Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 35
34 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 35 JitirgiimM&liií STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HAGSÆLD OG KAUPMÁTTAR- ÞRÓUN ISLENDINGAR bæta sér upp lægri laun með lengri vinnu- degi en tíðkast í helztu nágrannalöndunum. Þetta er með- al þess sem fram kemur í skýrslu Þjóðhagsstofnunar um laun og lífskjör, sem stofnunin vann fyrir forsætisráðherra. Hagsæld hér á landi er á svipuðu stigi og í þeim löndum þar sem hún er hvað mest en íslendingar hafa meira fyrir því að afla gæðanna, en þjóðir á áþekku hagsældarstigi. Skýrslan fjallar um laun og lífskjör á íslandi, í Danmörku og víðar. Fullvinnandi fólk á Islandi vinnur að jafnaði 50 klst. á viku en 39 stundir í Danmörku. Tímakaup í dönskum iðnaði er 97% hærra en í íslenskum iðnaði. Skýrsluhöfundar segja að helsta skýringin á þessu sé lítil framleiðni hér á landi. Eflaust eru ástæður fyrir lítilli framleiðni margvíslegar. Smæð markaðarins hér innanlands er áreiðanlega ríkur þáttur í því að hún er ekki jafn mikil og í nágrannalöndunum, þar sem fyrirtæki geta selt vörueiningar sínar í mun meira magni en hér. Framleiðslukostnaður á einingu fyrir h'tinn markað hlýtur og að vera mun hærri en ef unnt er að selja á stærri markaði. Þess vegna er nauðsynlegt að skapa fyrirtækjunum tækifæri til þess að sækja á erlenda markaði og þá þarf einn- ig gjaldmiðillinn að vera trúverðugur. Hannes Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins hefur bent á þetta áður og telur að leiðin til að auka framleiðni sé að viðhalda stöðugleika og sæmilegu rekstrarumhverfi fyrir fyrirtækin, þannig að þau hagnist og geti fjárfest í nýrri tækni og nýjungum, sem skapað geti ný tækifæri og byggt upp hálaunastörf. Það gerist ekki með því að auka launakostnað umfram gjaldþol fyrirtækjanna. „Eina leiðin er að sýna biðlund og vinna markvisst, hægt og bít- andi, að því að bæta kjörin en taka ekki neinar kollsteypur.“ Vaxandi skilningur hefur einnig verið á því meðal aðila í verkalýðshreyfingunni, að leiðin til bættra lífskjara sé ekki endilega að krefjast hærri krónutölu við útborgun launa. Verzl- unarmannafélag Reykjavíkur og Félag járniðnaðarmanna hafa á undanförnum mánuðum sett fram hugmyndir um kjarasamn- inga til langs tíma, sem hefðu það að markmiði að jafna þann launamun sem er hérlendis og á Norðurlöndunum. Félag járn- iðnaðarmanna vill þegar hefja undirbúning að gerð kjarasamn- ings til aldamóta, þar sem á samningstímanum verði leitazt við að jafna þann launamun sem nú er. Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur Alþýðusambands íslands, hefur og tekið undir svipuð sjónarmið og vill skilgreinda áfanga á næstu fimm árum til þess að ná kaupmáttarstigi nágranna- þjóðanna. Hann segir: „Við teljum að það séu forsendur til þess að gera það. Það þarf að fara saman efnahagslegur stöð- ugleiki, atvinnustefna, framleiðni, breyting á skipulagi vinn- unnar og nútímalegri vinnubrögð við undirbúning og gerð kjarasamninga". Samanburður Þjóðhagsstofnunar í umræddri skýrslu á hag- sæld t.d. á íslandi og í Danmörku er miðaður við árið 1993. Þá var efnahagslíf hérlendis á botni mikillar lægðar. Á þeim tíma sem liðinn er frá því er viðmiðunartölurnar giltu hefur þó kaupmáttaraukning á íslandi orðið eilítið meiri en í Dan- mörku. Því getur verið að mismunurinn sé eitthvað minni nú. Það eitt sýnir þó aðeins, að sá stöðugleiki, sem verið hefur í efnahagsmálum hérlendis, er að skila sér smátt og smátt. Þótt mismunur sé æði mikill á launatekjum í krónutölu, 38,8%, er hann ekki eins mikill þegar tekið er mið af ráðstöfunartekj- um, 14,9%. Er skýringuna m.a. að finna í hærri sköttum í Danmörku. Einstaka stéttir á íslandi koma þó vel út úr saman- burðinum og má þar nefna verkfræðinga í einkaþjónustu, hjúkr- unarfræðinga og héraðsdómara. ÓHEPPILEG TÍM ASETNIN G FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráðherra, undirritaði samning um afnám tvísköttunar milli Islands og Kína í Peking síðastliðinn mánudag, en hann var þar í opinberri heimsókn. Þetta mun vera fyrsti samningur sinnar tegundar, sem ísland undirritar við Asíuland. Auðvitað er ekkert athugavert við undirritun þessa samn- ings í sjálfu sér. Hann á að auðvelda íslenzkum fyrirtækjum að hasla sér völl á þeim gríðarstóra markaði sem Kína er og nú er óðum að opnast Vesturlöndum. Hins vegar verður það að segjast að heldur var tímavalið óheppilegt, þar sem í fyrradag voru 7 ár liðin frá því er kín- versk stjórnvöld réðust með vopnavaldi gegn vopnlausum mótmælendum á Torgi hins himneska friðar og myrtu hundruð manna. * Hans van den Broek sem situr í framkvæmdastjórn ESB í opinberri heimsókn á Islandi Alþingi samþykkti fjármagnstekjuskatt HANS van den Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins, var í opinberri heimsókn á íslandi í gær. Meðan á íslandsdvölinni stóð átti hann m.a. fundi með Halldór Ás- grímssyni utanríkisráðherra, Davíð Oddssyni forsætisráðherra og utan- ríkismálanefnd Alþingis. Þá flutti hann í gær erindi á hádegisverðar- fundi hjá Alþjóða verslunarráðinu. Á þriðjudag ræddi hann við þátttak- endur á ráðherrafundi EFTA á Akureyri. Hans van den Broek sagði að þrátt fyrir að Evrópusambandið væri nú upptekið af fyrirhugaðri stækkun bandalagsins og breyting- um á innra skipulagi hefði það ávallt hugfast að utan Evrópusambandsins stæðu ríki sem væru í hópu nánustu og mikilvægustu samstarfsaðila ESB í Evrópu. ísland væri í þeim hópi ásamt öðrum EFTA-ríkjum. „Það var því gott að fá þetta tæki- færi til að ítreka mikilvægi sam- skipta okkar sem vissulega hafa þegar verið stofnanabundin að miklu leyti með samningum á borð við EES-samninginn. Á sama tíma fáum við tækifæri til að skiptast á upplýs- ingum og fullvissa samstarfsaðila okkar í EFTA um að við viljum við- halda þessum tengslum." Hann sagðist hafa átt mjög góð skoðanaskipti á fundum sínum með- al annars um sjávarútvegsmál og hann hefði fræðst mikið um ísland og afstöðu íslendinga. „Almennt séð má segja að ég haldi heim ánægður og jafnframt sannfærður um að Norðurlandasamstarfið geti reynst Evrópusambandinu hagnýtt," sagði van den Broek. Góð reynsla af EES Van den Broek var spurður hvern- ig Evrópusambandið mæti reynsluna af samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið sem grundvöll sam- starfs ESB- og EFTA-ríkja og hvernig hann teldi æskilegt að þetta samstarf myndi þróast í framtíð- inni. „EES-samningurinn hefur reynst mjög vel og í þeim viðræðum sem við áttum á þriðjudag kom greinilega í Ijós að við eigum mikla og góða samvinnu á sviði efnahags- mála auk pólitískra viðræðna. Auð- vitað hefðum við viljað að Svisslend- ingar hefðu ákveðið að taka þátt í þessu samstarfi líkt og svissnesk stjórnvöld stefndu að. Svissneska þjóðin tók hins vegar sjálfstæða ákvörðun um annað og hana virðum við. Við reynum því að þrýsta ekki á Svisslendinga um EES-aðild þó svo að ég voni að sá tími muni koma að þeir gerist aðilar að EES.“ Reglulega hafa komið upp vanga- veltur um það hvort EFTÁ og jafn- vel Evrópska efnahagssvæðið gæti reynst heppileg biðstöð fyrir ríki sem stefna á aðild að Evrópusamband- inu. Van den Broek sagðist telja ólíklegt að þetta ætti eftir að verða rætt af alvöru ekki síst þar sem að þessar þjóðir væru þeirrar skoðunar að með því væri verið að tefja fyrir aðild þeirra. „Við eigum nú í undir- búningsviðræðum við íjögur ríki sem sótt hafa um aðild og í þeim viðræð- um hefur það ekki komið til tals að nota EES eða EFTA sem biðstöð." Erfitt að brúa bilið í sjávarútvegsmálum Van den Broek var einnig spurður að því hvort að hann teldi líklegt, eftir að hafa heyrt viðhorf íslenskra ráðamanna í sjávarútvegsmálum, að hægt yrði að brúa bilið milli sjónar- miða íslendinga og Evrópusam- bandsins þannig að ESB-aðild kæmi til greina fyrir Island. „í hreinskilni sagt þá sé ég það ekki gerast eins og stendur. Hins vegar skulum við ekki gera of mikið úr því atriði. Ég held að íslensk stjórnvöld geri sér fyllilega grein fyrir því hvert sé mesta hagsmunamál íslendinga, nefnilega að geta haldið uppi eigin sjávarútvegsstefnu. Því gerir Evr- ópusambandið sér einnig grein fyrir. Þetta mál íþyngir heldur ekki á neinn hátt samstarfi okkar heldur AF FUNDI framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel. Ríkur skilningur á sérstöðu Islands Hans van den Broek hefur ver- ið í tveggja daga heimsókn á íslandi en hann fer með sam- skipti Evrópusambandsins við önnur ríki innan framkvæmda- stjórnarinnar. Steingrímur Sigurgeirsson fylgdist með heimsókn van den Broeks og spurði hann um mál er varða samskipti íslands og ESB. Morgunblaðið/Sverrir Hans van den Broek metum við það á sama hátt. íslend- ingar telja það best þjóna hagsmun- um sínum að framfylgja óbreyttri stefnu. Evrópusambandið hefur full- an skilning á því og viðurkennir jafn- framt að það yrði erfitt að ná sam- komulagi um aðildarsamning er gerði ráð fyrir sérstakri sjávarút- vegsstefnu fyrir ísland.“ Rétt þróun í Austur-Evrópu Van den Broek flutti í gær erindi á hádegisverðarfundi Alþjóða versl- unarráðsins þar sem að hann rakti áform Evrópusambandsins um fjölg- un aðildarríkja og þær umræður er ættu sér stað á ríkjaráðstefnunni er hófst fyrir skömmu. Hann sagðist almennt vera mjög ánægður með þá þróun í átt að markaðshagkerfi er hefði átt sér stað í flestum ríkj- anna í Mið- og Austur-Evrópu. Hag- kerfi þeirra flestra hefðu tekið stakkaskiptum þó að enn væri margt ógert varðandi endurskipulagningu fyrrum ríkisfyrirtækja. Erfitt væri að segja til um hvenær fyrstu ríkin gætu gerst aðilar að sambandinu en fyrir lægju yfirlýs- ingar pólitískra leiðtoga á borð við Helmut Kohl um að stefnt væri að því að niðurstaða lægi fyrir árið 2000. Þá ætti hins vegar eftir að staðfesta fyrirliggjandi aðildar- samninga á öllum þjóðþingum ESB og á Evrópuþinginu. Hans mat væri að raunhæft væri að ætla að fyrstu ríkin myndu ekki fá formlega aðild fyrr en árið 2002. Enn væri líka óljóst hvort að samningaviðræður hæfust við öll ríkin í einu og hvort að gengið yrði frá öllum aðildar- samningum á sama tíma eða hvort það yrði gert í bylgjum. Hann sagði það vissulega vera rétt að Evrópusambandið væri þessa stundina mjög upptekið af innri málefnum en þó bæri að hafa hugf- ast að það væri öðru fremur sökum þess að sambandið hefði orðið að bregðast við breytingum sem hefðu orðið utan þess og aðlaga sig breytt- um aðstæðum. Sameiginleg mynt í EES? Vilhjálmur Egilsson alþingismað- ur lagði á fundinum nokkrar spurn- ingar fyrir van den Broek. Spurði þingmaðurinn m.a. hvort að hann teldi hugsanlegt af hálfu Evrópu- sambandsins að láta hina sameigin- legu mynt ná einnig til ríkja Evr- ópska efnahagssvæðisins eða hvort að sambandið myndi hafa einhveijar athugasemdir við það að einstök EES-ríki, til dæmis Island, myndu einhliða ákveða að taka upp hina sameiginlegu mynt sem ESB-ríkin áforma að taka upp. Þá spurði Vil- hjálmur hvernig van den Broek mæti stöðu Sviss en Svisslendingar höfnuðu aðild að EES árið 1992 og eiga nú í tvíhliða viðræðum við ESB á sex sviðum. Einnig hvort hann teldi að hætta væri á að evrópsk NATO-ríki utan ESB myndu ein- angrast ef VES vrði að Evrópustoð NATO. Loks spurði hann hvort að hugsanlegt væri að Islendingar gætu hugsanlega fengið undanþágu frá sameiginlegu fiskveiðistefnunni á forsendum neðstastigsreglunnar í ljósi þess að fiskistofnarnir á ís- landsmiðum væru fyrst og fremst staðbundnir stofnar. Van den Broek sagðist fagna því að fyrsta umsóknin utan ESB hefði nú borist um aðild að hinum efna- hagslega og peninglega samruna, EMU. Það væri aftur á móti eins og stendur mjög erfitt að meta hvernig þessi mál myndu þróast og satt best að segja væri þetta atriði sem menn væru lítið farnir að velta fyrir sér. Fyrst yrði að koma í ljós hvort að nægilegur ríkjafjöldi yrði til staðar til að byija að framkvæma EMU-áformin árið 1999 og að því búnu yrði að skilgreina samskipti ríkja innan Evrópusambandsins, þar sem að fyrstu árin mætti búast við að hópur hugsanlega sex eða sjö ESB-ríkja tæki þátt í EMU en önn- ur ekki. Einnig yrði að ákveða hvaða aðgerða ætti að grípa til gagnvart ríkjum er kynnu að uppfylla skilyrð- in fyrir EMU-þátttöku árið 1999 en síðan skyndilega ekki árið 2002. Sú umræða yrði mjög erfið. Hann sagðist þó mjög auðveldlega geta ímynda sér að einhvern tímann í framtíðinni væri hugsanlegt að ríki myndu óopinberlega eða opinberlega tengjast sameiginlegu myntinni, hugsanlega undir áþekkum for- merkjum og ríki tengdu í dag gjald- miðla sína við t.d. þýska markið eða Bandaríkjadollar. Hvað Sviss varðar sagði van den Broek að segja mætti að ríkisstjórn landsins væri komin skrefi á undan íbúum Sviss í Evrópumálum. Stjórn- in stefndi að fullri ESB-aðild en þjóð- in hefði hafnað jafnvel EES-aðild. Það væri í sjálfu sér ekki slæmt þar sem að það væri hlutverk stjórnvalda að sýna forystu. Hann sagðist fljótlega eftir niður- stöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafa lagt til að reynt yrði að leysa málið með tvíhliða viðræðum og samningum um samskipti ríkjanna. Hann hefði þó jafnframt lagt til að stjórnin myndi á sama tíma ekki tjá sig mikið um hugsanlega ESB- eða EES-aðild þar sem ella væri hætta á að allt í einu stæði ESB frammi fyrir því að þeir tvíhliða samningar sem skiptu Svisslendinga máli yrðu samþykktir en þeir sem skiptu ESB máli yrðu felldir í þjóðaratkvæða- greiðslum. Van den Broek sagðist ekki sjá að staða Svisslendinga í Evrópumál- um myndi breytast í bráð. Ávallt samráð við NATO Hvað varnarmál varðar sagði van den Broek að skiljanlegt væri að NATO-ríki á borð við Island, sem ekki ætti aðild að Evrópusamband- inu, hefði áhyggjur af því að Vestur- Evrópusambandið yrði að Evrópu- stoð Atlantshafssamstarfsins. Mjög erfitt væri hins vegar að segja til um hvernig þessi mál myndu þró- ast. Hafa bæri í huga að nú væru tíu ESB-ríkjanna aðilar að VES en fimm stæðu fyrir utan. Óháð því hvernig mái þróuðust yrði ísland hins vegar fullgildur aðili að NATO og allar mikilvægari aðgerðir þyrftu samþykki NATO í heild þó að ein- ungis Evrópuríkin stæðu að þeim. Van den Broek sagði að það gæti orðið mjög erfitt að yfirfæra neðsta- stigsregluna yfir á íslensk sjávarút- vegsmál, þar sem ef henni yrði al- mennt beitt með þessum ætti yrði lítið eftir af þeirri samræmingu er átt hefði sér stað í viðskipta og efna- hagsmálum innan Evrópusambands- ins. „Sjávarútvegsmál skipta ekki einungis máli á íslandi þó að íslend- ingar hafi vissulega mikla sérstöðu, þar sem að 75% útflutningstekna þeirra má rekja til sjávarafurða. Ég hef því fullan skilning á því að ís- lendingar geti ekki sýnt samstarfi áhuga ef það hefði í för með sér að þeir hefðu ekki fullan yfirráðarétt yfir sjávarútvegnum,“ sagði van den Broek og bætti við að hann teldi að mjög ríkur skilningur væri á sér- stöðu íslendinga innan Evrópusam- bandsins. Samvinnan milli íslands og Evrópusambandsins væri mikil og náin og íslendingar væru aðilar að EES sem væri nánasta tenging sem hægt væri að fá við sambandið án þess að ganga í það. „Ég er hins vegar hræddur um að síðasta skref- ið gæti reynst erfitt ef kraftaverk gerist ekki eða við teygjum hug- myndaflug okkar til hins ítrasta þannig að niðurstaða finnist sem er viðunandi fyrir báða aðila. Neðsta- stigsreglan er hins vegar ekki full- nægjandi í því sambandi.“ Olafur B. Thors forstjóri spurði hvort að EES-ríkin gætu verið fullviss um að hagsmuna þeirra yrði gætt þrátt fyrir að mjög hefði dregið úr hlutfallslegu vægi þeirra gagnvart Evrópusambandinu. Van den Broek sagði að jafnvel þó aðildarríkjum ESB hefði eftir um áratug fjölgað um allt að tíu yrði reynt að koma til móts við þarfir EES-ríkjanna, þó að þau væru einungis þrjú til fjögur. „Ég held að til þessa hafi þetta gengið upp og ég vona að það verði ekki fjöldi aðildarríkja ESB sem ráði úrslitum heldur sá andi samstöðu og samvinnu sem hefur einkennt samstarfið,“ sagði van den Broek. Hann sagði að skipulag ESB kæmi í veg fyrir að utanaðkomandi aðiiar tækju þátt í ákvarðanatöku. Á því væri ekki hægt að finna lausn. Hins vegar hefði ekki einungis tekist að taka tillit til hagsmuna EES-ríkjanna heldur jafnframt að leyfa þeim að hafa áhrif á ákvarðanamótunarstiginu. 10% skattur á sölu- hagnað hluta- bréfa á þessu ári ALÞINGI samþykkti í gærlögum að 10% staðgreiðsluskattur leggist á allar fjár- magnstekjur frá næstu áramótum. Skiptar skoðanir voru um málið meðal þingmanna og riðluðust flokkslínur í atkvæðagreiðslum skrifar Guðmundur Sv. Hermannsson frá Alþingi. RSK SKATTFRAMTAL 1996 Ilögunum, sem samþykkt voru um fjármagnstekjuskatt í gær, felst að vaxtatekjur verða skattlagðar, en þær eru nú skattfijálsar. Hins vegar lækkar skattur á öðrum fjármagnstekjum, svo sem arði, söluhagnaði og leigu- tekjum úr 42-47% í 10%. Þak er sett á söluhagnað hluta- bréfa þannig að einstaklingar greiða 10% skatt af söluhagnaði upp að 3 milljónum og hjón upp að 6 milljónum. Umframtekjureru skatt- lagðar með venjulegu skatthlutfalli en hægt er að fresta þeim skatt- greiðslum og nýta söluhagnaðinn til að fjárfesta aftur í hlutabréfum, á svipaðan hátt og nú gerist með söluhagnað í fasteignaviðskiptum. Við lokaafgreiðslu málsins á Al- þingi í gær var síðan samþykkt breytingartillaga um að sölu- hagnaður hlutabréfa á þessu ári verði skattlagður með 10% skatt- hlutfalli en ekki 42% eins og nú er og var það gert til að koma í veg fyrir að drægi úr viðskiptum með hlutabréf það sem eftir er ársins. Áætlað er að þessi skattlagning fjármagnstekna geti skilað ríkis- sjóði um 1 milljarði króna í tekjur árlega. Sjálfstæðismaður á móti Lögin voru samþykkt með 30 atkvæðum þingmanna Framsóknar- flokks, Sjálfstæðisflokks, Kvenna- lista og tveggja þingmanna Alþýðu- bandalags gegn atkvæði Tómasar Inga Olrich, Sjálfstæðisflokki. 16 þingmenn sátu hjá, þar af allir þingmenn Alþýðuflokks, Þjóð- vaka, 5 þingmenn Al- -------------- þýðubandalags og Guðjón Guðmundsson, Sjálfstæð- isflokki. Árni M. Mathies- en, Sjálfstæðisflokki, sem lýst hefur andstöðu við skattlagningu vaxta, var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Margir þingmenn skýrðu atkvæði sitt. Jóhanna Sigurðardóttir, Þjóð- vaka, sagðist styðja fjármagns- tekjuskatt sem jafnaði skattbyrðina og legði skatt á raunverulegar fjár- magnstekjur. Þessi útfærsia á fjár- magnstekjuskatti væri hins vegar skattur á sparifjáreigendur en ekki á stóreignafólk. Lagðir væru skatt- ar á líknarfélög og íþróttafélög, aldraðir og öryrkjar væru tvískatt- aðir og búið væri í haginn fyrir mikla peningatilfærslu til eigna- fólks frá ríkissjóði og launafólki. Kristín Ástgeirsdóttir, Kvenna- lista, sagði að þessi lög væru um margt göliuð enda málamiðlun milli andstæðra sjónarmiða sem nefnd allra stjórnmálaflokka hefði gert á sínum tíma. En þrátt fyrir annmark- ana teldi Kvennalistinn mjög mikil- vægt að fjármagnstekjuskatti væri komið á og taka yrði á því síðar ef alvarlegir gallar kæmu fram á lögunum. Skattur á neikvæða vexti Guðjón Guðmundsson, Sjálfstæð- isflokki, sagði að 10% skattur á vaxtatekjur væri óviðunandi vegna þess að verulegur hluti af sparifé landsmanna lægi á venjulegum bankabókum sem bæru innan við 1% vexti, lægri en verðbólgan í land- inu. Því væri fráleitt að skattleggja neikvæða vexti og sagðist Guðjón vera andvígur því að taka upp fjár- magnstekjuskatt með þessum for- merkjum. Ögmundur Jónasson, Alþýðu- bandalagi, sagði að jaðarskattar á almennar launatekur væru frá 42% til 70% þegar bótaskerðingar væru meðtaldar. En samkvæmt fjár- magnstekjuskattsfrumvarpinu yrði jaðarskattur á arð, vexti og sölu- hagnað lækkaður í 10%. Skatt- --------- leysismörk fyrir einstakl- inga í launavinnu væru 700 þúsund á ári en skatt- leysismörk fyrir vexti, arð og söluhagnað væru allt _____ að 3 milljónir fyrir ein- stakling sem hefði engar aðrar tekjur. Því væri frumvarpið ekki í nokkru samræmi við þær kröfur sem samtök launafólks hefðu sett fram um skatt á fjármagnstekj- ur. Kristinn H. Gunnarsson, Alþýðu- bandalagi, sagði að með frumvarp- inu væri afnuminn sérstakur skattaafsláttur til að mæta arði af leigutekjum og afnumið skattfrelsi vaxtatekna. Samanlögð áhrif af þessu væri að skattfijálsar tekjur lækkuðu þannig að þeir sem hefðu tekjur af öðru en launavinnu væru líklegri en áður til að greiða hærri gjöld. Þá drægi þessi lagasetning Flokkslínur riðluðust við afgreiðsluna á þingi úr þeim mun sem væri á skattlagn- ingu launatekna og fjármagnstekna og stefndi því í rétta átt. Loks stuðl- aði frumvarpið að því að beina fjár- magni til atvinnulífsins. Merkilegt skref Guðmundur Árni Stefánsson, Al- þýðuflokki, sat í nefndinni sem stóð að frumvarpinu, en fulltrúar stjórn- arandstöðuflokkanna skrifuðu undir nefndarálitið með fyrirvara um að þeir og flokkar þeirra áskildu sér rétt til að styðja aðrar tillögur. Guðmundur sagði jákvætt að verið væri að stíga merkilegt skref til upptöku skatts af vaxtatekjum. En meðhöndlun stjórnarflokkanna á málinu og umtalsverð skattalækkun á stóreignamenn, sem hefðu sölu- hagnað og hagnað af arði og leigu, hefði skekkt málið umtalsvert og gæti að sumu leyti aukið mismuninn í samfélaginu, íjármagnseigendum í hag. Því gæti Alþýðuflokkurinn ekki stutt málið. Bryndís Hlöðversdóttir, Alþýðu- bandalagi, átti einnig sæti í nefnd- inni sem vann frumvarpið. Hún sagði að nefndarmennirnir hefðu lýst því yfir, að þeir myndu fyrii sitt leyti sætta sig við tillögur nefnd- arinnar og styðja þær að öðrum til- lögum frágengnum. Formenn þriggja stjórnarandstöðuflokka hefðu lagt fram frumvörp um sama efni sem væru í anda þess sem Al- þýðubandalagið hefði talað fyrir. Þá leið hefði ríkisstjórnin ekki viljac fara og frumvörpin ekki fengist afgreidd úr þingnefnd. Stjórnarfrumvarpið væri umdeilt og í því væru atriði sem gætu orkac tvímælis en hitt væri jafnljóst ac þrátt fyrir pólitíska samstöðu un að koma á fjármagnstekjuskatt hefði aldrei náðst pólitísk samstað; um leið að markinu. Tillögur nefnd arinnar hefðu verið tilraun til þesi og því sagðist Bryndís styðja frum varpið þótt hún myndi áfram beití sér fyrir því að ná fram þeim mark miðum sem Alþýðubandalagið hefð haft í skattamálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.