Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ RAGNHILDUR ÓSKARSDÓTTIR, RÓSKA + Ragnhildur Óskarsdóttir, Róska, fæddist í Reykjavík 31. októ- ber 1940 og ólst þar upp. Hún lést í Reykjavík 13. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Óskar B. Bjarnason og Sigurbjörg Em- ilsdóttir. Róska á tvær yngri systur, Borghildi, sem er myndlistarkona, og Guðrúnu, sem er lyfjafræðingur á Höfn. Fyrri eiginmaður Rósku var Gylfi Reykdal og eignuðust þau árið 1963 soninn Höskuld Harra sem hún lætur nú eftir sig. Eftirlifandi eiginmaður Rósku er Manrico Pavalettoni frá Ítalíu. Róska stundaði listnám á It- alíu og í Tékkóslóvakiu á sjö- unda áratugnum og hefur helg- að líf sitt listum, aðallega myndlist og kvikmyndagerð. Síðustu þrjátíu árin hefur hún að mestu verið búsett í Róm. Útför Ragnhildar Óskars- dóttur, Rósku, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þú mikli eilífi andi sem í öllu og alls staðar býrð þinn er mátturinn, þitt er valdið þín er öll heimsins dýrð þú ríktir frá upphafi alda, ert allra skapari og skjól horfir um heima alla hulinn myrkri og sól. Hver bæn er bergmál af einni tilfinningu og trú. Allt lofsyngur lífið og lífið ert þú þú mikli eilífi andi sem í öllu og alls staðar býrð þinn er mátturinn, þitt er rikið þín er öll heimsins dýrð. hafði hún þá fundið farveg í róttækri stjórnmálastefnu sem hún gekk til liðs við af allri sinni hrifnæmu ungu sál. Hugarheim- ur listamannsins, vonir hans og draumar hafa löngum skarast illa við hinn borgaralega hugsunarhátt, það fékk Ragnhildur eins og svo margir aðrir að reyna. Hún var gædd skapgerð og eðli lista- mannsins í ríkum mæli, ofurnæm, ör- geðja og óstýrilát. Fijótt skapandi hugarflug og skáldlegt ímyndunarafl lyftu henni ýmist upp í svimandi hæðir, þar sem allt var mögulegt, ljúft og leikandi létt, þar sem listrænir hæfileikarnir fengu notið sín til fullnustu eða þeir hrundu henni niður í svart- nætti örvæntingar og efasemda um eigið ágæti og ákvarðanir. Listin er harður húsbóndi og óvæginn. Ragnhildur gekk henni á hönd í fullri einlægni, einörð og bjartsýn, á að vinna aðra til fylgis, braust áfram þrátt fyrir mikinn mótbyr oft og tíðum, andstöðu og erfiðleika. Ég minnist.Ragnhildar sem full- mótaðrar, þroskaðrar konu, sem hafði gengið í gegnum mikla erfið- leika og sorg. Sjúkdómur hennar var hinn mikli Stóri-dómur í lífi hennar, og enginn veit hversu djúp- tæk áhrif hann hefur haft á líf hennar, hversu mjög hann hefur vængstýft hana. Ragnhildur var alltaf hin sama í huga mínum, litla fallega telpan mín, leitandi - spyijandi - einlæg - heil og sönn. Þannig mun minning hennar geymast í hjarta mér um ókomna daga. Ég sendi systur minni og fjöl- skyldunni hjartanlegar samúðar- kveðjur og bið góðan Guð að halda sinni verndarhendi yfir þeim öllum. Guðrún Emilsdóttir frá Stuðlum. Mig langar til að minnast með nokkrum orðum kærrar systurdótt- ur minnar Ragnhildar Óskarsdótt- ur, sem lést þ. 13. þessa mán. Ég minnist yndislegrar telpu sem hafði hlotið í vöggugjöf dýrmætar gjafir, andlegt og líkamlegt atgervi og fjöl- breytta hæfileika til munns og handa. Heilladísirnar höfðu sannar- legar verið örlátar við þessa litlu stúlku sem fæddist inn í öryggi foreldraheimilis þar sem umhyggja og ástríki umvöfðu hana frá fyrstu stundu. Bernskan var ljúf og æsku- árin gáfu fögur fyrirheit, því það kom snemma í ljós hve bráðgjör hún var, næm og fróðleiksfús og forystuhæfileikarnir miklir. En óblíð örlög mættu henni ungri að árum. Hún hlaut alvarlega höfuðáverka í slysi sem hún varð fyrir, svo hún beið þess aldrei bætur en þurfti æ síðan að gjalda afleiðinganna í þrá- látum veikindum, sem settu mark sitt á allt líf hennar og breyttu því til hins verra. Listrænir hæfileikar Ragnhildar komu snemma í Ijós. Það kom því eins og af sjálfu sér að hún veldi sér að lífsstarfi örðuga og oft þyrnum stráða braut lista- mannsins. Hún stundaði listnám hér heima og erlendis bæði í Tékkóslóv- akíu og Ítalíu, aðallega í myndlist rog kvikmyndagerð. Ég minnist Ragnhildar sem ungr- ar baráttukonu sem átti sér þá ósk heitasta að brenna allar brýr að baki, láta hvorki fortölur, fordóma né fjárhagsvanda verða sér fjötur um fót, né hindra í að ná markinu sem hún hafði sett sér. Hún var víkingur til vinnu og afkastamikil, ' þegar hún mátti því við koma. Frelsisþörf sinni og sköpunarþrá Róska var baráttukona og lista- kona. Hún barðist fyrir betra hlut- skipti fólks og gegn valdbeiting- unni, gegn hroka valdhafa og vald- stétta. Sumir mundu segja að hún hafi beitt list sinni í baráttunni. Réttara er að iist hennar og bar- átta voru eitt, og samtvinnuð henn- ar lífi. Það er ekkert líf án baráttu, engin barátta án ástar. Astartján- ingin, hvort sem hún var til frelsis- ins og uppreisnarinnar eða til mann- eskjanna eða til landsins eða til sögunnar eða til gömlu kommanna og baráttumannanna, hún var hennar list. Innihaldið var alltaf hið sama þótt aðferðirnar mótuðust af aðstæðum hvers tíma. Æskumynd um ást í svefnpoka, fullorðinsmynd af fólki í villtum dansi, og ástþrútn- ar varir hennar frá síðari árum voru óður til ástarinnar og til lífs- ins. Rauðspreyjaður flötur framan á linsu í sjónvarpstökuvél hjá bandaríska hernum á Keflavíkur- flugvelli var baráttulist, sem stöðv- aði sjónvarpsútsendingu í klukku- tíma, en var framlag til baráttunnar gegn hersetunni og gegn þjóðar- morði þessa sama hers í Víetnam. Veggspjald um verkamann, sem er á flótta með fjölskyldu sína til Ástr- alíu undan atvinnuleysi áranna fyr- ir 1970. Veggspjöld um hetjurnar Che Guevara, Ho Shi Minh og hina nöktu birnu. Dreifirit og blöð til að styrkja baráttu launafólks. Allt var þetta list baráttunnar. Einu sinni var kvikmyndin Sóley þessi barátta. Ein af fyrstu kvikmyndunum í ís- lenska kvikmyndavorinu. Engir styrkir, ekkert framlag hinna list- vænu umboðsmanna peningavalds- ins, hvorki fyrir né eftir gerð mynd- arinnar. Peningahallæri og fallnir víxlar. Róska og vinirnir nokkuð sárir út úr þeim leik. En allt var fyrirgefið. Hvílíkur gimsteinn, hví- lík ást, hvílík barátta. Þarna var Róska í öllum sínum tilbrigðum. Barátta alþýðu, gegn yfirvaldinu og burgeisunum, með ástinni og erótíkinni, með landinu og ævintýr- inu. Huldufólkið stóð með alþýð- unni, ekki bara í baráttunni, heldur líka með fegurð lífshátta sinna. Róska var huldukona. Huldukona sem kom og hjálpaði þeim sem minna máttu sín og hvarf á braut án þess að þiggja laun fyrir, önnur en ást okkar og aðdáun. Ragnar Stefánsson. Ótímabært og öllum að óvörum barst sú harmafregn að Róska væri öll. Nýafstaðinn var gerningur í Nýlistasafninu þar sem Róska gaf okkur hlutdeild í lífi sínu, minning- um og væntingum. Sögusviðið var samansafn persónulegra muna, nærtækt drasl daganna. Gerningur- inn hófst á leitinni að einhveiju sem virkar, dömubindi, kveikjara, lögg í flösku. Tilgerðarlaust vann hún sig í gegnum þennan hversdagslega múr, braut flöskur sem urðu á vegi hennar og sendi skeyti í ýmsar átt- ir, fór sér að engu óðslega. Gerði misheppnaðar tilraunir til að hitta í mark með táknrænum örvum, lita- sprautum sem létu illa að stjórn. Eftir japl og jaml og fuður vatt hún sér í fortíðina, varpaði á auðan striga ljósmyndum af kærum augnablikum. ítalskir félagar, leik- arar, trúðar og ástvinir, náttúran og umhverfíð áttu þar stuttan stans. Með pensil í annarri hendi og lit í hinni endurskapaði hún tilfallandi brot úr hverri mynd - brot við brot, mynd eftir mynd og úr varð heild sem enginn sá fyrir, síst af öllu hún sjálf - hennar síðasta mynd. En hún lét þar ekki staðar numið heldur settist upp á háan koll með gler- augu í gullkeðju og tók til að pred- ika - breyttist úr listamannsbóhem í innblásna kennslukonu. Súrreal- ismi, pólitík, list, „mig langaði bara til að segja ykkur þetta“ voru loka- orðin. Persónuleg kynni mín af Rósku voru ekki löng, einungis þijú ár. Hún kom til dyranna eins og hún var klædd, brothætt, þokukennd, htjúf, hjartahlý og einlæg. í burðar- liðnum voru stór verkefni, annars- vegar útgáfa bókar, sem hafði vinnutitilinn „Líf, list og pólitík I 25 ár“, samantekt úr 25 handskrif- uðum og teiknuðum vinnubókum hennar í gegnum árin. Hinsvegar stór yfirlitssýning á verkum hennar á vegum Nýlistasafnsins 1997. Þær framkvæmdir verða nú einungis endurvarp þegar ljósið sem lýsti innanfrá er slokknað. Síðasta samverustundin, sátum í stofu hjá góðvini, lítill hópur og sungum. „Bella chiau“ vers eftir vers söng Róska fullum hálsi á kraftmikilli ítölsku meðan við- hin hertum á viðlaginu. Þannig skildu leiðir - ákveðnum áfanga var náð - og gleðin réð ríkjum. Ragnheiður Ragnarsdóttir. Hjarta mitt slær hægar af því þú ert ekki hér, eitt og eitt slag hverfur. Blóð mitt rennur hægar af því þú ert ekki hér, einn og einn dropi hverfur. Burt. Eftir sit ég ein meðal allra í söknuði sem þúsund orð fá ei tjáð. Birna. Róska var ein þeirra myndlistar- manna sem stofnuðu Nýlistasafnið fyrir 18 árum en vegna langdvala sinna erlendis var hún ekki áber- andi í starfi félagsins allan þann tíma. Undanfarin misseri var hún hinsvegar í hópi ötulli félagsmanna, kom á flesta viðburði í safninu og var með stór áform í sambandi við sýningu sem stendur til að halda á verkum hennar. Rúmri viku fyrir dauða sinn hélt hún gerning og fyrirlestur fyrir fullu húsi. Henni lá mikið á hjarta en gerninginn byggði hún á myndum og minningum úr lífí sínu. Áhorfendur hafa sjálfsagt fæstir gert sér grein fyrir mikil- vægi stundarinnar en tímasetningin gerir þetta kvöld tvímælalaust að einum af hápunktunum á ferli henn- ar. Kannski hafði hún eitthvert hugboð um hvað verða vildi. Róska var einlæg manneskja sem t.d. var gott að hafa á fyrirlestrum og öðrum uppákomum, ekki síst þegar kom að fyrirspurnum og umræðum. Athugasemdir hennar, beint frá hjartanu, léttu oft mjög uppá andrúmsloftið í salnum. Við eigum eftir að sakna hennar. Sem formaður Nýlistasafnsins langar mig til að þakka Rósku fyrir fram- lag hennar til félagsins. Aðstand- endum hennar og ástvinum sendi ég samúðarkveðjur. Áslaug Thorlacius. Allt eins og blómstrið eina upp vex af sléttri grund. Fagurt með fijóvgun hreina fyrst um dags morgunstund. Þessar þekktu ljóðlínur komu mér í huga, þegar ég heyrði um andlát Rósku. „Fagurt með fijóvg- un hreina fyrst um dags morgun- stund.“ Einmitt þannig er minning mín um Rósku frá menntaskólaár- unum. Fögur sem álfamær, með jarpt hár, bjart hörund og leiftrandi augnaráð. Það var eitthvað ævin- týralegt í fari hennar, eitthvað óstýrilátt, dularfullt. Hún skar sig úr hópi námsmeyja. Mér varð star- sýnt á þessa stúlku. Samt átti ég þess aldrei kost að kynnast henni. Horfði á hana úr fjarska. Svo var hún allt í einu horfin úr hópnum. Ég vissi ekki hvert. Mörgum árum seinna stóð hún skyndilega framan við skrifborð mitt á skrifstofu Kvikmyndasjóðs íslands, málari, kvikmyndagerðar- kona, heimskona með alpahúfu uppreisnarmannsins, nýkomin frá ítalíu. Ég þekkti hana auðvitað aft- ur, en ég skynjaði, að lífið hafði ekki farið um hana mjúkum hönd- um. Andlitið var ennþá fallegt, en sjúkdómar og þreyta höfðu sett svip sinn á það. Hún hafði lifað hratt, máske of hratt fyrir þessa fíngerðu umgjörð. Og nú er hún horfin af sjónarsviðinu. Á snöggu augabragði af skorið verður fljótt. Lit og blöð niður lagði. Líf mannlegt endar skjótt. En Róska lifir áfram. Hún heldur áfram að vera til í verkum sínum. Með henni er fallinn í valinn einn af brautryðjendum íslenzkrar kvik- myndagerðar. Hún var í hópi þess unga fólks, sem kom heim frá námi um miðjan sjöunda áratuginn, með stúdentabyltingu í farteskinu og bjartar hugmyndir um betri heim. . 1979 er stofnár Kvikmyndasjóðs íslands, Þá vorar aftur í íslenzkri kvikmyndagerð. Strax á næsta ári fær Róska úthlutað úr sjóðnum til að framleiða kvikmyndina „Sóley“. Hún hafði lengi unnið að gerð heim- ildarkvikmynda um ísland fyrir ít- alska sjónvarpið. Einnig hafði hún skrifað handrit að myndinni „Ólafur Liljurós". Eftir þessa reynslu brann hún í skinninu eftir að gera sjálf leikna mynd um fóstuijörðina. „Sóley“ skyldi verða tákn frelsis - þjóðfrelsis. Huldufólkið skyldi verða tákn þess draums, sem býr í hverri manneskju, draums um frelsi, sem engum verður þó fært á silfurbakka. Að eigin sögn langaði Rósku til að glíma við þessa teng- ingu á milli undirmeðvitundar og veruleika. Karlmaðurinn í myndinni skyldi tákna veruleikann, en konan drauminn. „Konan er sérstök, sagði Róska - öðru vísi.“ „Ég vil, að það sé hlustað á mig vegna þess, sem ég er - sem konu. Ef ég verð eftir- líking karlmanns, verð ég alltaf verri en karlmaðurinn.“ Myndin var frumsýnd hér heima á jólunum 1982. Skömmu seinna var hún svo sýnd í ítalska sjónvarp- inu. Því miður hefur íslenzka sjón- varpið enn ekki séð ástæðu til að taka hana til sýningar. Eftir frumsýningu „Sóleyjar" tóku fréttamenn höfundinn tali. Hún notaði ekki mörg orð. Hún sagði: „Allt sem ég hef að segja er í þessari mynd.“ Það eru eftirmæli listamannsins. Hann lifir í verkum sínum. Far vel, Róska. Þökk sé þér fyrir framlag þitt til íslenzkrar kvik- myndagerðar. Bryndís Schram, framkvæmdasljóri Kvikmyndasjóðs Islands. Á haustdögum 1967 fórum við á mjög eftirminnilega myndlistarsýn- ingu í Casa Nova. Þar sýndi Róska 55 myndverk, sem veitti okkur í fyrsta sinni innsýn inn í hinn per- sónulega skáldheim hennar. Mynd- irnar voru kröftugar, oft með húmor- ísku ívafi þótt undirtónninn væri alvarlegur. Nöfn myndanna voru einnig oft skondin. Minnisstæð er mynd nr. 18, „Hlandblautar löggur". Síðan liðu árin og við fluttum til útlanda og heyrðum ekkert. um Rósku í mörg ár. Þó fylgdi okkur ávallt hin sérlega frumlega og skemmtilega sýningarskrá (plakat) Rósku frá þessari sýningu, inn- rammað og virðulegt. Eins og verður um marga íslend- inga fluttum við heim þegar börnin fóru að vaxa úr grasi. Þá lágu leiðir okkar og Rósku saman á ný, með nokkuð öðrum hætti þó, þegar elsta dóttir okkar, Anna Birna, giftist einkasyni hennar, Höskuldi Harra Gylfasyni. Ekki leið á löngu þar til þau eignuðust dóttur, Evu Lind. Þá birtust „Hlandblautar löggur" sem skírnargjöf til þeirrar stuttu frá ömmu Gilli. Samband Rósku og Evu Lindar var ávallt sérstakt, blandið góðlegum húmor og gagnkvæmri virðingu á jafnréttisgrundvelli. Sam- band hennar við hin tvö ömmubörn hennar, Nínu og Óskar, var hins vegar með nokkuð öðrum hætti, enda þau yngri að árum. Enn liðu árin og þjóðin fór að læra á tölvu. Við hittum Rósku oftar þó ekki væri hægt að tala um neina reglu í því sambandi. Svo var það einn góðan veðurdag þegar við hitt- umst að henni var óvenju mikið niðri fyrir, hún var varla búin að heilsa þegar hún sagði: „Ég er að læra á tölvu.“ Fljótlega kom í Ijós að það var nú ekki bara ritvinnsla og töflu- reiknar sem hún var að glíma við, heldur voru það grafískir möguleikar tölvunnar, sem áttu hug hennar all- an. „Ég er komin með algjöra tölvu- dellu,“ sagði hún. Ekki leið á löngu þar til „dellan" fór að skila árangri í myndsköpun og eftir ótrúlega skamman tíma sáu fyrstu íslensku tölvugrafíklistaverkin dagsins ljós. Þau urðu síðan snar þáttur i mynd- sköpun hennar síðustu árin. Nú þegar lífsskeið Rósku er á enda eigum við hlýja minningu um óvenju litríka konu sem auðgaði líf okkar. Öðru fremur geymist minn- ingin um hana og lífssýn hennar í fjölbreyttum og margræðum mynd- verkum, framlag til listsköpunar sem eftir er að meta til fulls og setja í rétt sögulegt samhengi. Ömmubörn- in geyma þó fyrst og fremst minn- ingu um ömmuna góðu, ömmu Gilli, sem kom og fór, ömmu sem þau eiga eftir að sjá að sett hefur varan- leg spor í íslenska myndlistarsögu. Höskuldi Harra, Önnu Birnu, eft- irlifandi eiginmanni og öldnum for- eldrum Ragnhildar vottum við okkar dýpstu samúð. Bjarnveig Höskuldsdóttir, Ragnar Sigbjörnsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari uþplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.