Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Skúli Þórðarson fæddist á Kross- nesi í Árneshreppi í Strandasýslu 2. október 1902. Hann lést á sjúkrahúsi ísa- fjarðar 8. febrúar síðastiiðinn. Móðir hans var Sólveig, f. 27.1. 1874 á Kross- nesi, d. 10.3. á Isafirði, dóttir Jóns Gíslasonar bónda í Munaðarnesi og konu hans Elísabet- ar Guðmundsdóttur. Faðir hans var Þórður Þórðarson Grunnvíking- ur, f. í Bolungarvík í Grunnavík- urhreppi 12.8. 1878 (kenndi sig við fæðingarhr.). Hann drukkn- aði í fiskiróðri frá ísafirði 29.9. 1913. Hann var sjómaður, bók- bindari, skáld og fræðimaður. Foreldrar hans voru Þórður Magnússon bóndi og alþingis- maður í Hattardal og Petrína Jónsdóttir í Hattardalskoti. Sólveig og Þórður áttu 11 börn. Þijú dóu ung, hin eru í aldurs- röð: 1) Petrína (1900-1971), m. Sigurbaldur Gíslason (1898- 1983), áttu fimm börn. 2) Astrún (1901-1989), m. Þorleifur Örn- ólfsson (1905-1963), áttu fimm börn. 3) Skúli. 4) Indriði Þórar- inn (1904-1977), m. Hansína Jónsdóttir (1897-1990), áttu þijú böm. 5) Jón Elías (1905- 1989), átti eina dóttur. 6) Emil- ía, m. Magnús Elíasson (1897- 1980), áttu sex böm. 7) Þórey, m. Þorlákur Ebenesersson, átti fimm böm. 8) Kristín Unnur (1913-1990), var þrígift, allir látnir, átti sjö böra. Skúli gifti sig 30. maí 1926. Kona hans var Sigrún Laufey Finnbjömsdóttir, f. 6.4. 1904 í Skáladal í Aðalvík, d. á ísafirði 8.3. 1989. Faðir hennar var Finnbjörn Elíasson skipasmiður í Hnífsdal. Móðir hennar var Ketilríður Amadóttir frá Skáladal. Böm þeirra era fjög- ur: 1) Ágústa, f. 26.10. 1926, m. Kjartan T. Ólafsson vélfr., f. 24.7. 1924. Þeirra börn em: I) Jökull Veigar, raf- og sím- virki, f. 21.12. 1948. Hans böm era: Veigar Freyr stýrimaður, m. Ragnheiður Jónsdóttir, þeirra sonur Jón Snorri; og Sig- rún Elfa. II) Ólafur Helgi sýslu- maður, f. 2.9. 1953, m. Þórdís ÞEGAR við horfum til fortíðar, þá sjáum við, að þessi öld sem senn er liðin, sýnir okkur allt búskapar- og atvinnulíf þjóðar okkar frá söguöld til tæknialdar nútíðar. Þetta tímabil lifði Skúli Þórðarson sem við kveðjum í dag. Hann var af hinni rómuðu aldamótakynslóð, sem lifði við hörð kjör ! uppvexti, en náði samt ótrúlega góðum tökum á tilverunni, og margt af þessari kynslóð, hefur náð háum aldri. Mikil fjölgun íbúa á landinu og fólksflutningar frá stijálbýlum sveit- um til þéttbýlis, svo að heilu hrepp- amir lögðust í eyði, og ekki minnst á Vestfjörðum, þar sem Skúli ól ald- ur sinn. Hann var á Ósi í Steingrímsfirði, þá ellefu ára, þegar faðir hans drukknaði. Það varð til þess að hann ílentist þar, og var fermdur frá Stað í Steingrímsfirði, en þá var þar prest- ur, Guðlaugur Guðmundsson, og lét hann mjög vel af honum og fram- komu hans í sinn garð. Hvenær hann fór svo endanlega frá Ströndum, er mér ekki kunnugt, en ungur maður fór hann að stunda sjó. Hann fór skipverji á E/S Sterling, sem stund- aði strandsiglingar hér við land. Skipstjóri var Þórólfur Beck, og kvaðst hann hafa lært mikið í því starfi, og af skipstjóranum. Hann var handlaginn og byijaði snemma að fást við smíðar. Hann átti trillubát (Heppinn) sem hann notaði við starf sitt, því hann vann vitt og breitt um ísafjarðardjúp við Jónsdóttir hár- greiðslukona. Þeirra böm, Kristr- ún Helga, Melkorka Rán, Kolfinna Bjarney og Kjartan Thor. III) Skúli rekstrarhagfr. f. 1.9. 1954, m. Nancy Barish kerfisfr. Bú- sett erlendis. IV) Hjálmar hagfr. f. 1.3. 1958, m. Guðný Anna Arnþórsdóttir hjúkrunarfr. Böm, Friðrik Gauti og Freydís Guðný. V) Bergdís Linda íslenskufr., f. 1.8. 1963, m. Þórður Kristjánsson kerfisfr., dætur Bylgja og Þór- dís Alda. 2) Svandís, deildar- stjóri, f. 17.9. 1929, m. Páll The- ódórsson eðlisfr. f. 4.7. 1928, börn: I) Flóki verkfr., f. 29.11. 1953, m. Sigríður Benný Björns- dóttir, börn Sólrún og Arnar. II) Sigrún, vélaverkfr. f. 11.4. 1955. III) Skúli heimspekingur, f. 31.10. 1960, m. Þórann Rán Jónsdóttir rafmagnsverkfr. Synir, Magnús og Snorri. IV) Bera, dr. í eðlisfr. f. 16.11.1962, m. Gunnar G. Flóvenz eðlisfr., synir Kári og ívar. 3) Skúli Þórður húsasm.m., f. 28.5.1931, m. Ólöf María Jóakimsdóttir, f. 24.12. 1927. Börn: I) Sigrún Osk lyfjat., m. Friðbert Traustason kerfisfr., börn, Sunna Ósk og Trausti. II) Þórður Jóakim raft., f. 10.10. 1956, m. Bryndís Bjarnason kennari. Synir: Ottó, m. Sigurbjörg Benediktsdóttir, þeirra sonur Ivar; og Skúli. III) Sólveig Bryiy'a, f. 5.9. 1958, m. Jón ísak Harðarson, böra Stefán og Ólöf María. 4) Árni, bifv.v.m., f. 18.9. 1932, m. Laufey Þor- steinsdóttir. Synir: I) Þorsteinn Veigar bifv.v.m., f. 24.1. 1953, m. Eva Ásmundsdóttir. Böm Bernharð Grétar, Laufey Ásta og Rannveig. II) Skúli Rúnar húsasm., f. 11.9. 1955, m. Ama Bjömsdóttir sjúkraliði, synir Jóhann Björn og Ámi. Ævistarf Skúla var mest við skipasmíðar, hann vann hjá Marselíusi Bernharðssyni, sem síðar varð hlutafélag, og vann þar í meira en fjörutíu ár. Hann hætti þar alveg um áttrætt. Útför Skúla fer fram frá ísa- fjarðarkirkju i dag og hefst at- höfnin klukkan 14. smíðar. Auk þess fór hann oft með fólk í ferðir inn í Reykjanes og víð- ar, um helgar og á kvöldum í góðu veðri. Þegar svo Marselíus Bemharðsson fór að reka skipasmíðastöð, hóf hann þar starf. Hann varð einn af þeim fyrstu sem fór á námssamning og lauk því með sóma, þrátt fyrir lítil laun á námstíma, og þá að sjálfsögðu kvæntur maður, með fjögur böm í skóla. Um 1930 byggði hann húsið sitt, Sundstræti 13 (Dokkuna) upp úr gömlum fiskhjalli. Það varð mikil breyting hjá þeim þá að flytja í nýtt hús. Húsið var ekki stórt, en svo undarlegt var það samt, að það virt- ist aldrei vera þröngt þar, þó fjöl- menni væri, sem algengt var. Það sannaðist þar, að þar sem er hjarta- rými, þar er nóg húsrými. Þau Sig- rún hófu búskap af litlum efnum, en vom alla tíð sjálfbjarga. Hann var búinn að vera með lög- heimili á ísafirði eitthvað yfír sjötíu ár, utan eitt ár sem þau bjuggu á Sæbóli í Aðalvík (1927-1928). Þá varð Sigrún fyrir því óhappi að fót- brotna undir Skáladalsbjargi. Veður var ekki gott, brim og aðfall, og far- ið var að fljóta umhverfís hana sjáv- arlöðrið þegar hjálp barst. Hún átti lengi í þessu slysi og náði aldrei full- um bata, og því fluttu þau aftur til Isafjarðar. Jafnlagnum verkmanni, sem Skúli var, var ekki nóg að stunda smíðarn- ar, hann vantaði fleira. Hann eignað- ist öflugt mótorhjól, sem hann hélt við sjálfur, því hann föndraði einnig við vélar. Síðan keypti hann sér gamlan bíi, sem hann gerði upp, og var um tíma talinn einn sá snyrtileg- asti á ísafírði. Á þessum bíl fór hann svo vítt og breitt um landið eftir að þjóðvegimir fóru að opnast. Einn þáttur er ótalinn, hann var afar vel hagmæltur, eins og hann átti kyn til. Hann kom oft með timb- urafganga í eldinn. Þegar börnin vom að bæta á miðstöðina, rákust þau oft á kubba, sem á hafði verið rituð vísa, en því miður, þessu var ekki haldið til haga og er nú glatað. Þessi öldnu hjón byggðu sér nýtt hús ung, áttu svo eftir að flytja í nýtt húsnæði í Dvalarheimilinu Hlíf og una dvöl sinni þar vel. Frágangur þar er ísfírðingum til sóma. Við fjarri búandi aðilar, sem höfum séð hvem- ig hlynnt er að fólki þar, og höfum átt þama náin skyldmenni eram afar þakklát öllu starfsfólki þessarar stofnunar, og ég fullyrði að víða þarf að leita og vandlega, ef fínna skal stofnun, þar sem betur er búið að öldmðum, en gert er á ísafírði. Þau fluttu á Hlíf 1982 og dvöldu þar saman uns Sigrún andaðist 8.3. 1989. Eftir það flutti Skúli í minni íbúð, og var þar þangað til hann varð að flytja upp á öldmnardeild- ina. Aðhlynning þar var jafngóð og annars staðar hjá þessu starfsfólki sem sinnt hefur honum þar. Þau hjónin, Sigrún og Skúli, hafa hlotið alveg einstaka umönnuij tengdadótt- ur sinnar Maríu og sonar síns Skúla, sem veitt var af einstakri ósérhlífni alla tíð. Við sem fjær búum eigum ekki nógu sterk orð tii að þakka þessa hugulsemi. Við sáum þetta og fylgdumst vel með úr fjarlægðinni, og ég endurtek þakklæti okkar heils- hugar. Þegar ég kveð nú tengdaföður minn, eftir fjömtíu og fímm ára far- sæl kynni, lifa eftir minningar um einstakan heiðursmann, sem í engu mátti vamm sitt vita. Hans eigin orð læt ég vera kveðju- orð mín. Berðu mig guð, á brautir kærleikans Blessaður vertu, hjá mér allar stundir. Leiddu mig, á lífsins vegum hans lausnarans, sem blæddi hjartans undir. Kjartan T. Ólafsson. Skúli Þórðarson, skipasmiður á ísafírði, er látinn, 93 ára gamall. Engin kynslóð hér á landi hefur lifað jafn miklar þjóðfélags- og atvinnu- breytingar og kynsióð hans. Skúli var greindur maður, margfróður, vel hagmæltur og sterk réttlætiskennd bjó ! bijósti hans. Hann var skemmti- lega glettinn og skreytti iðulega frá- sögn sína með sögum og vísum, eft- ir aðra jafnt sem hann sjálfan. Um þessa eðliseiginleika hans var ég enn lítt fróður þegar ég hitti hann í fyrsta _ skipti sumarið 1958 á ísafírði. Ég og kona mín vomm að koma frá námi og störfum erlendis. Kona mín og böm okkar tvö vom þá komin skömmu áður vestur og nú hitti ég í fyrsta sinn tengdafor- eldra mína, Sigrúnu og Skúla. Það reyndist dýrmæt lífsreynsla að kynn- ast þessum einstæðu hjónum. En mest var gæfan að eiga þau að. Skúli þurfti að beijast hart fyrir daglegum þörfum í lífí sínu, einkum þó á fyrri árum. Eftir að hann missti föður sinn ellefu ára gamall vann hann við ýmis störf til lands og sjáv- ar og skólaganga var stopul. Þegar hann festi ráð sitt og kvæntist Sig- rúnu Finnbjamardóttur var kreppan skammt undan. En með harðfylgi tókst honum að koma upp þaki yfir fjölskylduna, vönduðu húsi sem hann kallaði stundum Kofann í Dokkunni, en inni var mikið rými sem fjölmarg- ir nutu góðs af því alltaf var gest- kvæmt á þeim bæ. í kjallaranum á húsinu var smíðaverkstæði Skúla, þar smíðaði hann ýmislegt sem full- orðna og böm vanhagaði um, m.a. fallegustu magasleða, skíðasleða og skíði sem til vora í bænum. Hann fór svo með börnin á skíði og kenndi þeim að meta fagurt skíðasvæði ís- firðinga. Nálægt fertugu tókst honum loks að komast í iðnnám ! skipasmíði og kominn á fimmtugsaldurinn fékk hann meistarabréf sitt. Þessa iðn- grein stundaði hann af eljusemi með stolti hins góða iðnaðarmanns þar til hann var tæplega áttræður, vel yfír þann tíma sem læknisfróðum þótti ráðlegt. Hann lét ekki aðra segja sér fyrir verkum í efnum sem þessum. Á yngri ámm tók hann mikinn þátt í félagsstörfum iðnaðarmanna og var! mörg kjörtímabil á framboðs- listum sjálfstæðismanna. Einn sterk- asti eðliseiginleiki Skúla var réttlæt- iskennd hans og samúð með þeim sem minna máttu sín. Hann mat hvem mann af verðleikum og gjörð- um; þjóðfélagsstaða, auður eða menntun skipti þar engu máli. Skúli var einstaklega barngóður og talaði við böm og unglinga sem jafningja sína. Hann fylgdist grannt með fjöl- mennum hópi afkomenda sinna og spurði náið um það hvemig hveijum og einum vegnaði. Skúli og Sigrún fluttu úr Dokk- unni árið 1982 í fallega nýja íbúð á dvalarheimilinu Hlif á ísafírði. Böm þeirra, barnabörn og bamabama- börn auðguðu þar líf þeirra, og líf Skúla eftir að Sigrún var látin. Mesta og stöðuga umönnun sýndu þau Skúli Þórður sonur hans og María Jóakims- dóttir kona hans. En enginn sinnti honum þó jafn vel og með jafn ríkum kærleika sem María. Við sem unnum Skúla metum það mikils. Skúli hefur nú hlotið þá hvíld sem bíður okkar allra. Í huga okkar sem þekktum hann er heimurinn nú fátækari, en minningin um Skúla og Sigrúnu auðgar líf okkar. ísafjörður hefur alltaf verið mikill menningarbær og það hefur verið fróðlegt að fylgjast með því hvað stjórnendur bæjarins búa vel að öldruðum. Það eru marg- ir á ísafírði, og ekki síst starfsfólk Sjúkrahúss ísafjarðar, sem fá nú hlýja kveðjur frá ættingjum Skúla Þórðarsonar. Páll Theodórsson. Sól hækkar stöðugt á lofti, vorið nálgast, enn er febrúar og sú tilfinn- ing ótrúlega sterk, eftir mildan vetur frá því hann minnti á ægivald sitt síðast, að sumarið sé á næsta leiti. Afi minn, Skúli Þórðarson, sagði í haust að hann ætlaði að lifa einn veturinn enn. Náttúran hefur leikið við okkur Vestfírðinga á nýbyijuðu ári og hann efndi heitið svo langt sem það náði. Skúli Þórðarson, 93 ára síðan 2. október á síðasta hausti, hafði svo sannarlega lifað tímana tvenna. Fæddur var hann á Krossnesi í Ár- neshreppi í Strandasýslu, missti föð- ur sinn Þórð Grunnvíking Þórðarson í sjóinn 29. september 1913, þá að verða ellefu ára gamall. Þórður var bókbindari, sjómaður og stundaði skáldskap og fræðistörf, safnaði þjóðsögum og kviðlingum. erfítt hef- ur verið Sólveigu langömmu minni að missa eiginmann sinn frá átta börnum, hinu elsta þrettán ára og yngsta þriggja mánaða gömlu, og föðurmissirinn sár. Afí minn vistaðist á Ósi í Hróf- bergshreppi í Strandasýslu og fermd- ist að Stað í Steingrímsfirði. Hann minntist þess oft að hafa átt það hlutskipti að ganga fyrstur upp til fermingarinnar „og þó fermdist son- ur prestsins í sama skiptið". Við nutum þess á barnsaldri barnabömin að dvelja nokkrar vikur á hveiju sumri hjá þeim afa og ömmu, Skúla og Rúnu í Dokkunni. Það var dýrðarstaður, eins konar miðdepill heimsins. Sundstrætið á ísafírði lá að fjörunni og hverfíð dró nafn sitt af skipakvínni, Dokkunni, sem fyrir löngu var uppfyllt fyrir mitt minni. Oft vomm við sex, jafn- vel átta bamabömin í húsinu að Sundstræti 13, sem í okkar huga var og verður alltaf Dokkan, hin eins og sanna. Á fullorðinsámm var manni óskiljanlegt hvernig þau gátu hýst okkur öll í litla húsinu. Þau vom ýmsu vön, gengu í hjúskap 30. maí 1926, hún þá 22 ára og hann að verða 24 ára, áttu 4 börn. Þau lifðu saman súrt og sætt, bjuggu um tíma á Sæbóli í Aðalvík og hann starfaði á stöðinni á Heklueyrinni í Hesteyr- arfirði. Síðar lærði hann til skipasmiðs hjá Marselíusi Bemharðssyni á ísafírði og vann þar uns hann lauk starfsævinni að verða áttræður. En um sama leyti 1982 fluttu þau í Hlíf, íbúðir aldraðra á Torfnesi á SKULI ÞÓRÐARSON ísafirði, skammt frá þeim stað, sem vagga skipasmíða stóð á ísafirði. Þar með var Dokkan ekki lengur söm. Fyrstu minningar um afa minn og ömmu, Sigrúnu Laufeyju Finn- bjömsdóttur, tengjast ævintýraheim- inum, sem við blasti þegar við kom- um út á morgnana. Kolareykurinn úr næstu húsum steig þráðbeint til lofts í logninu með sínum angurværa ilmi. Veðrið var alltaf gott. Allt var gott. Við fengum að vera úti eins og þrekið entist, að vísu áttum við að vera komin inn þegar lögreglan fór eftirlitsferð um Bakkana og Dokkuna. Oftast var það um svipað leyti og þurfti að safna þreki fyrir næsta dag. Við húsið var bílskúr og opið port og afi sá okkur alltaf fyrir nægum viðfangsefnum, einhveiju til að smíða eða bara rekaviðardrambi og nöglum sem mátti negla í hann með- an enn var pláss. En hann átti líka merkisbil sem var klæddur leðri og gat tekið 7 manns ef fellisætin voru notuð. Svo var farið í ökuferðir í gegnum Amameshamarinn, fyrstu veggöngin á íslandi. Þegar litið er til baka voru þessi sumur sælutími, hvort heldur var farið og leitað í skipunum sem lágu tii hliðar við skipasmíðastöðina eða fískveiðarnar á Dokkubryggjunni enduðu með sjóbaði. Fiskurinn sem veiddist, nema marhnúturinn, var matreiddur og snæddur. Og alltaf var okkur lagt gott til þótt við væmm jafnvel örlítið olíublaut eftir að hafa fylgt honum til vinnu og leikið laus- um hala. Auðvitað lögðu þau okkur bæði iífsreglurnar og hefur dugað vel. Nokkuð hlé kom á heimsóknir þegar við uxum úr grasi bræðurnir, en yngri systkini mín og frændsystk- ini nutu sama atlætis og við fyrr. Seint gleymist að afí smíðaði fyrir okkur bát til þess að nota á Úlfljóts- vatni og sendi okkur að vestan. Þeg- ar hans var von var vakað langt fram á nótt. Sá reyndist vel til veiðiferða og ýmissa ævintýra. Hann líktist afa að því leytinu að geta ekki oltið, sem hentaði litlum drengjum vel. Bátur- inn minnti á traustið og þrekið. Og við mundum sterka röddina hans, sem dugði til að slá á ærslin í Dokk- unni. Árið 1976 kom ég vestur til þess að starfa um tveggja mánaða skeið. Úr því teygðist og á tveggja ára bili kynntist ég afa mínum með öðmm hætti en fyrr. Manninum sem setti saman vísur af minnsta tilefni og gat verið mjög beinskeyttur í kveð- skapnum, ekki síst þegar hann flutti sjálfur sterkum rómi, Þá vom þau orðin roskin og höfðu unnið langa ævi. Aldrei var gefið eftir. Atlætið var gott sem fyrr. Síðar fluttum við vestur og tvær eldri dætur okkar fengu tækifæri til að kynnast iangafa sínum og ömmu. Amma dó 8. marz 1989. Eftir það var afí einn og flutti sig til á Hlíf, sat oft á ganginum og spjallaði við nágranna og vini þótt heymin væri farin að bila. Þá mátti heyra kveð- skapinn fljúga. Á níræðisafmælinu mættu ætt- ingjar og vinir og þá vom yngstu gestimir og afkomendur hans tvíbur- arnir okkar nærri 90 árum yngri. Síðustu árin hefur heilsan ekki verið góð og nærri allt síðasta árið var afí á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafírði, eftir að hafa áður dvalið á hjúkmnardeiidinni á Hlíf. Öllu því fólki sem sinnti honum af stakri prýði em hér færðar þakkir fyrir. Enga traustari áttu þau afí og amma að en Skúla móðurbróður minn og Maju konu hans sem var óþreytandi að sinna honum síðustu árin. Ég leyfi mér að færa þeim báð- um þakkir fyrir þolinmæðina og alúð- ina. Hann kunni að meta það og treysti engum betur en Maju tengda- dóttur sinni fyrir því sem þurfti að gera. Ég færi þér þakkir fyrir allt gott, afí minn, og veit að nú er þrautum þínum lokið og þið náið saman á ný, þú og amma. Við systkinin kveðjum góðan afa. Skúli nafni þinn og bróð- ir minn í Bandaríkjunum sendir kveðjur sínar. Af lífshlaupi þínu og þinnar kynslóðar eigum við hin yngri að læra. Færi þá sumt betur. Guð blessi minningu þína og ykkar beggja. Olafur Helgi Kjartansson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.