Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 MINNIIUGAR UNLIMITED Við eigum afmæli GUÐNÝ FÉIÐRIKSDÓTTIR Afmælistilboð: Köflóttar skyrtur 3 litasamsetningar: 1 stk. 2.490.- 2 stk. 2.500.- Mount kuldaúipur 4.990,- Cimber ullarpeysa Áður 3.590.- Afmælisverð 2.690. Opið sunnudag Kringlan s. 581 1944 Laugavegur 81 s. 5521844 >4- Guðný Frið- * riksdóttir var fædd 10. ágúst 1908 að Stóra-Osi í Miðfirði. Hún lést 26. nóvember síð- astliðinn á Hvammstanga. Guðný var dóttir hjónanna Ingl- bjargar Þorvalds- dóttur Bjarnarson- ar, prests á Melstað í Miðfirði, og Frið- riks Arnbjarnar- sonar, Bjarnasonar bónda á Stóra-Ósi. Guðný giftist árið 1930 Páli Karlssyni, bónda á Ytra-Bjargi í Miðfirði, en hann lést árið 1980. Páll Karlsson var sonur Ingibjargar Jóhannesdóttur á Auðunnarstöðum og Karls As- geirs Sigurgeirssopar á Bjargi. Börn þeirra: Asdís, versl- unarmaður, sem lést 1990, gift Sigurði Tryggvasyni, stöðvar- stjóra á Hvammstanga, en hann lést 1987; Ingibjörg, tón- listarkennari, gift Sigurði Ei- ríkssyni, _ vélvirkja á Hvamms- tanga; Álfhildur, verkakona, gift Eggerti Ó. Levy, skrifstofu- manni á Hvamms- tanga; Þorvaldur, bóndi á Ytra- Bjargi, sambýlis- kona Gerður Geirs- dóttir; Ólöf, tónlist- arkennari, var gift Birni Einarssyni, bónda á Bessastöð- um, en hann lést 1992; Friðrik, for- stjóri í Reykjavík, kvæntur Ólöfu Pét- ursdóttur, dóm- stjóra í Hafnar- firði, og Eggert, bóndi á Bjargshóli, kvæntur Sigrúnu Einarsdóttur, kennara á Laug- arbakka. Guðný og Páll hófu búskap á Bjargi og fluttu síðan árið 1938 á nýbýlið Ytra-Bjarg og bjuggu þar allt til ársins 1975 að þau fluttu búferlum að Bjargshóli, þar sem Eggert sonur þeirra býr. Þar bjó Guðný allt til dauðadags. Útförin fer fram frá Mel- staðarkirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 14. HÚN elsku amma er dáin. Eftir stutta sjúkrahúslegu sofnaði hún svefninum langa. Okkur finnast 87 ár langur tími en þegar við hugsum um ömmu finnst okkur það alltof stuttur tími. Það er skrítið að hugsa til þess að amma verði ekki á neðri hæðinni á Bjargshóli framar. Amma var stórmerkileg og góð kona. Þrátt fyrir háan aldur var hún aldrei hressari en einmitt þegar nóg var um að vera. Hún naut sín best með fullt hús af fólki, allir voru velkomnir og aldrei kom sú stund að hún hefði ekki tíma til að taka á móti gestum. Gestrisnari manneskja fyrirfinnst varla. Það er varla ofsögum sagt að nánast hver einasti maður sem kom heim í hlað- ið á Ytra-Bjargi og síðar Bjargs- hóli hafi verið drifinn inn í kaffi og heitar bollur. Ef gestirnir voru afkomendur hennar er kannski rétt- ara að segja mjólk og heitar bollur. Mörg okkar barnabarnanna voru líka í sveit hjá ömmu og afa á Ytra- Bjargi. Þar var oft glatt á hjalla því fjölskyldan var stór og gesta- gangur mikill. Þó amma væri vinnu- söm með afbrigðum og félli sjaldan verk úr hendi, hafði hún nógan tíma til að sinna okkur smáfólkinu. Hún gerði hins vegar þær kröfur til okk- ar að við hlýddum henni skilyrðis- laust, en tókst að gera það þannig, að við tókum ekkert eftir því. Mað- ur gegndi bara ömmu. Hún hældi sér hins vegar aldrei af því að vera þolinmóð. Henni féll betur að láta verkin tala og þegar ákvörðun hafði verið tekin var eins gott að koma henni í framkvæmd, ef amma átti að vera ánægð. Hún gerði þó lang- mestar kröfur til sjálfrar sín og sjaldan tókst nokkrum að komast á fætur á undan henni. Oft var hún jafnframt síðust í rúmið á kvöldin, en hún „fleygði sér“ af og til um miðjan daginn til þess að safna orku. Frændræknin og umhyggja hennar fyrir vinum og vandamönn- um var líka mikil. Ófáar ferðirnar fór hún t.d. á Elliheimilið á Hvammstanga til að heimsækja vini sína „gamla fólkið“ en flest af því fólki var nokkru yngra en hún. Það var líka merkilegt að fylgjast með henni þegar hún fór til Reykjavíkur að „vísitera". Fullfrískt fólk á besta aldri var dauðuppgefið að fylgja henni eftir, því hún stoppaði ekki lengi á hveijum stað, marga þurfti að hitta. Tíu staðir á þremur tímum er ekki fjarri lagi!! Við bílstjórarnir, afkomendur og Jón frændi, vorum líka hæstánægð með þessar heim- sóknir því þær urðu til þess að við hittum ættingja okkar sunnan heiða. Líf og yndi ömmu og afa var söngur og tónlist. í áratugi fóru söngæfingar einatt fram á heimili þeirra en þau voru bæði virkir þátt- takendur í sönglífi sveitarinnar. Þau létu sig heldur sjaldnast vanta á söngskemmtanir, tónleika eða aðra mannfagnaði sem í boði voru. Amma hélt því áfram allt til hinstu stundar. Afborgunarverð kr. 66.500 - Vlsa og Euro raðgrelðslur fWidrgmMíifoifo - kjarni málsins! Tveggja pressu kæliskápur meö stóru frystlhólfi aö neöan. Kælir: 270 I Frystir: 110 I Hæö: 170 cm Breidd: 60 cm Dýpt: 57 cm Einnig: eldunartæki þvottavélar og uppþvottavélar á einstöku veröi FAGOR C31R Staögreltt kr. ■■■■ - áeW* # J RONNING BORGARTÚNI 24 SÍMI: 562 40 11 Við komum öll til með að sakna elsku ömmu og þökkum fyrir hversu lengi við höfðum hana með okkur. Það voru forréttindi að eiga hana að. Þó hún sé farin mun hún lifa með okkur í minningunni og yngstu afkomendurnir munu kynnast henni í gegnum okkur hin, því ömmu er ekki hægt að gleyma. Ég kveð hana fyrir hönd okkar ömmu- og langömmubarna. Guðný Sigurðardóttir. í dag er til moldar borin Guðný Friðriksdóttir frá Ytra-Bjargi í Mið- firði. Á kveðjustundu vil ég minn- ast hennar í fáeinum orðum og þakka henni allt það góða sem hún hefur kennt mér á samleið okkar. Ég á því láni að fagna að hafa eignast stórbrotna konu sem tengdamóður. Ég hef oft hugsað til þess hvert hlutskipti hennar hefði orðið, ef hún væri ung kona í dag, enda möguleikar kvenna til mennta allt aðrir en þegar hún ólst upp. Tengdamóðir mín var slíkum gáfum gædd að ég hef hvorki fyrr né síð- ar kynnst konu sem er jafn fljúg- andi greind og tengdamóðir mín var. Það var mjög einkennandi í fari hennar hversu hvik og létt hún var. Hraði var að hennar skapi. Hún þoldi hvorki hik né hangs. Ekkert verk var látið bíða til morg- uns sem hægt var að vinna í dag. Nútíma þjóðfélag með öllum sínum hraða átti því vel við hana alveg til hins síðasta. Guðný var höfðingi, slík var framkoma hennar og viðmót allt. Það var reisn yfir henni þannig að eftir henni var tekið á mannamót- um. Hún var kjarkmikil og skapföst og ekki voru þeir öfundsverðir er gerðu á hlut þeirra, er henni voru kærir. En jafnframt var hún hinn mesti æringi. Við hlógum oft saman að mörgum uppátækjum, sem hún rifjaði upp frá yngri árum, t.d. frá leikæfingum, útreiðartúrum, hey- skap og jafnvel þegar hún var enn stelpa í föðurgarði á Stóra-Ósi og var veiða fisk úti á Miðfirði. Tengdamóðir mín ólst upp í stórri fjölskyldu og á gestkvæmu heimili, dóttir hjónanna Friðriks Arnbjarn- arsonar og Ingibjargar Þorvalds- dóttur á Stóra-Ósi í Miðfirði. Sjálf eignaðist hún sjö börn og var heim- ili tengdaforeldra minna jafnframt mjög gestkvæmt. Oft voru þau beð- in fyrir börn til skemmri eða lengri dvalar. Því fylgdi vitanlega aukið vinnuálag, en Guðný var hamhleypa til verka og allt virtist þetta reyn- ast henni svo létt. Hún hafði ung farið suður til Reykjavíkur og lært sauma. Náði hún mjög góðu valdi á þeirri iðju og saumaði lengi öll föt á barnaskarann og á eiginmann sinn. Ef til vill hefur í þá daga þótt sjálfsagt að húsmæður sinntu þessu hlutverki og ekki þótt í frá- sögur færandi, en athyglisvert var, hversu fljót og vandvirk hún var. Karlmannaföt voru eins og klæð- skerasaumuð. Á heimili tengdaforeldra minna kynntist ég af eigin raun íslenskri bændamenningu. Þau lásu bæði mikið. íslendingasögurnar gjör- þekktu þau og voru víðlesin í skáld- skap, jafnt bundnu sem óbundnu máli. Guðný átti alveg sérstaklega létt með að læra og muna kveðskap og flutti hann jafnframt vel. Stund- um tók hún sig til og fór með þulur og kvæði sem hún hafði lært, en okkur entist aldrei tími til að hlusta á allt það sem hún kunni, þótt við gæfum okkur stundum rúman tíma á vetrarkvöldum. Hún virtist alls ekki gleyma því sem hún hafði ein- hvern tíma heyrt. Eitt var það öðru fremur sem var einkennandi fyrir heimili tengdafor- eldra minna. Það var tónlistin. Tengdafaðir minn var organisti safnaðarins um áratuga skeið. Bæði sungu þau og hafði Guðný bjartan sópran. Mér er mjög minnis- stætt þegar ég kom fyrst í heim- sókn til tengdaforeldra minna með foreldrum mfnum. Fjölskyldan öll á Ytra-Bjargi og Bjargi kom saman um kvöldið í stofunni á Ytra- Bjargi. Gera átti sér glaðan dag og taka lagið. Tengdafaðir minn settist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.