Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 6
B ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ * MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 B 7 KÖRFUKNATTLEIKUR KÖRFUKNATTLEIKUR Vorum lengi að losna við spennuna Hitað upp í myrkri Höll F YRIRHUGAÐ var að hafa glæsilega ljósasýningu í Laugardalshöllinni þegar Haukar og í A mættust í bik- arúrslitaleiknum á simnudag- inn. Það mistókst herfilega. Aðaiyósin í Höllinni voru slökktkl. 15.30, hálfri klukku- stund fyrir leik og ætlunin var að lýsa bara upp völlinn og höfðu sérstök ljós verið sett upp til þess arna. Þau biluðu þannig að leikmenn hituðu upp í hálfgerðu myrkri. Öryggin óörugg ÞEGAR leikmenn höfðu hitað upp í myrkrinu í 40 mínútur undir hræðilegri tónlist, og búið var að kynna hvern og einn með tilþrifum sem mis- tókust einnig, átti að kveikja aðalljósin. En þá kviknaði aðeins á annari ljósasamstæð- unni, öryggi fyrir hina brann víst yfir að sögn starfsmanna Hallarinnar. Kalla þurfti til rafvirkja til að laga Ijósin og gat leikurinn því ekki hafist fyrr en kl. 16.35, rúmri hálfri klukkustund á eftír áætlun. Einu sinni stærri sigur AÐEINS einu sinni í 27 ára sögu bikarkeppni karla hefur lið sigrað með meiri mun en Haukarnir unnu ÍA á sunnu- daginn. Keflvikingar sigruðu Snæfell árið 1993 með 39 stiga mun, 115:76. Tveir sem komu við sögu í leiknum á sunnudaginn voru einnig þátttakendur í umræddum leik. ívar Ásgrímsson var þjálfari og leikmaður Snæ- fells, en hann leikur nú með Haukum, og Hreinn Þorkels- son lék með Sneæfell, en hann þjálfar nú Skagamenn. Færri stig árið 1970 EINU sinni hefur lið skorað færri stig i úrslitaleik en Skagamenn gerðu á sunnu- daginn. Fyrsti bikarúrslita- leikurinn í körfuknattleik var árið 1970 og þá mættust KR og Ármann. Vesturbæingar sigruðu 61:54. Njarðvíkingar hafa einu sinni gert einu stigi meira en í A gerði í bikarúr- slitaleiknum á sunnudaginn. Árið 1977 léku KR og Njarð- vík og enn dugði 61 stig vest- urbæingum þvi nú unnu þeir 61:59. Tíu ára bið eftir bikamum loks á enda hjá Haukum Skagamenn komust aldrei í gang en Hafnfirðingar náðu sér á strik í síðari hálfleik Fjdrði bikarmeistaratitill Keflavíku rstú I kna í röð HREINNÞorkelsson, þjálfari Skaga- manna var vonsvikinn í leikslok. „Þetta fór ekki eins og ég hefði vilj- að og ég er fokillur út af fram- kvæmdinni í krngum leikinn. Öll stemmning sem var kominn í mann- skapinn var drepin niður, en Haukar voru betri í dag og áttu sigurinn skilinn. Annars var greinilega mikil spenna í leikmönnum og leikurinn var ekki eins hraður og þessi lið leika venjulega, en við lögðum upp með að reyna að róa þetta aðeins. Við misnotuðum mikið af auðveld- um skotum og þegar helst avopn okkar er slegið úr höndunum á okk- ur strax í upphafi er ekki von á góðu,“ sagði Hreinn og vísaði til þess að Skagamenn eru þekktir fyr- ir baráttu og stemmningu. Við vorum lengur að losna við taugaspennuna en ég átti von á,“ sagði Reynir Kristjánsson, þjálf- ari Hauka, eftir sigurinn á sunnudag- inn. „Ég bjóst við að það tæki ef til vill tíu mínútur að ná úr sér tauga- veiklunni en alls ekki 25 mínútur eins og raunin varð. Þegar við náðum tempóinu sem við vorum að leita að allan fyrri hálfleíkinn var þetta aldr- ei spurning. Það má segja að vélin hafi hikstað hressilega hjá okkur, en hún fór í gang Ég er mjög óhress með tafirnar sem urðu á að lcikurinn byrjaði. Menn voru búnir að tjúna sig upp, duttu niður aftur og þurftu því að reyna að ná sér upp á ný og við þetta verður auðvitað spennufall hjá strákunum. Það er algjörlega óþol- andi að vita ekki með vissu hvenær leikur á að hefjast. Leikurinn var auglýstur klukkan íjögur og ég hélt, að það þýddi að hann ætti að byija klukkan fjögur, það er kanski ein- hver misskilningur,“ sagði Reynir. Vörnin í lagi ailan tímann Jón Arnar Ingvarsson, fyrirliði Hauka, var að vonum ánægður með að lið hans tryggði félaginu þriðja bikartitilinn. „Leikurinn var svipað- ur og ég átti vona á. Vörnin hjá okkur var í lagi allan tímann og þegar sóknin fór að rúlla hjá okkur í síðari hálfleik og við náðum að leika á okkar hraða, náðum við af- gerandi foyrstu. Við slökuðum á undir lokin þegar munurinn var orðinn tuttugu stig og þeir fóru að leika svæðisvörn.“ Jón Arnar sagði leiðinlegt hversu lengi leikurinn hefði dregist en það þýddi ekkert að Iáta slíkt fara í taugarnar á sér. „Ég gæti samt vel trúað að fyrri hálfleikur hafi verið eins og hann var meðal annars vegna þess hversu miklar tafirnar voru.“ Fyrri hálfleikur bar keim af þessu og má með sanni segja að varla hafi verið hægt að finna heila brú í leik liðanna. Einu mennirnir sem virtust vita hvað þeir voru að gera voru dómararn- ir. Þeir stóðu sig vel. í síðari hálf- leik var leikinn körfuknattleikur og þó svo menn væru ekki alveg vaknaðir í upphafi hans þá tókst Haukum að hrista af sér slenið er fimm mínútur voru liðnar, en Skagamönnum tókst ekki að ná upp sinni þekktu baráttu. Haukarnir stungu þá hreinlega af þegar þeir fóru að leika á eðli- legum hraða. Hver sóknin rak aðra þar sem Haukar splundruðu vörn Skagamann og fengu algjör- lega frí skot sem rötuðu ofaní. Hinum megin gekk hvorki né rak. Haukar léku þokkalega vörn og alla vega það góða að Skagamenn fengu varla frítt skot og ef þeir fengu það mistókst skotið. Hittni þeirra var hræðileg að þessu sinni. Þegar Hafnriðingar vour búnir að ná 20 stiga forystu hægðist aðeins á leik þeirra enda breyttu Skaga- menn í svæðisvörn og við það ró- aðist leikurinn. Allir fengu að spreyta sig hjá liðunum að þessu sinni, en enginn átti stórleik. Hjá nýkrýndum bikarmeisturum var Williford traustur, Jón Arnar náði sér vel á strik eftir að Haukar keyrðu upp hraðann og þeir ívar og Sigfús skiluðu sínu. Björgvin átti góðan síðari hálfleik og Þór kom sterkur inná í fyrri hálfleiknum, en tókst ekki að rífa félaga sína með sér. Hjá Skaganum var Milton Bell sá eini sem sýndi eitthvað, en þetta var samt langt frá því að vera besti leikur hans í vetur. Allir leikmenn liðsins fóru illa með færi sem þeir fengu og menn skutu allt of oft úr vonlausu færi, jafnvel þó enn væru 20 sekúndur á skotklukkunni. Leikmenn vilja sjálfsagt gleyma'þessum leik sem fyrst, en þeir eiga þó alltaf silfur- peninginn sem fylgir öðru sætinu, og Skagamann voru svo sannar- lega búnir að vinna fyrir honum með því að komast svona langt. Morgunblaðið/Halldór Fjórir í röð! KEFLAVÍKURSTÚLKUR höfðu ærna ástæðu til að fagna þegar þær tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í körfu kvenna fjórða árið í röð. Ég erfokillurút í framkvæmdina HAUKAR urðu bikarmeistarar á sunnudaginn er liðið lagði Skaga- menn örugglega, 85:58, í leiðinlegasta úrslitaleik sem farið hefur fram í körfuknattleik ífjölda ára. Það var ekki eitt, heldur allt sem lagðist á eitt um að gera leikinn leiðinlegan. Bilun var í Ijós- um Laugardalshallar þannig að leikmenn hituðu upp íhálfgerðu myrkri og leikurinn hófst síðan 35 mfnútum síðar en fyrirhugað var. Þetta hafði auðvitað áhrfi á leikmenn sem voru hræðilega slakir ífyrri háifeik. Haukar komust f gang f þeim síðari, en Skagamenn ekki og þá var ekki að sökum að spyrja. Þegar leikurinn hófst loks eftir langa mæðu var ljóst að leik- menn voru alls ekki heitir enda eðlilegt, þeir voru Skúli Unnar búnir að higa vel Sveinsson upp og byggja upp skrifar hjá sér stemmningu sem átti að vera stigvaxandi, og ná væntanlega hámarki klukkan 16, þegar leikur- inn átti að hefjast. En þegar klukkan sló fjögur var enn hál- frökkvað í Höllinni. Fram- kvæmdaaðili mótisns hafði ákveð- ið að leikurinn hæfist ekki fyrr en stundarfjórðung eftir auglýst- an tíma og síðan brunnu öryggin yfir eitt af öðru og tafir urðu enn- frekari. sem setti okkur út af laginu og var þess valdandi að við fundum aldrei taktinn í leik okkar ef frá eru taldar fyrstu mínút- urnar. Þær náðu síðan góðum kafla og 14 stiga forskoti sem braut okkur alger- lega og því miður náðum við aldrei upp neinni baráttu að ráði eftir það,“ sagði Jón Einarsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn. „Leikurinn þróaðist svipað og ég átti von á, það tók okkur nokkrar mínútur að stilla saman strengina og eftir það var þetta aldrei nein spurning," sagði Sigurð- ur Ingimundarson þjátfari Keflavíkur sem nú stýrði liðinu fnnmta árið í röð í úrslit- um bikarkeppninnar. „Við réðum ekki við vörnina hjá þeim og við gáfumst allt of fljót upp, en við erum með ungt lið og þetta veitir okkur ákveðna reynslu og við verðum bara að gera betur næst,“ sagði Harpa Magnús- dóttir fyrirliði Njarðvíkinga. „Eg held að leikreynsla okkar hafí gert útslagið en þær veittu okkur samt harða keppni í upphafi. í mínum huga var þetta aldrei spurning um hvort liðið sigraði en þær eiga samt heiður skilið fyrir að n'á svona langt í keppninni,“ sagði Ánna María Sveinsdóttir fyrirliði Keflvík- inga. Bestar í liði Keflavíkur voru þær Erla Reynisdóttir, Veronica Cook, Anna María Sveinsdóttir og Erla Þorsteinsdóttir, en hjá Njarðvíkingum þær Suzette Sarge- ant, Harpa Magnúsdóttir, Rannveig Randversdóttir og Eva Stefánsdóttir. Morgunblaðið/Halldór Sigursælar stöllur BJÖRG Hafsteinsdóttir og Anna María Sveinsdóttir hafa ver- ið sigursælar með l.iði Keflvíkinga undanfarin ár og meðal annars hampað bikarnum fjögur ár í röð. Hér sjást hinar sigursælu stöllur sælar meö bikarinn enn eitt árið. KEFLAVÍKURSTÚLKUR sigruðu ná- granna sína frá Njarðvík nokkuð auðveldlega í úrslitleik bikarkeppni KKÍ í Garðinum á laugardaginn 69:40 og vörðu þar með titilinn sem þær hafa unnið til 4 ár í röð. Þetta var í níunda sinn sem Keflavíkur- stúlkur leika til úrslita á sfðustu 10 árum og þar af hafa þær sigrað í 8 leikjum. Björg Hafsteinsdóttir hefur leikið alla úrslitaleikina og það sýndi sig í þessum leik að leik- reynsla Keflvfkinga var meira en Njarðvfkurstúlkurnar réðu við að þessu sinni. Njarðvíkurstúlkurnar, sem komu svo skemmtilega á óvart í undan- keppninni, þar sem þær lögðu sjálfa ís- landsmeistarana Breiða- blik og síðan ÍR, settu Biöndai fyrstu stigin og &áfu um skrífar 600 áhorfendum sem komu til að fylgjast með leiknum vonir um spennandi leik. En það var aðeins fram undir miðjan hálfleikinn sem Njarðvíkurstúlkurnar stóðu í bikar- meisturunum sem í stöðunni 14:12 settu 14 stig í röð og þar með var eins og Njarðvíkurliðið hreinlega gæfist upp. I hálfleik var munurinn orðin 17 stig og eftir það var aðeins formsatriði fyrir Keflavíkurstúlkurnar að ljúka leiknum því Njarðvíkurstúlkurnar voru greinilega búnar að sætta sig orðin hlut. „Það var góð svæðisvörn Keflvíkinga Morgunblaðið/Kristinn TALSVERÐ stemmning var í Höllinni á sunnu- daginn þó svo rafmagnsleysið hafi slegið stuðn- ingsmenn lið- anna út af laginu í upphafi, líkt og leikmenn. Skaga- menn höfðu betur á pöllunum fram- an af en Hauka- menn lét einnig hressiiega til sín taka eins og sjá má á mynd Krit- ins hér að ofan. Hér til hliðar hvetja Skaga- menn sína menn af innlifun. Orlando steinlá Chicago vann tuttugasta heimaleikinn í röð Orlando Magic hefur átt það til að tapa stórt á útivöllum þrátt fyrir að liðið sé taplaust á heima- velli. Einn slíkur leikur var í Indiana- polis um helgina þegar Magic tap- aði 102:79. Það var strax ljóst í hvað stefndi því heimamenn voru 32:16 yfir eftir fyrsta leikhluta og Orlando átti ekki mörguleika, leik- menn hreinlega týndust, en Shaqu- ille O’Neal gerði þó 23 stig. Hjá Indiana, sem vann þarna sinn 14. leik í röð á heimavelli og sjötta leik- inn í röð á heimavelli gegn Orlando, var Rik Smits með 18 stig. Chicago vann Phoenix Suns á sunnudagskvöldið 93:82 og hefur liðið náð ótrúlegum árangri - unnið 38 leiki, en tapað aðeins þremur. Michael Jordan skoraði 31 stig og Dennis Rodman tók 20 fráköst en skoraði aðeins fjögur stig - öll á síðustu mínútunni. Sottie Pippen skoraði 21 stig fyrir Bulls, sem vann sinn fimmtánda sigur í röð, en tut- tugasta á heimavelli. Charles Bar- kley skoraði 30 stig fyrir Suns og tók sextán fráköst. „Ég verð að hrósa leikmönnum Chicago, þeir skutu okkur niður í seinni hálfleik," sagði Barkley. Chicago var yfir í leikhléi 52:47. Lakers vann Nets í New Jersey, 100:98, á laugardagskvöldið og gerði Elden Campbell sigurkörfuna á síðastu sekúndubrotinu. „Ég vissi ekki hvort karfan var góð fyrr en ég sá dómarana gefa merki um að hún væri gild,“ sagði Campbell sem gerði alls 20 stig í leiknum. Cedric Ceballos gerði 29 stig fyrir Lakers sem var með 13 stiga forystu í síð- asta ieikhluta. Bradley gerði 19 stig fyrir Nets og Armon Gilliam 16. v „Dómararnir fóru illa með okkur. Við erum ekki í náðinni hjá þeim,“ sagði Butch Beard þjálfari Nets eft- ir leikinn. Clyde Drexler gerði 24 stig, tók 10 fráköst og átti 10 stoðsendingar þegar Houston vann Detroit 105:85. Þetta var 19. þrefalda tvennan hjá Drexler á ferlinum. „Fyrir eldri borgara er þetta bara ansi gott,“ sagði Drexler eftir leikinn. Karl Malone gerði 25 stig þegar Utah vann Golden State 108:91 og tók auk þess 12 fráköst. Antoine - Carr gerði 15 stig og John Stockton tíu og átti tíu stoðsendingar. La- trell Sprewell gerði 21 fyrir Warri- ors. Seattle lenti í vandræðum í Los Angeles en tókst samt um síðir að sigra Clippers 96:87. Gary Payton og Hersey Hawkins gerðu 23 stig hvor og Shawn Kemp 16 og tók 11 fráköst. „Þetta var ekki fallegur leikur, en svona leikum við,“ sagði George Karl þjálfari Sonics. „Við gerum þó einn hlut vel. Við spilum góða vörn,“ bætti hann við. Portland gerði góða ferð til Dallas og Clifford Robinson skoraði 29 stig þegar liðið vann 112:103. Rod Strickland var með 19 stig og 13 » stoðsendingar og Ai-vydas Sabonis gerði 16 stig og tók 13 fráköst en fyrir Dallas skoraði Jim Jackson 23 stig. Rex Chapman skoraði 29 stig þegar Miami vann Cleveland 102:85 og hefur ekki skorað eins mikið í vetur. Alonzo Mourning gerði 23 stig og Chris Mills var stigahæstur heimamanna með 18 stig. Aðeins 30 sæti í boði! ATLAS- og Gullkorthöfum EUROCARD býðst nú frábær körfuboltaferð til New York á einstöku verði. Farið verður á tvo leiki í NBA-deildinni: 2. mars: Newjersey - Seattle og 3- mars: New York Knicks - Golden State. Gist verður á Edison-hótelinu sem stendur í námunda við Broadway, hina frægu skemmtana- og leikhúsgötu og Madison Square Garden, heimavöll New York Knicks. Innifalið: Fiug, gisting með morgunmat, akstur til og frá hóteli erlendis, rúta til New Jersey, tveir miðar á NBA-leiki og flugvallarskattar. Bókanir og upplýsingar hjá íþróttadeild Úrvals-Útsýnar, sími 569 9300. Tryggið ykkur sæti strax! * Á mann, í tvíbýli með ATIAS-afslætti. ATÚAS úniíii”úTPúu - endalaus friöindi (M)®® KliROCARI) Á ÍSIANDI KREDITKORT HF. Armúla 28 - 30 • 108 Rcyklavfl. Slml 568 5499 • Kax; 568 8554 *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.