Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA Dortmund færðist skrefi nær þýska meistaratitlinum Dortmund færðist nær þýska meistaratitlinum í gærkvöldi með því að sigra Bayer Leverkusen 2:0. Á sama tíma tapaði Bayern Miinchen fyrir Werder Bremen 3:2. Dortmund, sem varð síðast meistari fyrir 32 árum, hefur nú þriggja stiga forskot á Bayem og mun hagstæðara markahlutfall þegar tvær umferðir eru eftir. Það voru Michael Zorc og Brasilíumaðurinn Julio Cesar sem gerðu mörkin í gærkvöldi við mikinn fögnuð áhorfenda á Westfalen-leik- vanginum. Bayern fékk óskabyijun gegn Werder Bremen því Búlgarinn Emil Kostadinov kom liðinu í 2:0 eftir aðeins 23 mínútur. Bernd Hobsch minnkaði muninn fyrir leik- hlé og Bode bætti tveimur mörkum við í síðari hálfleik og gerði þar með nánast út um vonir Bæjara á meist- aratitlinum. Mattheus ekki með landsiiðinu Lothar Matthaeus, sem er 35 ára, tilkynnti í gær að hann hafi þegar leikið síðasta landsleik sinn og gæfi ekki kost á sér í liðið fyrir úrslita- keppni Evrópumótsins ef eftir því yrði leitað. Hann lék 122 landsleiki á 16 árum en hefur ekki getað leik- ið með landsliðinu síðan í desember 1994 vegna meiðsla. „Eg hef átt mjög góð ár með landsliðinu og ég er ánægður að hafa nú tekið þessa ákvörðun," sagði Matthaeus. ÍBV og Fylkir unnu Eyjamenn sigruðu Fram 2:0 í 6 liða úrslitum í deildarbikar- keppni KSÍ í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Leikur- Sigfús Gunnar inn var ekki tilþrifa- Guðmundsson mikill enda nokkur skrifar frá vindur og kalt. Það Eyjum var Steingrímur Jó- hannesson sem gerði fyrsta markið á 21. mínútu. Leifur Geir Hafsteins- son vann boltann á vallarhelmingi Framara og sendi inn fyrir vörnina á Steingrím sem skaut í stöng og inn. Þetta var þriðja færið sem Steingrímur fékk, en hin tvö enduðu með skotum naumlega framhjá. í upphafí síðari hálfleiks bætti Rútur Snorrason öðru marki við. Hann fékk boltann rétt utan víta- teigs eftir þunga sókn Eyjamanna, sendi boltann með snúningi í fjær- hornið. ÍBV fékk mörg marktæki- færi í leiknum en Framarar áttu aðeins eitt umtalsvert færi sem kom undir lok leiksins, en Gunnar Sig- urðsson í marki ÍBV varði meistara- lega. Fylkir sigraði Breiðablik 1:0 í hinum riðlinum í 6 liða úrslitunum á æfingavelli Breiðabliks í Kópa- vogi. Aðalsteinn Víglundsson gerði eina mark leiksins í síðari hálfleik. Leikurinn var nokkuð vel spilaður og liðin sóttu á víxl. Blikar byijuðu betur og komust tvívegis í gegnum vörn Fylkis á upphafsmínútunum, en tókst ekki að skora maður á móti markmanni. Eftirþað jafnaðist leikurinn og hann var markalaus í leikhléi. Sigurmarkið kom á 59. mínútu. Aðalsteinn lék knettinum fram völlinn, sendi út á kantinn á Þórhall Dan Jóhannesson sem sendi fyrir markið. Þar var Aðalsteinn mættur, afgreiddi boltann í markið af stuttu færi og þar við sat. Keuter MARTIN Wagner, Kaiserslautern (t.h.), og Peter Nowak, 1860 Miinchen, eigast hér við í leik liðanna í gærkvöldi. KÖRFUKNATTLEIKUR Seatlle setti met 20 þriggja stiga körfur er liðið lagði Houston Jackson þjálfari ársins FHIL Jackson, þjálfari Chicago, var í gær kjörinn þjálfari ársins í NBA-deildinni í körfuknattleik. 113 íþrótta- fréttamenn tóku þátt í kjörinu og fékk Jackson 82 atkvæði. Mike Fratello, þjálfari Cleve- Iand, var i öðru sæti með 22 atkvæði. Chieago setti met á tímabil- inu með því að sigra í 72 leikj- um, en liðið sigraði í 47 leikjum í fyrra og hafa aðeins fjögur lið bætt sig svo mikið á milli ára í sögu deildarinnar. Chicago sigraði í 44 heima- leikjum í röð og 37 fyrstu heimaleikjum tímabilsins en I báðum tilvikum er um met að ræða. Þetta er sjöunda árið sem Jackson þjálfar Chicago. Leikmenn Seattle SuperSonics settu met í fyrrinótt er þeir gerði 20 þriggja stiga körfur í öðr- um leik liðsins við Houston Rockets í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Seattle vann 105:101 og er 2:0 yfir í einvíginu en það lið kemst áfram sem fyrr sigrar í fjórum leikjum. Rockets átti gamla metið í þriggja stiga körfum í úrslitakeppninni, gerði '19 slíkar gegn Utah í fyrra, en leikmenn Rockets hittu ótrúlega vel úr þriggja stiga skotum, 20 fóru niður en tilrauninrnar voru 27. „Við vitum að þeir eru meistarar og því kemur ekki til greina að slaka á klónni gegn þeim í næstu leikj- um,“ sagði varamaðurinn Nate McMillan, sem var með 100% nýt- ingu í þriggja stiga skotunum í fyrrinótt, hitti úr öllum fimm skot- um sínum. Seattle hefur gott tak á Rockets því síðan 1994 hefur liðið sigrað í öllum ellefu leikjunum þar sem liðin hafa mæst. En það er of snemmt fyrir ieikmenn Seattle að fagna því Rockets hefur áður verið undir í úrslitakeppninni en sigrað samt og hafa ber í huga að liðið er meistari síðustu tveggja ára. Liðið hefur átta sinnum lent í einvígi síðustu tvö árin og fjórum sinnum hefur það verið undir en náð að sigra engu að síður. Phoenix var 2:0 yfir í fyrra og síðan 3:1 en Rockets vann 4:3. Leikurinn var í járnum lengst af, Houston þó lengstum yfir. Sam Perkins kom heimamönnum í 103:99 er 2,11 mínútur voru eftir með 20. þriggja stiga körfunni, en Mario Elis minnkaði muninn í tvö stig er 19 sekúndur voru eftir. Detlef Schrempf misnotaði síðan tvö vítaskot þegar 45 sekúndur voru eftir og Hakeem Olajuwon fékk boltann inni í teginum hinum megin. Varnarmenn Seattle komu tveir á hann eins og venjulega og varnarmaður ársins í NBA, Gary Payton, stal knettinum. Shawn Kemp skoraði síðan úr tveimur vítaskotum þegar 10 sekúndur voru eftir. Detlef Schrempf gerði 21 stig fyrir Sonics og Payton var með 18 stig. Clyde Drexler var stigahæstur hjá Houston, gerði 19 stig og Olajuwon var með 17 stig, en leik- menn Houston gerðu 13 þriggja stiga körfur. Liðin gerðu því alls 33 þriggja stiga körfur og er það met, fyrra metið áttu Houston og Utah en liðin gerðu 28 þriggja stiga körfur í fyrra. Durie í landsliðs- hóp Skota GORDON Durie, sóknarleik- maður Glasgow Rangers, hef- ur verið kallaður í landsliðs- hóp Skota fyrir ferð skoska landsliðsins til Bandaríkjanna. Skotar leika þar tvo síðustu leiki sína fyrir EM í Englandi, gegn Bandarikjunum og Kól- umbíu. Durie og Scott Booth, Aberdeen, voru valdir í landsl- iðshópinn þar sem nokkuð hef- ur verið um meiðsli hjá leik- mönnum hópsins. Durie, 30 ára, fyrrum leikmaður með Chelsea og Tottenham, hefur ekki leikið landsleik í tvö ár. Hann hefur leikið vel með Rangers í vetur og skorað átj- án mörk. Skoski landsliðshópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Jim Leighton (Hibs), Andy Goram (Rangers), Nicky Walker (Partick) Vamarleikmenn: Tommy Boyd (Celtic), Stewart McKimmie (Aberdeen), Craig Burley (Chelsea), Colin Calderwood (Tottenham), Colin Hendry (Blackbum), Alan McLaren (Rangers), Tosh McKinlay (Celtic), Derek White (Middlesbrough) Miðjumenn: John Collins (Celtic), Scot Gemmill (Nottingham Forest), Gary McAUister (Leeds), Kevin Gallacher (Blackbum), Stewart McCall (Rangers), Paul McStay (Celtic) Sóknarleikmenn: Scott Booth (Aberdeen), Gordon Durie (Ran- gers), Ally McCoist (Rangers), Billy McKinlay (Blackbura), Darren Jack- son (Hibs), John Spencer (Chelsea). Víðir meistari VÍÐIR Garði gerði markalaust jafntefli við Grindavík í síðasta leik sínum í Suðurnesjamótinu í knattspyrnu á mánudags- kvöld. Þessi úrslit nægðu Víði til sigurs í keppninni og er lið- ið þvf Suðurnesjameistari í meistaraflokki karla 1996. Bygging íþrótta- hússá Ásvöllum undirbúin Á 65 ára afmælishátíð Knatt- spyrnufélagsins Hauka á dög- unum var undirritaður samn- ingur mili félagsins og bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar um fjárframlag til hönnunarvinnu á nýju íþróttahúsi á Ásvöllum. Samkvæmt samningnum á allri hönnunarvinnu að vera lokiö á þessu ári og stefnt er að gerð sérstaks fram- kvæmdasamnings vegna bygg- ingar íþróttahúss á Ásvöllum fyrir árslok 1996. Jafnframt var á fundinum undirritaður samningur milli Hauka og arkitektanna Helga M. Halldórssonar og Valdi- mars Harðarsonar hjá Arki- tektum sf. en þeir munu sjá urn hönnun og alla tcikni vinnu fyrir hið nýja íþróttahús á Ásvöllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.