Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 19 ERLENT LISTIR GRÓÐURVÖRUR VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA Stórfengleg myndbönd MYNDLIST lampa London. Reuter. BRESKIR læknar og vísindamenn segja aö þeir hafi náð mjög góðum árangri við að eyða húðkrabbameini með nýjum leysilampa. Telja þeir, að hugsanlega sé um að ræða tíma- mót í baráttunni við sjúkdóminn. Til þessa hafa rúmlega 150 sjúk- lingar með húðkrabbamein, annað en sortuæxli, verið meðhöndlaðir með lampanum, sem er á stærð við brauðrist og drepur krabbameins- frumurnar. Tók meðferðin 45 fnínút- ur og eftir nokkrar vikur voru öll ummerki um húðkrabbann horfin. „Hér er um að ræða mikilvæga uppgötvun eða nýjung, sem mun hugsanlega hafa veruleg áhrif á það hvernig annað krabbamein verður meðhöndlað," sagði Gordon McVie prófessor og forstöðumaður Krabba- meinsrannsóknastofnunarinnar Cancer Research Campaign, CRC. Reyndur á annað krabbamein Verið er að reyna lampann, sem dr. Colin Whitehurst við Paterson- stofnunina í Manchester fann upp, á sjúkrahúsum í Skotlandi og N- Englandi og verið er að undirbúa prófanir á áhrifum hans á aðrar krabbameinstegundir. Er þar um að ræða krabbamein í heila, brjóstum, vélinda, blöðruhálskirtli, þörmum og móðurlífi en við því er venjulega beitt uppskurði eða lyfjum. CRC vinnur að því að fá einka- leyfi á lampanum og bresk og banda- rísk fyrirtæki eru að semja um um- boð fyrir hann á heimsmarkaði. MYNDBANDALIST Steina Vasulka. Opið kl. 10-18 alla daga til 12. maí. Aðgangur kr. 300 (gildir á allar sýningar). Sýningar- skrá 900 kr. Þér stendur til boða ráðgjöf sérfræðinga um garða-og gróðurrækt ÞAÐ eru ekki mörg ár síðan fyrstu kynningar á þessu nýja list- formi fóru fram hér á landi, þó miðillinn hafi tekið að hasla sér völl innan myndlistarinnar fyrir meira en aldarfjórðungi; þannig hafa íslendingar á stundum verið undarlega aftarlega á merinni, þrátt fyrir alla nýjungagirnina. Ekki var þessi listgrein okkur þó með .öllu ókunn, þar sem nokkr- ir listamenn hafa komið að henni hér. Þannig þekktu menn að minnsta kosti til hennar, og má síðan nefna sjónvarpsþætti um þennan miðil sem Þór Elís Pálsson vann fyrir nokkrum árum. Mynd- bandalist hefur brugðið fyrir á samsýningum, og loks var kynning á myndbandalist kvenna á Kjarv- alsstöðum á síðasta ári, sem varð þó í raun ekki til að auka hróður miðilsins. Því má segja, að það sé fyrst með þessari sýningu á verkum Steinu Vasulka sem þetta listform hafi fengið verðugt tækifæri til að slá í gegn á íslandi. Og það tekst svo sannarlega, því hér er á ferð- inni ein athyglisverðasta sýning á myndlistarsviðinu hér á landi það sem af er árinu, sem ætti ótvírætt að verða til þess að opna augu fjöldans fyrir þeim fjölbreyttu og ríkulegu möguleikum, sem þessi miðill hefur upp á að bjóða. Steina fæddist í Reykjavík 1940, og lagði sem barn og unglingur stund á fiðlunám, og fór loks utan til frekara náms á því sviði í Tékkó- slóvakíu. Hún fann sig hins vegar ekki á því sviði, og eftir að hún kynntist manni sínum sneri hún sér að myndgerð og loks mynd- bandinu um 1970, en þá voru þau hjónin sest að j Bandaríkjunum. Steina og Woody Vasulka hafa verið í fremstu röð á þessu sviði alla tíð síðan, og sérstaða þeirra verka markast mikið af þeirri list- þjálfun, sem þau komu með að þessum nýja miðli. Gehe Youngblo- od bendir á þessi sterku tengsl í inngangi sínum í sýningarskrá: „Fyrir Steinu Vasulka, sem hóf listferil sinn sem fiðluleikari, eru hinar fjölbreyttu rásir mynda og hljóða í margskjáa myndbandalist líkt og fjölrödduð tónlist, þar sem hver rás líkist rödd í söng- sveit. .. . Því er hægt að hugsa sér innsetningarnar á þessari sýningu sem kvartetta og tríó, þar sem Steina nýtir sér sjónrænar hlið- stæður hljómfalls, tóns, áferðar og hljómblæs." í sýningarskrá eru kynnt til sög- unnar fjögur verk sem verða tekin til sýningar hér á landi, og í raun má tala um að með þeim séu skap- aðar gjörólíkar, síkvikar innsetn- ingar; þannig geta gestir fengið að njóta mikillar ijölbreytni yfir allan sýningartímann, eftir því hvernig listakonan hefur ákveðið að setja verkin fram. Þessi verk eru nefnd „Eldrún- ir“, „Ferund frá Tokyo“, „Raddan- ir“ og „Ptólomeos". Það er fróðlegt að lesa texta Gene Youngblood um tilurð hvers fyrir sig og þá sam- verkandi þætti sem þar er að finna. Sérstaklega er fróðlegt að fylgjast með ríkulegum þætti tónlistar eða hljóðsetningar almennt í þessum verkum, og t.d. er „Raddanir" einkar áhi-ifamikil samsetning tóna og myndmáls. „Eldrúnir" er ein- stakur minnisvarði um eldinn, lif- andi og myndræn form hans jafnt sem hljóðin, sem eru ekki síður mikilvæg. Það sem á ef til vill mestan hlut í að gera þessa sýningu svo sér- staka og eftirminnilega er fram- setningin, þar sem mynd- og hljóð- heimi Steinunnar er sköpuð einstök umgjörð. Myrkrið, stórir myndflet- ir (sem sjá má frá báðum hliðum), víðóma hljóð og margföldunaráhrif speglunar á þessa heild verður til að flytja gestinn alfarið inn í þenn- an heim listakonunnar fremur en að leyfa honum aðeins að líta inn um gluggann. í þessu nær lista- konan mun lengra með þessum miðli en hefðbundin kvikmynd eða sjónvarpsmynd gæti nokkru sinni gert. Hér er á ferðinni merkur listvið- burður, sem vert er að benda sem flestum á að njóta í eigin persónu. Áhugafólk um kvikmyndir mun hér sjá margt, sem þegar er tekið að krydda almenna kvikmyndagerð, og þeir sem hafa áhuga á nútíma- tónlist fá ekki síður nokkuð fyrir sinn snúð; hinn almenni listunn- andi getur hér sannfærst endan- lega um að myndbandalistin er verðugur miðill sem á eftir að gera myndlistina enn ríkulegri en hún er fyrir. Eiríkur Þorláksson Steina Vasulka. Morgunblaðið/Þorkell Hvar og hvernig á aö nota áburö og fræ? Er mosi í grasflötinni þinni? Gosbrunnar, dælur, vatnsheldir dúkar, stútar og fleira sem til þarf RÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM GARÐ- OG GRÓÐURRÆKT Vönduð gróðurhús Garðverkfæri Jurtalyf gegn plöntusjúkdómum, skordýrum Reuter Mótmæli við Gorleben LÖGREGLUMENN sprauta vatni úr háþrýstitækjum á hóp fólks sem lagðist á járnbrautarteina á milli borganna Dannenberg og Gorleben í Þýskalandi á sunnu- dag. Fólkið mótmælti fyrirhug- uðum flutningi á geislavirkum úrgangi frá kjarnorkuverum sem á að endurvinna í stöð er annast slík verkefni í Gorleben. Telja margir að hætta sé á slysum í sambandi við flutningana. Þingmeirihluti Majors aðeins eitt sæti Hvatt til liðhlaups í íhaldsflokki London. Reuter. BRESKI Verkamannaflokkurinn hefur skorað á þá þingmenn Ihalds- flokksins, sem eru óánægðir með stjórn John Majors forsætisráð- herra, að ganga til liðs við stjórnar- andstöðuna. Til þessa hafa þrír Krabbameins- lækningar Meinvörp' umeytt með leysi- þingmenn íhaldsflokksins sagj; skil- ið við hann en ekki virðast líkur á meira liðhlaupi að sinni. Ríkisstjórn Majors hefur nú að- eins eins atkvæðis meirihluta á þingi eftir mikinn ósigur í auka- kosningum í síðustu viku og líkur á, að hún baldi út kjörtímabilið fram í maí á næsta ári hafa minnkað verulega. Bresku blöðin sögðu um helgina, að tveir og jafnvel fjórir þingmenn íhaldsflokksins, sem sættu sig ekki við aukna hægristefnu Majors, hefðu átt viðræður við fulltrúa Verkamannaflokksins um hugsan- leg flokkaskipti. Var sérstaklega nefndur tii Peter Temple-Morris en hann lýsti yfir í gær, að hvorki hann né hinir þrír væru á förum úr flokknum. APGUS / ÖRKIN/SÍA GVQ27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.