Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GUÐRÚN EINARSDÓTTIR + Guðrún Guð- björg Einars- dóttir fæddist á Sellátrum í Tálkna- firði 5. janúar 1917. Hún lést á sjúrahúsi Patreksfjarðar 16. apríl síðastliðinn. Móðir hennar var Ingibjörg Kristj- ánsdóttir f. 9.6. 1886 á Bijánslæk á Barðaströnd, d. 12.12. 1963 í Reykjavík. Faðir Ingibjargar var Kristján Amgríms- son bóndi og sjómaður er var sonur Amgríms Bjarnasonar prests, en hann var sonur sr. Bjama Amgrímssonar að Mel- um í Borgarfirði, f. 1737, d. 1815. Bjami var þekktur fyrir ræktunartilraunir, m.a. rækt- aði hann kartöflur í Borgarfirði á sama tima og Björn Ilalldórs- son í Sauðlauksdal, Patreks- firði. Kristján var kvæntur Þór- eyju Eiríksdóttur bóndadóttur frá Miðjanesi í Reykhólasveit en móðir Þóreyjar var Ingi- björg Friðriksdóttir dóttir sr. Fríðriks Jónssonar á Stað í Reykhólasveit. Móðir Kristjáns Arngrímssonar var Málmfríð- ur, f. 18.7. 1830, Ólafsdóttir af stórri ætt og stórbrotnu kyni frá Skutulsfirði. Faðir Guðrún- ar var Einar Jónsson, f. 14.11. 1866 að Bijánslæk á Barða- strönd, d. 6.6. 1935. Foreldrar hans vom Jón Bjarnason, bóndi í Hvammi, Barðaströnd, f. 1802, og Guðrún Bjarnadóttir, f. 1846, og var vinnukona á Brjánslæk er Einar fæddist. Systkini Guðrúnar Einarsdótt- ur vom Guðrún, f. 31.8. 1906, d. 10.12. 1925, Þóreey, f. 12.6. 1908, d. 11.9. 1908. Jón Björn Einarsson, sjóm., f. 17.1. 1910, fórst með amerískum togara í okt. 1945. Guðlaug Jóna Aðal- björt, f. 21.9. 1926, áður versl- unarkona, maki Siguijón Dav- íðsson, eftirlaunamaður. Þau eiga 2 syni lifandi. Guðleif Jóns- dóttir, fóstursystir og á hún 3 böm. Þorleifur Viggó Ólafsson, látinn, átti 7 böm. Guðrún gift- ist Ólafi H. Finn- bogasyni, f. 31.1. 1910, í Krossadal í Tálknafirði, d. 24.6. 1939. Börn Guðrún- ar og Ólafs em: Ingimar Einar, verslunarmaður, f. 6.2. 1936, áður kvæntur og á 6 börn. Guðjóna Ól- afsdóttir, hús- freyja, f. 6.3. 1937, maki Einar Ár- mannsson, eiga 7 börn. Gunnbjöm Ólafsson, verk- stjóri, f. 18.3. 1938, maki Björg Þórhallsdóttir, tvígiftur, á 4 böm (eitt dáið). Guðrún Ólöf, verslunarkona, f. 18.7. 1939, maki Bjöm Sveinsson, á tvö böm. Guðrún Einarsdóttir missti mann sinn Ólaf Helga mjög snögglega vorið 1939, hann dó úr botnlangabólgu. Hinn 21.8. 1942 giftist hún síð- ari manni sínum Davíð Davíðs- syni, f. 21.8. 1903 í Kvígindisd- al í Patreksfirði, verkstjóra á Patreksfirði. Þeirra böm: Sig- urlína Davíðsdóttir, f. 13.11. 1942, sálfræðingur í Reykjavík, maki Ragnar Ingi Aðalsteins- son, skáld og kennarí, eiga 1 bam. Sigurlína var áður gift Tómasi Tómassyni, verslunar- manni. Þau eiga saman 3 böm. Guðný, f. 13.2. 1944, verslunar- maður í Reykjavík, maki Jón H. Ólafsson málarameistari, eiga 4 börn. Höskuldur, f. 1.1. 1948, húsameistari, nú í Nor- egi, ókvæntur en átti 3 böm með konu sinni Bjarneyju Frið- riksdóttur, verslunarmanni. Hreggviður, f. 8.2. 1953, hú- sameistari, nú í Svíþjóð, maki Fjóla Benediktsdóttir og eiga 2 syni. Stjúpbörn Guðrúnar em Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, Ólafur, sjómaður, Sand- gerði, og Davíð Jóhannes, starfsmaður Sundhallar Kópa- vogs. Utför Guðrúnar fer fram í dag frá Stóra-Laugardals- kirkju í Tálknafirði og hefst athöfnin klukkan 14. Fegurð vorsins birtist er lífgrös og blóm jarðar vakna úr vetrar- dvala og blómstra á ný af krafti hlýju og skini sólar. Hluti blómanna er þó háður því lífsins lögmáli að hafa lokið hlutverki sínu og hverfa aftur í þann jarðveg, sem hann óx úr. Söknuður þeirra sem eftir standa er því dýpri sem fegurð þeirra sem hverfa er meiri og hafa prýtt lífsins akur meira en aðrir einstaklingar. í byijun sumars er listakonan og húsfreyjan Guðrún Einarsdóttir á Sellátrum í Tálknafirði borin til grafar í heimabyggðinni, sem hún tileinkaði sér frá bamæsku til síð- ustu lífsstundar. í Stóra-Laugar- dals kirkjugarði hvílir ættfólk henn- ar og ástvinir og allmargir aðrir, sem hún deildi ást sinni með á langri lífsleið. Eftir erfitt stríð við ólækn- andi sjúkdóm allt síðastliðið ár Sérfræðingar i l>ioiu:isUr<‘\(iiiifinii \ ii> öll Li-UíIjtí Skólavörðustíg 12, á hurni Bergstaðastrætis, sími 19090 kvaddi hún hljóðlátt þennan heim í fullri vissu að koma í annan heim þar sem ástvinir hennar fögnuðu komu hennar. Hin hljóðláta menningarbylting, sem gekk yfír landið fyrrihluta þessarar aldar, náði hvarvetna að festa rætur, jafn til sveita og þétt- býlisstaða. Guðrún tileinkaði sér strax í æsku margskonar menning- aráhrif. Á unglingsárunum sótti hún menntun á Húsmæðraskólan- um á Staðarfelli í Dölum, sem hún vitnaði oft til með mikilli virðingu. Hennar eigið listamannseðli leiddi hana snemma inn á eigin brautir og skarpskyggni hennar á fegurð og uppbyggingu náttúrunnar var henni ótæmandi uppspretta fyrir- mynda til að mynda sérstök lista- verk. Jafnvel kuðungum sem tíndir voru í fjörunni var raðað af ná- kvæmni í skipulegt form á ljósa- lampa og fagurlega fóðraða kassa svo úr varð skartgripaskrín og eitt slíkt gefið til Bessastaða á forseta- setrið. Þá þurrkaði hún blóm á sér- stakan hátt, felldi í kassa, sem síð- an var notað sem kennslugagn í framhaldsskólum á blómjurtum ís- lenskum. Jafnframt þessu óf hún margskonar dregla og tjöld úr ís- lensku bandi, sem hún sjálf litaði Erfidrykkjur Kiwanishúsið, Engjateigi 11 s. 5884460 með íslenskum jurtum. Síðan hóf hún að þurrka og steypa hvers kon- ar blóm í gagnsætt plast. Þar kem- ur formskyn hennar, lita- og blómaval ásamt uppsetningu gleggst í ljós og er öllum yndisauki að eiga blómaplatta frá henni. Þá hafði Guðrún mikið yndi af að saga margskonar steina í flögur og njóta litbrigða þeirra. Allt fram á síðasta dag mótaði hún jafn fínlega og áður smáfugla úr leir og bjó þá undir brennslu. Einar Jónsson faðir Guðrúnar var mjög fyrirhyggjusamur bóndi, hæ- verskur og geðprúður og barst lítið á, en ráðhollur og heill hveijum sem til hans leitaði. Hann var kappsam- ur sjómaður enda var sjósókn undir- staða búrekstursins. Hann hafði gott bú og sat ráðdeild hans þar í fyrirrúmi sem annars staðar. Ingibjörg Kristjánsdóttir kona Einars og móðir Guðrúnar var fyrir- mannleg, glaðsinna og kurteis og hafði fagra söngrödd. Hún var björt yfírlitum og var mikil fríðleikskona. Hún var skapmikil og lét að jafnaði ekki hlut sinn, ef því var að skipta. Öllum minnimáttar var hún hjálpar- hella, enda átti hún mörg fóstur- börn sem hún reyndist sem besta móðir. Guðrún Einarsdóttir erfði bestu eiginleika foreldra sinna og mótað- ist hugarfarslega af venjum og háttsemi á heimili þeirra. Öll samfé- lagsmál, sem horfðu til framfara, voru Guðrúnu hugleikin og lét hún ekkert aftra sér að koma mikils- verðum málum fram fyrir byggð sína, eins og kostur var á. Framan við Sellátra á Patreksfjarðarflóa stundar fjöldi báta og skipa veiðar. Guðrúnu hraus hugur við að engin aðstaða var skipsbrotsmönnum til hjálpar ef ólán henti þá. Hún herti því kröfuna að koma upp skipbrots- mannaskýli í Kópavík og fór sjálf á staðinn til eftirlits meðan það var í byggingu. Árið 1966 vildi það ólán til að bærinn á Sellátrum brann til kaldra kola á svipstundu, en hann var þá um 40 ára gamalt timburhús. Guð- rún var ein með fíölda barna í hús- inu, en allt fólkið bjargaðist giftu- samlega. Davíð, maður Guðrúnar, var að heiman, en hann var þá oddviti og sveitarstjóri sveitarinnar. Þau fluttu þá inn í þorpið og lögðu niður búskap. Þorpið var þá í mik- illi uppbyggingu og tók Guðrún mikinn þátt í að koma upp menning- arstofnunum í sveitarfélaginu. M.a. vann hún að því að stofnsetja tón- skóla. Lýsir það vel hugarheimi hennar fyrir gildi menningar í fióru mannlífsins, en sjálf hafði hún tak- markaða tónlistargáfu. Guðrún var í íjölda ára formaður Skógræktarfélags V-Barðastrand- arsýslu og hélt sambandi við skóg- ræktarfólk um allt land eins og kostur var á. Hin frjálsa náttúra var Guðrúnu afar hugleikin og inn- an nokkurra ára höfðu þau hjónin reist nýjan bæ á Sellátrum. Þrátt fyrir að bærinn sé á sveitarenda, hafa hundruð fólks á hveiju ári lagt leið sína að Sellátrum til viðræðna um margskonar málefni, enda tóku hjónin, Guðrún og Davíð, hveijum sem kom sem kærkomnum gesti og varð mörgum þar dijúg dvölin. Við sem nutum vináttu og ástar Guðrúnar á Sellátrum langan tíma kveðjum hana nú hrygg í huga en erum jafnframt glöð að hún hverfur frá okkur eins og blómið, sem hneigir höfuð sitt til jarðar og sam- lagast uppruna sínum. Innilegar samúðarkveðjur til allra aðstandenda. Guðlaug Einarsdóttir, Sigurjón Davíðsson. Á björtum og fögrum sumardegi man ég fyrst eftir Guðrúnu frænku minni. Ég mun þá hafa verið tæp- lega sex ára gamall, en hún tíu eða ellefu ára. Það var boltaleikur í sandfíörunni niður af bænum - og Guðrún hljóp hraðara en nokkur annar viðstaddur og ég undraðist hvað hún gat hlaupið hratt. Engum þýddi að etja kappi við hana. Þannig var Guðrún lengst af ævinnar, hraust, hörkudugleg, áköf í því sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var við nám í húsmæðra- skólanum að Staðarfelli - og það var upphafíð að allskonar handiðn, sem hún síðar lagði fyrir sig - og sem birtist í margskonar fögrum hlutum, sem hún vann að næstum fram á síðasta dag ævinnar. Listmunagerð Guðrúnar af margskonar tagi ber fagurt vitni næmum smekk, handlagni, ákaf- lega fíölbreyttu ímyndunarafli - og ekki hvað síst aðdáun hennar og elsku til umhverfísins og óspilltrar náttúrunnar. Vinnan hennar næstum öll mið- aði að því að glæða náttúrulega hluti lífí og lit og varðveita þá í ýmsu formi. Hugur hennar var bundinn næsta umhverfí hennar - jurtunum, blómunum, skeljunum og kuðungunum í fjörunni, gijótinu - ailt þetta varð henni að yrkisefni. Hún var vinnandi og skapandi skáld. Og það sem hún kom í verk var ekkert smáræði. Guðrún var átta barna móðir - og meðan á uppeldi ungviðisins stóð var tíminn til listsköpunar stundum æði takmarkaður. En þegar bömin voru horfín úr hreiðrinu var ekkert lengur sem tafði: Allt sem hún kom nærri glæddist lífí og litum. Blómamyndirnar henn- ar vitna um nákvæmt fegurðar- skyn. Þurrkuðu blómin, og allur íjörugróðurinn, sem hún klæddi í plastkápur, ber handbragði hennar og miklu hugmyndaflugi fagurt vitni. Blóma- og tijágarðurinn framan við bæinn hennar geymir óteljandi vinnustundir og ljúfa ást hennar til alls sem grær, vex og blómstrar. Á Sellátrum við Tálknafíörð bjó Guðrún allt sitt líf. Þó aðrir væru horfnir af bænum, en hún orðin ein eftir - kom aldrei til mála að flytj- ast burt. Áfram kaus hún að búa á Sellátrum, jafnt um fögur sumur - sem hina hörðustu vetur. Það var þá fyrst er kraftarnir voru með öllu þrotnir - hún helsjúk orðin - að tímabært þótti að færa sig um set. Auðvelt er að skilja ást hennar til staðarins - útsýnisins - fegurðar- innar allt um kring. Frá glugganum á miðloftinu blasti Tálkninn við henni. Formfegurð hans og tign var henni næstum heilög mynd. Eitt sinn greypti hún þessa mynd á framhlið tóbaksbauks - málaða og brennda í leir. Ég á ekki marga hluti sem mér þykir vænna um en eina slíka mynd, sem hún gaf mér. Hún átti oft leið í fjöruna niður- og útaf bænum. Brimið við strönd- ina færði á land marga fagra hluti, kuðunga, ýmiskonar skeljar og margskonar annan gróður, sem list- rænt hugarflug gerði úr allskonar myndir. Fjölbreytni brimsins var á marg- an hátt heillandi. Stundum brotn- uðu smáar öldur á Hvalvíkurtang- anum og léku sér innmeð landinu uns þær hurfu í bláan sæinn. Þetta voru léttar og glaðar sumarbárur. Vetrarbrimið var stundum stór- brotið og hrikalegt. Og það minnti á hætturnar við ströndina - hætt- umar sem mætt gátu sjómönnunum á hafinu. Guðrún beitti sér af miklum dugnaði fyrir byggingu ljósvita ut- arlega á Kópanesinu, í Kópavík. - Einnig að reist yrði skipbrots- mannaskýli á sama stað. Oft var gestkvæmt á Sellátrum, einkanlega á sumrin. Margir komu að skoða hina handunnu skraut- muni. Guðrún var alla stund áhugasöm um hin ólíkustu málefni - og kunni góð skil á því sem bar til í um- hverfi hennar. Hún átti ríka réttlæt- iskend - var ræðin - og kunni ekki að lúra á skoðunum sínum. Skugga hefur nú borið yfír Sel- látrabæinn. Guðrún er ekki lengur til staðar. - Nærfærnar hendur hennar hlúa ekki framar að við- kvæmum vorgróðrinum í yndis- reitnum á bænum. Þannig er mannlífið. En litli bærinn við ysta haf stend- ur áfram, þótt Guðrún sé horfin. Kunnugir halda áfram að unna staðnum og þeir hugsa hlýtt til fólksins, sem eitt sinn bjó þar og skapaði honum fagurt mannlíf. Fallegu hlutirnar hennar Guð- rúnar minna á handbragð hennar og listfengi. Vitinn í Kópavíkinni og skipbrotsmannaskýlið halda minningu hennar á lofti enn um langa hríð. Og brimið brotnar áfram við vog- skorna ströndina - þar sem hún Guðrún okkar og aðrir gengnir ættliðir skildu sporin sín eftir í sandinum. Börnunum hennar Guðrúnar, ömmubömunum, langömmubörn- unum - og öllum þeim, sem henni þótti vænt um - og sem þótti vænt um hana - votta ég mína dýpstu samúð. Kristján Gíslason. Elsku Gunna. Mig langar með fáeinum orðum að kveðja þig og þakka þér þann stuðning og þann styrk sem þú áttir alltaf til að gefa á erfiðum stundum, og það ljós sem þú gast gefíð þegar allt virtist dimmt. Ég kveð þig með orðum Gísla Halldórssonar, sem gætu verið þín. Verði ljós frá háum himinsölum himinveg er bendi mönnum á. Sérhvert blóm í lífsins dimmu dölum dýrðarbjarma gylli röðull sá. Verði ljós, er guðdómsneistann glæði, Guð er tendra réð í bijósti manns. Verði ljós, er lífgi, veki’ og græði, Ijós, er vermi hjarta syndarans. Verði ljós, er lýsi öllum þjóðum, lausnarans svo megi vegsemd sjá. Verði ljós, svo Guðs á vegi góðum gangi sérhver maður jörðu á. Guð geymi þig. Þinn systursonur, Björn Sigurjónsson. Þetta land geymir allt sem ég ann, býr í ámiði grunntónn þíns lags. Hjá þess urt veit ég blómálfs míns brags, milli bjarkanna yndi ég fann. Ber mér útrænan ilminn frá sjó, blærinn angan frá lyngi í mó. Djúpa hugró á fjöllum ég finn. Meðal fólksins er vettvangur minn. Þetta land skamma stund bjó mér stað. Ég er strá þess í mold, ég er það. (Kristján frá Djúpalæk.) Þessar ljóðlínur fínnast mér eiga vel við þegar ég minnist Guðrúnar frá Sellátrum með nokkrum fátæk- legum orðum. Hún var mér kær, og af kynnum okkar lærði ég margt sem ekki verður talið hér upp. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að fá að kynnast henni. Ég vil leyfa mér að þakka henni fyrir það sem hún færði sveitarfé- lagi sínu og okkur sem þar búum með tilveru sinni. Öðrum, sem betur vita, ætla ég að rekja lífshlaup þess- arar merku konu. Guð blessi minningu Guðrúnar frá Sellátrum í Tálknafírði. Við þökkum fyrir ástúð alla, indæl minning lifir kær. Nú mátt þú, vina höfði halla, við herrans bijóst er hvíldin vær. í sölum himins sólin skín, við sendum kveðju upp til þín. (H.J.) Kristín Ólafsdóttir, Tálknafirði. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski< legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsina á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.