Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐID AÐSENDAR GREIIMAR Skipulagsmál á miðhálendi AÐ UNDANFÖRNU hefur mikið verið rætt og ritað um skipulagsmál á miðhálendinu. Þessi umræða er af hinu góða enda útlit fyrir að þeir séu fáir sem ekki hafa skoðun á því hvemig standa eigi að mannvirkja- gerð á miðhálendinu. í umræðunni hefur hins vegar verið blandað sam- an svæðisskipulagi miðhálendisins, aðalskipulagi Svínavatnshrepps, deiliskipulagi Hveravalla og mati á umhverfisáhrifum byggingar þjón- ustumiðstöðvar fyrir ferðamenn á Hveravöllum. Þetta hefur valdið nokkrum misskilningi sem nauðsyn- legt er að leiðrétta. Þá er einnig rétt að benda á að samkvæmt skipulagslögum eru öll sveitarfélög skipulagsskyld og því ber sveitarstjómum áð sjá til þess að gengið sé frá aðalskipulagsáætl- un til staðfestingar umhverfisráð- herra. Aðalskipulag Svínavatnshrepps Hreppsnefnd Svínavatnshrepps ákvað árið 1991 að ráða Árna Ragn- arsson arkitekt og Pál Zóphóníasson tæknifræðing til að gera tillögu að aðalskipulagi Svínavatnshrepps 1992 - 2012. Þegar tillagan lá fýrir var hún auglýst í Lögbirtingablaðinu 11. nóvember 1992 og var frestur til að skila athugasemdum til 15. janúar 1993. Ellefu athugasemdir bárust við tillöguna og tók hrepps- nefnd þær fiestar til greina. Að lok- inni auglýsingu samþykkti hrepps- nefnd tillöguna á fundi 13. ágúst 1993 og sendi hana skipulagsstjóm ríkisins til afgreiðslu. Skipulags- stjóm afgreiddi tillöguna til staðfest- ingar umhverfísráðherra á fundi sín- um 29. september 1993. Umhverfis- ráðherra staðfesti aðalskipulag Svinavatnshrepps 3. nóvember 1993 með þeim fyrirvara að frestað var skipulagi á veglínu frá Reykjabót að Svínvetningabraut og tekið fram að staðfestingin nái ekki til marka sveitarfélagsins í óbyggðum. í greinargerð með aðalskipulag- inu segir m.a.um þjónustusvæði við Hveravelli: „í aðalskipulaginu er gerð tillaga um að nýi vegurinn upp Hvinveijadal endi við Breiðmelinn, þar sem Þjófadalaleið sveigir upp á melinn. Þar verði bílastæði og þjónustusvæði, sem hér er nefnt „Hvinur“ til hægðarauka. Svæðið er um 1 ha að stærð, auk þess sem gert er ráð fyrir 2ja ha tjaldsvæði. Þaðan er um 700 metra gangleið að hverasvæð- inu, meðfram grónum botni Hvinveijadals, og hveralæknum. í Hvin er gert ráð fyrir að kom- ið verði fyrir þeim skál- um og húsum, sem lagt er til að færð verði af friðlýsta svæðinu, og bensínstöðinni af Breiðmel. Þar er lagt til að gerð verði ný baðlaug, sem svari heilbrigðiskröfum reglu- gerða. Að byggt verði yfir búnings- klefa og salemi, matstofu og sal fyrir upplýsingaráðgjöf, staðfræðslu um Hveravelli, auk íbúðar fyrir starfsfólk. Þá er hugsanlegt að reisa fleiri skála eða smáhýsi í Hvin. Eftir- sóknarvert er að byggingarlag og byggingarefni láti vei að landslagi, sem raunar er þama örfoka Breið- melurinn. Gera verður deiliskipulag fyrir Hvin og þar verður að setja nánari reglur um byggingar, fyrir- komulag, gerð og efni- sval. Frá nýju gatna- mótunum mun Hvinur sjást utan í Breiðmeln- um, en staðsetningin er þó ekki ögrandi fyrir landslagið í kring og mikilvægt að byggingar falli vel að því.“ Þá segir ennfremur í aðalskipulags- greinargerðinni: „Sú þjónusta, sem í aðalskipulaginu er gerð tillaga um í Hvin, mið- ast við þá þjónustu, sem nú er veitt á Hveravöllum, en að betur verði að henni búið, þannig að hún svari þeim kröfum sem þarf og reglugerð- ir krefjast. Áhersla er á það lögð, að þjónusta á láglendi byggist upp fyrr en - eða um leið og - þjónusta á hálendi og að aðsóknarskilyrði - vegabætur - að hálendinu fylgi upp- byggingu á þjónustunni en verði ekki bætt á undan henni. Til þess að undirbúa framkvæmd þessara hugmynda er brýnt að gert verði Viðmiðunarlína til að afmarka skipulagssvæði miðhálendisins hefur verið ákveðin í aðalatriðum og miðast hún við mörk heimalanda og afrétta. Markalínan hefur verið skilgreind í samráði við fulltrúa heima- manna og hefur hún hlotið samþykki viðkomandi sveitarstjóma. Stefán Thors deiliskipulag af Hveravöllum og að hreppsnefnd Svínavatnshrepps taki frumkvæði um samstarf þeirra stofnana og félaga, sem hafa starf- semi á Hveravöllum." Deiliskipulag Hveravalla og mat á umhverfisáhrifum Hreppsnefnd Svínavatnshrepps hefur látið vinna tillögu að deili- skipulagi Hveravalla og auglýst hana. Þar sem bygging þjónustumið- stöðvar fyrir ferðamenn utan byggða er matsskyld framkvæmd sam- kvæmt lögum um mat á umhverfis- áhrifum, hefur jafnframt verið aug- lýst eftir athugasemdum við skýrslu um mat á umhverfisáhrifum fyrir- hpgaðra framkvæmda. Þeir sem vilja kynna sér málið geta snúið sér til Skipulags ríkisins, oddvita Svína- vatnshrepps eða oddvita Torfalækj- arhrepps. Frestur til að skila athuga- semdum við tillögu að deiliskipulagi og mat á urrihverfisáhrifum rennur Smám saman, segir Stefán Thors, hefur verið að skapast heild- armynd af stöðu hálend- isins. út 15. febrúar 1996 og þurfa athuga- semdir þá að hafa borist Skipulagi ríkisins. Svæðisskipulag miðhálendisins Fyrir Alþingi á 115. löggjafar- þingi 1991-92 var lagt frumvarp til Iaga um stjórn skipulags- og bygg- ingarmála á miðhálendi Islands. Samkvæmt frumvarpinu skipaði umhverfísráðherra sérstaka stjórn- amefnd til að fara með stjóm skipu- lags- og byggingarmála á mið- hálendinu. Vegna mikillar andstöðu við fmmvarpið var það dregið til baka. Árið 1993 var skeytt bráða- birgðaákvæði við skipulagslög nr. 19/1964 til að unnt væri að mynda samvinnunefnd um gerð svæðis- skipulags fyrir miðhálendi íslands. Samkvæmt lögum þessum skipa þær 12 héraðsnefndir sem liggja að há- lendinu hver um sig einn fulltrúa í samvinnunefndina og umhverfisjáð- herra skipar formann hennar. Áður en þetta ákvæði kom til hefði nefnd- in verið skipuð 2 fulltrúum frá hveiju þeirra u.þ.b. 40 sveitarfélaga sem liggja að hálendinu auk formanns sem skipaður hefði verið af skipu- lagsstjórn ríkisins. Formaður nefnd- Heilsubull í SÍÐASTA tölu- blaði af tímaritinu Nor- disk Medicin er athygl- isverð grein eftir Per Fugelli, sem er pró- fessor í „samfélags- læknisfræði" í Osló. Greinin heitir „Heil- brigði og veðurfar í Ne_w York og Lofoten". í greininni ber hann saman viðhorf hins ríka borgarbúa til „heilsunnar", en hann kaupir sér tölvustýrð- an hátæknibúnað til að reyna að viðhalda ein- hveiju ímynduðu lík- amlegu ástandi, sem kallast full- komið heilbrigði, og gamla sjó- mannsins, á Lofoten, sem er með kransæðasjúkdóm. Hann rær dag- lega einn á sjó, en eftir eitt eða tvö hjartaköst notar hann nú öryggis- línu svo kerlingin hans hafí lík til að jarða, ef hann skyldi fá hjarta- slag á sjónum. I lok greinarinnar spyr prófessor- inn nokkurra spuminga, sem hann telur að gæti verið hollt fyrir heilsu- pólitíkusa, heilsuhagfræðinga og aðra heilsuspekinga að spyija sjálfa sig. Búum við í vaxandi mæli við tækifæris- sinnaða heilbrigðis- stefnu, sem þjónar hamingju hins sadda og sæla meirihluta, en vanrækir þjáningar þeirra, sem vegna langvarandi heilsu- brests, fátæktar og aldurs hafa ekki póli- tískt vægi? Búum við við lækn- isfræðilega verðbólgu með verðfalli á heilsu- farslegu sjálfstrausti og burðarþoli? Eru hópar í þjóðfé- lögunum famir að skynja eðlileg frávik frá fullkomnu útliti og fullko- minni vellíðan sem sjúklegt ástand? Emm við að verða þátttakendur í allsheijar eltingaleik eftir þjóðfé- lagi, sem veitir fullkomið öryggi gagnvart sjúkdómum og siysum? Er búið að sannfæra hinn al- menna borgara um að til sé eitt- hvað sem heitir fullkomið heilbrigði og óbrigðul læknisþjónusta? Stöndum við frammi fyrir vax- andi menningarlegri og félags-sál- fræðilegri misnotkun á læknis- fræðilegum auðlindum? Er bilið milli krafna fólksins og möguleika náttúrunnar og læknis- fræðinnar til lækninga hugsanlega skýringin á óánægðum sjúklingum, útbmnnum læknum og ráðvilltum heilbrigðisráðherram? Þannig spyr hinn norski prófess- or og það með nokkmm rétti. Allar þessar spurningar hljóta að leita, í einhverri mynd, á huga hvers sem hugsar um heilbrigðismál í þjóðfé- lagi nútímans. Nú mega menn ekki halda að grein þessi sé ætluð til að hjálpa stjórnmálamönnunum að afsaka þær aðfarir þeirra, að skera velferð- ar- og heilbrigðiskerfið niður við trog. Þær aðfarir bitna fyrst og fremst á þeim þegnum þjóðfélags- ins, sem þurfa á hjálp að halda, og geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Allt tal um að þær séu gerðar til að vemda velferðarkerfíð er og hefur verið bull. Nei, spurningar prófessorsins vekja fyrst og fremst til um- hugsunar um gildismat. Emm við að ganga götuna fram eftir veg, til eðlilegra og heilbrigðra lifnaðar- hátta, eða eram við að eltast við draumsýnir, sem náttúralögmálin segja okkur að geti aldrei orðið að veruleika? Þjóðfélagið er fullt af heilsubulli, eða eigum við heldur að kalla það heilsuragl. Al'a vega er allt heilsu- bullið orðið að alvarlegu heilsurugli. í þjóðfélaginu vaða uppi alls kyns „heilarar", sem lofa fólki lækningu Búum við við tækifæris- sinnaða heilbrigðis- stefnu, spyr Ami Bjömsson, sem þjónar hamingju hins sadda og sæla meirihluta en van- rækir þjáningar þurf- andi. við líkamlegum sem andlegum kvill- um, frá þvagteppu að ástarsorg. Skyldi ágóðinn af blekkingunum skila sér hjá skattinum? Á annarri hverri síðu Morgun- blaðsins era auglýsingar frá heilsu- ræktarstöðvum, sem kollega höf- undar, Ólafur Jensson, kallaði ein- hvem tímann kvapeyðingarstöðvar. Stöðvar þessar bjóða upp á alsælu og allt að því eilíft líf, ef menn eru tilbúnir til að svitna í heilsutólum stöðvanna, fyrir hæfilegt gjald, auð- vitað klæddir marglitum heilsu- tískubúningum. Milli þátta í sjónvarpsstöðvunum er auglýst undraefnið Q10, sem eins og ódáinsfæða Ólympsguða varð- veitir eilífa æsku og svo hefur grein- arhöfundur sannfrétt, að heilsufæði sé aðalumræðuefni í heitum pottum og saumaklúbbum, þegar söng- og ástamál þjóðkirkjunnar eru á eðli- arinnar er Snæbjöm Jónasson, fyrr- verandi vegamálastjóri, en auk hans sitja í nefndinni fulltrúar eftirtalinna héraðsnefnda: Borgarfjarðarsýslu, Mýrasýslu, V-Húnavatnssýslu, A- Húnavatnssýslu, Skagafjarðar, Eyjafjarðar, S-Þingeyjarsýslu, Múla- sýslna, V-Skaftafellssýslu, Rangár- vallasýslu, Árnessýslu og Sýslu- nefndar A-Skaftafellssýslu. Viðmiðunarlína til að afmarka skipulagssvæði miðhálendisins hefur verið ákveðin í aðalatriðum og mið- ast hún við mörk heimalanda og afrétta. Markalínan hefur verið skil- greind í samráði við fulltrúa heima- manna og hefur hún hlotið sam- þykki viðkomandi sveitarstjórna. Fram að þessu hefur meginverk- efni samvinnunefndarinnar og ráð- gjafa hennar verið að safna upplýs- ingum og vinna úr þeim. Smám sam- an hefur verið að skapast heild- armynd af stöðu hálendisins og er þá komið að hinni eiginlegu tillögu- gerð og er reiknað með að fyrsta tillaga að landnotkun á miðhálend- inu verði kynnt vorið 1996 og lokatil- laga auglýst samkvæmt skipulags- lögum árið 1997. Samvinnunefndin fjallar ekki um eignarhald á miðhálendinu en hún hefur hins vegar látið sig varða stjómsýslulega skiptingu svæðisins og mörk sveitarfélaga. Nefndin hef- ur í því sambandi sent umhverfisráð- herra erindi þar sem óskað er eftir aðstoð og leiðbeiningum um máls- meðferð og samráði við önnur ráðu- neyti til þess að unnt verði að ná lögformlegri niðurstöðu um stjóm- sýslulega skiptingu miðhálendisins. Áður en tillaga að svæðisskipulagi miðhálendisins verður auglýst þarf að vera ljóst hver fer með stjórn- sýslu á svæðinu og þar með einnig framkvæmd svæðisskipulagsins. Á það hefur verið bent að óeðli- legt sé að deiliskipuleggja á Hvera- völlum áður en ljóst er hvaða stefna verður mörkuð í svæðisskipulagi miðhálendisins. Þetta er auðvitað alveg rétt og á sama hátt má segja að óeðlilegt sé að taka ákvörðun um legu háspennulínu um Ódáðahraun áður en fyrir liggur svæðisskipulag. Ýmislegt mælti með því þegar árið 1990 að banna hefði átt allar fram- kvæmdir á miðhálendinu þar til mörkuð hefði verið stefna í landnotk- un. Það reyndist hins vegar ekki framkvæmanlegt. Það er von þeirra sem að skipu- lagsmálum á miðhálendinu vinna að umræðan verði málefnaleg og aðilar skoði ekki einungis eigin hagsmuni heldur horfi á málið í heild. Höfundur er skipulagsstjóri ríkis- ins. legum nótum. Samt hafa íslending- ar aldrei verið heilsubetri. Svo er það „hátæknilæknisfræð- in“. Vissulega á þjóð, sem vill heita menningarþjóð, að geta véitt þegn- um sínum eins góða læknishjálp og kostur er, en hafí hún ekki efni á að veita þegnum sínum viðunandi aðbúnað á lokaskeiði ævinnar, er hún þá ekki að lifa um efni fram með því að reka tvo eða jafnvel fleiri hátæknispítala með tækjabúnaði, sem annars staðar er talinn nægja miklu stærri þjóðum? Getur verið að allt heilsubullið sé farið að ragla mat okkar á því, hvað raunverulegt heilbrigði er? Áttum við okkur ekki á því að heil- brigði er ekki bara ástand, heldur líka viðhorf? Getur verið að féð, sem eytt er í kvapeyðingarstöðvum, í „heilara" og alls kyns „ódáinsfæðu", væri betur komið inn í skólana til að fjár- magna baráttuna gegn fíkniefna- barónunum, sem heija þar á börnin okkar og barnabömin og leiða þau út í heilsutjón, glæpi og dauða? Getur verið að fénu, sem varið er til fjölföldunar dýrustu lækninga- tækja, væri betur varið til að bæta aðbúnað geðsjúkra, aldraðra sjúkl- inga og fatlaðra, sem nú eiga und- ir högg að sækja í okkar „heimsins besta heilbrigðiskerfí"? Spyr sá sem ekki veit, en án spurninga fást engin svör. Höfundur er læknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.