Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						2   C  FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
ÖLL heimsins hljóðfæri saman-
komin í einu hljómborði. Að þess-
ari stórmerkilegu uppgötvun
komst blaðamaður á næturrölti
milli skemmtistaða Reykjavíkur-
borgar eina helgina.
í myrkri, reyk og móðu inni á
ölkrá virtist sem fimm manna
hljómsveit væri að spila. Heyra
mátti trommutakt, alls kyns
strengja- og blásturshljóð, gítar-
sóló, saxófón, karlraddir og
kvenraddir.
Síðan voru ljósin kveikt og í .
ljós kom einn maður með hljóm-
borð.
Guðmundur Haukur Jónsson,
Grétar Magnús Guðmundsson og
Jón Víkingsson eru allir einfarar
í eins manns hljómsveitum. Þeir
eru trillukarlar tónlistarbrans-
ans, æfa þegar þá langar og spila
það sem þá lystir en vertíðin ein-
skorðast við helgarnar.
Þremenningarnir eru gamal-
reyndir tónlistarmenn, hafa spil-

HLJOMBORÐ nútímans.
Eins manns hljómsveit
að í hljómsveitum meira og
minna allt frá barnsaldri. Að
þeirra sögn er bransinn þó ansi
breyttur. Danshljómsveitir eiga
ekki Iengur upp á pallborðið og
fólk sækir frekar kaffihúsin og
krárnar en á stóra dansleiki.
Eina úrræðið er því að fylgja
straumnum og spila á þeim stöð-
um. Þá borgar sig að vera einn
til að fá meira upp úr krafsinu.
Á tónleikum einmennings-
hljómsveita má heyra gömul lög
í nýstárlegum útsetningum. Til
að mynda Undir bláhimni í blús-
útsetningu og Crazy for feeling
so blue með Presley-ívafi.
Mestmegnis spila þeir gamlar
perlur úr poppinu en ef einhver
vill heyra vals þá fær hann vals.
Þeir eru vinsælir á árshátíðum
og einkasamkvæmum enda mun
ódýrara en að fá heila hljóm-
sveit til að spila. IIljómborðið er
einnig þeim kostum búið að vera
svo lítið og meðfærilegt að það
kemst hæglega fyrir í venjuleg-
um fólksbíl.
Eftir því sem íölvut æknhiiii
fleygir fram því fullkomnari
yerður eins manns hljómsveitin.
f nýjustu gerðum af hljómborð-
um er vélbúnaður sem getur líkt
eftir um 400 hljóðfærum. Það
nægir til að mynda að ýta á einn
takka til að fá 16 slaga trommu-
slátt eða láta jafnvel heila sinfó-
níuhljómsveit sjá um undirleik-
inn. I borðinu er tölvuheili svo
hægt er t.d. að forrita útsetning-
ar og geyma á disklingum og
þannig útbúa heilu lagalistana.
Framtíðin er því björt hjá eins
manns hyómsveitum en alvöru-
hyómsveitir ættu að fara að vara
sig.                   ¦
Hrönn Marínósdóttir
Morgunblaðið/Halldór
Guðmundur Haukur og
hljómsveitin Beta
Aheyrendur eru af
öllu tagi
„NAUÐSYNLEGT er að vera
hugmyndaríkur og fljótur að
hugsa ef maður ætlar að vera
einn í hljómsveit. Hljómsveitin
stendur og fellur með mér og
ég má því alls ekki klikka.
Ég er ekki diskótekari sem
útsetur lög í tölvunni og spilar
síðan eftir pöntunum. Sá
möguleiki er fyrir hendí en
það er miklu skemmtilegra
að gera þetta sjálfur með
þeim óvæntu uppákomum
sem því fylgja. Að fínna lag
sem passar sama takti og lag-
ið á undan. Það er viss kúnst,"
segir Guðmundur Haukur
sem hefur spilað meira og
minna eins síns liðs í 12 ár.
„Áheyrendur eru svo alla
vega, krakkarnir vilja hokí
pokí en eftir klukkan ellefu
spila ég gömlu dansana til
jafns við Rolling Stones," seg-.
ir Guðmundur.
Lifibrauð hans er að spila
og kenna á hljómborðið en
undanfarna fímm vetur hefur
hann boðið upp á á einka-
kennslu og hóptíma í hljóm-
borðsleik.  .
„Fyrstu skemmtaramir
sem komu til landsins voru
hannaðir þannig að allir gátu
spilað á þá og helst með einum
fingri. Hljómborðið sem ég á
er miklu meira en skemmtari.
Til að spila á það er nauðsyn-
legt að nota tíu fingur og ef
markmiðið er að ná árangri
er löng þjálfun mikilvæg,"
segir Guðmundur.
„Héma áður fyrr söng ég
með Dúmbó, Rooftops, Magn-
úsi Eiríkssyni og fleiri hljóm-
sveitum. Þá var maður þekkt
andlit, fólk stoppaði úti á götu
til að horfa á mann en sú tíð
er liðin. Kannski sem betur
fer.
Við Ágúst Atlason spilum
stundum saman undir nafninu
Alfa Beta. En þar sem yfir-
leitt er ekki selt inn á
skemmtistaði og veitinga-
mennimir borga manni oft af
barsölunni er eini möguleikinn
að vera einn í hljómsveit."
Grétar Magnús og
Einn og yfirgefinn
Spilar gömlu
íslensku lögin
„Geirmundarsveiflan og
gömlu Brimklóarlögin er til
að mynda mjög vinsæl hjá
mér núna. Annars spila ég
yfirleitt danstónlist, lög sem
fólk þekkir og getur sungið
með. 011 þessi gömlu, góðu
íslensku," segir Grétar sem
er einnig þekktur sem Iist-
málarinn Tarnús, en hann
hefur/nálað myndir í mörg
ár. „Ég byrjaði að syngja
með hljómsveitum í Ingólfs-
kaffí árið 1964, m.a. með
hljómsveit Óskars Cortes.
Árið 1972 hóf ég feril minn
sem trymbill og í mörg ár
spilaði ég með Trío '72,
Steina spil og fleiri dans-
hljómsveitum,
meðal annars í
Ártúni," segir
hann.
í fyrra keypti
Grétar hljóm-
borð og byrjaði
að spila einn
síns liðs, meðal
annars á ættar-
mótum og árs-
hátíðum. „Það
var einkenni-
legt fyrst og
mjög einmana-
legt til að byrja
með. Nú finnst
mér fínt að vera
minn     eigin
herra, geta ráð-
ið útsetningum
sjálfur      en
möguleikarnir
eru     nánast
óendanlegir. Ég
keypti mér einnig radd-
kassa þannig að nú get ég
bætt inn ótal bakröddum,
heilum svertingjakór ef ég
kæri mig um. Oft sakna ég
þess þó gott að fá ekki
stuðning frá öðrum hljóm-
sveitarmeðlimum og gagn-
rýni frá þeim.
Hljómsveitarbransinn er
erfiður og því miður er ekki
farið _ eftir launatöxtum
FÍH. Á sumum stöðum eru
menn víst beðnir um að taka
út kaup á barnum fyrir
spilamennskuna. Ljótt ef
satt er. Þá er nú betra að
lifa á listinni."
Morgunblaðið/Halldór
1 1	
	1
Morgunblaðið/Halldór
Jón Víkingsson
og Einfarinn
Fer ótroðnar slóðir
ítónlistinni
JON ER betur þekktur
undir nafninu Johnny
King. Jón segir Johnny
hins vegar tilheyra fortíð-
inni. „Það er þó verið að
hvetja mig til að taka upp
þráðinn aftur en ég hef
engan áhuga fyrir því. í
tónlistinni vil ég fara
ótroðnar slóðir og á hljóm-
borðið get ég spilað þekkt
lög ýmist í jass-, vals- eða
kántrí-útsetningu, allt eft-
ir stemningunni í salnum.
Eina reglan er sú að endur-
taka aldrei lag á kvöldi,"
segir Jón.
Að mati Jóns er það
versta við að vera einn að
hafa ekki fleiri söngraddir.
„þess vegna bæti ég yfir-
leitt inn margs konar bak-
röddum með sérstöku
raddtæki sem ég keypti
nýlega.
Hugsanlega  læt  ég  þó
verða af því að fá mér al-
vöru söngkonu ef ég finn
eina nógu góða.
Ég spila meðan stuðið
er og ef stemmningin er
góð fer ég helst ekki í
pásu. Oftast tek ég mér
þó tvær tíu mínútna pásur.
Stundum eru kvöldin hins
vegar ósköp lengi að líða
ef áheyrendur eru daufir í
dálkinn en yfirleitt hefur-
mér gengið vel. Ég er bók-
aður allar helgar fram í
nóvember.
Um daginn spilaði ég á
fimm hundruð manna árs-
hátið, án þess að lenda í
nokkrum vandræðum."
Jón vinnur á bílaverk-
stæði sem réttingamaður,
en gerir einnig töluvert af
því að semja tónlist. Innan
skamms kemur út 16 laga
geisladiskur með frum-
sömdu efní eftir hann.
Tré öðlast nýtt líf
í höndum góðra handverksmanna
HLYNUR Halldórsson á Miðhúsum
hefur fengist við útskurð í yfir 20
ár. Hann lærði húsgagnasmíði en
ólst upp við útskurðinn og þá iðju
nam hann af föður sínum Halldóri
Sigurðssyni sem var húsasmiður og
starfaði sem handavinnukennari á
Alþýðuskólanum á Eiðum. Hlynur
rak verkstæði í samstarfi við föður
sinn ásamt búskap en síðastliðin 10
ár hefur útskurður verið aðalstarf
Hlyns.
Hlynur tók þátt í samkeppni
Skógræktar ríkisins og Landbúnað-
arráðuneytisins  um  gerð  íslensks
skógarhnífs. Tilgangur keppninnar
var að skapa hefðir og hnífnum
ætlað að vera notaður, en ekki var
sóst eftir skrautgripum.
„Siggi" sigurvegarl
Hlynur sendi inn fimm tillögur að
hnífum og nefndi þá gælunöfnum
þeirra skógræktarstjóra sem starfað
hafa auk eins skógarvarðar á Hall-
ormsstað. Það var svo hnífurinn
„Siggi" sem bar sigur úr býtum í
keppninni, nefndur í höfuðið á
Sigurði Blöndal.
„Siggi" er unninn úr alíslensku
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
HLYNUR Halldórsson
Morg^inblaðið/Jón Svavarsson
VERÐLAUNAHNÍFURINN Siggi eftir Hlyn.
hráefni fyrir utan blað, en í skaftinu
er sumarfellt birki og birkirót í slíðr-
ið. Birkið er snjóhvítt en rótin dökk.
Hreindýrshorn er á skeftisendanum
og leðuríenging þar sem hnífurinn
fellur ofan i slíðrið.
„Siggi" var valinn
úr hópi 60 hnífa sem
sendir voru inn í
keppnina.
Skilninguráglldl
handverks er aA
vakna
Hlynur segir
skilning á gildi
handverks vera að
aukast. „Það er
greinileg uppsveifla
á því sviði. Og sést
hún vel á þátttöku
í þessari samkeppni
þar sem fjöldi manns er að prófa sig
áfram og hefur áttað sig á því að
það er hægt að gera ýmislegt í hönd-
um. Svona samkeppni ýtir við fólki
sem hefur áhuga. Það er ekkert
					
Fela smįmyndir
C 1
C 1
C 2
C 2
C 3
C 3
C 4
C 4
C 5
C 5
C 6
C 6
C 7
C 7
C 8
C 8