Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 C 3 Fyrirmælaverk á Kjarvalsstöðum, í Sjónvarpinu og Morgunblaðinu Farið að fyrirmælum lístamanna IDAG verður opnuð afar óhefð- bundin sýning sem fara mun fram á þremur stöðum í einu; á Kjarvalsstöðum, í Morgunblaðinu og í Dagsljósi Ríkissjónvarpsins, en alls taka 54 erlendir listamenn þátt í sýningunni. Hér er um að ræða sýn- ingu á svokölluðum fyrirmælaverk- um („DO IT“-verkum) þar sem lista- menn gefa fyrirmæli um það hvern- ig listaverkið á að vera en aðrir fram- kvæma þau. Þannig hafa verið sett upp listaverk á sýningu á Kjarvals- stöðum eftir fyrirmælum lista- manna. í Morgunblaðinu munu birt- ast fyrirmæli frá listamönnum til lesenda um listaverk sem hægt er að setja upp eða framkvæma á heim- ilum og í Dagsljósi verða sýnd mynd- bönd sem gerð hafa verið samkvæmt fyrirmælum listamanna. Duchamp upphafsmaður Öldum saman var myndlistin bundin á klafa fræðilegra skilgrein- inga sem opinberir aðilar stóðu vörð um. í byrjun aldarinnar komu fram listamenn á borð við Marcel Duch- amp og lögðu fram nýjar skilgrein- ingar og forsendur í myndlist. Allt frá því að Duchamp stillti upp hinum svonefndu „ready-made“-hlutum sem listaverkum hafa listamenn kannað tengsl listaverksins við raun- veruleikann og íhugað sérstætt gildi listhlutarins. Athyglisverðasti þáttur í þessari leit eru fyrirmælaverk þar sem listamenn skapa ekki sjálfan listhlutinn heldur láta sér nægja að leggja fram fyrirmæli eða hugmynd að listaverkinu. Marcel Duchamp var ennfremur upphafsmaður að þessari tegund myndlistar, en einnig hafa listamenn á borð við John Cage og Yoko Ono verið mikilvirk á þessum vettvangi. Á síðastliðnum árum hafa svo æ fleiri listamenn lagt sitt af mörkum og þróað áfram hugmynd- ina að fyrirmælaverkum. í skilrúminu milli túlkunar og skilnings í kynningarorðum Hans Ulrich Obrist, sýningarstjóra, segir að í þessari þríþættu sýningu séu hefð- bundnar humyndir um frumverk höfundar látnar víkja fyrir víðfeðm- ari skilningi á listsköpun. „Öll verk- in á Kjarvalsstöðum verða búin til á staðnum eftir nákvæmum leiðbein- ingum listamannanna í formi fyrir- mælaskrár. Oft er upphaflegan efnivið að fínna í hversdagshlutum og venjuathöfnum. Ólíkt leiklistinni er engin byijun og engin endir á verkunum. Engar tvær afurðir fyrir- mælanna eru eins. Það er hægt að setja sýninguna upp og sjá hana á mörgum stöðum samtímis, líkt og kvikmynd. Um leið er hver gerð hennar athöfn í rúmi. Sýningin fer fram í skilrúminu á milli túlkunar og skilnings. Merking textans eykst við mis- munandi túlkun og gjörning. Hver sýning skapar sinn sannleik. Ætlun- in er ekki að umskapa eða endur- gera verk sem eiga sér frummynd annarstaðar, heldur að búa til opna og sífellda sýningu sem lagar sig að staðbundnum einkennum og þörf- um en er engu að síður alþjóðleg að eðli.“ Málþing Sýningin mun standa fram til 19. maí og mun Morgunblaðið birta fyrirmæli um listaverk með reglu- legu millibili þangað til undir yfir- skriftinni Fyrirmæli dagsins. Fyrstu fyrirmælin birtast hér á síðunni. í dag kl. 14 verður svo efnt til málþings í tilefni af sýningunni á Kjarvalsstöðum undir stjórn sýning- arstjórans, Hans Ulrich Obrist, en hann er einn eftirsóttasti sýningar- stjóri í myndlistarheiminum í dag og safnstjóri við Museum in Progr- ess í Vín og Nútímalistasafnið í París. Þátttakendur í málþinginu verða Fabrice Hybert, Steven Pippin, Eileen Myles, Erwin Wurm og Bertr- and Lavier sem mun taka þátt í umræðunni í gegnum síma. Óllum er heimill aðgangur á meðan húsrúm leyfir. Fyrirmæli dagsins 0 Fyrirmælasýning í samvinnu við Kjarvalsstaði ogDagsljós EFTIR HUGO SUDER HELLIÐ soðnu vatni í hvelfda skál. Setjið skálina í frystihólf eða frystikistu. Síðan má taka ísinn úr skálinni með því að hita hana ögn. Búðu þar næst til pappírsskip úr dag- blöðum. Helltu aftur vatni í skálina. Nú geturðu látið skipið sigla. Síðan áttu að kveikja í skipinu með því að láta sólina skína gegnum ísinn eins og gegnum stækk- unargler (beindu brennideplinum að svört- um prentstaf). Að lokum seturðu ísinn í skálina með vatninu og öskuleifum pappírsskipsins og lætur hann bráðna þar. Að kveikja eld með ís 4- STRENGIR fullkomins sviðs- búnaðar stilltir í Garnier. óhreinindum, húsgögn aftur með sinn svarta lit, tjaldið sína dýru mýkt og loftið Ijósaband 135 lampa. Þann- ig nýtur loftmynd Chagalles sín vel og segja má almennt að fegurðin í óperunni hafi verið endurheimt. Ný tækni hefur síðan rýmkað hag gesta og starfsfólks. Sæti áhorfenda hafa verið bólstruð og loftræsting bætt í húsinu svo nú er stöðugur 21 gráðu hiti. Tækjabúnaður allur hefur verið endurnýjaður og tölvuvæddur. Hógværð vinnunnar í salnum náði ekki aftur fyrir leiktjöldin sem nú síga algjörlega hljóðlaust til og frá. End- FÍNGERÐ vinna við loft. áhorfendasalarins. SALURINN eft.ir endurbætur, umýjun salarins kostaði 20 milljónir franka en tækjabúnaður baksviðs og breytingar þar alls 80 milljónir. Mikil- vægur hluti þeirra er mannvirki, eða öllu heldur hljóðvirki, sem ætlað er að flytja tónlistina nákvætnar og bet- ur um salinn. Það hvílir físlétt á hljóm- sveitargryfjunni í þrem þiljum eftir stærð hljómsveitar. Hugues Gall vildi hafa jafngóða möguleika á kammermúsík og stórri hljómsveit og kallað var á Houdini hljóniburðat'fræðinga, Daniel Conun- ins. Hann bætti þriðja þættinum við, fyrir millistór verk, sérstaklega rauðgylltur og glæsilegur. vegna opnunartónleikanna. Alls kostuðu endurbætur gömlu óperunnar 145 milljónir franka. Ráðamenn geta nú ekki annað en vonast eftir góðri aðsókn og glaðst yftr því að næsta uppklössun verður ekki í þeirra tíð. Miðað við þijátíu ára reglu, sem gilt hefur hingað til, má gera ráð fyrir næstu endurbóta- törn kringum 2030. Áður verður þó framhlið hússins þvegin, væntanlega aldamótaárið svo vegfarendur geti aftur virt fyrir sér marga litatóna löngu horfna undir mengunarlag. Operan var fyrst tekin í gegn 1908 og hljómsveitargryfju þá breytt tals- vert. Síðan 1936 þegar tækjabúnaði var komið fyrir að tjaldabaki og „perlubandið" eða loftlamparnir fjar- lægðir af öryggisástæðum eftir bruna. Tæki voru endurnýjuð 1963 og loftmynd Marc Chagalls, sem valin var af André Malraux, látin þekja upprunalega mynd Lenepveu. Höggmyndinni Dansi eftir Carpeux utan við húsið var bjargað á Orsay- safnið og eftirmynd, sem Jean-Paul Belmondo gaf, sett í staðinn. Sjálf er Garnier-óperan eins og safn, umgjörð tónlistarinnar heim- sóknar virði. Húsið var miðpunktur mikillar byggingaráætlunar Napó- leóns III sem Baron Haussmann hrinti í framkvæmd síðari hluta 19. aldar. Takmarkið var að gera París að nýtísku heimsborg. Samkeppni var haldin um óperuna 1860 og Gamier, 35 ára óþekktur arkitekt, hlaut fyrstu verðlaun. Framkvæmdir, sem hófust árið eftir og stóðu 15 ár, töfðust af tæknileg- um ástæðum eins og vatnsskorti og pólitískum orsökum: Ókyrrðar meðal almennings, Prússastríðinu 1870, ósigri Frakka, falli annars keisara- dæmisins, útlegðar Napólecns og kommúnu-uppreisnarinnar. Nýja óperan, eins og hún var þá kölluð, var fyrst opnuð í janúar 1875 af Mac-Mahon marskálki og gestir fögnuðu Charles Garnier ákaft í lok kvöldsins. Ópemhús hans var 1923 sett i hóp sögulegra minnismerkja og enn breiðir það út faðtninn, ný- þveginn og blómlegan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.