Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 KÖRFUKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ Haukarsýndu frábæra bar- átlu í Keflavík Náðu að jafna fyrir venjulegan leiktíma og brjóta Keflvík- inga á bak aftur í framlengingu, 108:102 SIGURGANGA Hauka úr Hafnarfirði heldur áfram og á sunnu- dagskvöldið gerðu þeir sér litið fyrir og sigruðu Keflvíkinga í Keflavík íframlengdum leik, 108:102, eftiræsispennandi lokamín- útur í venjulegum leik þar sem heimamenn virtust ætla að hafa betur. En frábær barátta Hafnfirðinga á lokamínútunni dugði þeim til að jafna leikinn og íframlengingunni brotnaði Keflavík- urliðið og sigur Haukanna var að iokum sannfærandi. í hálfleik var staðan 60:47 fyrir Keflvíkinga og eftir venjulegan leiktíma 93:93 og var þetta fyrsta tap Keflavíkurliðsins á heimavelli á þessu keppnistímabili. Leikurinn var afar þýðingarmik- ill og þá sérstaklega fyrir Kefl- víkinga sem nú eru að dragast aft- ■■■■■■■ ur úr eftir slakt Björn gengi að undan- Blöndal förnu. Bæði liðin teftZik'3 léku af varfærni °S héldu hraðanum niðri og sú leikaðferð gafst heima- mönnum vel framan af. Keflvíking- ar voru sérlega hittnir í fyrri hálf- leik þar sem þeir settu 60 stig og þar af voru níu 3ja stiga körfur. í hálfleik var munurinn 13 stig og síðan réðu Keflvikingar ferðinni lengstum í síðari hálfleik. En Hauk- arnir börðust vel og smám samar. tókst þeim að bijóta sóknarleik Keflvíkinga á bak aftur og síðan að jafna metin á lokasekúndum þegar staðan var 93:90 fyrir Kefl- víkinga. Þá brutu Keflvíkingar hálf klaufalega á Pétri Ingvarssyni sem fékk þijú vítaskot, Honum brást bogalistin í fyrsta skotinu, næsta skot fór niður og síðan mistókst þriðja skotið hvort sem það var vilj- andi gert eða ekki. Jason Williford náði frákastinu og jafnaði metin. „Þetta var rosalegt að okkur skyldi ekki takast að ná þessu frákasti sem við eigum að gera næstum í 99% tilfeila. Það var greinilegt að Pétur lék sér að þvi að hitta ekki,“ sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður Keflvíkinga um þetta atvik. í framlengingunni voru það Haukar sem tóku völdin á meðan barátta Keflvíkinga dó smám sam- an út og þá sérstaklega sóknarleik- urinn sem var hálfgerð hörmung. „Þetta var góður og ánægjulegur sigur því Keflvíkingar eru erfiðir heim að sækja. Útlitið var ekki gott hjá okkur eftir fyrri hálfleikinn en okkur tókst að laga vörnina í þeim síðari og þá fóru hjólin að snúast með okkur,“ sagði Reynir Kristjánsson þjálfari Hauka. „Það er athyglisvert hversu brothætt andlega hliðin er hjá Keflvíkingum miðað við að leikmenn liðsins eru með um 400 landsleiki," sagði Reynir ennfremur. Bestir í liði Keflvíkinga voru Al- bert Óskarsson, Guðjón Skúlason og Lenear Burns sem þó á að geta meira. Einnig stóð Gunnar Einars- son sig vel í fyrri hálfleik og var það skrýtin ráðstöfun að halda hon- um utan vallar allan síðari hálfleik- inn. Hjá Haukum voru bræðurnir Jón Arnar og Pétur Ingvarssynir ásamt Jason Williford bestir en saman settu þeir 82 stig af þeim 108 stig- um sem liðið skoraði í leiknum. Sterkur varnarleikur Það var fyrst og fremst sterkur varnarleikur sem færði okkur sigurinn, þar sem Torrey John var geysilega sterkur. Við lékum eins og BjZsson við gerðum í haust skrifar °S eg vona að erfið- leikatímabilið sé búið og stefnan hefur verið tekin upp á við,“ sagði Páll Kolbeinsson, þjálfari Tindastóls, eftir sigur liðs- ins, 61:51, á ÍR í miklum baráttu- leik — leik hinna sterku varna. Það var strax ljóst í upphafi leiks- ins að hart yrði barist. Heimamenn með Torrey John sem lykilmann, léku sterkan varnarleik og sýndu mikla baráttu, þannig að leikmönn- um ÍR var lítið ágengt upp við körfu heimamanna. Eins og fyrr segir var leikurinn mikill baráttuleikur, hrað- ur, en lítið skorað vegna þess hvað varnarleikur liðanna var öflugur. Jafnvægi var í leik liðanna lengi framan af, en heimymenn þó alltaf skrefinu á undan. í upphafi seinni hálfleiks náði Tindastóll tólf stiga forskoti og lagði grunninn að sigri sínum. Ómar Sigmarsson lék skínandi vel hjá Tindastóli og þá var Torrey John sterkur í vörninni. Pétur Guð- mundsson lék bæði vel í vörn og sókn; sinn besta leik í vetur. Það sýnir best hvað vamarleikur Tinda- stóls var góður, að stórskytturnar hjá ÍR, Herbert Arnarson og Jón Örn Guðmundsson, náðu aðeins að skora samtals ellefu stig í leiknum. John Rhoeds og Eiríkur Önundar- son léku vel með ÍR og þá var Guðni Einarsson sterkur í vörninni — hafði góðar gætur á Torrey, sem náði ekki að skora eins mörg stig og hann er vanur. Valsmenn komnir með sjálfstraust? , W^ALSMENN stöðvuðu sigur- ™ göngu Skagamanna á sunnu- daginn er þeir unnu 116:107 í fjör- ugum leik. Þetta var annar sigur Vals í deildjnni og liðið er auk þess komið áfram I bik- arkeppninni og spurning hvort sjálfstraustið er komið hjá Hlíðar- endaliðinu. Skagamenn höfðu sigr- að í þremur leikjum í röð áður en þeir komu að Hlíðarenda en urðu að játa sig sigraða þrátt fyrir stór- leik Miltons Bells sem gerði 51 stig og tók auk þess 16 fráköst. Brynjar Karl Sigurðsson, sem lék með ÍA í fyrra og framan af vetri, gerði fyrstu körfuna fyrir Val, en þetta var fyrsti leikur hans með liðinu eftir að hann sneri heim. Eftir þetta kom hann ekki mikið við sögu en hann var þó á staðnum og það virtist veita Valsmönnum ákveðinn styrk. Jafnræði var nær allan leikinn Skúli Unnar Sveinsson skrifar og liðin skiptust á um að hafa for- ystu, Skagamenn þó heldur oftar. Skagamenn léku ágæta maður á mann vörn í fyrri hálfleik en í þeim síðari prófuðu þeir svæðisvörn án árangurs og fóru þá aftur í maður á mann. Valsmenn skiptu hins vegar stöðugt um vörn í fyrri hálf- leik, léku eina stundina í maður á mann en hina svæðisvörn með þeirri undantekningu þó að ávailt var einn leikmaður látinn vera laus þannig að hann gæti hjálpað til í vörninni. Hjá Val var Bayless atkvæða- mestur, hann er ágætur varnar- maður og flinkur með boltann en skotin hjá honum á sunnudaginn voru ekki uppá það besta þrátt fyrir að hann gerði 34 stig. Bjarki Gústafsson átti mjög góðan leik, lék góða vörn gegn sér stærri manni, Haraldi Leifssyni, og hitti ágætlega og nafni hans Guð- mundsson barðist eins og honum einum er lagið. Ragnar Þór Jóns- son var lengi í gang en eftir að hann fékk þriðju villuna fór hann að hitta ágætlega. Mijton Bell var yfirburðamaður hjá ÍA. Grimmur í fráköstunum og fljótur upp með boltann auk þess sem hann hitti vel. Aðrir í lið- inu voru nokkuð jafnir. Ekki er hægt að ljúka þessari umræðu án þess að minnast á stór- skemmtilega körfu sem Milton. Bell gerði fyrir Skagamenn. Það var í fyrri hálfleik sem hann brun- aði einu sinni sem oftar upp miðjan völl og þegar hann var kominn aðeins inn fyrir vítateigslínu Vals stökk hann upp, sveif að körfunni og tróð frábærlega yfir einn varn- armanna Vals. Ein skemmtilegasta troðsla sem sést hefur hér á landi lengi. Hörkuspenna á Akureyri þar sem Borgnesingar höfðu betur Tak Þórs á Skallagrími linaðist til muna er liðin mættust á Akureyri sl. sunnudagskvöld. í ■■■■^■i fyrsta Ieik liðanna Stefán Þór sigraði Þór með 35 Sæmundsson stiga mun og vann einnig öruggan sig- ur í Borgarnesi. Þessi leikur var hins vegar hnífjafn og spennandi og úrslitin réðust í blálokin. Leikmenn Skallagríms höfðu betur og sigruðu 71:69. Leikurinn var dapur framan af, skrifar frá Akureyri lítið skorað og staðan 5:4 eftir 5 mínútna leik og 5:8 eftir 7,30 mín. Konráð Óskarsson fékk fljótlega 3 villur og lék lítið með Þór í fyrri hálfleik. Smám saman rættist úr leiknum og Þórsarar áttu góðan endasprett og höfðu 9 stiga for- ystu í leikhléi, 41:32. í upphafi seinni hálfleiks sannaðist að þetta er ekki mikill munur í körfuknattleik. Tvær þriggja stiga körfur frá Skalla- grími komu liðinu strax inn í leik- inn. Þórsurum var fyrirmunað að hitta og eftir 5 mínútna barning var staðan 41:40 og skömmu síðar komust heimamenn loks á blað. Leikurinn var nú í járnum eftir þetta en Skallagrímsmenn þó yfir- Morgunblaðið/Bjarni Eiríkss' RONDY Robinson fór mikinn í liði Njarðvíkinga gegn Blikunum — gerð 24 stig og tók 14 fráköst. Birgir Mikaelsson ber lægri hlut í rimmi við Robinson. leitt feti framar. Þegar 2,30 mín. voru eftir af leiknum var staðan 67:65 en Borgnesingar gerðu næstu 4 stig. Síðustu 50 sekúndurnar voru æsispennandi. Þórsarar fengu bolt- ann í stöðunni 68:69 og Kristinn Friðriksson hitti ekki úr 3ja stiga skoti þegar 36 sek. voru eftir. Þórsarar brutu á Ara Gunnarssyni þegar 20 sek. voru eftir en hann hitti úr hvorugu vítaskoti sínu. Þórsarar náðu frákastinu, Fred Williams komst undir körfuna og skaut en boltinn dansaði á körfu- hringnum og Ermolinskíj blakaði honum burt. Hann skoraði síðan úr tveimur vítaskotum þegar 4 sek. voru eftir og staðan því 68:71. Skallagrímsmenn brutu strax af sér og Þórsarar fengu því aðeins 2 vítaskot. Kristján Guðlaugsson hitti úr fyrra skotinu en ekki því seinna, boltinn barst aftur til hans en skot hans geigaði og sigur Skallagríms í höfn. Þórsarar söknuðu Birgis Arnar í vörninni og voru lélegir í frá- köstunum. Kristinn kom aftur inn í liðið eftir straff og átti þokkalega spretti. Hafsteinn Lúðvíksson var mjög góður og skoraði 22 stig, en hann hefur Iengi verið í svelti. Fred var einnig traustur en Konráð og Kristján náðu sér ekki á strik. Ermolinskíj, Tómas Holton og Ari léku allir vel fyrir Skallagrím. Þetta var mikilvægur sigur fyrir liðið í baráttunni um þriðja sætið í riðlinum. Ivar Benediktsson skrifar klaufaskap Það var lágt risið á leik KR og Grinda- víkur er liðin mættust á sunnudags- kvöldið á Seltjarnarnesi. Fleiri mistök sáust en góðu hófi gegndi, einkum í sóknar- leik beggja liða. Fjöl- margar sendingar og upplögð skotfæri fóru út um þúfur fyrir hreinan og kæruleysi leikmanna beggja liða. Að leikslokum voru það þó Grindvíkingar er fögnuðu sigri, 74:67. „Þetta var erfiður leikur og lykilmenn í mínu liði léku illa en þá komu yngri menn inn og sigldu skipinu í höfn,“ sagði Friðrik Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, er stigin tvö voru i höfn. Að lokinni fyrstu sókn leiksins sem gestirnir áttu virtust þeir vera sjóðheitir því Marel Guðlaugsson kom þeim á bragðið eftir örfáar sekúndur með þriggja stiga skoti sem smellhitti. En þar með má segja að Marel hafi vart sést meira í leiknum og félagar hans náðu sér ekki á strik og KR-ingar náðu forystu og virtust ætla að taka leikinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.