Morgunblaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 KÖRFUKNATTLEIKUR Fyrst fjölskyld- an og vinnan og svo körfuboltinn Þáttaskil verða í sögu körfuboltans á ísafírði ef KFÍ kemst í úrvalsdeildina í vor eins o g stefnt er að. Starfíð vestra hefur vakið eftir- tekt annarra félaga. Helgi Bjamason fékk uppskríft að góðu félagsstarfí hjá Guðjóni Þorsteinssyni framkvæmdastjóra og þjálfara Körfuknattleiksfélags ísafjarðar. BESTI lelkmaður ísafjarðarliðsins, Eglll Fjeldsted, slasaðlst illa í bílveltu sumarið eftir að liðið vann aðra deildina og hefur síðan verið bundinn við hjólastól. Guðjðn þjálfari seg- ir að hann sé eftir sem áður einn af hópnum og mæti á flesta lefki liðsins fyrlr sunnan. Hér er Egill með Jónl Kr. Gíslasyni núverandi landsliðsþjálfara að heilsa leikmönnum fyrir ágóðaleik sem leikinn var til styrktar honum og fieiri góðum málefnum. Körfuknattleiksfélagi ísafjarðar (KFÍ) hefur gengið vel í fyrstu deildinni í körfubolta í vetur. Liðið er í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Snæfelli. Bæði liðin eru komin í úrslitakeppni fyrstu deildar, ásamt tveimur öðrum liðum, og eiga ein möguleika á því að verða deildar- meistarar. Það gæti ráðist í innbyrð- is viðureign liðanna hvort þeirra verður ofar á töííunni og fær þann- ig heimaleikjaréttinn alla leið. Liðið sem verður efst í úrslitakeppninni leikur í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili en liðið í öðru sæti leikur við næst neðsta liðið í úrvals- deild um sæti í deildinni. Miðað við árangur ísfírðinga í vetur á liðið góða möguleika á að komast í úr- valsdeildina í fyrsta skipti í sögu körfuknattleiksins vestra. Félagið endurvakið Töluverð körfuboltahefð er á ísafirði, Körfuknattleiksfélag ísa- fjarðar hefur til dæmis starfað í lið- lega þrjátíu ár. Lengst af hefur fé- lagið verið í annarri deild. Blóma- skeiðið sem nú stendur yfir hófst fyrir aðeins þremur árum, árið 1993. Þá var tekið í notkun nýtt íþrótta- hús á Torfunesi á ísafirði og Körfu- knattleiksfélagið endurvakið með nýjum stjórnendum. Liðið vann aðra deildina strax vorið eftir og var hársbreidd frá því að komast í úr- slitakeppni fyrstu deildar á síðasta ári. Þekktir menn úr bæjarlífinu voru fengnir til að veita félaginu forystu ásamt áhugasömum mönnum úr körfuboltanum. Jón Kristmannsson yfirverkstjóri í íshúsfélagi ísfírðinga er formaður, Rúnar Guðmundsson yfírverkstjóri í Hraðfrystihúsinu Norðurtanganum varaformaður, Halldór Sveinbjörnsson prentsmið- justjóri ritari, Gísli Úlfarsson versl- unarmaður gjaldkeri og Óli Reynir Ingimarsson, faðir körfuboltans á ísafírði, meðstjórnandi. Guðjón Þor- steinsson hefur verið ólaunaður framkvæmdastjóri deildarinnar og þjálfari þennan tíma. Fjölskyldan og vinnan hafi forgang Guðjón segir að formaður stjóm- arinnar hafi í upphafí sett félaginu þtjár reglur og lýst því yfir að hann væri tilbúinn að taka þátt í starfínu á meðan þær væru í heiðri hafðar. Fjölskyldan væri fyrirrúmi, vinnan í öðru sæti og körfuboltinn í því þriðja. Guðjón segist hafa fylgt þessum reglum fast eftir. Hann segir að menn geti ekkert gert nema að hafa fjölskylduna á bak við sig, það skýrði forgangsröð- unina. Annað atriðið, forgangur vinnunnar, skýrist að hluta af að- stæðum í sjávarplássi þar sem það hefur lengi gengið fyrir öllu að bjarga þeim verðmætum sem á land berast. Guðjón leggur einnig áherslu á að svona verði þetta að vera því leikmennirnir séu áhugamenn en ekki atvinnumenn og geti ekki fórn- að öllu fyrir áhugamálið. „Það hefur komið oftar en einu sinni fyrir að við höfum ekki getað tekið 2-3 menn úr leikmannahópnum með í útileiki vegna þes's að þeir hafa ver- ið að vinna. Við höfum aðeins tapað þremur leikjum í vetur, reyndar tveimur þeirra heima, og ég segi við strákana að ef við töpum leik sé það ekki vegna þess að þeir hafí ekki komist heldur sýndi það að við hefðum ekki nógu breiðan hóp,“ segir Guðjón. Gömlu aðferðimar Litið hefur verið til Körfuknatt- leiksfélagsins á ísafirði sem fyrir- myndar í fjármálum, þrátt fyrir mikinn ferðakostnað og bandarísk- an leikmann síðustu tvö árin. Guðjón segir að gjaldkerinn geri fjárhagsá- ætlun fyrir tímabilið og menn haldi sig við hana. Allir séu sammála um að gera ekki meira en peningar eru til fyrir. Það komi til dæmis ekki til greina að kaupa leikmenn. Þá hafí undanfarin ár tekist að gera hagstæða samninga með því að staðgreiða vörur og þjónustu. Þann- ig hafí farseðlar vetrarins verið keyptir hjá Flugleiðum á haustin. Guðjón leggur áherslu á að stjórn- un félagsins þurfí að vera í lagi til þess að hægt sé að ætlast til þess að fyrirtækin styrki það. Menn verði sem sagt að vinna heimavinnuna sína. Hann segir að Körfuknattleiks- félagið noti gömlu aðferðirnar. Stjómarmenn og leikmenn annist sjálfír fjáröflunina og vinni sér traust með því. Félagið hafí keypt til sín landsleik í fyrra og fengið úrvalsdeildarlið til að koma og leika æfingarleiki. Telur Guðjón þetta mikilvægt útbreiðslustarf fyrir körfuboltann og lið í markaðssetn- ingu hans á ísafirði. í kjölfar þessa starfs hafi tekist að ná góðum samn- ingum við styrktaraðila. Hann segir að bæjarbúar láti ekki sitt eftir liggja því mjög góð aðsókn sé á leiki, sumar helgarnar mæti fleiri en á nokkurn úrvalsdeild- arleik þá helgina. Og Guðjón vonast til að öll met verði slegin þegar lið- ið berst um úrvalsdeildarsæti í næsta mánuði. Reynt er að standa vel að heima- leikjunum í íþróttahúsinu á Torfu- nesi. Nokkrir af forystumönnum félagsins mæta í íþróttahúsið til að undirbúa það fyrir leikina og eftir leiki taka þeir saman og þrífa. Guð- jón var sjálfur lengi í boltanum og þurfti þá ekki að hugsa um þessi atriði. „Ég er nú í þrenns konar hlutverki á leikdaginn, ég undirbý húsið fyrir Ieikinn, stjórna síðan lið- inu og þríf húsið á eftir. Þetta er ný reynsla fyrir mig sem fleiri þjálf- arar hefðu gott af að kynnast," seg- ir hann. Liðin verða að gista í úrvalsdeildinni eru fastir leik- dagar, yfírleitt er leikið á fímmtu- dags- og sunnudagskvöldum. Flug- samgöngur við Vestfirði eru erfiðar yfir veturinn, sérstaklega í svartasta skammdeginu því ekki er flogið nema í björtu. Það þýðir að ef Isfírð- ingar komast upp verða liðin ávallt að vera fyrir vestan yfír nótt, nema sunnudagsleikirnir verði færðir fram á daginn. Sömu sögu er að segja um ísfirðinga, sólarhringur fer í hvern útileik. Guðjón segir að með tilkomu Vestfjarðaganganna sé sjaldnar ófært því þótt ekki sé lendandi á ísafírði geti vélamar lent á Þing- eyri og Holti í Önundarfirði. Hann segist vissulega hafa orðið var við hræðslu hjá úrvalsdeildarliðunum við það að ísfirðingar kæmust upp. „Ég fagna því að sjálfsögðu ef við komumst upp og á næstu árum má búast við að fleiri lið af landsbyggð- inni leiki í úrvalsdeildinni. Ég bendi á að það er jafn dýrt fyrir okkur að fara suður og fyrir hin liðin að að koma hingað. Munurinn er bara sá að við þurfum að fara langar leiðir í alla okkar útileiki," segir Guðjón. Hann bendir jafnframt á að á næstu árum sé fyrirhugað að fjölga liðunum í úrvalsdeildinni og hafa hana landshlutaskipta. Það minnki ferðalögin. Ekki keyptir leikmenn Lið ísfirðinga er að mestu skipað heimamönnum og er meðalaldurinn innan við tuttugu ár. Með liðinu Ieika tveir strákar úr KR, Hrafn Kristjánsson leikstjórnandi og Ingi- mar Guðmundsson, tveggja metra maður sem nýlega fiuttist vestur. Guðjón segir að á hveiju ári missi liðið leikmenn sem fari í skóla í Reykjavík. Hann segir að þeim leik- mönnum sem komið hafí til ísafjarð- ar sé útveguð vinna og síðan styðji forystumenn félagsins við bakið á þeim, eins og hveijir aðrir félagar og nágrannar. Ekki komi til greina að kaupa leikmenn því hann segist hafa séð nógu mörg félög fara illa út úr slíkum ævintýrum. Bandaríkjamaðurinn, Christo- pher Ozment, er talinn með sterkari erlendu leikmönnunum á landinu. Hann hefur skorað 43,8 stig í leik að meðaltali í vetur. Guðjón sggir að vanda þurfi val á erlendum leik- mönnum því einangrun staðarins yfir veturinn geti lagst illa í menn. Hann hælir Ozment mjög, segir hann sé ekki aðeins frábær íþrótta- maður heldur falli hann vel inn í bæjarlífið. Þarf að vekja áhuga krakkanna Guðjón er Reykvíkingur, 35 ára gamall. Hann lék með yngri flokk- um ÍR, og í 2. flokki og meistara- flokki með Njarðvík áður en hann hélt til Bandaríkjanna þar sem hann dvaldi í ár. Eftir heimkomuna lék hann eitt ár með KR en fór síðan með kærustunni sinni^ Björgu Bryn- dísi Jónsdóttur, til Isafjarðar þar sem þau hafa búið síðan 1979. Þau reka myndbandaleigu. Frá því Guð- jón flutti vestur hefur hann verið í körfuboltanum á ísafirði, lengst af sem leikmaður og oft einnig þjálf- ari. Hann hefur því lengi verið að beijast í neðri deildunum og vill vinna að hagsmunum liðanna þar. „Það þarf að leggja meiri áherslu á fyrstu deildina því heilmikið starf og áhugi er á mörgum staðanna. Ég tel heppilegt að skipta landinu upp í fjögur svæði og hafa svæðis- stjóra yfir hverju. Hans hlutverk yrði að koma á námskeiðum fyrir dómara, ritara og þjálfara, vera tengiliður við skrifstofuna í Reykja- MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR1996 C 3 -r Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson GUÐJÓN Þorsteinsson þjálfarf og. framkvæmdastjóri Körfuknattlelks- félags ísafjarðar. Morgunblaðið/Bjami CHRISTOPHER Ozment, er talinn með sterkarl erlendu leikmönnunum á land- inu. Hann hefur skorað 43,8 stlg ■ lelk að meðaltali í vetur. vík og koma á framfæri upplýsing- um um það sem um er að vera,“ segir Guðjón. Hann segir mikilvægt að fá meiri umfjöllun um fyrstu deildina, meðal annars til að vekja áhuga krakkanna. Ekki sé nóg að Iáta þau horfa á NBA-körfuboltann í sjónvarpinu heldur þurfi að fá þau til að taka þátt í íþróttum. Ekki er mikil samkeppni milli íþróttafélaganna á ísafirði um krakkana, að mati Guðjóns. Hann segir að handboltinn sé að reyna að koma sér fyrir en hafi ekki geng- ið nægilega vel þrátt fyrir ágætt starf. Þá ættu forystumenn körfu- boltans góða samvinnu við knatt- spymuforystuna enda væri mikið til sama fólkið að iðka þessar íþróttir. „Ég held að þetta sé í góðu horfi. Það á ekki að kynda undir sam- keppni og ágreining milli greina heldur eigum við að vinna saman að því að koma upp heilbrigðum einstaklingum," segir hann. Körfuboltabær Þó Guðjón Þorsteinsson sé með körfuboltasýki á háu stigi horfir hann ekki á bandaríska körfubolt- ann í sjónvarpinu. Ahugi hans bein- ist að því að efla körfuboltann á ísafirði og að sjá til þess að hann verði sannkallaður körfuboltabær. Hefur hann lagt sig allan í þetta verkefni. Guðjón og félagar hans í stjórn Körfuknattleiksdeildarinnar settu sér það markmið að koma liði sínu í úrvalsdeildina innan fjögurra ára. Nú eru liðin þijú ár og liðið komið í úrslitakeppnina. Guðjón segist sannfærður um að ef liðið kemst ekki upp í ár þá takist það að ári. HANDKNATTLEIKUR Mikil barátta á toppi og botni Eyjamenn og Víkingar eru á fallhættusvæði Þegar fjórum umferðum og tveimur leikjum betur er ólok- ið í 1. deild karla í handknattleik liggur aðeins fyrir að Valur og KA beijast um deildarmeistaratitilinn og KR er fallið í 2. deild. Önnur lið eiga tölfræðilega möguleika á að komast í átta liða úrslit en tvö lið, ÍBV og Víkingur, eru sérstaklega fallhættu. Valur og KA þegar komin í Evrópukeppni Deildarmeistari tryggir sér sæti í Evrópukeppni félagsliða en verði sama lið einnig íslandsmeistari öðl- ast lið númer tvö þátttökurétt í EHF-keppninni. KA hefur þegar tryggt sér rétt í Evrópukeppni bikarhafa og því er Valur með sæti. í EHF-keppninni en verði Valur íslandsmeistari fer lið númer þijú i deildarkeppninni í EHF-keppnina. íslandsmeistari fer meistarakeppni Evrópu og lið númer tvö í borgakeppnina en hafi það öðlast rétt í Evrópukeppni fær- ist rétturinn á efsta liðið í deildar- keppninni sem hefur ekki unnið sér rétt í Evrópukeppni. Verði KA Is- landsmeistari fær Víkingur þátt- tökurétt í Evrópukeppni bikarhafa. Því liggur ekki fyrir fyrr en eftir úrslitakeppnina hvaða lið öðlast keppnisrétt í Evrópukeppni í haust. KA með leik inni KA og Valur eru samstiga með 32 stig en KA á heimaleik gegn ÍBV til góða. Valsmenn hafa tapað ein- um leik, 22:21 gegn Stjörnunni í 2. umferð, en gert tvö jafntefli við Hauka, 19:19 að Hlíðarenda í 1. umferð og 27:27 í Hafnarfirði í 12. umferð. Þeir eiga heimaleik gegn Selfyssingum í kvöld en síðan sækja L Ikvöld 1 Blak Bikarkeppni karla, undanúrslit: Digranes: HK - KA 20 I Handknattleikur: • ■ 1. deild karla: Ásgarður: Stjaman - ÍBV 20 1 Seltjamames: Grótta - KA Strandgata: Haukar- KR 20 1 Valsheimili: Valur- Selfoss.... 20 I Varmá: Afturelding - FH 20 I Víkin: Víkingur - ÍR 20 I 1. deild kvenna: Strandgata: Haukar- Valur... -l8-15 | gSBBBBHRBBBBHHBI FELAGSLIF þeir KA heim, þá Víking og taka loks á móti Aftureldingu. KA tapaði 25:22 fyrir Val að Hlíðarenda í - 9. umferð en hefur fagnað sigri í öllum öðrum leikjum. KA á útileik gegn Gróttu í kvöld, tekur á móti IBV um helgina, Val eftir viku en fer síðan til Eyja og tekur á móti Víkingi í síðustu um- ferð. Verði Valur og KA jöfn að stigum ræður markamunur hvort liðið verð- ur deildarmeistari. Sé hann jafn er litið á íjölda gerðra marka. Sé enn jafnt er komið að stigafjölda úr innbyrðis leikjum og síðan marka- mun í sömu leikjum en sé enn jafnt ræður hlutkesti. Barátta á botninum Átta efstu liðin fara í úrslita- keppnina þar sem efsta liðið mætir liði númer átta, liðið í öðru sæti keppir við liðið í sjöunda sæti og svo framvegis. Liðin í níunda og 10. sæti ljúka keppni með síðustu umferð deildarkeppninnar en tvö neðstu liðin falla. Eyjamenn eru í fallsæti, stigi á eftir Víkingi. Þeir eiga útileik gegn Stjörnunni í kvöld, mæta síðan KA á Akureyri, taka svo á móti Gróttu og KA og ljúka keppni á útivelli gegn KR sem er þegar fallið. Víkingur á heimaleik gegn IR í kvöld, leikur síðan á Selfossi, fær Framherjafundur Framheijafundurinn sem vera átti í Framheimilinu við Safamýri í kvöld hefur verið frestað af óviðráðaniegum ástæðum. Greifakvöld GR Golfklúbbur Reykjavíkur hefur ákveð- ið að halda herrakvöld, Greifakvöld, í golfskálanum föstudaginn 15. mars ef næg þátttaka fæst. Aðeins hundarð matargestir komast að með góðu móti í sal skálans og eru kylfingar beðnir að nágast miða sem allra fyrst hjá Sigurður Péturssyni í Gullgolfi og mun hann veita allar nánari upplýs- ingar ásamt skrifstofu GR. Ráðstefna ÍFA Samtökin íþróttir fyrir alla halda ráð- stefnu á morgun, fimmtudag, um fjöl- skylduna og frístundir. Ráðstefnan verður að Scandic hótel Loftleiðum milli kl. 14 og 16. Fyrirlesarar verða sálfræðingarnir Kolbrún Baldursdóttir og Einar Gylfi Jónsson, Gauti Grétars- son, sjúkraþjálfari, Snjólaug Stefáns- dóttir forstöðumaður unglingadeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar og Sigurður Magnússon fræðslustjóri ÍSÍ. Val í heimsókn í 21. umferð og endar gegn KA á Akureyri. ÍR-ingar eru ekki langt frá fall- sæti en fyrir utan Víkingsleikinn í kvöld eiga þeir eftir heimaleik gegn Aftureldingu, útileik gegn Haukum og heimaleik gegn Stjörnunni. Mögulelki á aukaleikjum Tvö neðstu liðin falla en verði lið jöfn að stigum í fallsæti skal leika um að halda sætinu í deildinni því lið fellur ekki á markamun. Það lið sem fyrr sigrar í tveimur leikjum verður uppi en hitt fellur. Verði þijú lið jöfn að stigum í fallsæti skulu þau leika heima og að heiman og raðast aftur samkvæmt þeim úrslitum. STAÐAN Sigurjón frá keppni í tvær vikur SIGURJÓN Sigurðsson hand- knattleiksmaður úr FH meiddist, missteig sig á vinstri fæti, á æfingu á dögunum helgi og var í fyrstu talið að hann væri með slitin liðbönd í ökkla. Nú er hins vegar komið í (jós að þau eru „illa teygð“ eins og hann sagði í samtali við Morgun- blaðið. „Ég missteig mig ofan í annað misstig, þess vegna varð þetta verra en ella. Það bjargaði mér frá enn frekari meiðslum að ég var vel „teip- aður“. Ég hef verið með ökkl- ann í þrýstiumbúðum síðan um helgi og á að vera í þeim í tvær vikur. Með réttri með- höndlun eru mér gefnar von- ir um geta ieikið á ný að þeim tíma loknum, en þá verð ég að „teipa“ mig vel,“ sagði Sigurjón, en hann var á leik- skýrslu með félögum sínum gegn Val á miðvikudags- kvöldið. HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Leikir u j T Mörk u j T Mörk Mörk Stig VALUR 18 8 1 0 247:196 7 1 1 235:198 482:394 32 KA 17 8 0 0 236:203 8 0 1 250:226 486:429 32 HAUKAR 18 6 1 2 238:221 4 2 3 224:210 462:431 23 STJARNAN 18 6 1 2 235:210 3 2 4 233:233 468:443 21 FH 18 4 2 3 245:239 4 1 4 231:213 476:452 19 UMFA 17 5 1 3 223:206 4 0 4 193:198 416:404 19 GRÓTTA 17 4 3 1 196:189 3 0 6 213:221 409:410 17 SELFOSS 18 5 0 4 225:231 3 0 6 227:247 452:478 16 ÍR 18 5 0 4 198:193 1 1 7 198:229 396:422 13 VÍKINGUR 18 3 0 6 215:222 2 0 7 190:210 405:432 10 ÍBV 17 3 0 6 199:209 1 1 6 185:220 384:429 9 KR 18 0 0 9 209:280 0 1 8 220:261 429:541 1 BADMINTON / HM LANDSLIÐA íslensku liðin eru úr leik ÍSLENSKA karlalandsliðið í badminton tapaði, 1:4, fyrir Noregi í gærkvöldi, í Prag í Tékklandi, ídöprum leik og varð í öðrum sæti í sínum riðli. Kvennalandsliðið hafnaði einn- ig í öðru sæti í sínum riðli á eftir Skotum og hefur því lokið keppni því aðeins efsta liðið í hverjum riðli kemst áfram. Broddi Kristjánsson var ekki svip- ur hjá sjón á móti Hans Sperre og tapaði 4/15 og 5/15. Tryggvi Nielsen lék við Erik Lia og tapaði fyrri lotu 6/15. Var langt undir í seinni lotunni, en var að ná sér á strik þegar leikurinn var stöðvaður vegna boltavandræða í stöðunni 10/11. Þegar leikurinn fór í gang aftur var Tryggvi ekki með og tap- aði 11/15. Guðmundur Adolfsson spilaði ágætlega en tapaði fyrir Börge Larsen 7/15 og 6/15 — þá var leikurinn tapaður 0-3. Árni Þór Hallgrímsson og Broddi áttu ekki í vandræðum með Trond Wáland og URSLIT NBA-deildin Washington - New Jersey......81:99 Cleveland - Miami.............73:70 Detroit - Minnesota..........113:83 Dallas - Golden State.......100:112 Houston - Sacramento........118:111 ■Eftir framlengingu. Phoenix - Vancouver...........98:94 ■Eftir framlengingu. Seattle - Atlanta............102:94 Íshokkí NHL-deildin Philadelphia - New Jersey.......4:1 Los Angeles - Boston............3:3 ■Eftir framlengingu. Tampa Bay - Dallas..............4:2 Detroit - Vancouver.............4:3 Coiorado - Edmonton.............7:5 Erik Lia og unnu 15/8 og 15/9. Tryggvi og Páll Hængsson töpuðu í slöppum leik á móti Hans Sperre og Jim Ronny 11/15 og 4/15. Islensku strákarnir fengu gefins fyrsta leikinn, gegn liðinu frá Nep- al, sem mætti ekki á mótstað. Síðan unnu þeir Mauritius 4:1. Broddi sigr- aði 15/9 og 15/7, Tryggvi Nielsen vann 15/8 og 17/16, Þorsteinn Páll Hængsson tapaði 15/7, 11/15, 2/15, Árni Þór og Broddi unnu í tvíliðaleik 15/3 og 15/7 og Þorsteinn og Guð- mundur Adolfsson unnu einnig í tví- liðaleik og þurfti oddaleik til. Stúlkumar í öðru sæti Kvennalandsliðið hefur lokið keppni í sínum riðli þar sem það hafnaði í 2. sæti á eftir Skotum sem halda áfram í keppninni. ísland vann Litháen 5:0 (E]sa Nielsen van 11/3, 11/1, Vigdís Ás- geirsdóttir vann 11/0, 11/4, Brynja Pétursdóttir vann 11/4, 11/3, Esla og Vigdís unnu í tvíliðaleik 15/2, 15/4 og Birna og Guðrún Júlíusdótt- ir unnu 15/6 og 15/3). ísland vann síðan Tékkland 4:1 Þá töpuðust allir leikirnir gegn Skot- um í gær, 0:5. Duranona markahæstur og Bjami hefur varið mest KA-maðurinn Julian Duranon er markahæsti leikmaður 1. deildar karla með 163 mörk þegar flest liðin hafa lokið 18. umferðum af 22. KA hefur reyndar leikið 17 leiki og hef- ur Duranona því skorað 9,9 mörk að meðaltali í leik. Bjarni Frostason úr Haukum er hins vegar sá markvörður sem hefur varið flest skot, eða 278. Markahæstir Julian Duranona..............163/61 Juri Sadovski................144/61 Valdimar Grímsson, Selfossi...138/66 Patrekur Jóhannesson, KA....118/15 Sigurpáll Á. Aðalsteinss., KR.116/34 Knútur Sigurðsson, Víkingi....110/47 Dimitri Filippov, Stjömunni.104/46 Aron Kristjánsson, Haukum....104/5 ólafur Stefánsson, Val.......103/27 Gunnar Viktorsson, ÍBV.......102/18 Bjarki Sigurðssoiij UMFA.....101/21 Arnar Pétursson, IBV......... 98/27 Siguijón Sigurðsson, FH...... 96/35 Hilmar Þórlindsson, KR....... 95/20 Magnús Sigurðsson, Stjömunni....92/2 Konráð Olavson, Stjömunni......91/20* Einar G. Sigurðsson, Selfossi.90/0 Flest skot varin: Bjami Frostason, Haukum....,.278/15 Sigtryggur Albertsson, Gróttu ...264/11 Reynir Reynisson, Víkingi......263/20 Magnús Sigmundsson, ÍR.......248/10 Guðmundur Hrafnkelss., Val...245/15 SigmarÞ. óskarsson, ÍBV......245/13 Hallgrímur Jónasson, Selfossi.216/4 Bergsveinn Bergsveins., UMFA..215/13 Guðmundur A. Jónsson, KA......215/7 Ingvar Ragnarsson, Stjömunni ..170/10 Magnús Árnason, FH.............136/7 Knattspyrnuþjálfari óskast Knattspymudeild Víkings, Ólafsvík, óskar eftir aö ráða þjálfara fyrir meistaraflokk félagsins sem allra fyrst. Nánari upplýsingar hjá Eggerti í hs. 436 1331 og vs. 436 1611. Áhugasamir afli sér upplýsinga sem fyrst. Umsóknir sendist tii: Víkingur, Ólafsvík, Hjarðartúni 6, 355 Ólafsvík, Snæfellsbæ, fyrir 26. febrúar nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.