Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 43 Fyrir hönd Kvenfélags Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði, Sigrún J. Sigurðardóttir. Ingveldur Gísladóttir var mjög náin móður sinni. Hún ólst upp með móður sinni. Þegar hún stofnaði eigið heimili bjó móðir hennar hjá henni nær alla ævi sína og eftir að móðirin var látin háöldruð hélt Ing- veldur minningu hennar á lofti með ýmsu móti. Móðir Ingveldar, Guðrún Þor- leifsdóttir frá Vatnsholti í Flóa, var eftirtektarverð kona. Hugur hennar stóð til mennta en efnahagurinn leyfði ekki að sá daumur gæti ræst. Þó komst hún í Flensborgarskólann rétt fyrir aldamótin og var þar einn vetur, en um áframhald gat ekki orðið að ræða. í staðinn lærði hún fatasaum og hafði af því nokkra atvinnu næstu árin. 1906 hóf hún sambúð í Hafnar- firði með Gísla Jónssyni listmálara. Þau gengu ekki formlega í hjóna- band en eignuðust saman þijá drengi á næstu árum. Gísli var á þessum árum yfirleitt að heiman á sumrin við störf í hvalveiðistöðinni á Asknesi við Mjóafjörð. En haustið 1911 brá svo við að hann kom ekki heim á réttum tíma, hann -hafði veikst af lungnabólgu og verið lagð- ur á sjúkrahús á Seyðisfirði. Guðrún var þá langt gengin með þriðja barnið sem fæddist í október þetta haust. Að tilstuðlan sveitaryfirvalda fór Guðrún þá með drengina alla austur í Gaulveijarbæjarhrepp rétt fyrir jólin og þar í sveit dvaldist hún fram á sumar 1912, en þá fyrst kom Gísli að austan. Þau Gísli og Guðrún fluttust þá aftur til Hafnar- fjarðar, en drengina fengu þau ekki að taka með sér. Oddviti hreppsins neitaði að láta þá af hendi nema allur kostnaður hreppsins þeirra vegna væri endurgreiddur og auk þess gefin út skuldbinding um að þeir yrðu hreppnum aldrei framar til byrði, en við hvorugri kröfunni gátu þau Guðrún og Gísli orðið. Þetta var fátækralöggjöf þess tíma í framkvæmd. Guðrún og Gísli tóku á ný upp sambúð í Hafnarfirði, nú orðin barnlaus á nýjan leik. Þau fluttust fljótlega til Reykjavíkur, en 28. september 1913 fæddist þeim dótt- ir. Hún var heitin eftir Ingveldi Gísladóttur föðurömmu sinni. En eftir þetta fór sambúð þeirra Guð- rúnar og Gísla að trosna og á árinu 1915 skilja þau að skiptum. Telpan fylgdi Guðrúnu sem var kyrr í Reykjavík og vann þar fyrir þeim með saumaskap á vetrum og kaupa- vinnu eða síldarsöltun á sumrin á ýmsum stöðum. Sögulegust varð dvöl hennar á Kringlu í Grímsnesi, en þar réð hún sig til ársvistar í júlí 1916. Er þang- að kom var Guðrúnu sagt að auk annarra verka væri í verkahring hennar að annast um fatnað vinnu- mannsins á bænum, „þjónusta" hann eins og það var kallað. Þessu neitaði Guðrún, taldi ekki sann- gjarnt að hún bætti þessu verki við sig í frítíma sínum auk þess sem hún að sjálfsögðu þurfti að sjá um sjálfa sig og barnið. Þessi afstaða Guðrúnar varð til þess að 8. októ- ber um haustið var henni fyrirvara- laust vísað burt af heimilinu og varð að fara þaðan með barnið undir nótt í rigningu. En Guðrún var þeirrar gerðar að taka á móti þegar henni fannst á sig hallað. Hún kærði bóndann fyrir vistarrof og var málið til meðferðar hjá sýslu- manni Árnessýslu fyrri hluta árs 1917. Því lyktað þó ekki með dómi, heldur „sátt“ sem fól þó í sér nokk- urn sigur fyrir hana, þar eð bóndinn féllst á að greiða henni nokkrar bætur. Þetta mál var kallað „hjúa- málið“ og er kveikjan að leikriti Svövu Jakobsdóttur sem sýnt var í sjónvarpi fýrir nokkrum árum. 1923 fluttust þær mæðgur til Hafnarfjarðar þar sem Guðrún réðst til þjónustustarfa í Flensborg, bæði í þágu skólans og búreksturs Ogmundar Sigurðssonar skóla- stjóra. Þar mun hún hafa starfað fram undir 1930, en eftir það starf- aði hún við fiskvinnslu og önnur almenn störf. Ingveldur þurfti líka snemma að taka til hendinni. Hún gekk í barnaskóla en af frekari skólagöngu varð ekki hjá henni, heldur vann hún á unglingsárunum við ýmiss konar störf, fiskvinnslu, síldarsöltun og sveitastörf. Haustið 1930 fluttust þær mæðgur í stærsta íbúðarhúsið í Hafnarfirði, svo kallað Siglfirðinga- hús. Húsið var tveggja hæða timb- urhús með kjallara og risi og voru í því alls 14 íbúðir. 25. febrúar 1931 bjuggu alls 37 manneskjur í húsinu, en þann morgun kom þar upp eldur sem breiddist svo ört út að húsið brann til ösku á þremur stundarfjórðungum. Þrír fórust í þessum bruna, en öðrum tókst að bjarga, þar á meðal þeim mæðgum Guðrúnu og Ingveldi. Um þennan atburð hefur Ingveldur skrifað greinargóða frásögn sem birtist í bók hennar Myndir og minninga- brot sem kom út 1973 og er það mér vitanlega eina frásögnin um þennan atburð sem til er eftir íbúa í húsinu sem lifði atburðinn sjálfur. Ingveldur giftist seint á árinu 1933 Guðmundi Gissurarsyni. Guð- mundur var Árnesingur að uppruna en fluttist ungur til Hafnarfjarðar, stundaði nám í Flensborg og lauk síðan kennaraprófi frá Kennara- skólanum. Þegar Emil Jónsson varð bæjarstjóri í Hafnarfirði 1930 fékk hann Guðmund, sem þá var orðinn kennari í Grindavík, til að taka við störfum sem aðstoðarmaður sinn hjá Hafnarfjarðarbæ. Eftir það varð Guðmundur allt til dauðadags einn af máttarstólpum Alþýðuflokksins í Hafnarfirði og átti áreiðanlega meiri þátt en margur annar í því hve lengi Alþýðuflokkurinn hélt meirihluta sínum í bæjarstjórn. Hann var lengi skrifstofustjóri bæj- arins og varabæjarstjóri, en síðustu árin forstjóri Sólvangs. i bæjar- Jarðarförin auglýst síðar. stjórn sat hann frá 1934 til dauða- dags. Hjónaband Ingveldar og Guð- mundar var mjög farsælt. Þau bjuggu lengst af á Tjarnarbraut 15 og áttu tvær dætur, Guðrúnu og Margréti, og auk þess var Guðrún móðir Ingveldar til heimilis hjá þeim. Sá skuggi var þó á að yngri dóttirin var haldin skæðum ofnæm- issjúkdóimi sem margir tiöldu ólæknandi en sá sjúkdómur hvarf þegar hún fór að nálgast unglings- árin. Taldi Ingveldur að þar hefði verið að verki æðri máttur og skrif- aði um það bók sem hún kallaði Lækningin og kom út 1951. Ég ólst upp í næstnæsta húsi við þau Guðmund og Ingveldi og milli heimilanna var talsverður samgang- ur. Systur mínar urðu vinkonur dætranna og þær urðu heimagangar hver hjá annarri. Og fullorðna fólkið þurfti oft að hittast, enda voru þeir Guðmundur og faðir minn, Ólafur Þ., samherjar í pólitíkinni og góður kunningsskapur með þeim. Þau góðu kynni sem þá tókust milli fjölskldnanna hafa haldist að meira eða minna leyti allar götur síðan. Guðmundur andaðist skyndilega 6. júní 1958 aðeins viku eftir að hann hafði sem forseti bæjarstjórn- ar stjórnað með röggsemi hátíðar- höldum í tilefni 50 ára kaupstaðar- afmælis Hafnarfjarðar. Dæturnar voru þá báðar uppkomnar og farnar að heiman og nokkrum misserum síðar fluttist Ingveldur til Reykja- víkur þar sem hún hélt heimili með Sigurði Bjarnasyni bifreiðarstjóra. Á þessum árum fór Ingveldur að leggja meiri rækt við ýmis áhuga- mál sem höfðu lengi blundað með henni. í henni var rík hneigð til myndlistar og hún hafði áður eitt- hvað fengist við að mála með vatns- litum, en nú tók hún að sækja nám- SJÁ NÆSTU SÍÐU t Föðursystir okkar, GUÐRÚN GUÐBRANDSDÓTTIR, Selfossi, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum laugardaginn 13. janúar. Elín, Anna María og Brynhildur Tómasdætur. t Útför föður míns, AXELS ÓLAFSSONAR klæðskerameistara, (G. Bjarnason og Fjeldsted), fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, miðvikudaginn 17. janúar, kl. 13.30. Ragnar Ólafur Axelsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR, Brennu, Eyrarbakka, lést í Vífilsstaðaspítala föstudaginn 12. janúar. Kristján Þórisson, Þuríður Tómasdóttir, Guðlaug Jónsdóttir,, Magnús Þórisson, Elínborg Jóhannsdóttir, Eygerður Þórisdóttir, Erlingur Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, amma og langamma, KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR áður húsfreyja, Fossi, Hrútafirði, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund að morgni 14. janúar. Þórhallur Eiriksson, Sigurður Eiríksson, barnabörn og barnabarnabarn. t Faðir okkar, HALLGRÍMUR MAGNÚSSON múrarameistari, Lindargötu 57, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 13. janúar. Júlfana Erla Hallgrímsdóttir, Magnús Anton Hallgrfmsson, Halla Helga Hallgrfmsdóttir, Þorleifur Jónatan Hallgrímsson, Elvar Hallgrímsson. t Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengda- móðir og amma, KRISTENSA (Stella) ANDRÉSDÓTTIR frá Risabjörgum, Hellissandi, Lyngbrekku 20, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum 14. janúar. Sigurður Þorkelsson, Björgvin Andri Guðjónsson, Sigrún A. Júlíusdóttir, Sveinbjörg Hrólfsdóttir, Birgir Sigurðsson, Aðalheiður Guðmundsdóttir, barnabörn og fósturbörn. t Bróðir okkar, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, Dynskógum 7, Hveragerði, sem andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands 12. janúar sl., verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 20. janúar kl. 14.00. Oddný Guðmundsdóttir, Jóhannes Guðmundsson. Elsku maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ALAN ESTCOURT BOUCHER, Tjarnargötu 41, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Kristskirkju, Landakoti, miðvikudaginn 17. janúar kl. 13.30. Áslaug Þórarinsdóttir Boucher, börn og barnabörn. t Elskulegur sonur okkar, fóstursonur og bróðir, HILMAR ÞÓR REYNISSON, Hlíðarhjalla 71, Kópavogi, sem lést af slysförum þann 7. janúar, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag, þriðjudaginn 16. janúar, kl. 15.00. Reynir Bárðarson, Guðbjörg Halla Björnsdóttir, Marteinn Jónsson, Jón Björn Marteinsson. t Elskuleg eiginkona mín, móðirokkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, FREYJA GEIRDAL Austurgötu 18, Keflavfk, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð þann 13. janúar 1996, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 20. janúar kl. 14.00. Gfsli Sigurðsson, Svanur Geirdal, Una Guðmundsdóttir, Sigurður Geirdal, Ólafía Ragnarsdóttir, Örn Geirdal, Þórhalla Stefánsdóttir, Eygló Geirdal, Georg V. Hannah, Ægir Geirdal, Lilja Jónsdóttir, Jóhann Geirdal, Hulda Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.