Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4      B    ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
+
BLAK
Þróttur bikar-
meistari í 11. sinn
LIÐ Þróttar R. tryggði sér
bikarmeistaratitilinn íelléfta
sinn þegar félagiö lagði HK
úr Kópavogi í þremur hrinum
gegnengri, 15:11,16:14 og
15:3, á aðeins 75 mínútum.
Það var aldrei nein spurning
hvar sigurinn myndi hafna.
Leikmenn Þróttar léku við hvern
sinn fingur í leiknum og liðið var
mun sprækara en Kópavogsliðið,
sem sýnilega hefur dalað verulega
í vetur. Fyrsta hrinan fór rólega
af stað en það kom fljótt í ljós að
slagkrafturinn var mun meiri hjá
leikmönnum Þróttar, sem af-
greiddu fyrstu hrinuna sannfær-
andi þrátt fyrir að sjö uppgjafir
hafi farið forgörðum.
í annarri hrinunni fengu leik-
menn HK tækifæri til þess að setja
mark sitt á leikinn en liðið komst
yfir á lokakafla hrinunnar, 14:13.
Vonarneistinn slokknaði hins veg-
ar fljótt í framhaldinu þegar sókn-
in hjá HK brást tvívegis í lok hrin-
unnar, fyrst þegar Jóhann Sig-
urðsson skellti út og svo aftur
þegar hann skellti beint í hávörn-
ina og Þróttur fékk sextánda stig-
ið.
Þriðja hrinan var hvorki fugl
né fiskur. Leikmenn HK voru
greinilega búnir að missa viljann
og það var eins og við manninn
mælt að Þróttarar voru ekki lengi
að nýta sér það. Hver glæsisóknin
gekk rakleitt í gólfið hjá Kópa-
vogsliðinu og Ólafur Heimir Guð-
Ólafur Heimir Guðmundsson
„Þetta var
of auðvelt"
„ÞEIR áttu möguleíka á að
vinna aðra hrinuna en við
náðum að snúa henni okkur í
hag og þeir áttu síðan ekkert
svar," sagði hinn 20 ára fyrir-
liði bikarmeistara Þróttar,
Ólafur Heimir Guðmundsson,
sem er jafnframt sonur hins
kunna blakmanns Guðmundar
EIís Pálssonar sem gerði
garðinn frægan í liði Þróttar
á árum áður. „Ég bjóst við
þeim sterkari. Þeir hafa spilað
lélega deildarleiki en síðan
náð að rífa sig upp í mikil-
vægum leikjum. Eg hlakka til
að sjá framhaldið en við se(j-
um stefnuna núna á að vinna
tvöfalt og ef við spilum eins
og við höfum gert undanfarið
þá getur það orðið. Ég býst
nú við meiri mótstöðu í úrs
litakeppninni og eins og
málin líta út í dag þá mætum
við ÍS."
OLAFUR Heimlr Guðmunds-
son, fyrlrliði Þróttar R. kampa-
kátur með blkarinn í lelkslok.
mundsson, „ofurbombarinn" sem
allt snýst um í liði Þróttar, bauð
til sýningar á lokakaflanum þegar
hann skemmti áhorfendum með
stórglæsilegum afturlínuskellum
og undirstrikaði að þegar hann
nær sér á strik þá er hann besti
smassari landsins um þessar
mundir.
Sterkir Þróttarar
Lið Þróttar hafði allnokkra yfir-
burði í leiknum, ekki bara á leik-
vellinum heldur hafði liðið mikla
hæðaryfírburði með hávaxnari
menn. Hávörnin var gífurlega
öflug hjá Þrótti og kantskellar HK
áttu í erfiðleikum með að skila
sóknunum og það fékk Stefán Þ.
Sigurðsson, HK, að reyna en há-
vörn Þróttar kaffærði hann hvað
eftir annað. Skellir Þróttara voru
kraftmiklir og munaði mestu að
leikmenn liðsins vissu greinilega
að hávörnin var ekki upp á marga
físka hjá HK. Guðbergur Egill
Eyjólfsson, uppspilari HK, náði sér
aldrei vel á strik í leiknum en
hann hefur átt við meiðsli að
stríða, en það gerði andstæðingur
hans Valur Guðjón Valsson hjá
Þrótti hins vegar og útfærði góðar
sóknir fyrir sitt lið.
ÞORBJORG Olöf Jónsdóttir ÍS smassar á móti hávörn Þróttarastúlknanna II
ar Jónsdóttur í bikarúrslitaleiknum á laugardag
Reynsla Stúdína vó |
STÚDÍNUR byrjuðu bikarúrslita-
leikinn mun betur en stöllur
þeirra úr Þrótti í Neskaupstað sem
voru að mæta í bikarúrslitaleik í fyrsta
sinn. Stúdínur leiddu leikinn 2:0 þegar
Þróttarastúlkur náðu sínum besta
kafla og voru hárbreidd frá því að
tryggja sér oddahrinu. Heilladísirnar
voru hins vegar með Stúdínum í lok
fjórðu hrinu og þær tryggðu sér sætan
sigur, 3:1.
Stúdínur komu vel stemmdar' til
leiksins og skelltu andstæðingunum
sannfærandi í fyrstu tveim hrinunum
15:12 og 15:8 og léku virkilega vel.
Eftir slaka byrjun leit út fyrir að
Þróttarastúlkur væru að missa af lest-
inni, en annað kom á daginn. Búlg-
arski leikmaðurinn Miglena Apo-
stolova kom inn í staðinn fyrir hina
rússnesku Svetlönu Mohroskinu sem
hafði sýnt misjafna takta. Innkoma
Miglenu hafði góð áhrif og Þróttara-
stúlkur unnu þriðju hrinuna 15:9 og
leikurinn tók nýja stefnu.
Fjórða hrinan var sannkölluð bar-
áttuhrina og hún var jafnframt sú
lengsta í leiknum, en Þróttarastúlkur
voru yfir allan tímann allt þar til í
lokin að allt hrökk í baklás.
Stúdínur skoruðu hvert stigið af
fætur öðru og jöfnuðu 12:12 en Þrótt-
arastúlkur komust aftur yfir, 14:Í2
og hefðu tryggt sér oddahrinu þegar
hávörn þeirra varði sóknarskell Stúd-
ína beint í gólfið en hún snerti jafn-
framt netið í leiðinni og í staðinn fyrir
að krækja í úrslitahrinu sátu þær eft-
ir með sárt ennið því Stúdínur skoruðu
næstu fjögur stig og tryggðu sér bikar-
meistaratitilinn í ár. Þetta var jafn-
framt áttundi bikarmeistaratitill ÍS í
kvennaflokki.
Stúdínur léku flestar hverjar vel og
miðjan var sterk með þær Jónu Hörpu
Viggósdóttur og Ingibjörgu Gunnars-
dóttur fremstar í flokki. Sesselja Jóns-
dóttir, uppspilari Stúdína, lék einnig
vel en hún setti móttökuna oft úr
skorðum   hjá   Þróttarastúlkum   með
g
IV
n
h
a
a
sl
a
á
ii
o
a
e
E
S
Bikarmeistarar IS1996
Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson
EFRI röð frá vinstri: Zdravko Demirev þjálfari, Sigríður Kjartansdóttir, Vllborg Einarsdóttir, Agnes
Benediktsdóttir, Sesselja Jónsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir og Jóhanna Erla Jóhannesdóttir. Neðri röð
frá vinstri: Evgenyia Demireva, dóttir Zdravko, Friðrika Marteinsdóttir, Inglbjörg Gunnarsdóttir,
Jóna Harpa Viggósdóttir fyrirliði og Þorbjörg Jónsdóttir.
Bikarmeistarar Þróttar 11
EFRI röð frá vinstri: Ólafur Daði Jóhannesson, Matthías Bjarki Gu
Elnar Hilmarsson, Arngrímur Arngrímsson og Lelfur Harðarson þjá
Orn Þórðarson, Magnús Helgi Aðalsteinsson, Valur Guðjón Valssc
fyrirliði, og Jón Árnason.
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8