Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						40    FIMMTUPAGUR 25. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
ASGEIR
JAKOBSSON
+ Ásgeir Jakobs-
son fæddist í
Hólshreppi (Bol-
ungavík), Norður-
ísafjarðarsýslu, 3.
júlí 1919. Hann and-
aðist á heimili sínu
í Reykjavík 16. jan-
úar 1996. Banamein
hans var krabba-
mein. Foreldrar As-
geirs voru Dóróthea
Helga Jónasdóttir,
f. 2. 7. 1877, d. 14.
1. 1932, og Jakob
Elías Bárðarson,
formaður og útvegs-
bóndi í Bolungavík,
f. 22. 8. 1889, d. 11.
9. 1923.
Ásgeir fékk í arf
mjög blandaða og
ólika kynfylgju frá
foreldrum sínum, og svo sðgðu
þeir sem til þekktu að vart
gæti ólíkari menn en föðurafa
og móðurafa hans. I móðurætt
var Ásgeir af svonefndri Skegg-
staðaætt, sem rakin er frá Jóni
og Björgu á Skeggstððum í
Svartárdal i Húnavatnssýslu.
Móðir Jónasar, föður Dórótheu,
var Sigurbjörg Eyjólfsdóttir
(Mála-Eyjólfs), en móðir Ey-
jólfs, Ingibjörg, var dóttir
þeirra hjóna Jóns og Bjargar á
Skeggstöðum. Skeggstaðaætt
er mjög fjölmenn í Húnavatns-
sýslum og um það fólk má lesa
ÁSGEIR Jakobsson var stórbrotinn
maður á allan hátt og auðkenndur
frá fjöldanum. Ekki fór hann feimu-
lega né duldi skoðanir sínar eða
tilfinningar. Hann hafði. margvís-
legan metnað og um hríð þann
helstan að halda bókabúð merka
og menningarlega á Akureyri. Var
hún allmikil menningarmiðstöð í
hjarta bæjarins, tíðsótt af skóla-
fólki, einkum nemendum Mennta-
skólans. Áhugi Ásgeirs var raunar
miklu meiri á bókmenntum en pen-
ingum, enda safnaði hann ekki fjár-
sjóðum á jörðu.
Við félagarnir, Friðrik Þorvalds-
son og undirritaður, vorum báðir á
fyrri kennaraárum okkar við
Menntaskólann svo lánsamir að fá
að vera innanbúðarmenn hjá Ás-
geiri í Rikku eftir kennslutíma á
daginn, þegar mest var að gera í
bóksölunni í skammdeginu. Þetta
var bráðskemmtilegt, og ótal atvik,
sem gleðja, koma upp í hugann,
þegar þessa er minnst. Ásgeir var
góður félagi alls starfsfólksins og
hreif okkur með sér með áhuga sín-
um, krafti og dugnaði. Við Friðrik
fundum vel, að ef við létum nokk-
urn hugsanlegan kaupanda fara
bókarlausan út, þættum við lélegir
fortölumenn, og áttum á hættu að
vera settir í jólakortin daginn eftir,
en það var þá lægst fall í búð Ás-
geirs.
Ásgeiri var mikið yndi að ræða
fornar bókmenntir, einkum þar sem
sagt var frá stórmennum, styrkum
köppum og miklum atburðum.
Sjálfur var hann ærið styrkur og
hendi gaman að aflraunum við þá
sem hann taldi þess verðuga. Var
þá glímt af íþrótt án illsku eða
fantaskapar, en mjög sterklega,
„svo að of sá daginn eftir hvar at-
gangurinn hafði verið", en þar til
valdist vettvangur þar sem vítt var
og ekki sakaði, þó að stein og stein
leysti úr freðinni jörðu.
Undir yfirbragði, sem gat virst
hrjúft, sló í Ásgeiri hlýtt hjarta, og
gæddur var hann drengskap og
rausnarlund. Man ég glöggt hvflík-
ar gjafir og veitingar hann átti til
að færa starfsfólki sínu á Þorláks-
dagskvöld, ef honum þótti vel hafa
unnist, sem oftast var. Kom fyrir
að hann sást lítt fyrir í stórmennsk-
unni og mun þá hafa orðið tíðhugs-
að til fornra höfðingja.
En bækur voru, sem ég sagði,
Ásgeiri fyrst og fremst bókmenntir,
í bókum þeirra Jónasar á Gili,
Magnúsar á Syðra-Hóli_ og Páls
Kolka. I föðurætt var Ásgeir af
Hólsætt í Bolungavík, sem er
hrein bolvísk ætt og lítt þekkt
utan Bolungavikur. Sú ætt er
rakin til Elínar Magnúsdóttur
prúða, sýslumanns í Ögri, og
Sæmundar Arnasonar, sýslu-
manns á Hlíðarenda, sem sátu
Hól í Bplungavík í byrjun 17du
aldar. Á 18du öld voru uppi í
Bolungavík systkinin Guðrún
Magnúsdóttir á Hóli (f. 1758) og
Arni Magnússon í Meiri-Hlíð (d.
1822),  börn Magnúsar auðga í
Meirí-Hlíð Sigmundssonar, um-
boðsmanns & Hóli Sæmundsson-
ar, Iögréttumanns á IIóli Magn-
ússonar, sýslumanns á Hóli, en
sá Magnús var sonur Elínar og
Sæmundar. Þau Guðrún og Árni
voru því fimmtu menn frá Elínu
og Sæmundi.
Með þeim systkinum greinist
Hólsætt í svonefnda Meirí-Hlíð-
armenn frá Árna en Hanhóls-
menn frá Guðrúnu. Dóttir Guð-
rúnar, sem einnig hét Guðrún,
giftist áríð 1820 Jóhanni Jóns-
syni, bónda í Meiri-Hlíð Snæ-
björnssonar. Þau Guðrún og Jó-
hann hófu búskap á Hanhóli og
var Jóhann formaður og útvegs-
bóndi þar um langan aldur (f.
1798, d. 1883). Ásgeir Jakobsson
er fjórði maður frá þeim hjónum
á Hanhóli. Þau hjón áttu 16 börn,
sem öll urðu kynsæl og varð þessi
leggur Hólsættar mjög fjölmenn-
ur í Bolungavík á seinni hluta
19du aldar og fram undir miðja
þessa öld. J6n Jóhannsson, lang-
afi Ásgeirs, var formaður í Vík-
inni en fórst í fiskiróðri 1858,
33ja ára. Sonur Jóns var Bárður
bóndi á Gili framanaf en á efrí
árum á Neðra-Hanhóli. Sonur
Bárðar, og faðir Ásgeirs, var
Jakob, formaður í Víkinni og
smiður. Hann fórst aðeins 34ja
ára, 1923, á mótorbátnum Ægi.
Hans bræður voru Jóhann Bárð-
arson, kaupmaður og rithöfund-
ur (Áraskip og Brimgnýr), og
Sigurður, togarasjómaður. Jak-
ob, faðir Ásgeirs, þótti allra
manna gjörvulegastur og var
rammur að afli. Tveir albræður
Ásgeirs komust til manns: Guð-
mundur Jakobsson (1912-1985),
bókaútgefandi (Ægisútgáfan), og
Bárður Jakobsson (1913-1984),
hæstaréttarlögmaður, sem báðir
skrifuðu allmargar bækur.
Ásgeir Jakobsson var tví-
kvæntur. Fyrri kona hans var
Friðrika Friðriksdóttir, bóksali á
Akureyri. Þeirra sonur er Ás-
geir, þýðandi, kvæntur Guðrúnu
Irisi Þórsdóttur, sálfræðingi. Eft-
irlifandi kona Asgeirs er Bergrós
Jóhannesdóttir, verslunarstióri
og húsmóðir. Þeirra börn eru:
Elsa Karólína, meinatæknir og
húsmóðir, gift Jóni Ólafssyni
lyfjafræðingi og deildarstjóra hjá
Pharmaco; Jóhannes, lögfræð-
ingur, sem rekur eigiu lögnianus-
stofu í Reykjavík, kvæntur Kol-
brúnu K. Karlsdóttur, húsmóður;
Bergrós, háskólanemi og hús-
móðir, og Jakob Friðrik, stiórn-
málafræðingur og rithöfundur.
Barnabörnin eru ellefu.
Ásgeir missti föður sinn fjög-
urra ára og móður sína tólf ára.
Hann fór til sjós fimmtán ára og
var eftir það á eigin vegum. Hann
braust til náms af eigin ramm-
leik, var einn vetur í Héraðsskó-
lanum á Laugarvatni, annan vet-
ur í Kennaraskóla íslands, en
lauk svo hinu meira fiskimanna-
prófi frá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík 1945.
Starfsævi Asgeirs var þriskipt:
Hann var fjórtán ár til sjós (1934-
1947) á ýmsum bátum og togurum
og sigldi m.a. öll stríðsárin. Hann
var síðan átján ár bóksali á Akur-
eyri í Bókabúð Rikku (1947-1964).
Hann fluttist til Reykjavikur 1964
og vann uppfrá því við ritstörf
og kom fyrsta bók hans út 1965
(Sigling fyrir Núpa). Meðfram
bókaskrifum var Asgeir um hríð
bókavörður á Hrafnistu í Reykja-
en ekki söluvara, og var hann svo
mikill Vestfirðingur að okkur þótti
stundum nóg um hversu hann dáði
Þórð kakala, af því að hann fékk
styrk og stuðning að vestan. Stund-
um datt okkur líka í hug, að Flóa-
bardagi hefði tekið annan endi, ef
fleiri hefðu verið makar Ásgeirs í
liði Þórðar.
En Ásgeir brá á það rétta ráð
að hætta að selja bækur og taka
að skrifa þær, en um það munu
aðrir fjalla betur.
Ásgeir Jakobsson var einn meðal
vina minna og velgjörðarmanna.
Hvenær sem á bjátaði fyrir mér,
átti ég stuðning hans vísan. Eg
kveð hann með virðingu og þökk.
Börnum Ásgeirs og Bergrósu bekkj-
arsystur minni færi ég samúðar-
kveðjur og þakkir.
I grafar nöpru nausti þó
nú hvolfí skipin kyr,
aftur mun peim á annan sjó,
eilífðar fleyta byr,
kvað gamli Grímur. Hann kvað-líka:
Enginn fleytu ýtti úr sandi,
ef að Þorbjörn sat í landi.
- Ekki mun Ásgeir Jakobsson sitja
f landi, þegar aðrir róa og heldur
fara fyrir mönnum en vera nokkurs
þeirra eftirbátur.
Gisli Jónsson.
Ásgeir vinur minn Jakobsson er
genginn til feðra sinna eftir mikla
og langa baráttu við sjúkdóm og
dauða. Á meðan hún stóð, sýndi
Ásgeir þvílíkan kjark og karl-
mennsku að mér finnst sjálfur
dauðinn hafa sett niður, þótt hann
yrði ofan á að lokum. A milli jóla
og nýárs sátum við hjónin við rúm-
stokkinn hans heima í Skeiðarvogi,
en sjúklingurinn lék á als oddi, og
sagðist aldrei hafa átt betri jól um
ævina. Kveðjustundina gerði hann
að sannri gleðistund.
AJdarfjórðungur er frá því að ég
sá Ásgeir fyrst á ritstjórnarskrif-
stofu Morgunblaðsins. Ég var þá
blaðamaður að sumarlagi, en hann
umsjónarmaður Sjómannasíðunnar.
Mér þótti maðurinn eftirtektarverð-
ur, hann skartaði virðulegu yfir-
varaskeggi, andlitsdrættir voru
karlmannlegir, brýrnar miklar og
hvassar, augun snarleg og hárið
kembt aftur. Það var eitthvað fram-
andi og aristókratískt í útliti hans
og fasi, svo að hann minnti einna
helst á franskan greifa. Af Ásgeiri
stóð stundum talsverður gustur,
brýmar gátu sigið og hann orðið
hinn mikilúðlegasti. En áður en
varði var maðurinn og viðmælendur
hans farnir að skellihlæja, því að
kímnigáfu hafði hann greinilega í
betra lagi og tók sjálfan sig og
aðra hæfilega alvarlega. Skrif hans
um sjávarútvegsmál vöktu stundum
harðar deilur, en enginn gat neitað
því að þau voru oftast borin fram
af mikilli þekkingu og reynslu. Víg-
reifur og vígfær eru þau orð, sem
mér finnast best hæfa dálkahöfund-
inum Ásgeiri Jakobssyni, enda var
meðalhófið sjaldnast markmið hans.
Ekkert kynntumst við á þessum
árum, en eftir að ég sneri heim frá
námi og hóf að rita um söguleg
efni, tók ég fljótt að leita til hans
um sitthvað, sem sneri að sjósókn
og siglingum, eins og fleiri starfs-
bræður mínir. -Urðum við ftjótt
mestu mátar, enda fóru skoðanir
okkar á mönnum og málefnum að
mörgu leyti vel saman. í rúm
fimmtán ár miðlaði hann mér af
reynslu sinni og þekkingu.
Þegar litið er yfir starfsferil Ás-
geirs, má segja að hann hafi átt
sér að minnsta kosti þrjú líf: Hann
var sjómaður, bóksali og rithöfund-
ur. í fljótu bragði virðast þessi störf
harla ólík, en öll tengjast þau samt
með einum eða öðrum hætti. Sjó-
mennsku sinni á stríðsárunum lýsti
Ásgeir í heimildaskáldsögu sinni
Grími troílaraskáldi, ágætri og fjör-
legri sögu „um þríeinan mann:
skáld, dára og hausara". í togara-
sjómanninum blundaði skáldæð og
löngun til ritstarfa. í héraðsskólan-
um á Laugarvatni hafði hann gerst
róttækur í skoðunum fyrir áhrif frá
skáldsögum Halldórs Laxness og
tengdist hópi ungskálda í Reykja-
vík, eins og gamall vinur hans Jón
Óskar hefur lýst í stríðsáraminning-
um.
Á friðardaginn 1945 virtist ekki
horfa vel fyrir „trollaraskáldinu",
sem hugleiddi að láta ölduna geyma
„það skáld, sem brenndi kvæði sín,
þann rithöfund sem enga skrifaði
bókina, þann togaramann sem allt-
af yrði hausari". En „hausarinn"
fór í Stýrimannaskólann og mun
hafa sýnt frábæra námshæfileika,
þótt ýmislegt hafí glapið frá skóla-
bókunum. Stýrimannsferill Ásgeirs
tók þó skjótan enda, því að örlögin
höguðu því svo, að hann, vestfírsk-
ur togaramaðurinn úr Reykjavík,
gerðist bóksali norður á Akureyri.
Mér þóttu þessi umskipti í ævi Ás-
geirs alltaf dálítið furðuleg og
spurði eitt sinn starfsbróður, sem
stundaði nám í Menntaskólanum á
Akureyri, hvernig Ásgeiri hefði far-
ist bóksalan úr hendi. Hann svaraði
eitthvað á þessa leið: Bókabúð
Rikku var ekki bara búð, hún var
menningarmiðstöð. Þar var hægt
að ganga að heimsbókmenntunum
vísum og bóksalinn sat oftast niður-
sokkinn í nýjustu bækurnar að ut-
an, þegar maður kom inn. '
Þegar frá leið, gekk búðarrekst-
urinn ekki sem skyldi og 1964 flutti
Ásgeir búferlum með fjölskyldu
sinni til Reykjavíkur. Fjármála-
kröggur hans urðu til þess að hann
gaf sig nú loks að skriftum, kominn
á fimmtugsaldur. Hann fékk nætur-
varðarstarf í fyrirtækjum og notaði
tímann til að skrifa og þýða bæk-
ur. Fyrsta bók hans var Sigling
fyrir Núpa (1965): að hálfu frá-
sagnir um ísfírska útilegubáta
(skráður meðhöfundur Torfí H.
Halldórsson skipstjóri) og að hálfu
skáldsaga, „Ættjarðarljóð að vest-
an". í formála sagði Asgeir öllum
tepruskap í málfari og framsetn-
ingu stríð á hendur: „Það fólk, sem
sagt er frá, verður að fá að tala
eins og því er eðlilegt". Söguna af
útilegubátunum kvaðst hann vilja
segja vegna þess að útgerð smá-
báta á fjarlæg mið væri einstök og
harðræðið sem henni fylgdi hefði
hann kennt „á sjálfum sér í æsku",
en Ásgeir var fæddur og uppalinn
á fjörukambinum í Bolungavík og
missti ungur föður sinn í hafið.
Þessari fyrstu bók Ásgeirs var
vel tekið. í stílnum bjó frumkraft-
ur, frásögnin var hröð og hispurs-
laus, setningar stuttar og málfarið
kjarngott. Það var enginn byrjenda-
bragur á þessari bók. í henni mátti
kenna kalda sjávardrífu, reynslu
æskuáranna, kraftmikið tungutak
vestfírskra sjómanna, brenndu
kvæðin trollaraskáldsins og lestur
bóksalans.
Næsta ár, 1966, kom út önnur
bók Ásgeirs, Kastað í Flóanum,
fróðlegt heimildarrit um upphaf
togveiða við ísland. Á eftir fylgdi
Hart í stjór, sjóferðarsaga Júlíusar
Júlínussonar skipstjóra, sem varð
fyrir því óláni að Ienda í strandi
með nýtt og dýrt skip, Goðafoss,
1916.
vík, starfsmaður Fiskifélags Is-
lands í hálfu starfi (sá um tímarit-
ið Ægi) og ritstýrði Sjómanna-
dagsblaðinu. Hann var um árabil
fastur dálkahöfundur við Morgun-
blaðið, sá m.a. um vikulega Sjó-
mannasíðu og skrifaði pólitískar
greinar, en frá 1976 sinnti hann
nær einvörðungu bókaskrif um og
hélt þó áfram nánum tengslum
við Morgunblaðið.^
Seinasta bók Ásgeirs, Pétur
sjómaður, kom út nú fyrir jólin,
en það var hans 21sta bók, auk
þess sem hann þýddi allmargar
bækur. Ásgeir sendi frá sér tvær
skáldsögur, Grims sögu trollara-
skálds (1980) og Hinn sæla morg-
un (1981), og auk þess eitt smá-
sagnasafn, Sögur úr týndu landi
(1991). Flestar bækur Asgeirs
fjalla um sjávarútveg á einn eða
annan hátt og skrifaði hann m.a.
kennslubækur fyrir sjómanns-
efni, þ. á m. Fiskimanninn, hand-
bók í sjómennsku (1971). Kunn-
astar af bókum Asgeirs eru
eflaust ævisögur hans af útgerð-
armönnum, en þær urðu alls sex:
Einars saga Guðfinnssonar
(1978); Tryggva saga Ófeigsson-
ar (1979); Lífið er lotterí, saga
af Aðalsteini Jónssyni og AUa
rika (1984); Hafnarfjarðarjarlinn,
Einars saga Þorgilssonar (1987);
Bíldudalskóngurinn, athafnasaga
Péturs J. Thorsteinssonar (1990);
og Óskars saga Halldórssonar,
íslandsbersa (1994). Allar þessar
bækur eru jafnframt almennar
heimUdarsögur um íslenskan
sjáyarútveg og landshagi.
Utför Asgeirs Jakobssonar
verður gerð frá Hallgrimskirkju
í dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Á næstu árum gerðist Ásgeir
fræðari sjómanna og ritaði tvær
kennslubækur,         Fiskimanninn,
handbók í sjómennsku og Byrjenda-
bók í siglingafra=ði ásamt Jónasi
Sigurðssyni. Tregustu landkrabbar
gátu lært margt um sjávarútveg
af þessum líflegu kverum hans;
En meira var í vændum. Árið
1978 kom út höfuðrit Ásgeirs fram
að þeim tíma: Einars^ saga Guð-
fínnssonar. Hér var Ásgeir aftur
kominn heim á æskustöðvarnar,
Bolungavík, og lýsti ævi Einars,
framkvæmdum hans og samferðar-
mönnum. Aðeins einu ári síðar sendi
Ásgeir frá sér Tryggva sögu Ófeigs-
sonar, og byggði hana einkum á
munnlegri frásögn hins mikla at-
hafnamanns. Þessar tvær ævisögur,
eins og þær sem á eftir fylgdu,
báru með sér sama ritþróttinn og
fyrstu bækur Ásgeirs. Þær voru
ekki aðeins ævisögur í þröngri
merkingu heldur atvinnulífs- og
aldarfarssögur. Það er enginn leik-
ur að flétta saman sögu einstakl-
ings og sögu heillar atvinnugreinar
eða byggðarlags, og ýmsum orðið
hált á því. Þegar best lætur, eins
og í þessum tveimur ævisögum,
getur árangurinn hins vegar orðið
frábær. Einstaklingurinn fær að
njóta sín og saga hans tengist í
senn og skýrir heildarþróun á ljóslif-
aridi hátt.
Styrkur þessara verka fólst ekki
síst í afstöðu höfundarins til sögu-
hetjanna. Hann mat þær mikils án
þess þó að falla í þá gryfju að ger-
ast mærðarlegur og barnalegur í
aðdáun sinni, eins og stundum vill
við brenna í íslenskum ævisögum.
Ásgeir' naut hér einnig sem fyrr
uppruna síns og lífsreynslu. Hann
var sprottinn úr sama umhverfí og
söguhetjurnar, sem höfðu brotist
úr fátækt og basli æskuáranna með
takmarkalausum dugnaði og út-
sjónarsemi. Hann virti framtak
þeirra, þekkti þann feiknarkraft,
sem bjó í einstaklingum á borð við
þá Einar og Tryggva, og skildi hve
mikilvægt það var fyrir samfélagið
að gefa slíkum mönnum svigrúm
til athafna. Þótt Ásgeir teldi frá-
leitt að stýra þjóðfélögum eftir föst-
um hugmyndakerfum, var hann
eindreginn stuðningsmaður at-
hafnafrelsis og einstaklingsfram-
taks, eftir að hann sagði skilið við
vinstristefnu æskuáranna.
Á síðustu níu árum lét nærri að
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60