Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						42  SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Opinn fundur með stjórnendum fyrirtækja
Þátttaka í
Evrópuverkefnum
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra efnir til opins
morgunverðarfundar með stjórnendum fyrirtækja
í Borgartúni 6 þriðjudaginn 12. des. kl. 8.10.
Kynnt verða Evrópuverkefni á sviði lítilla og
meðalstórra fyrirtækja og fyrirhugaðar aðgerðir til
að auðvelda íslenskum fyrirtækjum aðgang að
þeim. Að auki verður farið yfir helstu verkefni
nefndar um lítil og meðalstór fyrirtæki og
samkeppnisstöðu þeirra.
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið.
Aflaðu þér bandarískrar
háskólagráðu
í London
Nám í viðskiptaf ræði, auglýsingateiknun, tískuhönnun,
markaðssetningu tískuvarnings, innanhússhönnun
og myndbandaframleiðslu.
Þér mun líða eins og heima ífélagsskap annarra íslenskra
námsmanna, sem hafa valið The American College í London.
The American College býður upp á „master's-", „bachelor's-" i
og sambærilegar háskólagráður.
Einnig heimavistir í Atlanta, Los Angeles og Dubai.
Ef þú vilt fá nánari upplýsingar eða kynningarbækling,
hafðu þá samband við:
n
110 Marylebone High Street,
London W1M 3DB Englandi.
Sími (0171) 486-1772.
Fax (0171) 935-8144.
Námsannir hefast íoktóber, janúar, mars, júní og júli'.
Ábendingar ú mjólkurumbúðum, nr. 46 a/60.
Byssustingur!
Ferskeytlan er langalgengasti bragarháttur
á íslandi. Varla er til það barn sem getur
ekki farið með „Fljúga hvítu fiðrildin" eða
„Afi minn fór á honum Rauð".
Ferskeytlan er Frónbúans
fyrsta bamaglingur,
en verður seinna í höndum hans
hvöss sem byssustingur.
(Andrés Björnsson)
,*•" «*v
MJÓLKURSAMSALAN
íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar,
íslenskrar mátnefndar og Málrœklarsjáðs.
IDAG
BBIPS
llmsjúii Guðmundur Páll
Arnarson
ÞEGAR opnað er á veikum
tveimur eða Tartan, getur
verið erfitt fyrir andstöðuna
að koma að tvílita hendi.
Þess vegna hafa sum reynd-
ari pörin tekið upp sérstakar
stökksagnir til að sýna slík
spil. Svo dæmi sé tekið,
myndi stökk í fjögur lauf við
opnum á tveimur spöðum
sýna a.m.k. 5-5 í laufi og
hjarta. Og fjórir tíglar 5-5
í tígli og hjarta. En þetta eru
tvíeggjaðar sagnir og alls
ekki í almennri notkun.
Austur gefur; enginn á
hættu.
þetta spil kom upp. í
Butler-tvímenningi BR síð-
astliðið miðvikudagskvöld.
Nokkrir austurspilarar
opnuðu í fyrstu hendi á
tveimur hjörtum, Tartan,
sem sýndi a.m.k. 5-4 í
hjarta og láglit og 6-10
punkta. Það leiddi til
óvæntra endaloka á einu
borðinu:
Vestur  Norður
Austur
2 hjörtu
Suður
4 tíetari
	Norður
	? 1)8-1
	? G8742
	4 -
	? KG1084
Vestur	Austur
? 1076	? 5
? D10	¦ :s"
? ÁDG107	
? Á62	? 9753
,	Suður  -
	? ÁKG932
	¥ 6
	? 86542
	? D
NS höfðu stundum spilað
saman áður, en aldrei í föst-
um félagsskap, svo kerfis-
umræðan var að mestu
bundin við Stayman og
Blackwood. Suður spilaði
sína fjóra tígla í hljóði (og
þóttist reyndar góður að
sleppa fimm niður!), en þegar
búið var að færa töluna til
bókar gat hann ekki stillt sig
Suður: Sýnir þetta ekki
spaða og tígul, makker?
Norður: Ég var ekki viss,
við höfðum ekkert talað um
þessa stöðu.
Suður: Ég hélt að allir betri
spilarar  landsins  notuðu
þessa sagnvenju.
Norðun  Já,  þess vegna
ði ég pass!
HOGNIHREKKVISI
y7/arw heftir rateub anru>2> fvMrt a-rf "
SKAK
Ouisjón Margeir
Pétursson
Hvítur á leik
STAÐAN kom upp í mikil-
vægri skák tveggja korn-
ungra stórmeistara í síð-
ustu umferð á rússneska
meistaramótinu í haust.
Peter Svidler (2.635)
hafði hvítt og átti leik, en
Alexander  Morosjevitsj
(2.630) var með svart.
20. e5!! - Bh8 (20. - dxe5
er svarað með 21. Re4 —
Bh8 22. f6 og 20. - Bxe5
með 21. f6 með óstöðvandi
sókn í báðum tilvikum)
21. f6 - Hxc3 (örvænt-
ing) 22. bxc3 - Bc6 23.
exd6 - Hd8 24. Dg3 -
15(15 25. a4! - Dc6 26.
axb5 - axb5 27. d7 -
Dxd7 28. De5 og auk
þess sem hvítur hefur
skiptamun yfir er
svarti biskupinn á h8
fangi, svo í raun er
hvítur hrók yfir.
Með  þessum  sigri
komst Peter Svidler í
efsta sætið á mótinu
ásamt fjórum ððrum.
Hraðskákmót Kópa-
vogs 1995 fer fram í fé-
lagsheimili     Taflfélags
Kópavogs, Hamraborg 5 í
dag, sunnudaginn 10. des-
ember og hefst taflið klukk-
an 14. Tefldar eru fímm
mínútna skákir.
Hlutavelta
ÞESSI duglegu börn héldu hlutaveltu nýlega og söfn-
uðu 1.700 krónum í söfnun vegna kvenna og barna í
neyð. Þau heita Sylvía Björg og Páll Ammendrup.
ÞESSAR glaðlegu stúlkur héldu hlutaveltu nýverið og
söfnuð 1.794 krónum í söfnun handa litla barninu sem
fór í hjartaaðgerð. Stúlkurnar heita Brynja Dögg
Guðmundsdóttir (til vinstri) og Guðrun Hrönn Jóns-
dóttir (til hægri).
Víkverji skrifar...
FJÖISKYLDAN er hornsteinn
samfélagsins! Þessi gamal-
kunnu sannyrði hljómuðu enn og
aftur í sal Alþingis í nýlegri um-
ræðu unvopinbera fjölskyldustefnu.
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, vék þar að tvenns
konar fjölskylduvanda í íslenzku
samfélagi: atvinnuleysi og lágum
launum.
„Ég ætla ekki að lýsa fyrir ykkur
þeirri stöðu," sagði þingmaðurinn,
„sem er á þeim heimilum er búa
við atvinnuleysi. Það er ekki já-
kvætt fyrir fjölskylduna. Það er
ekki jákvætt fyrir börnin þegar
heimilisfaðir eða heimilismóðir eru
atvinnulaus."
Síðan sagði þingmaðurinn:
„Ég neita að viðurkenna það sem
eitthvert náttúrulögmál að atvinnu-
leysi eigi að vera til. Atvinnuleysið
er í mínum huga skipulagsvandi -
og ekkert annað.
Það þarf að leysa þennan vanda
og til þess að auka atvinnuna þarf
að auka fjárfestinguna... Aukin
fjárfesting í atvinnulífínu er um
leið fjöldskyldustefna..."
XXX
VIÐ BÚUM við allt of lág laun,"
sagði þingmaðurinn, „og það
kemur líka niður á fjölskyldunni.
Það er ekki gott fyrir fjölskylduna
þegar heimilisfaðirinn eða heimilis-
móðirin þurfa að vinna myrkranna
á milli og geta ekki átt samneyti
við börn sín. Það er mjög slæmt
og þessu þarf að breyta."
En það er Þrándur í Götu. Pétur
Blöndal heldur áfram:
„Því verður ekki breytt nema hér
á landi rísi upp fyrirtæki sem eru
arðbær og gróðavænleg, skili hagn-
aði og geti borgað há laun. Það
þarf að snúa frá þeirri stefnu að
öll fyrirtæki séu rekin á núlli og
helzt fyrir neðan það. Við þurfum
að lofa þá menn sem skila fyrirtækj-
um sínum með hagnaði — gróða.
Það er líka fjölskyldustefna því að
þau geta þá borgað mannsæmandi
laun og þeir sem eru með mann-
sæmandi' laun þurfa ekki að vinna
myrkranna á milli...
Það sem er aðalatriðið núna er
ekki það, hvernig eigi að dreifa tekj-
unum, heldur þurfum við öll saman
að vinna að því að stækka kökuna.
Það er fjölskyldustefna að stækka
kökuna, sem við öllum lifum af, það
er atvinnulífið."
VELFERÐ er tízkuorð. Stjórn-
málamenn slá gjarnan um sig
með orðum eins og velferðarþjóðfé-
lag, almannatryggingar, heilbrigð-
isþjónusta, félagsleg aðstoð og svo
framvegis. Það sem á bak við þessi
hugtök stendur verður þó orðin tóm
ef baklandið, undirstaðan, er ekki
til staðar.
Og hvert er þessi kostnaðarlega
undirstaða sótt? Hver er uppspretta
afkomu okkar og efna, lífskjara og
velferðar? Uppsprettan er atvinnu-
lífið, þau verðmæti sem þar verða
til. Þrjóti þau verðmæti þrýtur vel-
ferðina. Svo einfalt er það.
Með öðrum orðum: Við verðum
fyrst að byggja upp arðvænlegt
atvinnulíf. Arðsemi atvinnulífsins
er óhjákvæmilegur urtdanfari var-
anlegrar velferðar, hvernig svo sem
hún er skilgreind eða sundurliðuð.
Það þarf tekjur til að mæta eyðslu.
Tekjur eða skuldsetningu. Og lífs-
kjör byggð á skuldasöfnun endast
skammt!
Víkverji er þeirrar skoðunar að
Pétur Blöndal hafi hitt staðreynda-
naglann á höfuðið í þingræðu sinni
um málefni íslenzkra fjölskyldna.
Atvinnuöryggi og viðunandi laun
eru ómissandi þættir farsællar fjöl-
skyldustefnu. Leiðin til að útrýma
atvinnuleysi er að styrkja sam-
keppnisstöðu, framleiðni og verð-
mætasköpun atvinnugreina okkar.
Leiðin til að bæta greiðslu-
getu/kaupgetu atvinnulífs/almenn-
ings er hin sama. Menntun, þekk-
ing, framtak og framsýni eru þær
árar, sem róa þarf með.
Raunverulegur og varanlegur
lífskjarabati verður aðeins sóttur í
stækkun þeirrar þjóðarköku sem til
skiptanna verður. Lýðskrumið eitt
er létt í maga, bæði í bráð og lengd.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
28-29
28-29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56