Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						2   C  MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
H3-
KORFUKNATTLEIKUR
Fyrst fjölskyld-
an og vinnan og
svo körfuboltinn
Körfuknattleiksfélagi ísafjarðar
(KFÍ) hefur gengið vel í fyrstu
deildinni í körfubolta í vetur. Liðið
er í öðru sæti, tveimur stigum á
eftir Snæfelli. Bæði liðin eru komin
í úrslitakeppni fyrstu deildar, ásamt
tveimur öðrum liðum, og eiga ein
möguleika á því að verða deildar-
meistarar. Það gæti ráðist í innbyrð-
is viðureign liðanna hvort þeirra
verður ofar á töflunni og fær þann-
ig heimaleikjaréttinn alla leið. Liðið
sem verður efst í úrslitakeppninni
leikur í úrvalsdeildinni á næsta
keppnistímabili en liðið í öðru sæti
leikur við næst neðsta liðið í úrvals-
deild um sæti í deildinni. Miðað við
árangur ísfirðinga í vetur á liðið
góða möguleika á að komast í úr-
valsdeildina í fyrsta skipti í sögu
körfuknattleiksins vestra.
Félagiö endurvakið
Töluverð körfuboltahefð er á
ísafirði, Körfuknattleiksfélag ísa-
fjarðar hefur til dæmis starfað í lið-
lega þrjátíu ár. Lengst af hefur fé-
lagið verið í annarri deild. Blóma-
skeiðið sem nú stendur yfir hófst
fyrir aðeins þremur árum, árið 1993.
Þá var tekið í notkun nýtt íþrótta-
hús á Torfunesi á ísafírði og Körfu-
knattleiksfélagið endurvakið með
nýjum stjórnendum. Liðið vann aðra
deildina strax vorið eftir og var
hársbreidd frá því að komast í úr-
slitakeppni fyrstu deildar á síðasta
ári.
Þekktir menn úr bæjarlífmu voru
fengnir til að veita félaginu forystu
ásamt áhugasömum mönnum úr
körfuboltanura Jón Kristmannsson
yfirverkstjóri í íshúsfélagi ísfirðinga
er formaður, Rúnar Guðmundsson
yfirverkstjóri í Hraðfrystihúsinu
Norðurtanganum varaformaður,
Halldór Sveinbjörnsson prentsmið-
justjóri ritari, Gísli Úlfarsson versl-
unarmaður gjaldkeri og Óli Reynir
Ingimarsson, faðir körfuboltans á
ísafirði, meðstjórnandi. Guðjón Þor-
steinsson hefur verið ólaunaður
framkvæmdastjóri deildarinnar og
þjálfari þennan tíma.
Fjölskyldan og vinnan
hafi f organg
Guðjón segir að formaður stjórn-
arinnar hafi í upphafi sett félaginu
þrjár reglur og lýst því yfir að hann
væri tilbúinn að taka þátt í starfinu
á meðan þær væru í heiðri hafðar.
Fjölskyldan væri fyrirrúmi, vinnan
í öðru sæti og körfuboltinn í því
þriðja. Guðjón segist hafa fylgt
þessum reglum fast eftir.
Hann segir að menn geti ekkert
gert nema að hafa fjölskylduna á
bak við sig, það skýrði forgangsröð-
unina. Annað atriðið, forgangur
vinnunnar, skýrist að hluta af að-
stæðum í sjávarplássi þar sem það
hefur lengi gengið fyrir öllu að
bjarga þeim verðmætum sem á land
berast. Guðjón leggur einnig áherslu
á að svona verði þetta að vera því
leikmennirnir séu áhugamenn en
ekki atvinnumenn og geti ekki fórn-
að öllu fyrir áhugamálið. „Það hefur
komið oftar en einu sinni fyrir að
við höfum ekki getað tekið 2-3
menn úr leikmannahópnum með í
útileiki vegna þes's að þeir hafa ver-
ið að vinna. Við höfum aðeins tapað
þremur leikjum í vetur, reyndar
tveimur þeirra heima, og ég segi
við strákana að ef við töpum leik
Þáttaskil verða í sögu körfuboltans á ísafírði
ef KFI kemst í úrvalsdeildina í vor eins og
stefnt er að. Starfíð vestra hefur vakið eftir-
tekt annarra félaga. Helgi Bjarnason fékk
uppskrift að góðu félagsstarfí hjá Guðjóni
Þorsteinssyni framkvæmdastjóra og þjálfara
	Körfuknattleiksfélags Isafjarðar.	
m	¦¦	m É m KW  mn
	lMí     ^iife"" '¦?'¦>	Wmfc' JBt
	Wt	'jpafllr^-.
	Htk   a* L^ÍA	
BESTI leikmaður ísafjarðarliðsins, Egill Fjeidsted, slasaðlst
illa í bílveltu sumarið eftir að llðið vann aðra deildlna og
hefur síðan verið bundinn vlð hjólastói. Guðjón þjálfari seg-
ir að hann sé eftlr sem áður einn af hópnum og mæti á flesta
lefki llðslns fyrlr sunnan. Hér er Egill með Jónl Kr. Gíslasyni
núverandl landsliðsþjálfara að hellsa lelkmönnum fyrir
ágóðalelk sem leikinn var til styrktar honum og fleirl góðum
málefnum.
sé það ekki vegna þess að þeir hafi
ekki komist heldur sýndi það að við
hefðum ekki nógu breiðan hóp,"
segir Guðjón.
Gömlu aðferðirnar
Litið hefur verið til Körfuknatt-
leiksfélagsins á ísafirði sem fyrir-
myndar í fjármálum, þrátt iyrir
mikinn ferðakostnað og bandarísk-
an leikmann síðustu tvö árin. Guðjón
segir að gjaldkerinn geri fjárhagsá-
ætlun fyrir tímabilið og menn haldi
sig við hana. Allir séu sammála um
að gera ekki meira en peningar eru
til fyrir. Það komi til dæmis ekki
til greina að kaupa leikmenn. Þá
hafi undanfarin ár tekist að gera
hagstæða samninga með því að
staðgreiða vörur og þjónustu. Þann-
ig hafi farseðlar vetrarins verið
keyptir hjá Flugleiðum á haustin.
Guðjón leggur áherslu á að stjórn-
un félagsins þurfi að vera í lagi til
þess að hægt sé að ætlast til þess
að fyrirtækin styrki það. Menn verði
sem sagt að vinna heimavinnuna
sína. Hann segir að Körfuknattleiks-
félagið noti gömlu aðferðirnar.
Stjórnarmenn og leikmenn annist
sjálfir fjáröflunina og vinni sér
traust með því. Félagið hafi keypt
til sín landsleik í fyrra og fengið
úrvalsdeildarlið til að koma og leika
æfingarleiki. Telur Guðjón þetta
mikilvægt útbreiðslustarf fyrir
körfuboltann og lið í markaðssetn-
ingu hans á ísafirði. í kjölfar þessa
starfs hafi tekist að ná góðum samn-
ingum við styrktaraðila.
Hann segir að bæjarbúar láti
ekki sitt eftir liggja því mjög góð
aðsókn sé á leiki, sumar helgarnar
mæti fleiri en á nokkurn úrvalsdeild-
arleik þá helgina. Og Guðjón vonast
til að öll met verði slegin þegar lið-
ið berst um úrvalsdeildarsæti í
næsta mánuði.
Reynt er að standa vel að heima-
leikjunum í íþróttahúsinu á Torfu-
nesi. Nokkrir af forystumönnum
félagsins mæta í íþróttahúsið til að
undirbúa það fyrir leikina og eftir
leiki taka þeir saman og þrífa. Guð-
jón var sjálfur lengi í boltanum og
þurfti þá ekki að hugsa um þessi
atriði. „Ég er nú í þrenns konar
hlutverki á leikdaginn, ég undirbý
húsið fyrir leikinn, stjórna síðan lið-
inu og þríf húsið á eftir. Þetta er
ný reynsla fyrir mig sem fleiri þjálf-
arar hefðu gott af að kynnast," seg-
ir hann.
Liðin verða að gista
í úrvalsdeildinni eru fastir leik-
dagar, yfírleitt er leikið á fímmtu-
dags- og sunnudagskvöldum. Flug-
samgöngur við Vestfirði eru erfiðar
yfír veturinn, sérstaklega í svartasta
skammdeginu því ekki er flogið
nema í björtu. Það þýðir að ef Isfirð-
ingar komast upp verða liðin ávallt
að vera fyrir vestan yfir nótt, nema
sunnudagsleikirnir verði færðir
fram á daginn. Sömu sögu er að
segja um ísfirðinga, sólarhringur fer
í hvern útileik.
Guðjón segir að með tilkomu
Vestfjarðaganganna sé sjaldnar
ófært því þótt ekki sé lendandi á
ísafirði geti vélarnar lent á Þing-
eyri og Holti í Önundarfirði. Hann
segist vissulega hafa orðið var við
hræðslu hjá úrvalsdeildarliðunum
við það að ísfirðingar kæmust upp.
„Ég fagna því að sjálfsögðu ef við
komumst upp og á næstu árum má
búast við að fleiri lið af landsbyggð-
inni leiki í úrvalsdeildinni. Ég bendi
á að það er jafn dýrt fyrir okkur
að fara suður og fyrir hin liðin að
að koma hingað. Munurinn er bara
sá að við þurfum að fara langar
leiðir í alla okkar útileiki," segir
Guðjón. Hann bendir jafnframt á
að á næstu árum sé fyrirhugað að
fjölga liðunum í úrvalsdeildinni og
hafa hana landshlutaskipta. Það
minnki ferðalögin.
Ekki keyptir leikmenn
Lið ísfirðinga er að mestu skipað
heimamönnum og er meðalaldurinn
innan við tuttugu ár. Með liðinu
leika tveir strákar úr KR, Hrafn
Kristjánsson leikstjórnandi og Ingi-
mar Guðmundsson, tveggja metra
maður sem nýlega fluttist vestur.
Guðjón segir að á hverju ári missi
liðið leikmenn sem fari í skóla í
Reykjavík. Hann segir að þeim leik-
mönnum sem komið hafí til ísafjarð-
ar sé útveguð vinna og síðan styðji
forystumenn félagsins við bakið á
þeim, eins og hverjir aðrir félagar
og nágrannar. Ekki komi til greina
að kaupa leikmenn því hann segist
hafa séð nógu mörg félög fara illa
út úr slíkum ævintýrum.
. Bandaríkjamaðurinn, Christo-
pher Ozment, er talinn með sterkari
erlendu leikmönnunum á landinu.
Hann hefur skorað 43,8 stig í leik
að meðaltali í vetur. Guðjón segir
að vanda þurfi val á erlendum leik-
mönnum því einangrun staðarins
yfir veturinn geti lagst illa í menn.
Hann hælir Ozment mjög, segir
hann sé ekki aðeins frábær íþrótta-
maður heldur falli hann vel inn í
bæjarlífið.
Þarf að vekja áhuga
krakkanna
Guðjón er Reykvíkingur, 35 ára
gamall. Hann lék með yngri flokk-
um ÍR, og í 2. flokki og meistara-
flokki með Njarðvík áður en hann
hélt til Bandaríkjanna þar sem hann
dvaldi í ár. Eftir heimkomuna lék
hann eitt ár með KR en fór síðan
með kærustunni sinnij Björgu Bryn-
dísi Jónsdóttur, til ísafjarðar þar
sem þau hafa búið síðan 1979. Þau
reka myndbandaleigu. Frá því Guð-
jón flutti vestur hefur hann verið í
körfuboltanum á ísafirði, lengst af
sem leikmaður og oft einnig þjálf-
ari. Hann hefur því lengi verið að
berjast í neðri deildunum og vill
vinna að hagsmunum liðanna þar.
„Það þarf að leggja meiri áherslu
á fyrstu deildina því heilmikið starf
og áhugi er á mörgum staðanna.
Ég tel heppilegt að skipta landinu
upp í fjögur svæði og hafa svæðis-
stjóra yfír hverju. Hans hlutverk
yrði að koma á námskeiðum fyrir
dómara, ritara og þjálfara, vera
tengiliður við skrifstofuna í Reykja-
GUÐJÓN Þorsteinsson þjálfarl og. fran
félags ísafjE
Morgunblaðið/Bjarni
CHRISTOPHER Ozment, er talinn með
sterkarl erlendu leikmönnunum á land-
inu. Hann hefur skorað 43,8 stlg í lelk
að meðaltali í vetur.
					
Fela smįmyndir
C 1
C 1
C 2
C 2
C 3
C 3
C 4
C 4