Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ceres 53ja ára. Nýbýlavegi 12, sími 554-4433. í úrvali Barnanáttföt frákr. 1.680. Bómullarnáttkjólar trá kr. 2.900. frá kr. 2.600. Opið um helgina Munið islenskt - Sterkar - stífar - glansandi Umboðsaðili: Æfingastúdíó, sími 421 4828 Fataleiga Garöábæjar Akureyri: Toppmenn og sport Akranes: Nína Egilsstaðir: Okkar á milli Grindavík: Sirrý Keflavík: Kóda, Æfingastúdíó Vestmannaeyjar: Hressó, Flamingo . Selfoss: Styrkur Reykjavík: Plexiglas, Borgarkringlunni Mondó, Laugavegi 27 Ræktin, Frostaskjóli 6 World Class, Reykjavík Sýnd kl. 5 og 9. Verð kr. 750. B.i.ieára. JÓLAMYND 1995 Eiomitt þrgir Hhaldií 'M jd illir gjifimir f: fufi . vtriJ opnaðar... ..’f. INOIÁNINN í SKÁPNUM Það er þess viröi að biöa eftir bestu gjöfunum. Sýnd kl. 5 og 7. Sýnd kl. 9. Sýnd kl. 6.50. Kr: 750. Sýnd annan í jólum. DAC FA ALUR KRAKKAR PAKKA MEÐ AOCÖNÚUMIÐANUM, Á MYNDINA INDÍÁNINN í SKÁPNUM!! MisjafnirjÖlagestir TONLIST Gcisladiskur JÓLAGESTIR BJÖRGVINS 3 Geislaplata Björgvins Halldórssonar og gesta. Söngvarar: Björgvin Hall- dórsson, Sigríður Beinteinsdóttir, Berglind Björk Jónasdóttir, Svala Björgvinsdóttir, Helgi Björnsson. Hljóðfæraleikarar: Jon Kjell Sejje- seth, Vilhjálmur Guðjónsson, Tryggvi Hubner, Kristinn Svavars- son, Halldór G. Hauksson, Einar V. Scheving, Björgvin Halldórsson. Út- setningar: Jon Kjell Sejjeseth. Sljóm upptöku: Jon Kjell Sejjeseth og Björgvin Halldórsson. Tæknimaður: Amþór Örlygsson. Hljóðhlöndun: Gunnar Smári Helgason. Sklfan gef- ur út. 40:35 mín, 1.999 krónur. BJÖRGVIN Halldórsson sendir nú frá sér þriðju jólaplötuna, þar sem hann fær til sín gestasöngvara, ásamt því að syngja sjálfur valin lög í anda jólanna. Þessi forskrift hefur gefíst vel og stundum er sagt að það eigi ekki að hrófla við formúlum sem ganga upp. Einhvern veginn finnst mér samt að greina megi ákveðin þreytumerki á þessari plötu og ekki gat ég fundið að hún kæmi mér í sérstaka jólastemmningu, sem hlýtur þó að vera markmiðið með svona útgáfu. Björgvin er fagmaður fram í fing- urgóma og samvinna hans og Jon Kjell Seljeseth, sem út- setur lögin og leikur m.a. á hljómborð, er með miklum ágætum, enda ekkert út á hljóð- færaleik, hljómburð, upptökuvinnu eða aðra tæknivinnu að setja. Hins vegar fínnst mér lagavalið orka tvímælis og þótt lögin séu mörg ágæt sem slík eru þau að mínu mati ekki nógu ,jólaleg“, ef svo má að orði komast. Þetta hlýtur þó alltaf að vera smekksatriði og er fjarri mér að reyna að hafa áhrif á þá sem telja sig komast í gott jólaskap með þess- ari plötu. Jólagestir Björgvins sleppa mis- jafnlega vel frá þessari plötu. Mér finnst ekki henta Svölu að syngja lagið Þú og ég ogjól, sem er fyrsta lagið á plötunni og Berglind Björk er ekkert sérstaklega Jólaleg" í lag- inu Hjá þér. Fyrirfram átti ég held- ur ekki von á að Helgi Björnsson væri mikill ,jólasöngvari“, en hann kemur skemmtilega á óvart í laginu Efégnenni, sem er það lag plötunn- ar sem höfðar mest til mín. Helgi syngur lagið af tilfinningu og krafti og tenorsaxasóló Kidda Svavars lætur vel í eyrum. Sigga Beinteins. stendur fyrir sínu, eins og oftast, og er líklega ,jólalegust“ söngvar- anna, ásamt Björgvin auðvitað, sem yfirleitt veit hvað hann er að gera. Sem aðdáandi Björgvins, frá því hann var í Bendix, er ég þó tvístígandi yfir hinum nýja söngstíl, sem mér finnst örla á hjá honum á þessari plötu; það er að syngja laglínuna á dýpri nótunum í byijun og rífa sig síðan upp, en þetta er kannski eitthvað sem maður þarf að venjast. Ég efast ekki um að þeir eru fjöl- margir sem eiga eftir að hafa ánægju af þessari plötu yfir jólin. Ég mun hins vegar halda mig við Jólagesti Björgvins númer eitt, gömlu Hljóma-plötuna, jólaplötur HLH-flokksins, jólagrínið frá Glámi og Skrámi og plötuna þar sem Gáttaþefur syngur fyrir börnin. Gleðileg jól. Sveinn Guðjónsson Björgvin Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.