Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 25 Fimmtíu ára afmæli fyrstu íslensku djasstónleik- anna 11. APRÍL næstkomandi eru fimmtíu ár síðan fyrstu íslensku djasstónleikarnir voru haldnir í tónleikahúsi Gamla bíói. Það var píanistinn Jóhannes G.V. Þorsteinsson, sem stóð fyr- ir þeim tónleikum, en hann er betur þekktur undir nafninu Jonni í Hamborg. Jonni dó að- eins þremur mánuðum seinna - 22 ára gamall. Með honum spil- uðu Baldur Kristjánsson, Björn R. Einarsson, Gunnar Egilsson og Karl Karlsson. RúRek hátíðin stendur fyrir einskonar endurgerð tónleik- anna í tilefni afmælisins. Þar verður sama efnisskráin leikin og einn þeirra er stóð á sviðinu fyrir fimmtíu árum mun standa þar aftur: Björn R. Einarsson básúnuleikari. Tveir frumheij- ar er léku lengi með Birni verða í hópnum: Árni Elfar er leikur á píanó og básúnu og Guðmundur R. Einarsson trommuleikari. Á bassa leikur Tómas R. Einarsson, sem telja má til hinna miðaldra djass- manna íslenskra og síðan koma þrír hlóðfæraleikarar hingað frá útlöndum. Tveir kornungir íslenskir djassleikarar er stunda nám erlendis, Veigar Margeirsson trompetleikari er nemur í Bandaríkjunum og Agnar Már Magnússon píanisti er nemur í Hollandi og svo einn þekktasi dixíland- og svíng- klarinettuleikari Evrópu: Jorg- en Svare frá Danmörku. Jorgen Svare er sextugur og gekk til liðs við Papa Bue er hann stofnaði hið fræga Papa Bues Viking Jazz Band. Þar lék Stöðvum ungl- ingadrykkju BÆKUR Á f e n g i s m á I LENGI MUNA BÖRNIN 102 atriði til umhugsunar fyrir for- eldra. Höfundur: Sæmundur Haf- steinsson í samvinnu við Jóhann Inga Gunnarsson. Útgefandi: Átakið Stöðvum unglingadrykkju (stofnað 1994). Prentuð í Odda 1995. Dreif- ingu annaðist menntamálaráðuneyt- ið (til gnumskólabama f. 1982 og síðar). Á BAKSÍÐU bókarinnar segir frá því, að hún hafi verið send 30.000 heimilum í þeirri trú að börr. sem fá góðan stuðning heima séu síður líkleg til að lenda í drykkju og öðrum vímuefnavanda. Átakið Stöðvum unglingadrykkju hefur forseta ís- lands, Vigdísi Finnbogadóttur, sem verndara sinn. Fjölmargir hafa veitt átaki þessu stuðning og eru í bókar- lok talin upp foreldra- og kennarafé- lög og kvenfélög um allt land, auk sveitarstjórna, grunnskóla, íbúasam- taka, stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja. Fjórir meginkaflar eru uppistaða textans og er sá fyrsti nefndur, „Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman“, sá næsti heitir „Hin djúpu tengsl", hinn þriðji „Agi er jarðvegur sjálfsagans,“ og sá síð- asti „Áhrifamáttur foreldra". Hver er þessara kafla skiptist síðan í atr- iði, sem fjallað er um í stuttu máli, en aðgengilegu og með áherzlu- punktum til umhugsunar. Ég er ánægður með efnistök höf- unda(r) og er viss um að þessi litla bók á eftir að gera mikið gagn, því að svo sannarlega hefur verið skort- ur á aðgengilegu fræðsluefni. Þá er það lofsvert að foreldrum skuli vera send bókin á þennan hátt og verður það auðvitað til þess að hún hefur meiri áhrif. Unglingadrykkja getur átt sér ýmsar skýringar, en oft má sjá að uppeldi hefur verið ábótavant, óregla á foreldrum eða þá að unglingurinn býr við ofbeldi, öryggisleysi eða aðra óhamingju. Það þarf sterk bein til að geta sagt nei'við freistingum og sá sem stend- ur höllum fæti tilfinningalega og félagslega getur síður varið sig. En þegar freistingarnar eru á hverju strái og óprúttnir sölumenn áfeng- is og vímuefna eru farnir að sitja um skólabörn er tímabært að skera upp herör til varnar. Katrín Fjeldsted. J0RGEN Svare klarinettuleikari. hann í þrjátíu ár, en síðustu tíu árin hefur hann leikið með eig- in hljómsveit. Hann hefur hljóð- ritað með mörgum sögufrægum djassleikurum s.s. A1 Grey, Ed Hall, George Lewis, Wild Bill Davison og Billy Butterfield. Á þessum tónleikum mætist gamalt og nýtt í klassískum djassi - þeim sem hljómaði í Reykjavík á árunum eftir stríð. Tónleikarnir verða endur- teknir á Hótel KEA Akureyri, föstudagskvöldið 12. apríl, en þar mun Jón Rafnsson slá bass- ann í stað Tómasar. Fyrirmæli dagsins Að finna sér stað EFTIRJOHN MILLER 1. BIDDU makaþinneðavin bókamerki. að lána þér bók sem hann eða 3. Láttu bókina í bókahillu og hún er að lesa. hafðu hana þar í tíu ár. 2. Taktu bókamerkið og flyttu 4. Skilaðu bókinni til makans það á annan stað í bókinni. Ef eða vinarins. Hann eða hún á ekki er bókamerki í bókinni að hefja aftur lesturinn á þeim skaltu setja inn í hana þitt eigið stað sem bókamerkið sýnir. %Fyrirmælíisýning í samvinnu við Kjarvalsstaði ogDagsIjós Hvers vegna að lesa til verkfræðings (diplomingeninr) eða útflutnings- verkfræðings (eksportingenior) í Horsens í Danmörku? Af því að lngenierhojskolen í Horsens býður upp á sérgreinar sem ekki er hægt að læra á Islandi. Komið á kynn ingarfundi i Reykjavík og hifjfi Akureyri! f Af því að Ingeniorhojskolen í Horsens er einn af elstu og virtustu verkfræðiskólum í Danmörku. Af því að Islendingum hefur alltaf liðið vel í Ingenior- hojskolen í Horsens. 1 Af því að það er stór Islendinganvlenda í Horsens. Af því að í Horsens er auðvelt að fá gott og ódvrt húsnæði. ____■/, — InntökuskUyrði - “Diploiningenior Imitökuskilyrði - "Exportingenier" HI7T- Menntun sem “diplomingenior": Byggingáverkfræðingur: Mannvirkjasvið Límhverfissvið Hönnunarsvið Búfræðisvið Sjálfvirknibúnáðssvið Lógsuðusvið Vélaverkfræðingur Menntun sem "exportingenior' Byssin8asvið V éiasvið Chr. M. 0stergaards Vej 4 8700 Horsens . Danmálk Sími 0045 M* 0045 75 62 64 56 Pantið upplýsingabækling eða ræðið \ ið námsráðgjafann. Hafið samband við okkur í síma 0045 75 U2 88 11 milli kl. 8:30 - 15:30 eða með e-mail; phmðeph.ih.dk INGENI0RH0JSKOLENIHORSENS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.