Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						2   B  ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
¦  TÆPLEGA 3.000 áhorfendur
voru á úrslitaleik íslands og Noregs
í Japanskeppninni í handknattleik
um helgina. Helmingur þeirra fékk
íslenska fána og studdi ísland en
hinir voru með norska fána og á
bandi Norðmanna.
¦ BOBBY Robson, fyrrverandi
landsliðsþjálfari Englands í knatt-
spyrnu, stýrði Porto til sigurs í port-
úgölsku deildinni annað árið í röð.
Liðið er með 13 stiga forystu en fjór-
ar umferðir eru eftir og er meistari
í 15. sinn.
¦ CLUB Briigge tryggði sér belg-
íska meistaratitilinn í knattspyrnu um
helgina en þrjár umferðir eru eftir.
Þetta er í 10. sinn sem Briigge verð-
ur meistari og í fjórða sinn á síðustu
níu árum en Anderlecht sem er í
öðru sæti var meistari 1993 til 1995.
¦ NIMES sem er að reyna að forð-
ast fall í 4. deild í Frakklandi er
fyrsta liðið úr 3. deild sem leikur til
úrslita í frönsku bikarkeppninni.
Nimes vann Montpellier 1:0 í und-
anúrslitum og mætir Auxerre í úr-
slitum 4. maí en Auxerre vann
Marseille í vítakeppni í undanúrslit-
um.
¦ LOUIS Nicollin, forseti Mont-
pellier, sagði við leikmenn sína fyrir
leikinn að ef þeir sigruðu ekki yrðu
FOLK
þeir að ganga heim, 45 kílómetra.
¦ SÆNSKI handknattleiksmaður-
inn Staffan „Faxi" Olsson, fer til
Kiel fyrir næsta keppnistímabil í
Þýskalandi. Hann hefur leikið með
Niederwilrzbach síðustu ár. Kiel
fagnaði meistaratitlinum í Þýska-
Iandi um helgina en besti maður liðs-
ins er landi Olssons, hinn frábæri
Mats Wislander.
¦ NEW Jersey varð fyrst meistara
í NHL-deildinni í íshokkí í 26 ár til
að komast ekki í úrslitakeppnina. Á
laugardaginn tapaði liðið 5:2 fyrir
Ottawa, lakasta liði deildarinnar og
það gerði útslagið.
¦ JACQUES Lemaire, þjáifari
New Jersey, var leikmáður meist-
araliðs Montreal Canádiens sem
komst ekki í úrslitakeppnina 1970.
¦ DETROIT Red Wings sigraði í
62 leikjum sem er met í deildinni en
Montreal Canadiens sigraði í 60
leikjum tímabilið 1976 til 1977. Þá
fékk Montreal 132 stig sem er met
en Detroit fékk 131 stig að þessu
sinni og mætir Winnipeg í fyrstu
umferð úrslitakeppninnar.
¦  TAMPA Bay leikur í fyrsta sinn
í sögu félagsins í úrslitakeppni NHL-
deildarinnar og mætir Philadelphia
í 1. umferð.
¦ BOSTON og Washington mæt-
ast í úrslitakeppninni þriðja árið í röð
og í fímmta sinn á síðustu sex árum.
Pittsburgh hefur haft betur þrisvar
undanfarin fjögur ár.
¦ PAUL Van Himst var sagt upp
sem landsliðsþjálfari Belgíu í knatt-
spyrnu um helgina vegna slaks
árangurs liðsins og ósamkomulags
hans við Jeikmenn. Van Himst hefur
verið landsliðsþjálfari síðan í maí
1991 og var með samning til 1998.
Wilfried Van Moer, sem var aðstoð-
arþjálfari, tekur við; var ráðinn til
eins árs.
¦ LOKOMOTIV Moskva setti met
í Rússlandi um helgina þegar liðið
gerði markalaust jafntefli við Dyn-
amo Moskva í rússnesku deild-
arkeppninni í knattspyrnu. Þar með
hefur liðið ekki skorað í fyrstu sjö
leikjum deildarinnar sem er met en
liðið hefur gert fimm markalaus jafn-
tefli.
Islenska karlalandsliðið í hand-
knattleik mætti miklum mót-
byr í HeirBsmeistarakeppniniu' á
íslandi á liðnu ári. Árangur liðs-
ins, 13. til 16. sæti, var langt
frá því sem stefnt var að og
fyrir vikið hefur handboltinn
ekití notið sðmu vel- ^^^^^
vildar og áður. En I
þrátt fyrir þverrandi
staðning gafst hand-
knattleiksforystan
ekki ujpp og blásið var
tU nýrrar sóknar með
ráðningu Þorbjörns
Jenssonar sem landsliðsþjálfara.
Hann hafði skamman tíma tii
stefnu fyrir stórátök í riðla-
keppni Evrópumótsins en var
ekki langt frá því að koma liðinu
í úrslitakeppiúna. Strákarnir
undir hans stjórn sigruðu á
móti í Austurriki í ágúst sem
leið, stóðu sig vel í keppni f
Noregi í ársbyrjun og unáirstrik-
uðu í Japan í liðinni viku að
þeir eru á réttri leíð.
Þegar Jón Hjaltaiín Magnús:
son tók við formennsku f HSÍ
urðu straumhvörf f íslenskum
handknattieik. Markmiðið var
að koma karlalandsliðinu í hóp
þeirra bestu og halda því þar.
Það tókst, en ýmisiegt gerði það
að verkum að ekki tókst að
fylgja fyrri árangri eftir á HM
á Islandi Nú eru teikn á lofti
um að möguleiki sé á að koma
landsliðinu á fyrri stall. Mann-
skapur tii þess virðist vera fyrir
hendi, en utanaðkomandi þættir^
geta hindrað framrásina.
Mikill kostnaður fylgir því að
ná í fremstu röð í handknattleik
en árangur skilar sér á margvís-
legan hátt. Góð landslið eru eft-
irsótt á mót og þangað er þeim
boðið, oft sér að kostnaðarlausu.
Stundum eru há peningaverð-
laun í boði fyrir efstu sæti á
mótum og Alþjóða ólympíu-
nefndín styrkir lið sem vinna sér
keppnisrétt á Öiympíuleikum.
Flestar þjððir leggja mikið
upp úr bví að eiga íþróttamenn
á meðal þeirra bestu. Mikið er
lagt í sölurnar til að ná mark-
Islenska karíalands-
lidið í handknattleik
a rettn leio
miðunum. Ekki er raunhæft að
íslendingar nái langt í mörgum
greínum, en fyrir líggur að
karlalandsliðið í handknattleik
hefur alla burði til að komast í
úrvalshop.
Keppnín í Japan var undir-
búniagsmót fyrir Heimsmeist-
arakeppnina 1997. ísland tapaði
fyrir Suður-Kóreu í HM á ís-
landi en.sneri dæminu við f und-
anúrslitum í Japan og sigraði
örugglega. Norðmenn hafa haft
tak á Islendingum undanfaria
ár en þeir sáu sæng sína upp-
reidda f úrslitaleiknum á sunnu-
dag. Miðað við það sem á undan
hefur gengið var gott að sigra
þessi landslið og í raun frábært
að standa upp sem meistari þó
gera verði gremarmun á æfinga-
mótí og stðrmótá. Ekki skemmdi
fyrir að Sigurður Bjarnason var
kjörinn mikiivægastí leikmaður
keppninnar og Þorbjörn besti
þjálfarinn. Svona árangur og
viðurkenningar er nokkuð sem
íslendingar eru yfirleitt ekki
þekktir fyrir í alþjóða keppni en
undirstrikar að handbolti er
helsta vetraríþrott íslendinga og
hann er í goðum höndum.
Steinþór
Guðbjartsson
Erskíðadrottningin SIGRÍÐUR ÞORLÁKSDÓTTIR jafn góð í knattspyrnu?
Knattspyrnan
heillar líka
SIGRÍÐUR Þorláksdóttir frá ísafirði sló ígegn á íslandsmótinu
á skíðum sem fram fór í Hlíðarfjalli um helgina og er óumdeil-
anlega skíðadrottning íslands. Hún varð þrefaldur íslands-
meistari, sigraði í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni. Sigríður
er 18 ára og hefur verið ískíðamenntaskóla íTerneby í Sví-
þjóð, heimabæ Ingimars Stenmarks, ívetur og á eftir eitt ár
í stúdentspróf ið. Hún f ór fyrst á skíði þegar hún var f imm ára
og byrjaði að æfa reglulega 7 ára gömul. „Ætli pabbi hafi
haft áhrif á að ég fór svo snemma á skíði," sagði Sigríður en
faðir hennar, Þorlákur Baxter, hefur verið skíðaþjálfari á
ísafirði.
Eftir
ValB.
lónatansson
Sigríður er mikil íþróttakona.
Hún er ekki aðeins góð á
skíðum heldur er hún í fremstu
röð knattspyrnu-
kvenna hér á
landi. Lék sem
framherji með 1.
deildarliði Stjörn-
unnar í fyrra og hefur leikið bæði
með ungíingalandsliðinu og U-20
ára landsliðinu.
- Þú hlýtur að var ánægð með
árangurinn um helgina?
„Já, ég get ekki verið annað.
Þetta gekk mun betur en ég þorði
nokkru sinni að vona. Áður en
mótið hófst vissi ég ekki hvar ég
stæði gagnvart hinum stelpunum.
Þetta er búin að vera frábær helgi
og hreint ótrúleg."
- Nú hefur þú verið í skíða-
menntaskóla í Terneby, hvernig
gengur skóladagurinn fyrir sig?
„Við erum í skólanum frá átta
á morgnana til fjögur á daginn.
Skíðaæfingarnar eru inn í stunda-
skránni og er æft fjórum sinnum
í viku. Við fáum frí frá skólanum
um helgar en þá eru yfirleitt mót
sem við tökum þátt í. Þjálfunin í
skólanum er mjög markviss og
góð enda færir þjálfarar sem þar
starfa."
- Hvað tekur nú við hjá þér.
Ætlar þú að snúa þér alfarið að
skíðunum eða á að fara í knatt-
spyrnuna í sumar?
„Ég ætla að spila með Stjörn-
unni i sumar og ég vona að við
náum Islandsmeistaratitlinum.
Eftir fótboltatímabilið fer ég aftur
út til Svíþjóðar og ætla að klára
Morgunblaðið/Kristján
SIGRÍÐUR borláksdóttir leggur nú skíðln á hilluna fram á
haustið en tekur fram knattspyrnuskóna í staðinn og spilar
með Stjörnunnl í 1. deildinni í sumar.
þar menntaskólann næsta vetur.
Æfi þá skíðin á fullu eins og í
vetur. Árangurinn um helgina
örvar mig enn frekar til dáða."
- Fer það vel saman að æfa
skíði á veturna og knattspyrnu á
sumrin?
„Þetta hefur gengið vel hingað
til en ég held að þetta fari ekki
vel saman til lengdar. Ég er orðin
18 ára og verð að fara að velja á
milli. Annars hef ég komið mjög
vel undirbúin í fótboltann eftir
veturinn og það hefur komið sér
vel. Það vantar auðvitað aðeins
upp á leikæfinguna og boltatækn-
ina miðað við hinar stelpurnar í
vorleikjunum en líkamsstyrkurinn
vegur upp á móti því."
- Jívort er nú skemmtilegra að
vera í fótboltanum eða á skíðun-
um?_
„I dag er auðvitað skemmti-
legra á skíðunum því það hefur
gengið svo vel hjá mér. Knatt-
spyrnan heillar mig líka og ég fæ
mikið út úr því að spila í 1. deild-
inni. Eins og staðan er í dag hugsa
ég að skíðaíþróttin verði ofan á í
framtíðinni."
- Nú hlýtur mikill tími að fara
í æfíngar og keppni allt árið í
báðum þessum greinum. Hefur
þú nokkurn tíma fyrir annað.?
„Nei, ég get ekki sagt það. En
það er þess virði að.puða í þessu
meðan ég er ung. Önnur áhuga-
mál verða að bíða betri tíma."
En er skíðadrottningin ólofuð?
„Já, það verður einnig að bíða
betri tíma."
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8