kókflaska í laginu, með hvíta húð, demants- augu, dökkt hár og rauðan munn eins og Mjallhvít." Mannlýsingar í bókinni eru eftirminni- legar og fyndnar. Ein- hverra hluta vegna minna þær oft á teiknimyndir og þenja sig ýmist í tröllslegar stærðir eða fínustu smæð. Það er t.d. hugstætt atriði þegar í ljós kemur að Freyja er haldin samblandi af lystarstoli og stjórnlausri átfíkn. Hún raðar á borð rúgbrauði, bögglasmjöri, kæfubita, lifrarpylsu og kjöti. Síð- an kemur ofboðsleg lýsing á því hvernig hún skóflar þessu í sig. Sagan rennur hratt áfram, skipti milli persóna eru tíð. Persónurnar eru fyrst og fremst látnar lýsa sér gegnum eigin athafnir og stundum geta örskotsmyndir af þeim sagt margt. Stíll sögunnar er glaðbeittur í takt við fyndnar uppákomur. Mál- farið er vandað án þess nokkru sinni að vera uppskrúfað. Vel er farið með tákn, t.d. hlátur mávanna. Höfundur er sér meðvitaður um að tungumálið er vandmeðfarið og nýtir sér þessa staðreynd til að dýpka á persónulýsingum. Dæmi um það er þegar Dódó vill ganga að eiga hljómlistarmann í trássi við ömmu: „Hvaða leyfi hefur þú til að dæma um það, með leyfi? sagði Dódó og missti vald á íslenskri tungu í geðshræringu sinni." Helsti veikleiki þessarar sögu er um leið veikleiki íslenskra skáld- sagna. Þegar menn leyfa sér að taka íslenskar skáldsögur sem eina heild og meta þær er oft nefnt að byggingin sé helsti akkilesarhæll þeirra. Alltof margar virðast ekki hafa verið hugsaðar í heild þegar hafist er handa við að skrifa þær. Atriði eins og aðkenning eða fyrir- boðar erú alltof sjaldgæf í íslensk- um nútimabókmenntum þótt slíkt hafi verið eitt af listrænum lykilatr- iðum í fornbókmenntum okkar. Helsti veikleiki Mávahláturs er ein- mitt veikur heildarrammi. Þótt per- sónurnar séu dregnar skýrum drátt- um og aðalsögupersónan sé drama- tísk í meira lagi þá fléttast atburð- irnir oft ekki saman á nógu sann- færandi hátt. Sagan er full af furðu- legum uppákomum en þær eru ekki að sama skapi eins óvæntar. Ögn hugsaðri flétta hefði getað skipt hér sköpum. Þrátt fyrir ákveðinn annmarka er þessi saga með þeim athyglis- verðari þegar litið er yfir íslenskar skáldsögur undanfarinna missera. Ástæðurnar eru helstar þær að hér er teflt fram bráðlifandi persónum í hraðri frásögn sem er bæði laun- og meinfyndin. Yfir og allt um kring svífur taumlaus frásagnar- gleðin. Ingi Bogi Bogason Kristín Marja Baldursdóttir Skrautfjaðrir BÖKMENNTIR V í s ii r FLEIRI GAMLAR VÍSUR HANDA NÝJUM BÖRNUM Guðrún Hannesdóttir valdi vísumar og myndskreytti. Forlagið 1995 - 36 síður. SÚ var tíð, að börn léku sér að legg og skel og orði. Leggurimi og skelin slógu takt til leiks í varpa,- orðin til tjáskipta fullorðinna og barna í lágreistri stofu. Hvílík fá- tækt! hrópum við dekurrófur geim- skotaaldar, sem svo erum rík, að við getum keypt okkur frá því hlut- verki er skaparinn ætlaði okkur dýrast og æðst, UPPELDI. Nú ann- ast þetta aðrir, því á heimilum mætir lyklabarninu ekki pabbi og mamma, amma og afi, heldur ís- skápurinn og síðan skjár í stofu, skjár sem mataður er með hendi barns sem engin skil kann á illu og góðu, rennibrautinni sem í sorpt- unnuna færir og höndinni sem leið- ir í þroskans fjall. Þögult starir barnið á fáráðleikann, þar sem jafn- vel höfuð eru notuð í boltaleikjum; öskur og breimaskök kölluð list; dráp og svefnþorn lyfja hetjudáðir! Svo undrumst við, þá eitt og eitt barn festist í hlekkjum, sem það ræður ekki við að tjúfa! Hneyksl- umst! Ættum við ekki heldur að þakka, hve sára fá falla í sorptunn- ur okkar, spyrja með Guðrúnu, höf- undi bókar, hvað við getum gert.til bóta? Þetta eru okkar börn, ekki satt? Guðrún gefur sitt svar í undur- fögru kveri, þar sem listilegar myndir ljá ímyndunarafli fjaðrir til flugs, og barnagælur liðinnar tíðar vekja barni spurnir sem aðeins hin- ir eldri kunna svör við. Því er þetta góð bók. Um val vísnanna má alltaf deila, meira að segja, hvort rétt eða rangt er með farið. Svo er um öll orð sem þjóð hefir yljað við hjarta sér, þau eru góð af því þeim var unnað, hvort sem þau hljóma eins á tungu ömmu minnar eða þinnar. Dæmi: Á síðu 35 birtist: Maríusonur, mér er kalt, mjöllina af skjánum taktu, Nýjar bækur Avöxtur efasemda SKÁLDSAGAN Ávöxtur efa- semda eftir eijó (Einar Jón Eyþórsson) er komin út. „Ávöxtur efasemda er nú- tímasaga með ást, spennu og ævintýrum, krydduð með heimabakaðri heimspeki og húmor fyrir þá sem kunna að meta hann framreiddan kaldan,“ segir EinarJón í kynningu. Eyþórsson Þetta er samtímasaga, fyrsta bók ungs höfundar. lÚtgefandi er eijó. Ávöxtur efasemda er 234 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Káp- una hannaði eijó. Verð kr. 2.850. Hugarflug og myndir KOMNAR eru út tvær bækur eftir Andrés Guðnason, ljóða- bókin Hugarflug og smásagna- • safnið Myndir í sandinn. Andrés Guðnason gaf út tímaritið Víðsjá (1947-49) og sendi frá sér bókina í öðr- um löndum (1950). í fyrra kom eftir hann skáldsagan Gunsukaffi. Um ljóð segir Andrés: „Höfundur þessarar bókar er þeirrar skoð- unar að ljóð sé ekkert annað en lítil saga oft í myndmáli. Og því skýrara sem myndmálið er því betra." Um smásögur kemst hann þannig að orði að allar góðar sögur hafi einhveija stoð í veruleikanum, en skýr mynd af söguefninu eigi þó að vera í fyrirrúmi. Útgefandi er höfundur. Hug- arflug er 72 síður, Myndir í sandinn 103 síður. Verð hvorr- ar bókar er 1.400 kr. Hugleiðing á lýðveldis- afmæli ÚT er komin bókin í hringiðu eftir Jón Þorleifsson. Þetta er 23. bók hans á röskum tveimur áratugum, eða frá því hann sendi frá sér Nútímakviksetn- ingu 1974, þá hálfsjötugur. í hringiðu er hugleiðing Jóns um sjálfstæði íslenska lýðveld- isins í tilefni af hálfrar aldar afmæli. Jóni virðist sjálfstæðið vera meira í orði en á borði. / hringiðu er 72 blaðsíður, prentuð í Fjölritun Sigurjóns Þorbergssonar. Höfundur gef- ur bókina út. yfir mér einnig vaktu. Lifíð er stutt og lánið valt ljós og skuggar vega salt. Við lágan sess á ljóstýrunni haltu. Sem barn lærði eg vísukornið þannig: Maríusonur! mér er kalt; mjöll af skjánum taktu; yfir mér alltaf vaktu. Lánið bæði og lífer valt; ljós og myrkur vega salt. I lágu koti á Ijóstýrunni haltu. Hvort okkar Guðrúnar hefir rétt lært skipt- ir ekki máli, heldur hitt, að vísan góð hefir yljað okkur báðum. Svo er um fleiri gull úr arfsögn þjóðar að erfitt er að benda á frumgerð. Þökk sé höfundi bókar fyrir skraut á vogaskál menningar. Sig. Haukur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.